Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 12

Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Ragnheiður Jónsdóttir (1991). _______Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson í hinum litla sýningarsal G 15, sem var tekinn í notkun fyrr á þess- um vetri að Skólavörðustíg 15, stendur nú yfir sýning á nokkrum grafíkmyndum eftir hina þekktu listakonu Ragnheiði Jónsdóttur. Þessi verk eru öll unnin út frá erind- um í Völuspá, þar sem fjallað er um Ragnarök og upprisu jarðarinn- ar að nýju, en eins og margir vita er þessi kvæðabálkur afar mynd- rænn í eðli sínu, auk þess að vera ein helsta perla fornbókmennta okkar. Ragnheiður Jónsdóttir hefur um langt skeið verið meðal helstu graf- íklistamanna okkar, og hefur fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem slík. Hún hefur haldið einkasýning- ar allt frá 1968, og hefur einnig tekið þátt í miklum fjölda samsýn- inga um allan heim, allt frá Japan i austri til Bandaríkjanna í vestri, og hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín á slíkum sýningum. Nokkur síðustu ár hefur Ragn- heiður einnig tekist á við stórar teikningar, þar sem hún hefur út- fært myndsviðið í stærri fleti en áður; sýning hennar í Norræna húsinu fyrir tveimur árum byggðist eingöngu á stórum teikningum, og má segja að listunnendur hafi þar kynnst nýjum hliðum í listsýn lista- konunnar. Nýlega lauk sýningu Ragnheiðar í Iceland Gallery í Haag, Hollandi, þar sem hún sýndi bæði teikningar og grafíkmyndir. Ef til vill má telja sýninguna í G 15 framhald af sýningunni í Hol- landi, og er það velkomin viðbót fyrir íslenska listunnendur. Myndir Ragnheiðar hér eru gerðar með skírskotun til Völuspár, sem fyrr segir, og eru í samræmi við þá myndgerð, sem hefur verið ríkj- andi hjá listakonunni síðustu ár. Hér er farið eins nálægt kvikunni og hægt er; Ragnarök birtast í iðu- köstum, straumbrotum og upp- lausn, sem þekja allan myndflötinn. Það er jafnvel ekki laust við að bregði fyrir svip sveppaskýsins, sem fylgir ægilegustu eyðileggingar- sprengjum sem mannkyn þekkir (nr. 2). Verk Ragnheiðar eru afar leiðandi fyrir gesti; augað leitar inn í hringiðu yfirborðsins, og reynir síðan að fylgja þeim hrynjanda, sem vinnur sig í gegnum verkið. Þau verk sem fjalla um endur- fæðingu heimsins handan eyðilegg- ingarinnar eru síkvik, óregluleg eins og lífið sjálft; gróandinn kviknar alls staðar og fyllir út í það rými sem er til staðar, eins og sést t.d. í myndinni Munu ósánir akrar vaxa ... (nr. 6). Þetta er í fullu samræmi við reynslu okkar af nátt- úrunni, sem ávallt leitast við að veita gróðrinum fótfestu, milli þess sem hann eyðist af eldi og eimyiju. I myndum sínum einbeitir listakon- an sér að hinu smáa, sverðinum, og átök verkanna birtast í nálægð- inni við frumkraftana. Hver mynd verður þannig heill heimur út af fyrir sig, líkt og hver mosaþemba í hrauninu getur orðið í augum þess sem kann að líta í kringum sig. Það eru átök og spenna í verkum Ragnheiðar á þessari sýningu, og er ánægjulegt að sjá að hún er sí- fellt að þróa sína myndsýn til að takast á við ný viðfangsefni; slík þróun er aðal góðra listamanna á öllum tímum. Sýning Ragnheiðar Jónsdóttir í listasalnum G 15 að Skólavörðustíg 15 stendur til mánudagsins 6. apríl. 4^ ALÞÝÐ U BAN DALAGIÐ ATVINNUMÁLAÞING Á HÓTEL SÖGU SUNNUDAGINN 29. MARS Auðlindir íslands - atvinnuþróun ÞINGSTOFA A KL. 10:00-17:00 ERINDI OG UMSAGNIR: • Hvað eru auðlindir?: BJÖRN ÞORSTEINSSON formaður Félags heim- spekinema við Háskóla íslands. • Orka og jarðefni: FREYSTEINN SIGURÐSSON jarðfræðingur við Orku- stofnun • Lífríki: GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR matvælaverkfræðingur • Auðlindir, atvinnuþróunarstefna og hagvöxtur: BJÖRN RUNAR GUÐ- MUNDSSON hagfræðingur og YNGVI HARÐARSON hagfræðingur: • Rannsóknir og þróunarstarfsemi, menntun og atvinnuþróun: ÖRN D. JÓNSSON framkvæmdastjóri Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands og VILHJÁLMUR LÚÐVÍKSSON framkv.stjóri Rannsóknaráðs ríkisins. • Atvinnuþróun og landsbyggðin: JÓN PÁLSSON iðnráðgjafi á Vesturl- andi og UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR hönnuður. KYNNINGAR Á SJÖ NÝJUM ÚTFLUTNINGSVERKEFNUM: • Vatnsútflutningur: DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON forstjóri Sólar • Aukin verðmætasköpun í rækjuvinnslu: ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR úti- bússtjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á ísafirði. • Nýting ullar og annarra vannýttra hráefna: HELGA THORODDSEN vefjaefnafræðingur / HILDUR HÁKONARDÓTTIR veflistakona. • Starfsemi Alpan: ÞÓR HAGALÍN skrifstofustjóri • Lúðueldi á Islandi: ÓLAFUR HALLDÓRSSON framkvæmdastjóri Fi- skeldis Eyjafjarðar • Möguleikar vetnisframleiðslu: EINAR VALUR INGIMUNDARSON um- hverfisverkfræðingur • Altæk gæðastjórnun: KARL JÓHANN BIRGISSON framkvæmdastjóri Dráttarbrautar SVN PALLBORÐSUMRÆÐA UM FRAMTÍÐAR- MÖGULEIKA OG AUÐLINDIR ÍSLANDS. Þátttakendur: HELGA GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins; FRIÐRIK PÁLSSON forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna; NJÖRÐUR TRYGGVASON framkvæmdastjóri Sérsteyp- unnar hf.; PÉTUR BLÖNDAL stærðfræðingur; SVANBORG SIGGEIRS- DÓTTIR framkvæmdastjóri Eyjaferða, LIUA ÓLAFSDÓTTIR aðstoðarmaður forstjóra SKÝRR og ÖRN FRIÐRIKSSON formaður Málm- og skipasmiða- sambands íslands. Stjórnandi umræðunnar: JÓHANN HAUKSSON félagsfræðingur. Lokaávarp: ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON formaður Alþýðubandalagsins Ráðstefnustjórar: VALÞÓR HLÖÐVERSSON blaðamaður og ÞURÍÐUR PÉTURSDÓTTIR líffræðingur. Nýjungar og f ramtídarmöguleikar í auðlindanýtingu og útf lutningi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Guðbergur Auðunsson Guðbergur Auðunsson: Kyrrð. Myndlist Eiríkur Þorláksson Menningarstofnun Bandaríkj- anna hefur I húsakynnum sínum að Laugavegi 26 ágætt sýningar- rými fyrir myndlist, og þar hafa öðru hverju verið haldnar listsýn- ingar. Þessa dagana stendur yfir sýning á tuttugu verkum Guð- bergs Auðunssonar listmálara. Guðbergur stundaði sitt listnám við Kunsthándværkerskolen í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963, og hefty síðan m.a. starfað um langt árabil að grafískri hönnun, bæði hér á landi og í Bandaríkjun- um. Hann hefur snúið sér í aukn- um mæli að myndlistinni síðasta áratuginn, og þetta mun vera fjórtánda einkasýning hans. A sýningunni ber mest á litlum myndum, þar sem listamaðurinn beitir oft grófri teikningu og hröð- um vinnubrögðum við að skapa form og hreyfingu, sem ná að koma til skila þeim efnivið, sem er kveikjan að myndunum. Það er sjóndeildarhringurinn, hin lárétta sýn, sem er helsta myndefnið, og vinnur Guðbergur úr því á mismunandi hátt. í sumum verk- anna er myndgerðin skýr og hefur FEIN skrúfvélin sem er sérhönnuð fyrir gifsveggi ---®RAFVERHF — SkeHon 3 * 1OS Reykjovík • Simor: 91-81 24 1S og 81 2117 yfir sér ákveðna ró, t.d. í Eyjan í Breiðafirðinum (nr. 18) og Sólset- ur (nr. 11), en í öðrum er eins og veðurguðirnir ráði mestu um það iðukast og ólgu, sem einkennir myndflötinn, _ eins og í Stormur (nr. 6) og Án titils (nr. 10): í nokkrum myndum bregður síðan fyrir ákveðinni fjallasýn, þar sem hin lága ímynd landsins nýtur sín vel, t.d. í Landslag (nr. 14) og Landsýn (nr. 3). Myndir Guðbergs láta lítið yfir sér við fyrstu kynni. Þær eru smá- ar, litir eru yfirleitt daufir og hin grófa teikning kann að virðast ómarkviss og sundurslitin. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós viss hrynjandi í mörgum verkanna, líkt og listamaðurinn hafi ekki einungis ætlað sér að fanga þá sjónrænu ímynd sem landið vakti hjá honum, heldur KLASSÍSKIR tónleikar verða haldnir föstudagskvöldið 27. mars fyrir matargesti á veitinga- húsinu Torfunni við Lækjargötu. einnig þann svip sem veðurfarið gefur umhverfi sínu hverju sinni, hvort sem það er æðandi stormur, þytur í grasinu eða kyrrð fjalla- hringsins. Þetta tekst honum með ágætum í ýmsum tilvikum, en miður í öðrum. Smæð myndanna gerir að verk- um að gestir þurfa að leggja sig fram við skoðun þeirra, og því ná þær tæpast að vinna saman á einn eða annan hátt í uppsetningunni. Slíkt er galii í ljósi þess hversu viðfangsefni þeirra eru skyld inn- byrðis, og mætti Guðbergur vissu- lega huga að því að stækka fleti verka sinna, til að hrynjandinn í myndmáli hans fái notið sín til fulls. Sýning Guðbergs Auðunssonar í Menningarstofnun Bandaríkj- anna að Laugavegi 26, stendur til sunnudagsins 5. apríl. Flutningur verður í höndum kontratenórsöngvarans Sverris Guðjónssonar og Snorra Arnars Snorrasonar gítar- og lútuleikara. Útgáfa fréttabréfa, eyðublaðagerð, auglýsingar og uppsetning skjala. Námskeið fyrir alla þá sem vinna að útgáfu og textagerð. Höfum kennt á PageMaker frá árinu 1987. Tölvu- og verkfræðiþjónustan <, v Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar W® Grensásvegí 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J) Tónleikar á Torfunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.