Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 35 Þórdís Lilja Davíðs- dóttír — Minning Fædd 19. maí 1911 Dáin 16. mars 1992 Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú á sálu minni. Oft lít ég upp til þín augum grátandi. Líttu því ljúft til mín, svo leysist vandi. (H. Pétursson, Ps. 12.) Hún amma er dáin. Það er erfitt að trúa því að hún eigi ekki eftir að vera með okkur á jólunum aftur eða dvelja hjá okkur tíma og tíma eins og var fastur liður í lífi okkar, eða við förum til hennar í heimsókn til Keflavíkur. Við systurnar eigum eftir að sakna hennar um ókomna tíð. Hennar ömmu sem var svo ríkur þáttur í lífi okkar. Hún kenndi okk- ur að spila, sagði okkur sögur og for með vísur. Við þökkum henni ógleymanlegar stundir og minning- in um hana mun ávalit lifa í huga okkar. Árbjörg, Sveindís og Halla Sif. Hvers vegna fór elsku amma-mín svona fljótt frá mér? Kannski er það eigingirni, en manni finnst ömmur eigi alltaf að vera til stað- ar. Fastur óhagganlegur punktur í tilverunni. Hvers vegna er dauðinn alltaf jafn óvæntur? Ég á erfitt með að venjast því að geta ekki hringt í hana og heyrt ljúfu röddina hennar, ég á erfitt með að koma heim til mín og horfa á allt það sem hún hefur gefið mér í gegn um tíðina, á dúkana sem hún heklaði og ullarskóna sem hún pijónaði handa mér svo mér yrði ekki kalt á fótunum, alltaf að hugsa um velferð mína, að mér liði nú vel, pijónaði þótt sjónin hefði fyrir löngu brugðist henni. Verst þykir mér að geta ekki heimsótt hana og haldið í hlýja hönd hennar, fundið hana stijúka mér um vangann eins og ég væri alltaf litla Þórdís Lilja hennár. Ég hefði viljað kveðja hana, viljað vera hjá henni þar til yfir lauk, en hún fór svo fljótt. Ég sat hjá henni allan sunnudaginn fram á kvöld og hefði viljað gista á spítalanum en hún var svo ákveðin í að láta sér batna. Ég hafði orð á því við mömmu að ég tímdi ekki að fara frá ömmu, því ég væri svo hrædd um að missa af henni, en hún var eins og ég, full vonar og trúar. Morguninn eft- ir hafði hún kvatt þennan heim. Ég á svo margar yndislegar minningar um ömmu, um okkur tvær, og þær tekur enginn frá mér. í hjarta mínu er ég glöð yfir himnaför hennar, því hvað er yndis- legra en að fá að eiga 80 ára heilsu- hrausta ævi og kveðja sáttur? Það er bara þetta tómarúm sem situr eftir og söknuðurinn sem framkallar sáran sting í hjartanu, og hleypir tárunum sífellt fram. Amma fæddist í Stokkseyrarseli vorið 1911, dóttir sómahjónanna Svanborgar Vigfúsdóttur og Davíðs Sigurðssonar, sem auk ömmu eign- uðust þijú önnur böm. Þau voru Sigfús, bóndi að Læk í Holtahreppi í Rangárþingi, Sveinbjörn, vélvirki í Keflavík, og Sigurbjörg, húsfreyja í Keflavík, en hún er ein eftirlifandi af þeim systkinum. Hjá henni er Birting íifmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birlingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. söknuðurinn einna sárastur því amma og Sigga voru nánar vinkon- ur og höfðu daglegt samband alla tíð. Góður Guð á himnum hjálpi henni að sætta sig við systurmiss- inn. Amma ólst upp á Akranesi. Þau amma og systkini hennar fengu að kynnast ýmsu, því ekki var almúg- inn ríkur í þá daga. Amma sagði mér oft frá því, þegar ég kvartaði yfir veðrum eða kulda, að fjölskyld- an bjó í svo óeinangruðu húsi að það hrímdi á sængurnar þar sem kaldur vetrarbylurinn næddi inn á milli ískaldra bárujárnsplatnanna. Það er sjónarsviptir að sjá á eft- ir þessum aldamótabörnum sem hafa lifað tímana tvenna, tvær heimsstyijaldir, komu rafmagns, hita, bifreiða, síma og allra þeirra nútímaþæginda sem okkur hinum þykja svo sjálfsögð í dag og þætti vafalaust skrítið að vera án. I dag er einnig dauðinn óraunverulegri og úndarlegri fyrir ungt fólk en hann var í ungdæmi ömmu þegar margt fólk bjó í einni baðstofu og algengt var að fólk dæi heima. Amma fór snemma að vinna fyr- ir sér og sínu fólki, enda gilti það að allir hjálpuðust að. Ólatasta kona sem ég hef kynnst, hún amma mín. Lengst af vann hún í eldhúsi Sjúkrahúss Keflavíkur og undi vel í starfi sínu. Amma giftist ung afa mínum Hallgrími Eyjólfssyni, en hann lést í hörmulegu bílslysi 27. apríl 1953 fyrir utan heimili sitt í Garði, en þar höfðu þau amma aðeins búið í um vikutíma þegar slysið varð. Amma varð þarna ung kona fyrir því áfalli að missa stóru ástina sína og varð aldrei ástfangin aftur. Ömmu og afa var ekki gefið að eignast börn, en sumarið 1949 fengu þau að láni 6 mánaða gam- alt stúlkubarn, sem fljótlega var ákveðið að þau tækju að sér. Litla stúlkan heitir Guðbjörg Ellertsdótt- ir og er móðir mín. Afi naut þessa skammt en mamma var aðeins fjög- urra ára þegar hann lést. Eftir sviplegt fráfall afa fluttu amma og mamma inn til Sigur- bjargar systur ömmu og Eyjólfs, manns hennar, en þau reyndust þeim mæðgum einkar vel á erfiðri stundu. Árið 1967 fæddist ég og þá keypti amma sér íbúð á Hringbraut í Keflavík og bjó þar til dauðadags. í þéssari íbúð bjuggum við þijár saman í sátt og samlyndi þar til mamma giftist og flutti með mig til Reykjavíkur. Það hafa verið við- brigði fyrir ömmu og tómlegt fyrst eftir að við mamma fluttum. En amma kom oft á ári inn til Reykja- víkur og dvaldi þá hjá okkur um tíma. Það verður skrítið að eiga ekki eftir að hitta aftur elsku ömmu og RÝMIN6ARSALA VEGNA FLUTNINGS! BLÚSSUR i.m. 9911,- BUXUR 5.110,■ 999,- PEYSUR 6.001.- 2.509,- KJÓLAR 11.010.3.909,- ULLARJAKKAR 10.000, 3.990,- RYKFRAKKAR oi.ooo.-5.999,- TWEEDKÁPUR 01.000, 9.990,- HETTUKÁPUR11000,11.969,- KAPUSALAN BORGARTÚNI 22, SÍMI 624362. Óli SverrirÞor- valdsson - Minning ansi er ég hrædd um að jólin verði tómleg án hennar. Ég þakka ömmu fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa hana hjá mér, hún var ein besta kona sem ég þekki og svo heilsteypt og úrræða- góð. Ég bið himneskan föður okkar að geyma ömmu og ég veit að það gerir hann, og afi og bræður henn- ar og aðrir sem fóru á undan henni taka vel á móti henni. Guð blessi sálu ömmu. Ég sakna hennar ólýs- anlega mikið, en ég veit að elsku amma mín vakir áfram yfir mér. Amma lést á Landspítalanum að morgni mánudagsins 16. mars eftir stutta sjúkdómslegu. Hún var jarð- sett í kyrrþey að hennar eigin ósk í gær, miðvikudaginn 25. mars. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur rnín veri vðm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo sofi ég rótt. (S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Jochumsson) Ommubarnið, Þórdís Lilja. Ósjálfrátt minnumst við manna vegna þess sem þeir hafa verið okkur og tengjast í hugum okkar, að ég finn vel er ég býst til að minnast Óla blaðasala nokkrum orðum. Á tíðum fárra daga sumar- ferðum af Skaga til Reykjavíkur á bernskuárum fór ég snemma, að fordæmi Dudurs og Inga, að selja blöð, síðdegisblöð, Alþýðublaðið og Vísi, á götum borgarinnar og þá stundum í vikulok Fálkann líka. Kynntist ég þá strax Óla, því að við áttum sameiginlegan kunningja. Áður en blöðin komu út hópuð- umst við saman á afgreiðslu þeirra, Alþýðublaðsins í nýbyggðu Alþýðu- húsi og Vísis handan þess í Ingólfs- stræti, en Fálkans í Bókabúð Sig- urðar Kristjánssonar í Bankastræti. Miklu skipti að verða fljótur út á götur borgarinnar með blöðin,. en sölusvæðið afmarkaðist af gamla miðbænum í þrengstu merkingu, Vesturgötu að Slippnum, Túngötu að Landakotsspítala, Laugavegi (og jafnvel Hverfisgötu) inn að Gasstöð og Vantsþró. Óli var þá þegar orðinn einn ötul- asti blaðasalinn og seldi á morgn- ana sem síðdegis, og leit á sig sem slíkan, þótt þá hefði hann enn ekki Sigurður Guðmundsson lést á karladeild Grundar fyrir skömmu. Ég vil minnast hans í fáum orðum. Fortíð Sigurðar þekki ég ekki. Eitt vitum við sem stundum fórum höndum um Sigurð, að fáir voru eins illa farnir líkamlega og hann, þegar hann lést. Hann var ein af fáum sálum sem var með fullri meðvitund nóttina sem hann dó. Tvívegis bað Sigurður mig um mjólk að drekka. Að öðru leyti bað hann aldrei um neitt. tekið sér stöðu utan Reykjavíkur- Apóteks, heldur rann í búðir og á . rakarastofur til fastra viðskipta- vina. Seldi hann jafnan tvöfalt eða þrefalt fleiri blöð en við lausa-strák- arnir. Hygg ég, að hann hafi þá fundið á sér, að hann væri kominn á starfsvettvang sinn. Að þessum blaðaheimi laðaðist ég, og hef síðan furðað mig á hve margar svipmynd- ir frá þessum dögum hafa varðveist í huga mér, svo sem órói spænskra' ferðamanna af lystiskipi í Aðal- stræti daginn sem borgarastyijöldin braust út á Spáni. Þessar minning- ar hafa verið mér kærar, og þess vegna varð ég áfram málkunnugur Óla sem alla tíð bar svip þessara ára; Óli var sagður treggáfaður, að hann vissi vel sjálfur, en öllu rétt- ara er að hann hafi ekki tekið út þroska. Hann hafði nálega meðal- greind, eins og þeir fundu sem við hann skiptu. Hann hafði hreina og sterka siðferðiskennd og greindi stranglega á milli góðs og ills. Að mér fannst miðaði hann í dómum sínum fólk við þrennt: dugnað, heið- arleika og góðsemi. Sjálfur var hann vammleysið sjálft. Haraldur Jóhannsson. I ein fimmtán ár söng ég við flestar athafnir á vegum Dómkirkj- unnar í Reykjavík. Hvað útfarir snertir, fyllti viðkomandi ósjaldan kirkjuna, sér á parti ef verið var að syngja yfir afburðamenni eða mikilli félagsveru. Ég held að Sigurður hafi hvorugt verið. Hitt er annað mál, að oftar en ekki var söngurinn beztur í tómri kirkju. Beztu fararóskir. Guðrún Jacobsen. Sigurður Guðmunds son-Minning VINIR HAFNARFJARÐAR 0G AÐRIR VELUNNARAR1 V FJÖRUGARÐURINN - FYRIR SKEMMTILEGA HÓPA Ósviknar víkingaveislur, þríréttuð máltíð með tilheyrandi gáska og gleði. Kostakjör fyrir hópa, stóra og smáa. Hafðu samband og við setjum saman dagskrá sem verður öllum ógleymanleg. Lifandi tónlist fram á rauða nótt allar helgar. FJÖRUKRÁIN - GLÆNÝR MATSEÐILL t A vinalegustu matarkrá sem sögur fara af er enn sem fyrr einstök stemning. Um helgar leikur Jón Möller Ijúflingslög á píanóið fyrir matargesti. Léttur söngur og sveifla fram eftir nóttu. FJÖRUKRÁIN STRANDGÖTU 55 • SÍMI 651213 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.