Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Að Friðrik von Hayek látnum Karl Popper (t.v.) og Friðrik von Hayek. Ljósmynd/Hannes H. Gissurarson eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Það var eitt vorkvöld í Lundún- um árið 1985. Við höfðum fimm talsins farið frá Oxford síðdegis fullir eftirvæntingar í því skyni að funda með Friðrik von Hayek, ein- um frægasta og virtasta hagfræð- ingi okkar daga. Við hittum Hayek og settumst með honum að snæð- ingi á Ritz-hótelinu í miðborginni. Hayek, sem þá var áttatíu og sex ára gamall, var glaður og reifur. Undir borðum var spjallað um heima og geima, um bandaríska forseta, breska stjórnmálamenn, hagfræðinga eins og Keynes og Friedman (sem Hayek þekkti báða vel), en umfram allt um viðhorf og verkefni framundan. Þegar borð- haldi lauk, kvaddi Hayek sér hljóðs og hélt stutta ræðu. Hann þakkaði okkur kærlega fyrir kvöldverðinn og samræðurnar, en bar fram eina ósk. „Auðvitað þykir mér vænt um, að þið skuluð lesa bækurnar mín- ar. Það hefur verið eitt helsta ánægjuefni mitt síðustu árin, hversu mikinn áhuga ungt fólk hefur sýnt kenningum mínum,“ sagði gamli maðurinn. „En einu verðið þið að lofa mér. Það er að verða ekki hayekistar. Marxistamir urðu miklu verri en Marx og keyne- sveijamir miklu verri en Keynes. Ég má þess vegna ekki til þess hugsa, að þið verðið einhvers konar hayekistar. í guðanna bænum beit- ið þið gagnrýninni hugsun og standið á eigin fótum.“ Þessi ósk lýsir Hayek vel, og hún rifjaðist strax upp fyrir mér, þegar ég frétti lát hans nú 24. mars árið 1992, þegar hann var einmitt 92 ára gamall. Hayek var hógvær maður og rökfastur, öfgalaus, en ákveðinn, eðliskurteis, ef svo má segja, grannur maður og hávaxinn, sérstaklega höfðinglegur í fasi og framkomu. Hann bar með sér sið- fágun margra alda menningar Mið- Evrópuþjóðanna, en hann var ein- mitt vanur að segja í gamni, að ætt sín hefði hlotið aðalstign, á meðan slík tign var einhvers virði, skömmu fyrir frönsku byltinguna. Hayek hafði skýr merki uppruna síns, en hann fæddist í Vínarborg keisarans 8. maí 1899. Ef til vill sýndi eitt atvikið vorkvöldið eftir- minnilega í Lundúnum árið 1985 þetta best. Þegar fiðluleikarar komu að borðinu og buðu okkur óskalag, hvíslaði ég að þeim, að þeir skyldu leika hið fræga lag um fæðingarborg hans, Borg drauma minna. Um leið og Hayek heyrði fyrstu tónana, lifnaði yfír honum, hann brosti breitt og byijaði að raula hinn þýska texta lagsins. Á fyrstu tveimur áratugum tuttug- ustu aldar var Vínarborg vissulega miðstöð vísinda og lista í Norðurálf- unni. Þar sat Sigmund Freud og rýndi inn í dularheima sálarinnar, marxistar eins og Adler og Hiferd- ing brugguðu kapítalismanum launráð í kaffíhúsum, Robert Musil skrifaði furðulegar heimspeki- skáldsögur, pósitífistar eða fram- stefnumenn reyndu að greina eðli og takmörk mannlegrar þekkingar, Karl Popper mótaði merkilegar kenningar um vaxtarskilyrði vísindanna og síðast, en ekki síst, myndaðist þar Vínarskólinn svo- nefndi, hópur hagfræðinga utan um þá Eugen von Böhm-Bawerk, Friedrich von Wieser og Ludwig von Mises, sem efldi mjög fijáls hagkerfi að rökum, en von Hayek var skilgetið afkvæmi Vínarskól- ans. Austurrísku hagfræðingarnir, sérstaklega kennari Hayeks, von Mises, bentu fyrstir á það, að al- tækur áætlunarbúskapur, eins og sósíalistar nítjándu aldar höfðu hugsað sér, stæðist ekki. Meginá- stæðan væri sú, sögðu þeir, að þar væri ekkert viðhlítandi kerfi til að flytja þekkingu á milli manna. Ein miðstjórn gæti aldrei ráðið yfír allri þeirri þekkingu, sem dreifist á ein- staklingana úti í atvinnulífínu — þekkingu á stað og stund, verk- kunnáttu, mannþekkingu, lagni og útsjónarsemi, svo að ekki sé minnst á eðlisávísun peningamannsins. Slík þekking nýtist eingöngu við valddreifingu og svigrúm ein- staklinganna, og þess végna er fijálst hagkerfí nauðsynlegt. Hay- ek tók þessa hugmynd Vínarskól- ans og vann úr henni heilt kenning- akerfi. í augum hans var sam- keppni á fijálsum markaði ekki áflog eða barátta, heldur umfram allt þrotlaus þekkingarleit, þar sem menn prófuðu sig áfram, lærðu af mistökum, stefndu að gróða, en reyndu að forðast tap. Ein fróðleg- asta ritgerð Hayeks um þetta birt- ist fyrst á fímmta áratugnum, „The Use of Knowledge in Society", hag- nýting þekkingar í mannlegu sam- lífí, og ráðlegg ég öllum áhuga- mönnum um efnahagsmál og stjórnmál að leita hana uppi og lesa vandlega. Hayek dró í síðari ritum sínum upp mynd af hinu út- færða skipulagi, the Extended Society, þar sem mann í öllum heimshomum geta unnið saman án valdbeitingar í krafti fijálsra við- skipta og verkskiptingar. Er sú „Framtíðin ein leiðir í ljós, hversu vel okkur tekst að feta aftur inn á veg einkaeignarrétt- ar, atvinnufrelsis og takmarkað, trausts rík- isvalds, en á þeirri leið er kenningakerfi Hayeks ein hæsta og rammgerðasta varðan, þótt ekki hafi Hayek verið óbrigðull fremur en aðrir dauðlegir menn.“ hugsjón vissulega fögur og stór- fengleg. Hugsjón Hayeks um sjálfstýr- ingu í stað miðstýringar, fijáls við- skipti í stað valdbeitingar, er ekki aðeins fögur, heldur hefur hún reynst miklu raunhæfari'en kenn- ingar Marx og Keynes. Allir vita, hvernig marxistum farnaðist aust- an þess jámtjalds, sem nú er loks fallið. Og ljóst varð upp úr 1970, að hagstjórn í anda Keynes næði ekki tilætluðum árangri á Vestur- löndum og leiddi aðeins til verð- bólgu og atvinnuleysis í senn. Raunar má deila um, hvort slík hagstjórn var í anda Keynes sjálfs. Hayek sagði mér frá því, að hann hefði hitt Keynes árið 1946 og spurt hann, hvort hann hefði ekki áhyggjur af sumum lærisveinum sínum, sem væru að afskræma kenningar hans og gera úr þeim vörn fyrir verðbólgu. Keynes kvað þessar kenningar hafa verið miðað- ar við heimskreppuna, og hann myndi grípa í taumana, ef hætta yrði á verðbólgu. Taldi hann suma lærisveina sína aulabárða, enda var Keynes alls ekki sósíalisti, þótt hann vildi ganga lengra í ríkisaf- skiptum en Hayek. Nokkrum vikum síðar var Keynes allur, og keyne- sveijar tóku til við að ávaxta arf hans með alkunnum afleiðingum. Hayes, sem féll úr tísku, ef svo má segja, á meðan keynesisminn reið húsum, varð hins vegar aftur áhrifamikill upp úr 1970. Hann fékk nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1974, og þau Thatcher og Reagan lásu bækpr hans vandlega og reyndu að fylgja kenningum hans í löndum sínum, lækka skatta, selja ríkisfyrirtæki og losa um höft, boð og bönn, þótt auðvitað gengi það misjafnlega, enda við ramman reip að draga. í því sambandi sagði Hayek mér skemmtilega smásögu. Skömmu eftir að Thatcher tók við völdum í Bretlandi, bauð hún Hay- ek í kvöldverð í Downing-stræti númer tíu. Hún tók á móti Hayek í anddyrinu og sagði þá: „Prófessor Hayek! Ég veit nákvæmlega, hvað þér ætlið að segja mér núna í kvöld. Það er, að ég hafi ekki gengið nógu langt í umbótum í fijálsræði- sátt. Og auðvitað hafið þér alveg rétt fyrir yður.“ Með þessu afvopn- aði hún hinn aldna hagfræðing, sannfærði hann um, að hjartað væri á réttum stað, hægra megin, þótt aðstæður krefðust gætni. Hayek hlotnaðist margvíslegur heiður um dagana. Hann varð korn- ungur prófessor í hagfræði við Lundúnaháskóla, en kenndi síðar í Chicago og Freiburg. Hann fékk nóbelsverðlaun í hagfræði 1974, sem fyrr segir, varð Companion of Honour í Bretlandi 1986, en sú viðurkenning er ein hin mesta, sem breskur ríkisborgari getur fengið, og nú nýlega sæmdi Bush Banda- ríkjaforseti hann merki frelsisins, Medal of Freedom. Þá var hann stofnandi og fyrsti forseti Mont Pélerin-samtakanna svonefndu, en þar sitja ýmsir fremstu fræðimenn tuttugustu aldar reglulega á rök- stólum. Vænst þótti Hayek þó jafn- an um það, þegar ungt fólk sýndi kenningum hans áhuga og skilning. Eftir að við nokkrir áhugamenn stofnuðum Félag fijálshyggju- manna hér á landi 8. maí 1979, á áttræðisafmæli Hayeks, gerði hann okkur orð og bauðst til að heim- sækja okkur, sem við þáðum auð- vitað með þökkum. Var heimsókn hans til íslands í apríl byijun 1980 öllum ógleymanleg, sem að henni stóðu. Hayek hélt þá tvo merkilega fyrirlestra, sem komið hafa út á íslensku, og Félag fijálshyggju- manna gaf í samvinnu við Almenna bókafélagið út eitt frægasta stjórn- málarit Hayeks, Leiðina til ánauð- ar, en það var fyrst gefið út í Bret- landi árið 1944. Hayek þótti fróð- legt að heyra, að harðar deilur hefðu einmitt staðið hér á landi um boðskap hans sumarið 1945. Þá kynntu þeir Geir Hallgrímsson og Ólafur Björnsson kenningar hans á síðum Morgunblaðsins, en Þjóðvilj- inn svaraði fullum hálsi og kvað Hayek vera heimsviðundur. Kom útdráttur úr Leiðinni til ánauðar út á vegum Sambands ungra sjálf- stæðismanna 1946. Enn fremur hitti ég Hayek oft, á meðan ég vann að doktorsritgerð í Oxford, en hún var einmitt um kenningar hans. Leiddi ég þar rök að því, að Hayek tækist að sætta ýmsar hug- myndir íhaldsstefnu og fijáls- hyggju í ritum sínum, og lét gamli maðurinn sér það vel líka. Hann var fijálslyndur íhaldsmaður, ef svo má segja, taldi, að frelsið krefðist sjálfsprottins siðferðilegs taum- halds. Menn yrðu að bera virðingu v. Irmál fiölskvlduiinar Fimmtudaginn 2. apríl fylgir Morgunblaðinu sérblað um fjármál fjölskyldunnar. Pantanafrestur auglýsinga er til kl. 11.00 mánudaginn 30. mars. Skilafrestur á tilbúnum auglýsingum er til kl. 17.00 þriðjudaginn 31. mars. Skilafrestur á óunnum auglýsingum er til kl. 17.00 mánudaginn 30. mars. Þeir, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu blaði, hafi samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 69 11 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.