Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Minning: Birnir Bjarnason héraðsdýralæknir Síminn hringir og okkur tilkynnt sú sorgarfregn að hann Birnir sé látinn. Svo oft sem áður var maður- inn með ljáinn á ferð og hreif með sér í þetta sinn mann sem var enn í blóma lífsins og eftir stöndum við hljóð og skiljum ekki tilganginn. Bimir fæddist 3. júlí 1940, sonur hjónanna Bjama Bjarnasonar og Oskar Sveinbjarnardóttur. Birnir stundaði nám við Dýralæknahá- skólann í Kaupmannahöfn og lauk því námi árið 1967. Það sama haust fór hann að starfa sem héraðsdýra- læknir á Höfn í Hornafirði og starf- aði þar til síðasta dags við góðan orðstír. Hann var alltaf að bæta við þekkingu sína sem dýralæknir. Kynni okkar af Birni hófust er hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Eddu Flygenring. Eign- uðust þau þrjú böm, Sigrúnu Bimu, Garðar Ágúst og Hildi Björgu. Birn- ir var göfugur og góður maður sem var alltaf reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd. Svo var einnig er við heim- sóttum þau hjónin, ætíð var gest- risnin og góðmennskan í fyrirrúmi. Þakklæti er okkur efst í huga er við kveðjum Birni Bjarnason. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Edda, Sigrún Birna, Garð- ar Ágúst og Hildur Björg. Við biðj- um algóðan Guð að senda ykkur ijós og styrk á þessari sorgarstund. Addý og fjölskylda, Bogga og fjölskylda, Lára og Óli. Látinn er Birnir Bjarnason hér- aðsdýralæknir á Höfn í Homafirði langt um aldur fram, eða aðeins rétt rúmlega fímmtugur að aldri, en Bimir var fæddur 3. júlí 1940. Sú harmafregn barst vinum hans sunnudagskvöldið 15. mars sl. að þá fyrr um daginn hefði Birnir kvatt þennan heim og þar gat mannlegur máttur engu um ráðið. Við þessi sorgartíðindi setti okk- ur hljóða. Þetta kom svo óvænt þó að öll eigum við von á sláttumannin- um með ljáinn og vitum að hann gerir ekki alltaf boð á undan sér. Sá sem skrifar þessi fátæklegu minningarorð kynntist þeim hjón- um, Eddu Flygenring og Bimi heitnum er við báðir stunduðum nám við sitt hvora deild hins Kon- unglega dýralækna- og landbúnað- arháskóla í Kaupmannahöfn á sjö- unda áratugnum. Frá námsámnum er margs að minnast, en á þessum ámm voru á ýmsan hátt aðrir tímar en nú, og það þrátt fyrir að ekki sé lengra um liðið. Menn urðu að vera meira sjálfum sér nógir. En vinir létu eitt yfir alla ganga og studdu við bakið hver á öðrum eftir því sem á þurfti að halda og við var komið. Þá kom strax í ljós hjálpsemi og hugulsemi Birnis og þó svo að hann hefði ekki alltaf flest orð um var hann sá sem við vissum raunbestan og sem alltaf var hægt að leita til. Á þessum ámm stunduðum við nokkir íslendingar nám við skólann og reyndum eins og við var komið að hittast og snæða saman í hádeg- inu og í kaffitímum uppi á Gimli, en svo hét matsölustaður háskól- ans. Þar helguðu íslendingarnir sér borð þar sem venjulega var hægt að ganga að einhveijum landanna. Margar góðar minningar em tengd- ar þessum samverustundum og oft var rætt af miklum sannfæringar- krafti um málefni lands og þjóðar og eins og ungra manna er háttur kunnum við lausnir á flestum þeim vandamálum sem þá var við að glíma í þjóðlífinu heima á Fróni. Oft flugu hnútur um borð og skiptar voru skoðanir manna um ýmis málefni, en alltaf stóðu menn sáttir upp frá borðum áður en hver og einn hélt til sinna starfa. Hér var um leik í orðaskylmingum að ræða og góð æfing undir alvöru lífs- ins. Ég sé okkur fyrir mér í anda sitja við borðið okkar innarlega í salnum á Gimli. Unga og hrausta menn fulla af lífsþrótti til að takast á við hin margvíslegustu verkefni heima á íslandi. Minningin um Birni í þessum hópi skín bjart og nú er hann sá fyrsti sem fellur frá úr hópnum okkar góða, og það á þeim aldri er menn eiga að njóta ávaxta starfa sinna og reynslu og eiga að eiga mörg góð starfsár eftir. Bimir var góður og farsæll náms- maður og það fór ekki á milli mála að hann var virtur og vinsæll af kennurum sínum og félögum í dýra- læknadeildinni. Námi í dýralækn- ingum lauk Birnir svo 1967. Birnir kynntist tilvonandi eigin- konu sinni Eddu Flygenring eftir að til náms var komið í Kaupmanna- höfn og þau giftust þann 17. ágúst 1963. Ungu hjónin komu sér þá þegar upp fallegu og notalegu heimili í Kaupmannahöfn, þar sem gestrisni var í fyrirrúmi og af því nutum við hin góðs af. Það var til þess tekið hvað Bim- ir reyndist konu sinni góður eigin- maður og það kom ekki síst í ljós í erfiðum veikindum eiginkonunnar ungu er hún átti við að stríða um tíma. Það var aðdáunarvert hvað þessi ungi maður var í raun þrosk- aður, skilningsríkur og æðrulaus. Margar skemmtilegra atvika, heimboða og ferða um Danmörku og yfir til Svíþjóðar er að minnast, en það verður ekki frekar rakið hér. Én Birnir kom heim til íslands. Að námi loknu tók hann við starfi héraðsdýralæknis í Austur-Skafta- fellssýslu með aðsetur á Höfn í Hornafirði. Hann naut fljótt virð- ingar og trausts í starfi sínu sem dýralæknir. Það var líka auðheyrt að hann bar virðingu fyrir bændun- um sem hann vann fyrir. Þessi gagnkvæma virðing og traust hélst allt til þeirrar stundar er yfir lauk. Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn fækkaði samverustund- um okkar en engu að síður er þó margs að minnast frá gagnkvæm- um heimsóknum. Við hjónin áttum þess einnig kost að fara í ferðir í fylgd Birnis um hérað hans sem hann þekkti orðið svo vel. Þær ferð- ir voru sérstaklega fróðlegar og ánægjulegar. I nokkur sumur er börnin okkar voru yngri, mæltum við okkur mót með íjölskyldum okkar í Húsafelli og leigðum þar sumarbústaði í 1-2 vikur í senn. Þessar sumardvalir, þó stuttar væru, voru mjög ánægju- legar og gáfu okkur tækifæri til að njóta samvista með fjölskyldum okkar frá erli dagsins. Þá var margt rætt um landsins gagn og nauðsynj- ar. Alltaf einkenndi það málflutning Bimis hvað hann var skilningsríkur á menn og málefni og fordómalaus og lét menn og málefni njóta sann- mælis. Illmælgi var honum ekki að skapi. Birnir heitinn var kallaður til margvíslegra trúnaðarstarfa í þágu héraðs síns, bæði á opinberum vett- vangi, hjá fyrirtækjum og stofnun- um. Birnir var einnig mjög virkur í ýmsum félagasamtökum og ekki voru það síst málefni Dýralæknafé- lags Islands sem voru honum hug- leikin en þar sat hann í stjórn í mörg ár og þar af nokkur ár sem formaður. Við íslendingar erum fámenn þjóð í stóru landi. Hver einstakling- ur er þjóð sinni dýrmætur. Það er því mikill missir fyrir hvert byggð- arlag að missa úr sínum hópi um aldur fram einn af sínum ágætustu mönnum. Vinir Birnis munu sakna sam- fundanna við hann. Við hjónin raunum minnast síðustu samveru- stundanna á heimili þeirra hjóna á sl. hausti með sérstöku þakklæti, en þá lék Bimir við hvern sinn fíng- ur. Gestrisnin frábær eins og ætíð á fallegu heimili þeirra hjóna. Margt var hugleitt og nú skyldi brátt tek- inn tími til að lifa lífinu á aðeins hægari nótum. En nú'hafa forlögin svo óvænt og harkalega gripið í tajjmana. Ekki verður nú af ferð- inni út í Papey né á gamlar slóðir í Kaupmannahöfn í samfylgd Birn- is. Bimir var fjölskyldu sinni ein- stakur heimilisfaðir. Hann bar hag hennar ætíð fyrir bijósti og reynd- ist henni frábærlega vel. Velferð hennar var honum ætíð efst í huga þrátt fyrir mikinn eril í annasömu starfi. Edda og Birnir eignuðust þijú mannvænleg börn en þau eru: Sig- rún Birna, fædd 25. nóvember 1966, Garðar Ágúst, fæddur 31. ágúst 1968 og Hildur Björg, fædd 19. ágúst 1976. Mikill er nú missir hinna nánustu og mikill harmur er kveðinn að eig- inkonu og börnum. Eddu og börn- unum þeirra, Sigrúnu Bimu, Garð- ari Ágústi og Hildi Björg sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að tíminn megni að milda harm þeirra og að góður guð vaki yfir velferð þeirra á ókomnum árum. Góðs vinar verður sárt saknað en minningin um góðan dreng mun lifa. Megi velferð hans á ókunnum stigum verða jafnfarsæl og í þessu Iífi. Grétar J. Unnsteinsson. Okkur gengur erfiðlega að sætta okkur við raunveruleikann þegar góðum félaga er fyrirvaralaust kippt frá okkur í miðju ævistarfi. Skilningsvana stöndum við frammi fyrir staðreynd sem ekkert fær breytt. Birnir Bjarnason var fæddur í Reykjavík þann 3. júlí 1940. For- eldrar hans vom hjónin Ósk Svein- bjarnardóttir og Bjarni Bjarnason, sem bæði em látin. Systkini Birnis vom tvö, Selma, húsmóðir í Mos- fellssveit og Sveinbjöm, prestur í Skotlandi. Birnir ólst upp í Reykja- vík en að námi þar loknu hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk prófi í dýralækningum árið 1967. Sama ár tók hann við starfi héraðsdýralæknis í Austur-Skafta- fellssýslu og því starfí gegndi hann til dauðadags og naut í því mikils trausts, bæði bænda í héraðinu og stéttarbræðra sinna. Með Birni flutti hingað eftirlifandi eiginkona hans, Edda Flygenring og áttu þau heimili sitt að Hlíðartúni 41, Höfn. Minning: * GunnarÞ. Olafs - son frá Isafirði Fæddur 5. júní 1917 Dáinn 21. mars 1992 í dag verður Gunni tengdafaðir minn borinn til grafar eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Hann ólst upp á Isafirði ásamt hálfsystur sinni, Laufeyju, hjá móður þeirra, Sturlínu Maríasdóttur. Auk Lauf- eyjar átti hann fjögur önnur hálf- systkin. Faðir Gunna var Ólafur Ottesen. Gunna varð engra barna auðið en gekk Dóra, manninum mínum, í föður stað er hann tók saman við móður hans, Salóme Loftsdóttur, sem lést í desember 1990. Reyndist hann Dóra alla tíð sem besti faðir og börnunum okkar, Kristínu og Gunnari, sem sannur afi. . Kynni Gunna og Sullu hófust í Hafnarfirði er hann stundaði sjó- mennsku og var tíður gestur á heimili foreldra hennar. Fljótlega upp úr því fluttu Sulia og Gunni með drenginn til ísafjarð- ar þar sem þau bjuggu til ársins 1967, en fluttust þá til Hafnarfjarð- ar og áttu heima þar ætíð síðan. Gunni vann um daga sína alla almenna verkamannavinnu bæði til sjós og lands. Síðustu árin starfaði hann sem vaktmaður hjá Olíufélag- inu, Esso, í Hafnarfirði uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Um það bil sem Sulla hætti að vinna fluttu þau í íbúðir aldraðra við Álfa- skeið og þegar starfsferlinum lauk hjá báðum áttu þau hjónin mjög góða daga við ýmis störf og skemmtan í félagsskap eldri borg- ara hér í bænum. Eins og áður er getið dó Sulla rétt fyrir jólin 1990. Veikindi henn- ar stóðu stutt og við vorum öll illa undir andlát hennar búin. Missir Gunna var mikill en hann tók gleði sína á ný furðu fljótt eftir þann erfíða tíma. Tengdafaðir minn var fremur dulur og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Við vissum ekki alltaf hvernig honum leið því það • var ekki eðli hans að baga annað fólk með áhyggjum sínum. Alltaf var viðkvæðið „hafíð ekkert fyrir mér“. Gunni hélt áfram að starfa með eldri borgurum sem fyrr og naut félagsstarfsins af öllu hjarta. Einn- ig og ekki síst naut hann tryggrar vináttu mágkonu sinnar, Hönnu, systur Sullu, og manns hennar, Lárusar. Vil ég þakka þeim sérstak- lega fyrir alla þá umhyggju sem þau sýndu honum í veikindum hans. Á skilnaðarstund eru mér efst í huga allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman frá því fyrst er ég kom í fjölskylduna. Fyrir þær verð ég honum ávallt þakklát. Helga Elín Bjarnadóttir. Böm þeirra hjóna eru þijú: Sigrún Birna, rithöfundur og námsmaður, fædd 1966, Garðar Ágúst, náms- maður, fæddur 1968 og yngst er Hildur Björg, fædd 1976. Bimir bar mikla umhyggju fyrir eiginkonu sinni og börnum. Hann var traustur og ástríkur heimilisfaðir og með fráfalli hans er stórt skarð rofið í þessa samhentu fjölskyldu. Með ólíkindum er þegar horft er til hins mikla og erilsama starfs héraðsdýralæknis í stóru héraði, hverju Birnir fékk áorkað í hinum margvíslegustu málum utan starfs síns, án þess þó að slíkt kæmi nið- ur á fjölskyldulífi hans. Hann átti sæti í stjórn Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga frá árinu 1979, þar af sem formaður um ára- bil. Hann sat í stjórnum útgerðarfé- laganna Borgeyjar hf. og Samstöðu hf. og var virkur félagi í Lions- klúbbi Hornaíjarðar. Birnir starfaði sem heilbrigðisfulltrúi sýslunnar síðustu fimm árin, hann sat í stjórn stéttarfélags dýralækna um tíma og var danskur konsúll á Höfn. Birnir var traustur félagi í Fram- sóknarfélagi Austur-Skaftafells- sýslu og gegndi fjölda trúnaðar- starfa á þeim vettvangi. Hann sat í hreppsnefnd á Höfn sem fulltrúi Framsóknarfélagsins árin 1974 til 1976 og aftur 1982 til 1986 og var oddviti hreppsnefndar síðara tíma- bilið. Birnir átti sæti á kjördæmis- þingum og tók þátt í starfi flokks- ins og stefnumótun með margvís- legum hætti. Fyrir þessi störf hans þökkum við af heilum hug. Okkur, sem störfuðum með Birni að félagsmálum, varð fljótt ljós sá eiginleiki hans að koma auga á kjama hvers máls, að greina aðal- atriðin frá aukaatriðunum. Þegar hann tók til máls var hlustað. Mörg- um háir það mjög þegar þeir ræða málefni á fundum eða í hóp að þeir tala lengi en segja fátt. Birnir tal- aði yfirleitt stutt en sagði margt. Hann var hreinskilinn og hikaði ekki við að segja skoðun sína, hvernig sem ætla mátti að henni yrði tekið. Slíkir menn eru því mið- ur fáir og skarð fyrir skildi þegar þeir falla frá. Samfélagið okkar er fátækara á eftir. Við biðjum góðum félaga Guðs blessunar á nýjum til- verustigum og vottum eiginkonu hans og börnum einlæga samúð okkar. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. F.h. Framsóknarfélags Austur- Skaftafellssýslu, Guðbjartur Össurarson. Vinir hverfa. Byggðin okkar er hnípin þessa daga. Fánar blakta við hálfa stöng dag eftir dag, hart og títt er höggvið. Jörðin er aihvít, kvöldsett orðið og logndrífan hylur sporin okkar tveggja, sem göngum hlið við hlið í kyrrðinni. Allt er einhvern veginn svo tært og hljótt. Hroll setur að, en hlýjar hugsanir finna farveg. Við minnumst vinar okkar Birnis Bjamasonar, þakklátum huga. Allt frá því er þið fluttuð í nábýli við okkur fyrir 25 árum, með litla sólar- geislann ykkar, höfum við notið tryggðar ykkar og vináttu. Elsku Edda, Sigrún, Garðar og Hildur mín! Við göngum mót hækkandi sól og vori. Megi algóður Guð veita ykkur frið og styrk. Góðar minningar verða aldrei frá okkur teknar. Hildigerður — Unnsteinn. Genginn er góður drengur, Birn- ir Bjarnason, héraðsdýralæknir á Hornafirði. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 15. mars, 51 árs að aldri. Birnir var borinn og barnfæddur Reykvíking- ur. Foreldrar hans voru þau Bjami Bjarnason brunavörður og Ósk Sveinbjamardóttir. Þau eru nú bæði látin. Mér eru minnisstæð mín fyrstu kynni af Birni. Það var í júlímánuði 1967 að við hjónin heimsóttum þau Eddu og Birni og dóttur þeirra Sig- rúnu Birnu í Kaupmannahöfn. Birn- ir hafði útskrifast frá Den Konge- lige Veterinær og Landbohöjskole þá um vorið og starfaði nú sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.