Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 FEqt/mmmppNi «wp fimmtudaginn 26. mars, kl. 20.00 Oagskrá: Stúlkumar 15 koma fram á sundbolum og síðkjólum. Tiskusýningfrá Tangó, Kringlunni. GLesilegir hópdansar nýkrýndra íslandsmeistara ifimUikum firá Björk og Gerplu. Daniel og Hrefha Rósa frá Dansskóla Hermanns Ragnars sýna suður-ameriska dansa. Fordrykkur Matseðilh Rjómalöguð rœkjukóngasúpa Grillsteiktur la m babryggvöð vi drottningarinnar Rjómais með ^_____ávöxtum___j mmss ees b f > @ ag- Connv | .... I OROBLU HANS PETERSEN HF ($) iZfiía Cleó CHANEL “““ “• FUJGFEROIR -4(6 “ saLRaf=mn MV/tSÓl sJlfe CUCCi WARNER HOm, þjXAND Borðapantanir hafnar í síma 687111. Sálmaþýðingar Békmenntir Skafti Þ. Halldórsson Sálmar og andleg ljóð eftir nor- ræn skáld. Auðunn Bragi Sveins- son íslenskaði. Skemmuprent 1991. Þýðingar á sálmum og andlegum ljóðum eru fremur sjaldgæfar nú orðið. Raunar á skáldskapur sem byggir á notagildi fremur en list- gildi, trúarlegur eða pólitískur, ekki upp á pallborðið um þessar mundir. Töluverða dirfsku þarf því til að þýða sálma og gefa út. Það gerir þó Auðunn Bragi Sveinsson sem sendir frá sér þýðingar á 62 sálmum eftir 24 norræna höfunda auk einn- ar danskrar þjóðvísu. Sannast sagna er ég hræddur um að þetta framtak hans mæti vanþakklæti, ekki aðeins vegna tómlætis nútíma- manna um sálmakveðskap heldur ekki síður fyrir þá sök að þýðingar Auðuns eru ærið misjafnar að gæð- um. Flestir höfundar sálmanna, sem Auðunn Bragi þýðir, eru danskir og hafa veríð uppi á ýmsum tímum. Fyrirferðarmestir í bókinni eru þeir Karl Laurids Aastrup, Svein Ell- ingsen, Johannes Johansen, Holger Lissner, Jens Rosendai, Anders Frostensen og B.S. Ingemann. Val þýðanda á efni virðist nokkuð bund- ið við tvær bækur danskar, Salmer og Sange fra vor tid og '78 tillægg- et til den danske salmebog, eins og fram kemur í formála þýðanda. Yngri höfundarnir tengjast sumir með einhveijum hætti lýðháskólan- um í Logumkloster á Suður-Jót- landi en þar var Auðunn Bragi við nám 1973 og kynntist þeim per- sónulega. Sálmarnir og andlegu ljóðin fjalla oftast um trúarlega reynslu, trúar- legan fögnuð, huggun, sannfæringu eða trúnaðartraust og mikil áhersla er lögð á mikilvægi orðsins. Raunar kemur efni ljóðanna sjaldnast á óvart. Nokkur athyglisverð trúarleg ljóð eru í kveri Auðuns Braga, t.d. kvæðið Á leigukjörum eftir Jens Kr. Krarup þar sem megináhersla er lögð á eignarleysi Krists. Krarup er meðal yngri höfunda sem ljóð eiga í bókinni. Það eru þeir líka, Holger Lissner, sem m.a. yrkir um streitu og óróa stórborgarinnar, og Marcus Lauesen sem fjallar um áraun okkar tíma í kvæðinu Enginn er friður...: Geiminn þeir fylla af geigvænum tólum, Gráðugu stórveldin keppast þar við. Óttinn á sálimar sest eins og mara; sýnist á reiki hver stefna og mið. Best finnst mér þýðandanum takst upp við að þýða einföld og látlaus ijóð, t.d. kvæðið Hjálpa oss, Guð eftir Gustav Lohmann: Hjálpa oss, Guð, að lifa, svo að öll vor ævi hafi tilgang hér. Gef að vorar gjafir öðrum bregðist eigi, er þeir vænta sér. Oft finnst mér þó ekki nægilega vandað til þýðinganna. Margt kem- ur til. Orðið „þá“ kemur víða fyrir, oftast sem þýðing á „da“ og „nár“ og fer ekki alltaf vel. „Þá orðið holdgast,/ eru dagarnir stuttir/ og ljósið á förum/ frá oss“, segir í kvæðinu Fæðing Jesú Krists eftir Henning Blumenfeldt og ankanna- legur verður þessi þýðingarmáti í sálminum Jesús, sól og gleði lífsins eftir Svein Ellingsen: „Brauðs og víns, þá nú vér neytum.“ Ýmiss önnur atriði gefa sálmunum þýðing- arbrag. Ákveðinn greinir er á stöku stað tvöfaldur, laus og áfastur; „hið eilífa lífið í Alföður hönd“, segir í sálmi; um Kristninnar land eftir N.F.S. Grundtvig. í því kvæði er einnig afar áberandi ofnotkun á þeim stílshætti að útbúa kenningar með nafnorði í eignarfalli sem stjórnast af eftirfarandi nafnorði en stílshátt þennan flokkaði Þór- bergur Þórðarson á sínum tíma sem uppskafningu. Ég tilfæri hér all- mörg dæmi úr þessu eina kvæði: Kristninnar land, himnanna krans, kistunnar lár, undranna trú, lífs brú, kærleikans hönd, kraftarins straumur, Alföður hönd, háaltars eldur, lífsþorstans ljóð — og er ekki allt upp talið. Vel getur farið á slíkri orðanotkun ef hún er í hófi enda er hún algeng í íslensku. Hún gefur stílnum hátíðlegan blæ sem hæfir vel sálmum. Ofnotkun á þessum stflshætti, eins og hér er, gerir stílinn aftur á móti stirðlegan og þungan í vöfum. Svipuð áhrif hafa einnig löng, samsett iíkingaorð á borð við „sól- geislafeld" sem þýðandi grípur víða til en slík orðanotkun var í tísku hér á landi fyrr á öldinni. Tiltölu- lega nútímalegur sálmur Þú gafst oss... eftir Holger Lissner verður HONDA ACCORD ER 1 FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki f Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. Auðunn Bragi Sveinsson þannig ekki ósvipaður skáldskap kreppuáranna í þýðingu Auðuns Braga: Þú gafst oss, Ó, Alfaðir, atvinnu hér í örtröð og stórborgarskugga. Þú veittir oss athvarf, hvar auga vort sér aðeins óhreina múra og rykháfaher og örlitla útsýn um glugga. Smekkvísi er oft ábótavant í orðavali í þýðingum Auðuns Braga. Þetta er þeim mun bagalegra þar sem þýðanda hefur tekist bæriiega til við þýðingu vísuorðs en dettur síðan í pytt lágkúrunnar. Ég tilfæri hér nokkur dæmi um þetta. Breytta letrið er frá mér komið: Guð, lát oss gleymast gjörvallt 7ag (s. 23) Hann vissi um misgjörð sína og vænti eigi forláts (s. 30) Nú helköld mjöllin hylur blóm og hér er svalt að tóra. , , (s. 35) í leigustall einn hann lagður var; sú lausnarans vagga var klén. (s. 44) Lygin er svört eins og sjóðandi tjara sannleikans orð skulu faglega máð. (s. 45) Því miður hefur þýðandi ekki vandað sig nóg við þetta verk. Meira að segja frágangur þýðingar- kversins er slakur. í því eintaki sem ég fékk til umsagnar eru fjórar síð- ustu síðurnar tvöfaldar og stafsetn- ingar- og prentvillur eru of margar til að viðunandi teljist. Auðunn Bragi hefur auk þess þann háttinn á að stafsetja guðfræðileg hugtök á borð við orðið, lausnarann og al- föður að dönskum sið með stórum staf sem er að sjálfsögðu heimilt. Hins vegar verður þá að gæta sam- ræmis sem ekki er gert í kveri Auðuns Braga. Orðið lausnari er þannig stundum skrifað með stór- um staf og stundum litlum og sama gildir um orðið. Þar að auki gengur Auðunn Bragi fulllangt í notkun á stórum staf þegar hann skrifar for- nafnið „hann“, sem vísar til guðs, með stórum staf. Alltént virkar það einkennilega í eignarfalli: Nú er lífið hjá Guði geymt. Vér gefumst Hans á vald. (s. 24). -------♦------------ Landfræðing- ar fjalla um náttúrufar á Reykjanesi AÐALFUNDUR Félags landfræð- inga verður haldinn fimmtudag- inn 26. mars í Norræna húsinu og hefst hann kl. 20.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundastörf sam- kvæmt Jögum félagsins. Að lokinni aðalfundarstörfum er fyrirlestur: Náttúrufar og mannvist fyrr á tímum á Reykjanesfólkvangi. í fyrirlestrinum mun Guðrún Gísladóttir landfræðingur segja frá náttúrufari og búsetu í Reykjanes- fólkvangi í máli og myndum. Lagt verður mat á náttúrufar út frá for- sendum landsnytja eins og þær voru til sjávar og sveita áður en vélvæðing kom til sögunnar og greint frá þeim svæðum sem best hentuðu til búsetu. Þá verða skoðuð áhrif búsetu og landnýtingar á uinhverfið. Fyrirlest- urinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.