Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Barn slasast í árekstri Þriggja ára telpa slasaðist al- varlega í hörðum árekstri á mót- um Kringlumýrárbrautar og Miklubrautar um kl. 13 á sunnu- dag. Telpan var farþegi í Honda- bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut og beygt vest- ur eftir Miklubraut, í veg fyrir Mitsubishi-bifreið sem ók í suður eftir Kringlumýrarbraut. Fimm manns voru í Hondunni og var einungis farþegi í framsæti í bíl- belti, samkvæmt upplýsingum lög- reglu. Ung kona í aftursæti sat með telpuna í fanginu, en við áreksturinn kastaðist barnið út um glugga bif- reiðarinnar og skall í götuna. Aðrir farþegar í bílnum hlutu minni háttar meiðsli. í Mitsubishi-bifreiðinni var einn farþegi í framsæti, en hvorki hann né ökumaðurinn voru í bílbelt- um. Farþeginn slasaðist, en ekki al- varlega. Báðir bílarnir skemmdust mjög mikið, auk þess sem þriðji bíll- inn skemmdist lítillega, þegar brak úr hinum kastaðist i hann. .... Húsbréfaviðskipti: Eftirspum um- fram framboð FRAMBOÐ á húsbréfum hjá Verð- bréfaviðskiptum Samvinnubank- ans er nú mun minna en eftir- spurn, að sögn Þorsteins Ólafs, forstöðumanns fyrirtækisins, sem lækkað hefur ávöxtunarkröfu húsbréfa úr 7,88% í 7,85%. „Það er töluvert ójafnvægi í þessum viðskiptum núna. Ég hef ekki get- að selt öllum þeim sem spurst hafa fyrir um húsbréf," sagði Þorsteinn i samtali við Morgun- blaðið. Þorsteinn sagði að það ætti án efa þátt í því að menn héldu að sér hönd- um að þeir væntu þess að ríkisstjóm- in hefði forgöngu um vaxtalækkun í tengslum við komandi kjarasamn- inga. Þorsteinn kvaðst telja að búast mætti við því að ávöxtunarkrafan leitaði enn frekar niður á við innan skamms. ♦ ♦■■»■■■ Fangelsi fyrir 3 millj- óna tollsvik SAKADÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 57 ára mann í eins árs fangelsi, þar af 9 mán. skil- orðsbundið, og til greiðslu 100 þús. kr. sektar, fyrir að hafa 1989 og 1990 falsað 25 vörureikninga og afhent tollyfirvöldum. Svikin tengdust innflutningi mannsins á bflum, snjósleðum og þvflíku. Maðurinn játaði brot sín fyr- ir lögreglu og sakadómi og hafði staðið ríkissjóði skil á um það bil tveimur milljónum af þeim þremur sem hann hafði komist undan greiðslu á vegna svikanna. Amgrímur ísberg sakadómari kvað upp dóm í máli mannsins. Bifreiðin Ienti út af veginum utarlega í Reyðjarfjarðarkauptúni og hafnaði á hvolfi í sjónum. Farartækið er gjörónýtt eins og sjá má hér til vinstri. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Helga Erla Rut Sigurlaug Þijár stúlkur bjargast úr bílslysi: Rankaði við mér þegar Jón Omar var að draga mig út úr bílnum - sagði Helga Harðardóttir, ein stúlknanna sem bjargaðist „ÉG var að hægja á bilnum þegar við komum inn í bæinn, en þá fauk hann til. Ég veit ekki hvort ég reyndi að bremsa, en bíllinn lenti út af. Svo hlýt ég að hafa rekið höfuðið í, því ég rankaði við mér þegar Jón Ómar var að draga mig út úr bílnum,“ sagði Helga Harðar- dóttir, 18 ára Eskfirðingur. Bifreið, sem hún ók, lenti út af veginum utarlega í Reyðar- fjarðarkauptúni á sunnudag og hafnaði á hvolfi í sjónum. Tvær vinkonur Helgu komust af sjálfsdáðum upp á veg, en Jón Omar Halldórsson óð út í sjóinn og bjargaði Helgu. Helga sagði að hún hefði orðið mjög óttaslegin þegar Jón Ómar hafði náð henni út úr bflnum og spurði hana hvort fleiri hefðu ver- ið í bílnum. Hún hélt þá að vinkon- ur hennar, Sigurlaug Sveinsdóttir og Erla Rut Oladóttir, væru enn í bílnum, en þær höfðu þá komist sjálfar út. „Erla Rut var í fram- sætinu og hún losaði öryggisbeltið af mér,“ sagði Helga. „Þá var ég meðvitundarlaus og hún náði mér ekki út. Ég fékk sjó í lungun og er nokkuð marin á öxl og víða nokkuð rispuð eftir glerbrot úr rúðunum. Sigurlaug sat í aftur- sætinu. Hún meiddist mest, skarst illa á handlegg og þurfti að loka sárunum með nær 50 sporum. Hún hefði sjálfsagt meiðst enn meira ef hún væri ekki með mikið og sítt hár, sem hlífði andlitinu á henni, því hárið var þakið gler- brotum. Erla er mikið marin eftir bílbeltin. í rauninni er furðulegt hvað við sluppum vel, því bíllinn er gjörónýtur. Við hljótum að hafa farið 2-3 veltur.“ Stúlkumar þtjár vom fluttar á heilsugæslustöðina á Eskifirði, en Helga var síðar flutt á sjúkrahús- ið á Norðfirði. Hún fékk að fara heim í gær, en þarf að liggja fyr- ir næstu vikuna. Stöllur hennar fengu að fara heim strax að lok- inni skoðun. Helga kvaðst í gær ekki vera búin að átta sig almenni- lega á því hvað hefði gerst. „Þetta er svona að renna upp fyrir mér núna og ég á. eftir að hafa sam- band við Jón Ómar og þakka hon- um lífgjöfina," sagði Helga Harð- ardóttir. Gengur ef ótti nær ekki tökum á manni - segir Jón Omar Halldórsson „ÉG gerði bara mitt besta og það hlýtur að vera hugsunin hjá öllum við svona aðstæður. Þetta gengur upp ef maður lætur óttann ekki ná tökum á sér,“ sagði Jón Ómar Halldórsson, sem bjargaði Helgu Harðardóttur úr bílnum í Reyðarfirði á sunnudag. Jón Ómar, sem er 29 ára, sagði eða hvort hún var brotin áður. Ég að hann hefði setið með heimilis- fólkinu við kaffidrykkju þegar hátt járnhljóð heyrðist. „Við sáum út um gluggann hvar bíllinn hentist út í sjó. Hann þeyttist 20-30 metra og endaði -á toppnum. Ég stökk niður í fjöru og þá voru tvær stelpn- anna komnar á þurrt. Þær sögðu að vinkona þeirra væri föst í bíln- um. Ég man ekki hvernig ég opn- aði bílinn, hvort ég braut rúðuna komst að Helgu, sem virtist vera að missa meðvitund. Hún hafði greinilega sopið sjó, en var fljót að jafna sig þegar hún var komin á land.“ Þegar Jón Ómar hafði náð Helgu út úr bílnum leið stutt stund þar til læknir og sjúkrabíll komu á vett- vang. „Þetta fór miklu betur en á horfðist," sagði hann. „Bíllinn er algjörlega ónýtur og óþekkjanleg- Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Jón Ómar Halldórsson ur. Ég hef nú alltaf haft mikinn áhuga á bílum og hélt mig þekkja tegundimar vel, en ég sá ekki bet- ur en að þetta væri Subaru, sem síðar reyndist vera Mazda." Ferðaskrifstofuauglýsingar kærðar til siðanefndar SÍA: Samvinnuferðir telja auglýsingar Úrvals - Útsýnar brot á siðareglum „Ottast ekki niðurstöðuna,“ segir markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið hefur kært Úrval-Útsýn og Evrópubandalagið: Tollfrjáls kvóti salt- fisks að verða búinn HRATT hefur gengið á tollfrjáls- an saltfiskkvóta Islendinga hjá Evrópubandalaginu á þessu ári og svo gæti farið að greiða þyrfti 13% toll af einhverju magni fram til 1. apríl þegar innflutnings- kvóti með 6% tolli tekur gildi. ísland hefur tollfijálsan 25 þús- und tonna innflutningskvóta hjá Evrópubandalaginu á hveiju ári gegnum GATT-samninginn en 1. apríl tekur gildi 55 þúsund tonna innflutningskvóti með 6% tolli sem EB setur einhliða. Sá tollur var 7,5% í fyrra. Annars er 13% tollur á salt- fisk hjá EB. Að sögn Haralds Aspelund hjá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins voru um 4.000 tonn eftir af tollfijálsa kvótanum fyrir viku, og útlit fyrir að hann endist ekki nema fram í miðan mars. Því gæti þurft að greiða fullan 13% toll af saltfíski inn í EB um einhver tíma eða þar til 6% tollurinn tekur gildi. Harald sagði að venjulega hefði það staðið á endum að tollfrjálsi kvótinn hefði enst út mars. Aðal- kaupendur saltfísks frá íslandi eru Portúgalir, Spánverjar og Italir. íslensku auglýsingastofuna fyrir siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa fyrir brot á siða- reglum samtakanna með auglýs- ingum sem birst hafa í dagblöðum og útvarpi undanfarna daga. Að sögn Gunnars Steins Pálssonar framkvæmdastjóra Hvita hússins var það auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag sem réð því að auglýsingastofan ákvað með hagsmuni viðskiptavinar síns í huga að leiða auglýsingarnar ekki hjá sér. Að sögn Tómasar Tómassonar markaðsstjóra hjá Úrvali-Útsýn stendur fyrirtækið við allt sem birst hefur í auglýs- ingum þess og telur þær ekki ganga gegn siðareglunum, en Tómas kvaðst aðspurður telja að í auglýsingunum væri farið út á ystu nöf með tilliti til siðaregln- anna en ekki yfir strikið. Að sögn Gunnars Steins Pálssonar beinist kæra Hvíta hússins að þrennu: í fyrsta lagi að því sem hann kallar stuld eða stælingu Úr- vals-Útsýnar á útliti auglýsingar Samvinnuferða-Landsýnar, sem birtist í Morgunblaðinu á föstudag. Útgáfa Samvinnuferða-Landsýnar bar heitið Fundarlaun en útgáfa Úrvals-Útsýnar hét Verðlaun. í öðru lagi er um að ræða útvarpsauglýs- ingar sem birtust frá því á föstudag og um síðustu helgi. í þriðja lagi, og það sem Gunnar Steinn segir að gert hafi útslagið um að ákveðið var að kæra, er auglýsing frá Úrvali- Útsýn sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, þar sem gerður er sam- anburður á því sem sagt er sambæri- legar ferðir til Mallorka. Gunnar Steinn Pálsson segir að kæruefnin séu villandi samanburður, þar sem bornar séu fram ferðir með ólikum greiðslukjörum; last í garð samkeppnisaðila; brot á siðareglum um sannleiksgildi auglýsinga og misnotkun á velvild, með því að prenta merki SL í auglýsingu. Gunn- ar Steinn kvaðst telja borðleggjandi að niðurstaða siðanefndarinnar yrði á þann veg að nokkrar greinar siða- reglna hefðu verið brotnar. Tómas Tómasson markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar sagði að þessi kýt- ingur fyrirtækjanna tveggja ætti sér þá forsögu að á síðasta ári hefðu Samvinnuferðir birt auglýsingu þar sem bomar voru saman ferðir og var niðurstaðan SL í hag. „Við töld- um ekki um sambærilega hluti að ræða og kærðum til siðanefndar SIA, verðlagsráðs og siðanefndar Félags íslenskra ferðaskrifstofa. All- ir þessir aðilar tóku undir okkar kvartanir. Við héldum að við hefðum kveðið þetta niður í eitt skipti fyrir öll þangað til í síðustu viku að þeir gera sama hlutinn aftur með því að bera saman ósambærilegar ferðir og fá út að þeir séu ódýrari. Við töldum þetta kalla á harkalegri viðbrögð og fórum á sama stig og þeir í auglýs- ingum.“ Tómas kvaðst telja að Ur- val-Útsýn þyrfti ekki að óttast niður- stöðu siðanefndarinnar. í siðanefnd SÍA eiga sæti fulltrú- ar auglýsingastofa, Verslunarráðs og Neytendasamtakanna. Nefndin birtir úrskurði um brot á siðareglum opinberlega en hefur ekki á valdi sínu önnur úrræði en áminningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.