Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 14

Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 /# MmW Mm M lELFAl Spaðaviftur - bor herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur - fjósviftur Hagstætt verð. Farsi fáránleikans eftir Gunnar Svavarsson Miklir menn erum vér Hrólfur minn, segja þeir Kristján Ragnars- son og Sveinn Hjörtur Hjartarson og horfast í augu. En eitthvað hefur þetta nú skolast til hjá þeim og síst er að undra að almenningur sé hættur að botna fræðin þeirra. Allt tal þeirra um minnkun flot- ans er út í hött. Hin gríðarlega af- kastaaukning sem orðið hefur með tilkomu nýrra, öflugra skipa í stað gamalla og lúinna er ekkert annað en stækkun á flotanum — með til- heyrandi offjárfestingu. Og það er ekki látið þar við sitja. Vinnan við nýsmíðina er flutt úr landi og vinn- an við aflann út í hafsauga. Þetta veija þeir félagar síðan með kjafti og klóm, jafnvel þó svo að þessi stefna geti gengið að fiskstofnunum dauðum að stærstum hluta, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og farsi fáránleikans heldur áfram. Nú skal burt með það sem heilbrigðast er í íslenskum veiðiskap þótt smátt í sniðum sé. Hvaríheim- inum ætli slík þröngsýni eigi sér formælendur? Hver er hvatinn? Ætli þeír sjái ofsjónum yfir vel- gengni nokkurra trillukarla sem með seiglu, dugnaði og hörku sjó- sókn í skammdeginu gera það gott? Eða er mögulegt að þeir álíti trillu- karlana vera að ganga frá fiskstofn- unum og því réttlætanlegt að út- rýma smábátaflotanum þrátt fyrir að vera þann útveg sem lang hag- kvæmastur er fyrir byggð og búsetu í landinu. Trillukarlinn hefur nánast engan aðgang að sjóðum landsmanna, og ekki sóst eftir því að segja sig á ríkið. Eignir hans eru að veði og ekkert annað. Velgengnin fer eftir dugnaði og útsjónarsemi hveiju sinni. Á síðasta ári landaði 231 bát- ur undir 6 tonnum á Fiskmarkaði Suðurnesja samtals 3.911 tonnum, eða 16.93 tonn á bát. Þessi afli var sóttur með margfalt minni tilkostn- aði fyrir þjóðarbúið en af öðrum skipum, honum var landað daglega með tilheyrandi vinnu í landi, ekki veitir af hér á Suðurnesjunum. En þetta vilja þeir félagarnir stöðva og það strax. Þeir félagarnir, sem allt telja sig vita um hagkvæmni í út- gerð hafa ekki haft hátt um þróun-- ina á Suðurnesjunum, þar sem eina svar byggðanna við stefnu þeirra hefur verið að efla smábátaútgerð- ina. Þeir hafa heldur ekki gert grein fyrir hinni raunverulegu stækkun sem fram fer í flotanum með stóru öflugu togskipunum sem í hverri veiðiferð toga inn stærri hafsvæði með sífellt fullkomnari veiðarfær- um. Er það möguleiki að þessi stóri ryksugufloti þeirra hafi nú valtað svo oft yfir hrygningastöðvarnar að Gunnar Svavarsson „Og farsi fáránleikans heldur áfram. Nú skal burt með það sem heil- brigðast er í íslenskum veiðiskap þótt smátt í sniðum sé.“ þær séu að eyðileggjast og þá klak- ið í leiðinni? Þá koma öðru hvoru fréttir af því að togarar fyrir norðan hafi verið að landa ekta Norðlend- ingi. Allir vita við hvaða stærð er átt. Linnulaust smáfiskadráp sann- ast einfaldlega af öllum þeim lokun- araðgerðum sem grípa þarf stöðugt til. En félagarnir vilja sem minnst af þessu vita. Þeir birtast á sjón- varpsskjánum og eru annars vegar harmi slegnir yfir misförnu þorsk klaki og hins vegar hneykslaðir á ásökunum um smáfiskadráp. 40 20 Fjöldi togara stærri en 500 brl. -.1 Hestorkutala togara stærri en 500 brl. 100.000t 50.000-- 86.891 25.000-r 20.000-- 15.000-- 10.000-- 5.000-- 0- Brúttórúmlestafjöldi togara stærri en 500 brl. 24.824 13.183 16.439 (heimild ÚTVEGUR 1990) Hvers vegna greiðslukort? Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! eftirAuðun Braga Sveinsson Að undanförnu hefur útvarpið hvatt notendur sína mjög til að not- færa sér greiðslukortin svonefndu. Talað er um raðgreiðslur og boð- greiðslur í því sambandi. Ekki kann ég skil á þessu greiðslufyrirkom- ulagi, enda hef ég ekki enn þurft að nota greiðslukort, og er ég þó kominn vel til ára. Eg hef einfald- lega ekki þurft þess. Ég fæ laun mín mánaðarlega greidd inn á bank- areikning, líkt og ákaflega margir aðrir. Gíróseðlana fer ég með í bank- ann minn og greiði þá þar, þegar innstæða er þar fyrir hendi. Þetta er ákaflega þægilegur greiðslumáti. Greiðslukort mundu vera mér aðeins óþarfir milliliður. Ég vil greiða allt sem mér ber strax við móttöku vöru eða þjónustu. Þá eru engin eftirkaup. Einhvern tíma ræddi ég um þessi svonefndu greiðslukort við kunn- ingja minn, og lýsti ég mig mótfall- inn þeim. Þá spurði hann mig, hvort ég kysi fremur að greiða það sem ég þyrfti daglega en að gera það einu sinni, kannski á hálfs annars mánaðar fresti. Manninum fannst HÁSKÓLIÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Stjórnun á samdráttartímum: Fjárhagslep og rekstrarleg endurskipulagning fyrirtækja Efni: Fjallað verður um endurskipulagningu fyrirtækja til að efla árangur rekstrar. Einnig verðurfjallað um fjárhagslega og rekstrar- lega endurskipulagningu fyrirtækja við mismun- andi aðstæður, þó með megináherslu á fyrirtæki í erfiðri stöðu. Ýmsar ástæður versnandi rekstrar- árangurs verða teknar fyrir, fjallað verður um mat á stöðu og möguleikum og helstu aðferðir við endurskipulagningu rekstrar. Leiðbeinendur: Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf. og lektorvið viðskiptadeild Háskóla Islands, og Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafi hjá.Stuðli hf. Tími: 1. apríl kl. 8:15-15:00. Þátttökugjald er kr. 11.500,- Verðbréfa- og fjármagnsmarkaðurinn 1., 2., 7. og 8. apríl kl. 15:30/16:00-19:00/19:30 Námskeiðið er öllum opið. Efnisatriði: íslenski fjármálamarkaðurinn. Gildandi löggjöf um verðbréfaviðskipti á íslandi ogbreytingarmeðtilkomu EES. Helstu leiðir til að ávaxta fjármuni. Mat á greiðsluhæfni fyrirtækja. Matátryggingum. Skuldabréf. Mat skuldabréfa. Hlutabréf: Helstu tegundir og einkenni. Arðsemi, arður og verðtrygging. Verðmat hlutabréfa. Þróun hlutabréfamarkaðará íslandi. Erlend verðbréfaviðskipti og ýmis erlend verðbréf. Hvernig eiga viðskipti sér stað á erlendum verð- bréfamörkuðum? Hvers kyns verðbréf er verslað með á erlendum verðbréfamörkuðum? Möguleikar íslendinga varðandi verðbréfakaup erlendis. Leiðbeinendur: Benedikt Jóhannsson, frkvstj. Talnakönnunar hf. Agnar Kofoed-Hansen, frkvstj. Greiðslumats hf. Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Sigurður B. Stefánsson, frkvstj. Verðbréfamark- aðar íslandsbanka. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Verð kr. 7.800,- Skráning er í síma 694940 en frekari upplýsingarfást hjá Endurmenntunarstofnun í símum 694923-24. greinilega mikil akkur í því að þurfa eigi daglega að vera með pyngjuna á lofti. Svar mitt við þessu var, að ég sagðist vilja vita hvað eftir væri í veskinu eða buddunni hveiju sinni, í stað þess að renna blint í sjóinn með útgjöldin. Fjöldi fólks notar greiðslukort daglega, jafnvel til matarkaupa, víst um 72.500 manns, eða annar hver fullorðinn íslendingur. Slíkt mun vera heimsmet. Heyrt hef ég að út- tektin hafi verið 36 milljarðar á liðnu ári. Vanskil korthafa eru gífuiieg, eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega. í því blaði birtast öðru hveiju listar yfir svonefnd vákort, kort sem svikið hefur verið út á fé til kaupa á vörum og þjónustu. Eru þeir sem klófesta slík kort beðnir um að eyði- leggja þau. Þeim er svo heitið háum verðlaunum fyrir að benda á korta- þjóf, svo að hendur megi hafa í hári hans. Ljót saga, sem forðast mætti, væru þessi kort gerð útlæg úr við- skiptalífinu. Til hvers voru greiðslukort fundin upp? Því er víst fljótsvarað. Það var gert til þess að auka kaup fólks á varningi, sem það ella mundi láta vera, væru peningaviðskipti viðhöfð. Margt fólk gerir sér ekki nærri allt- af ljóst, hvað það hefur í höndunum, þegar það framvísar greiðslukorti. Það er svo langt þangað til borga skal brúsann. Sá sem verslar með greiðslukorti, þarf ekki að greiða reikninginn fyrr en næsta mánuð á eftir eða þeim þarnæsta. En það kemur að skuldadögunum. Margur kollkeyrir-sig fjárhagslega á þessu. Margur segir, að þægilegt sé að framvísa greiðslukorti, í stað þess að hafa seðlahrúgu í veskinu, sem hægt sé að týna. En mikið þreytir það mig oft í verslunum, er korthaf- ar tefja afgreiðslu með þessum kort- um, sem munu vera gerð úr plasti. Þá eru peningaviðskipti stórum skil- virkari. Ef kortaviðskipti legðust af, mundi vöruverð vafalaust lækka að miklum mun. Ég versla talsvert í Hagabúðinni, vegna þess að þar eru kortaviðskipti ekki viðhöfð, og hafa aldrei tíðkast. Ekki verð ég var við að verslun sé þar minni af þeim sökum. Fólk kann vel að meta það Auðunn Bragi Sveinsson „Sá sem greiðir með greiðslukorti fær neyslulán og nýtur þar með meiri réttar en sá sem telur fram seðlana úr veski sínu. Slíkt er óþolandi, og verður að lagfæra fyrr en seinna. Þeir sem staðgreiða ættu að fá afslátt, svo að marktækt væri.“ að staðgreiða vörurnar. Þá er þetta allt klappað og klárt, þegar gengið er heim á leið með innkaupapokann. í Hagabúðinni er vöruverð lægra en víða í sambærilegum verslunum. Þetta er ekki stórmarkaður, heldur hverfisverslun. Margur kann vel að meta það að geta verslað skammt frá heimili sínu, einkum eldri borgar- ar, vegna þess að það er þægilegra en að fara langar leiðir í stórmarkað- ina. Þá sækja vart aðrir en þeir, sem eiga bíla, ef gera á einhver teljandi innkaup. Nýlega ræddi ég nokkuð við kaup- manninn í Hagabúðinni, Hrein ( i I 4 í ( f 1 í I I i i í i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.