Morgunblaðið - 10.03.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 10.03.1992, Síða 48
48 MQRGUNBLAftlÐ ÞRIÐJUDAGUR IO. MARZ.1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ættir að bregðast skjótt við ef þú særir tilfínningar ein- hvers og reyna að bæta fyrir misgerðina. Þú ert sjálfstæð persóna, en í augnablikinu læt- ur þér best að starfa með öðr- um. Naut (20. apríl - 20. maí) Itft Þú hefur brennandi áhuga á möguleikum sem þér gefast í starfinu núna og það er bara eðlilegt. Gættu þess þó að setja ekki homin í samstarfsmann þinn. Tillitssemi borgar sig allt- af. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Vandaðu vel val þitt á þeim sem þú umgengst. Gerðu þér grein fyrir hvað það er sem þú vilt og berðu þig síðan eftir því. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSg Þú kemur miklu í verk heima fyrir núna, ef þú gætir þess að sólunda ekki tímanum. Vin- ir þínir geta haft hér áhrif til hins verra ef þú hefur ekki nógan sjálfsaga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Þetta er góður tími til að sinna skapandi störfum og kynna hugmyndir sínar. Þó eru ýmsir endar lausir í málum sem þú þarft að Ijúka. Meyja (23. ágúst - 22. september) 31 Leitastu við að bæta fjárhag þinn eins og þú framast getur. Láttu engan telja þig á að ráð- ast í ónauðsynleg og ótímabær kaup á dýrum hlut. Vog (23. sept. - 22. október) Það gengur allt eins og í sögu hjá þér í dag og flest fer eins og þú óskar helst. Sýndu nán- um vini samstarfsvilja, en það er óþarfi að færa stórar fómir. ., Sporódreki (23. okt. — 21. nóvember) Þú vinnur ötullega að eigin málum í dag. Ef þú vilt útiloka umheiminn og lifa í hálfgerðri einangrun verður þú þó alla- vega að gæta þess að van- rækja ekki þá sem næstir þér standa. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) m Þú nýtur verulegra vinsælda núna og kannt sannarlega að meta það. Reyndu að láta verk- efnin ekki safnast fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vinnur hörðum höndum að því að láta drauma þína ræt- ast. Sumu af því sem gerist ættir þú að halda leyndu f'bili, en við öðru verður þú að snú- ast þegar í stað. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ék Búðu þig undir að fara í úti- vistarferð með fjölskyldunni. Þú hittir alls konar fólk að máli og það á vel við þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ættir að sinna viðskiptamál- um í dag, en fyrir alla muni skaltu lesa smáaletrið, ef þú undirritar einhvers konar samninga. Láttu ekki leiða þig afvega. Segðu nei, ef það á við. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS UÓSKA SMÁFÓLK UJHEN I U)A5 LITTLE AND I DIDN'T FEEL UiELL, MOM t-23 Þegar ég var lítill og mér leið ekki vel, var mamma alltaf til staðar... I NEVER 5H0ULD HAVE LEFT H0ME..HOU) OAN I g TELL MOM NOW THAT Ég hefði aldrei átt að fara að heim- an .. .hvernig get ég sagt mömmu núna, að mér sé illt í maganum? Mig vantar myndsenditæki. BRIDS Maður sér þetta í körfuboltan- um. Leiktíminn er að renna út og eitt stig skilur liðin að. Það er ekki tími til að byggja upp sókn, svo leikmaðurinn sem heldur á boltanum reynir lang- skot af miðjum velli. Líkurnar á körfu eru ekki miklar, en „miði er möguleiki“. Þannig hugsa bridsspilarar líka þegar þeir lenda í lélegum samningum. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD986 VG3 ♦ K94 + Á73 Suður ♦ 5 VÁ95 ♦ Á8763 ♦ KD104 Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass 2 tíglar 2 hjörtu 3 tíglar Pass 3 hjörtu Dobl Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Hvernig á suður að spila með hjartakóng út? Þrír tapslagir blasa við: einn á spaða, einn á tromp og svo hjartadrottningin. Við þeim tveimur fyrmefndu er ekkert að gera, en hugsanlega er hægt að henda hjarta úr blindum niður í lauf. Hugmyndin er þá að taka ÁK í tígli og spila laufi. En hvemig á að fara í laufið? Skoði maður spilið vel, kemur í ljós að 3-3-legan er gagnslaus. Vömin trompar fjórða laufið og spilar hjarta, sem blindur verður að trompa. Vörnin á enn spaða- ásinn og hefur tryggt sér slag á hjarta líka. Laufið verður því að liggja 4-2 ef spilið á að vinn- ast: Norður ♦ KD986 ¥G3 Vestur *^4 *Á42 V KD10842 llllll ♦ G5 ♦ 52 Suður ♦ 5 V Á95 ♦ Á8763 ♦ KD104 Austur ♦ G1073 V76 ♦ D102 ♦ G986 Með það í huga, er rétt að taka kóng og ás og svína tíunni í bakaleiðinni. Hjarta fer svo niður í laufdrottningu og nú vinnst tími til að sækja slag á spaða. Þriggja stiga karfa. SKÁK Robert James Fischer, varð 49 ára í gær, mánudaginn níunda mars. í sumar verða liðin 20 ár frá þvf að Fischer varð heims- meistari í skák eftir einvígi við Boris Spassky í Laugardalshöll- inni. Við skulum rifja upp lokin úr fimmtu eingvígisskákinni. Fisc- her hefur svart og á leikinn. Spas- sky lék síðast 27. Dd3-c2? í erf- iðri stöðu og svar Fischers kom næstum samstundis: 27. — Bxa4! og Spassky gafst upp. Eftir 28. Dxa4 — Dxe4 getur hann ekki bæði valdað el og g2 og 29. Kf2 er svarað með 29. — Rd3+. Fischer hefur ekki telft opinber- lega síðan hann vann heimsmeist- aratitilin, þrátt fyrir að honum hafi verið boðin hundruð milljóna ísl. króna. Nú stendur til að gera kvikmynd með stórstjörnum vest- anhafs um ævi meistaranna. Kvik- myndafyrirtækið Darnay Hoff- man Films hefur keypt réttinn til að kvikmynda ævisögu Fischers eftir Frank Brady á 100 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði sex millj- óna ísl. króna. Það þykir ekki ýkja hátt verð miðað við það hvemig kaupin gerast á eyrinni þar vestra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.