Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 25 Breski íhaldsflokkurinn: Andstæðingamir sakað- ir um nasistaaðferðir London. Reuter, The Daily Telegraph. SÍÐUSTU skoðanakannanir í Bretlandi benda til að Verkamannaflokk- urinn hafi enn örlítið forskot á íhaldsflokkinn. Verkamannaflokkurinn hefur reynt að láta kosningabaráttuna snúast sem mest um heilbrigðis- mál en svo virðist sem harðar árásir íhaldsmanna á skattastefnu Verka- mannaflokksins séu farnar að skila árangri og bilið miUi flokkanna fari minnkandi. Telja breskir fréttaskýrendur æ líklegra að enginn einn flokkur nái meirihluta í kosningunum þann 9. apríl nk. Þijár skoðanakannanir voru birtar í Bretlandi í gær og samkvæmt þeim er forskot Verkamannaflokksins á bilinu eitt til fjögur prósent. Þetta olli íhaldsmönnum nokkrum von- brigðum en þeir sögðust hugga sig við að fylgismunur flokkanna færi minnkandi. Skipuleggjendur kosningabaráttu íhaldsmanna segja að úrslit kosninganna muni ráðast á síðustu tíu dögum baráttunnar. Forystumenn Verkamannaflokks- ins segjast hins vegar einnig vera sigurvissir og mun það ráða úrslitum að þeirra mati að flokkurinn ætlar á næstunni að einbeita sér að ýmsum „mjúkum“ málum s.s. heilbrigðis- og menntamálum. Flokkurinn þykir hins vegar sýna meiri hörku við kynningu á þessum „mjúku“ málum en áður hefur þekkst í breskri kosningabaráttu. I nýrri sjónvarpsauglýsingaher- ferð er reynt að höfða til tilfinninga fólks með því t.d. að sýna raunveru- legt dæmi um unga stúlku sem þurfti að bíða í níu mánuði eftir eyrnaað- gerð á ríkisspítala og líða miklar þjáningar á meðan. Onnur stúlka, hvers foreldrar höfðu efni á að senda hana á einkaspítala, komst undir læknishendur þegar í stað. Síðan má sjá Neil Kinnock, formann Verkamannaflokksins, saka íhalds- menn um að hafa sett heilbrigði- skerfið í fjársvelti þau þrettán ár sem þeir hafa verið við völd. Verkamann- aflokkurinn lofaði því í gær að auka fjárveitingar til heilbrigðismála um sem svarar hundrað milljörðum ís- lenskra króna. William Waldegrave, heilbrigðis- ráðherra, sagði þessar staðhæfingar órökstuddar með öllu og sakaði Verkamannaflokkinn um að nota áróðursaðferðir sem „hefðu verið vel við liæfi í Þýskalandi fyrir stríð". Bætti Waldegrave því við að ef flokkur kæmist einhvern tímann til valda í Bretlandi með því að nota aðferðir af þessu tagi væri það veru- legt áfall fyrir lýðræðið. Móðir stúlkunnar sem kemur fram í auglýsingu Verkamannaflokksins sagði í viðtali við BBC að ekki væri réttilega sagt frá tilviki dóttur sinn- ar í auglýsingunni. Sagði móðirin að dóttir sín hefði af misgáningi verið sett á rangan biðlista. Það, en ekki fjárskortur, hefði tafið eyrnaað- gerð hennar. Faðir stúlkunnar and- mælti þessu og sagðist styðja Verka- mannaflokkinn. ----♦ ♦ ♦--- * Irak: Umdeildur búnaður eyðilagður Bagdad. Reuter. DEREK Boothby, fulltrúi Samein- uðu þjóðanna (SÞ), sagðist í gær hafa fylgst með því er eyðilögð voru tæki og búnaður til að fram- leiða og endurnýja kjarnorku- vopn. Boothby er formaður sérfræðinga- nefndar sem hefur eftirlit með því að írakar uppfylli ákvæði samkomu- lags um vopnahlé í Persaflóastríðinu. Ilann sagði að meðal annars hefði verið eyðilagður búnaður til að blanda og framleiða sprengiefni, sem knýr áfram eldflaugar, og tæki sem notuð voru við framleiðslu Scud- flauga en írakar skutu þeim í tuga- tali í átt til ísraels og Saudi-Arabíu meðan á Persaflóastríðinu stóð. Tæki sem voru eyðilögð í gær voru stað- sett í verksmiðjum og iðnverum vest- ur og suður af Bagdad, höfuðborg íraks. Lockerbie-málið: Gaddafi fellur frá tilboði um framsal Kairó. Reuter. YFIRLÝSING Líbýumanna frá í fyrradag þess efnis, að leyni- Norðmenn. „Strax þegar samningarnir við Evrópubandalagið hófust árið 1989 tóku íslendingar skýrt fram, að þeir semdu ekki um annað en fyrirvara- laust undanþáguákvæði hvað varðaði fjárfestingar útlendinga í sjávarút- vegi, veiðum sem vinnslu. Við Norð- menn aftur á móti nefndum ekki slíka undanþágu á nafn. Þegar svo samn- ingsniðurst'aðan í vinnuhópi II (fjár- magn og þjónusta) lá fyrir fóru menn að spyija sig hvaða áhrif hún hefði á fjárfestingar útlendinga í norskri útgerð, hvort fyrirtæki í Evrópu- bandalaginu, EB, gætu tryggt sér norskan kvóta. Engin hætta, sögðu norsku samningamennimir en ruku til í örvæntingu og báðu EB um „ís- lensku" skilmálana. Þeir fengu að sjáifsögðu þvert nei,“ segir Synnöve. Það er á öðrum sviðum einnig, sem Norðmenn sömdu af sér í samning- unum við EB að dómi Synnöve. „Að halda, að EB sætti sig við það mark- aðsfyrirkomulag, sem hér er varð- andi óunninn fisk, er skelfilegur barnaskapur," segir hún og heldur því fram, að EB hafi áskilið sér rétt til að beita Norðmenn refsiaðgerðum láti þeir ekki undan kröfum banda- lagsins. þjónustumennirnir tveir, sem sakaðir eru um hryðjuverkið yfir Lockerbie, verði afhentir Arababandalaginu, hefur í raun verið dregin til baka. Sagði Muammar Gaddáfi Líbýuleið- togi á fundi með sendinefnd frá bandalaginu í gær, að ekki hefði réttilega verið skýrt frá tilboð- inu, sem væri háð ströngum skilyrðum. Það var sendiherra Líbýu hjá Sameinuðu þjóðunum, sem gaf út yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnar sinnar, en Gaddafi sagði, að hon- um hefði ekki sagst rétt frá. Til- boðið um afhendingu mannanna hefði verið háð ströngum skilyrð- um. Að sögn sendinefndar Araba- bandalagsins jafngilda þau því, að mennirnir verði ekki aflientir Bandaríkjamönnum eða Bretum. Líbýustjórn hefur skotið þessu máli til Alþjóðadómstólsins í Haag og vill, að hann skeri úr um hvar réttað skuli yfir mönnunum tveim- ur. Ennfremur krefst hún þess, að Bandaríkjamenn og Bretar dragi framsalskröfuna til baka meðan um málið er fjallað en þeir segja, að mennina verði að fram- selja strax í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 731. - á jjóðu verði Skemmtilegt sýningarsvædi gefur þér kost á ad skoða uppsettar innréttingar í mörgum gerðum. Skoðaðu það nýjasta í eldhúsinnréttingum, fataskápum og baðinnréttingum. Líttu við því sjón er sögu ríkari. J METRÓ MÖGNUÐ VERSLUN í MJÓDD Álfabakka ló @670050 Allar spónlagdar hurdir eru byggdar upp úr 16 mm spónarplötu sem er kantlímd meo 8 mm gegnheilum vidarkanti. INNRÉTTINGAR wMío | -þvílíkt lán í 3 ár l___ * -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.