Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 18

Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 ísland getur orðið einn fisk- markaður með góðu vegakerfi með þessu burðarþoli geti ekki verið leið til að komast hjá því að rífa upp núverandi vegakerfi til að ná fyrr- greindum staðli. Flutningar á fersk- fiski milli fiskmarkaða og vinnslu- stöðva krefjast líka burðannikils vegakerfis, en þar að auki þurfa vegirnir að vera malbikaðir til að forða vörunni frá hnjaski. Þann fisk sem fara á í bræðslu má þó flytja á malarvegum. Fyrri hluti eftir Trausta Valsson Á undanförnum árum hefur undir- ritaður unnið að kynningu á því að landflutningar eru miklum mun vænlegri kostur sem framtíðar sam- göngumáti á íslandi, en mönnum kann að virðast nú. Tvennt er það sem gerir erfítt að átta sig á þessu, í fyrsta lagi: núver- andi hlykkjótt og lélegt vegakerfi með ströndinni lætur okkur virðast vegalengdir mjög langar (Rvk-Egils- staðir 710 km) og í öðru lagi hefur okkur yfirsést að hægt er að stytta vegalengdir um allt að helming með því að leggja vegi stystu leiðir milli landshluta, þvert’ yfir landið. í ljósi þess að Bandaríkin eru um 2400 km breið, þætti undarlegt, að flytja vöru 300 km leið fyrst á bíl, síðan með öðru farartæki, skipi, í stóran 800 km hálfhring og síðan aftur með bíl, eins og nauðsynlegt er í dag á íslandi í samkrulli land- og strandflutninga. Ekið væri ein- faldlega stystu og beinustu leið á 80 km hraða. Með góðu vegakerfi yrðu vegalengdir á íslandi í raun ekki lengri en það, að flestir mundu frekar kjósa að aka á eigin bfl, líkt og Bandaríkjamenn gera, en að taka dýrt og stopult flug. Er of dýrt að reka þiýú ófullburða samgöngukerfi? Á íslandi eru þijú ófullburða sam- göngukerfi: Flug, strandsiglingar og vegakerfi, sem öll kreíjast gífurlegra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar. Áf íjárfestingum má nefna flugflota, strandsiglingaflota, 31 áætlunar- flugvöll, 55 landshafnir, flugstöðvar, löndunarbúnað o.s.frv. Sagnfræði- lega séð var það eðlilegt á sínum tíma að ríkið stofnaði til strandflutn- inga, bæði fyrir fólk og vörur, því þá var nánast ekkert vegakerfi til í landinu. En þegar um 1960 var þró- unin svo langt komin, að farþega- flutningar með skipum, í margra daga velkingi milli landshluta, lögð- ust niður. Ef burðarmiklir vegir yrðu lagðir milli landshluta, stystu leiðir, yrði hægt að færa meirihluta strand- flutninga með vöru einnig yfir á bíla. Nú á tímum er það að gerast með margar tegundir vöru, líkt og áður með fólksflutninga, að hraðinn í flutningum skiptir orðið höfuðmáli ( t.d. vegna geymsluþols). Við þetta bætast kröfurnar um betri vörumeð- ferð, beinan flutning frá „hurð til hurðar" sem og nákvæmari tíma- „Þeir möguleikar sem þessi grein fjallar um eru fyrst og fremst, eins og fram hefur komið, möguleikinn á að færa suma þá flutn- inga sem nú fara fram með skipum (fiskafurð- ir og stykkjavöru) yfir á bíla - og hinsvegar möguleikanum á „að gera Island að einum fiskmarkaði“.“ setning. Allt eru þetta atriði þar sem landflutningar bjóða upp á yfirburða þjónustumöguleika miðað við skip og fiug. En hvað með flutning á fiski? Hér ber fyrst að gæta að því, að fiskur er geysilega fjölbreytt vara, t.d. er tekur til verðmætis, geymslu- þols, flutningsþols o.s.frv. Kostar það mikla greiningu að finna út hvaða tegundir físks og fiskafurða gætu flust yfir á landflutninga að fengnu góðu vegakerfí. Áður NÚ Afsl. Tertudiskur 1154 796 31% Mót til páskaeggja- og konfektgerðar 1006 694 31% Electrolux uppþvottavél 64.500 51.600 20% iuðari Peugeot 6.231 4.673 20% lUýjung! Bjálkaklæðning olíufúavarin (kr./m) 311,25 265 15% W.C. m/setu-Roca 24.995 19.996 20% Eldhús/baðvifta 4.516 3.613 20% Eldhúsinnrétting, 2 gerðir Verðdæmi: Yfirskápar 40 cm 7.085 5.314 25% Innihurðarhúnar 907 726 20% Vasaljós, tvö í pakka m/rafhlöðum 637 509 20% Fæst einnig í Heimasmiðjunni í Kringlunni Trausti Valsson Flufningar ýmissa dýrra afurða eins og t.d. rækju og humars, hafa þegar færst yfir á bíla, ekki síst vegna þess að magnið er lítið og kaupendur og notendur margir og dreifðir. Söfnun ódýrari afurða líkt og freðfisks og skreiðar, með bílum til útflutningshafna krefst aftur á móti burðarmikilla vega þar sem ekki eru krappar beygjur og brattar brekkur. í dag er hönnun aðalvega miðuð við 10 tonna öxulþunga hér á landi, en Evrópustaðall gerir hinsvegar ráð fyrir 11,5 tonnum. Úr þessu er mjög dýrt að bæta víðast á landinu og er spurning hvort lagning hálendisvega Er rekstraröryggi íslenskra vega að vetri til nógu mikið? Umræðan hér að framan sýnir að með hraðvirku og burðarmiklu vegakerfi stystu leiðir milli lands- hluta, sé þetta raunhæfari og jafn- framt ódýrari möguleiki en flestir hafa reiknað með. í suðlægu landi, eins og Þýska- landi, eru landflutningar ekkert vandamál, þó um fjallvegi þurfi'að fara, en á norðlægum slóðum vaknar hinsvegar spurningin: Er rekstrarö- yggi veganna nógu mikið, er tekur til vetraráhrifa, að flutningatafír verði ekki meiri en kerfíð þolir? Það kostar mikla vinnu að svara þessari spurningu ítarlega og hefur greinarhöfundur ekki yfir því vinnu- afli að ráða sem þarf til að fram- kvæma þessa greiningu. Þó hefur hann með nemanda sínum í verk- fræðideild háskólans framkvæmt frumkönnun á vali vegastæðis yfír hálendið, m.a. út frá veðurfarsþátt- um. í stuttu máli leiddi sú könnun í ljós að hálendisvegur gæti fylgt snjólitlum rennum upp með Þjórsá að sunnan og niður með Skjálfanda- fljóti að norðan. Einnig hefur reynslan af Kvísla- veituvegi á Sprengisandi sýnt, að léttur snjórinn á hálendinu fýkur að mestu af vel upphækkuðum vegum. Alþekkt er að vindar eru mjög mikl- ir og tíðir á hálendi en þar, eins og annarstaðar, eru sviptivindar undir fjöllum hættulegastir bílaumferð. En vegna víðáttunnar á hálendinu er óþarfi að leggja vegi á sviptivinda- svæðum sem aðeins liggja undir hlíð- um ljallanna. Erfiðast við að eiga yrði kóf sem myndast í þurrum snjó og vindi. Er Þrír „blup“-arar í gluggalausu húsi eftir Halldór Gunnarsson Þrír sérfræðingar hafa frá því í desember sl. skrifað langar greinar um BLUP, tölvufræði og hrossakyn- bætur, sem allar hafa meira og minna snúist um hvað undirritaður á að hafa sagt, gert eða skrifað. Þetta eru þeir Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur, dr. Stefán Aðalsteinsson, ullarerfðafræðingur og dr. Þorvaldur Árnason, sérfræð- ingur. Þessar greinar bera með sér sama bergmálið frá hinum sænskmennt- aða sérfræðingi Þorvaldi, þar sem Stefán ver fyrrum nemanda sinn og Kristinn ver kennara sinn. Umrætt deilumál er um möguleika á því að breyta einkunnagjöfum dómara á hrossum yfir í kynbótamat sem spái fyrir um framfarir í íslenska hrossa- stofninum og að öll meðferðin verði óskeikul við það eitt að vera sett inn í formúlur og síðan í tölvu. Þetta varðar hagsmuni hrossabænda á ís- landi í dag, ekki aðeins hagsmuni bænda sjálfra, heldur þá miklu hags- muni sem skera úr um hvort hrossa- bændum tekst að hafa forystu um ræktunina, þar sem t.d. Þjóðveijar beita öðrum aðferðum, sem höfða til ræktunar á hrossættum og stofn- um, þar sem forfeður eru metnir eftir afkvæmum miðað við stofnrækt eða blendingsrækt. í þeirri ræktun- araðferð er tekið mið af hefðbundn- um aðferðum sem þekkjast best í grasarækt, börn í dúfnarækt þekkja, áhugafólk í hundarækt þekkir og yfirleitt hver einasti bóndi þekkir. Sérfræðingar sem þola ekki að sett sé fram önnur skoðun en þeirra sjálfra eiga margt ólært. Sérfræð- ingar sem setja fram skoðanir sínar skriflega af hroka, þurfa að kynnast „Hann fær einkunnir sínar í samræmi við þessar aðstæður. Á þessi einkunn síðan að byggja dóm til framtíð- ar varðandi afkomend- ur nemandans og eins leggja grunn að ein- kunn foreldra hans með tilliti til greindar og námsárangurs?“ því betur fyrir hveija þeir menntuðu sig og fyrir hveija þeir eiga að stafa og vinna með. Sérfræðingur sem setur mál sitt fram eins og Þorvald- ur Árnason hefur gert, er í mínum huga eins og einn Bakkabræðra. Vissulega var einn þeirra sá sem teiknaði húsið með nýrri „mengja" aðferð stærðfræðinnar, sem hann kenndi þeim sem húsið byggði. Hús- ið var fullkomið, nema hvað það vantaði gluggana og í mínum huga er nú aumkunarvert að fylgjast með þeim þriðja sem reynir að bera birtu inn í húsið með skjólum. Að hafa byggt upp kerfi, sem byggir á dóm- um, þar sem skekkjuvaldar vega meira en raunveruleikinn, í fóðrun, hirðingu, veðri, tamningu, aðstæð- um, heimavelli eða umhverfi þar sem hrossið hefur aldrei verið við áður o.fl., er þetta gluggalausa 'hús „Bakkabræðra". Og leyfa sér síðan að því er virð- ist í fullri alvöru að fullyrða að út frá þessari forsendu sé hægt að reikna út framfarir í íslenska hrossa- stofninum í heild og spá fyrir um ræktunargildi einstakra hrossa er í mínum huga fáranlegt. Til að koma með raunhæfa samlíkingu má líkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.