Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 39 uðust trúnaðarstörf í eins ríkum mæli og raun ber vitni og hversu traust hún reyndist í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Og þegar ég lít til baka minnist ég þess ekki að hafa heyrt hana sækjast eftir frama eða vegtyllum fyrir sjálfa sig, en þar sem henni var falið að sækja fram lagði hún sig í líma að gera sem best og vinna mest. í skjóli tignarlegra íjalla í at- hafnabænum Siglufirði ólst hún upp, og á Siglufirði skaut rótum og fékk síðan styrkan stofn hugsjónakonan og jafnaðarmaðurinn góði, Helga Kristín Möller. Ríka réttlætiskennd og viljann til að beijast fyrir betra þjóðfélagi hlaut hún í arf frá foreldr- unum Helenu Sigtryggsdóttur og Jóhanni G. Möller. Hann var verk- stjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og jafnframt bæjarfulltrúi, mikill verkalýðssinni og baráttumaður, bæði ákaflyndur og flugmælskur. Gegnheill alþýðuflokksmaður sem ávallt lét til sín taka á fiokksþingum og samkomum flokksins. Börn He- lenu og Jóhanns hafa iátið félags- mál tii sín taka og tvö þeirra urðu bæjarfulltrúar í sínu bæjarfélagi, Kristján Möller á Siglufírði og Helga Kristín Möller í Garðabæ. Systur Helgu eru Ingibjörg, Alda, Jóna og Alma. Þau systkini hafa farið með gott veganesti út í lífið svo farsællega sem þau hafa tekist á við sín verk- efni og víst er að Helgu fylgdi ávallt hress norðlenskur blær. Hún talaði einstaklega fallegt mái og þrátt fyr- ir öll árin fyrir sunnan viku norð- lensku áherslurnar hvergi. Mikil samheldni og gagnkvæmt traust ein- kenndi samskipti systkinanna og ber vott um sterkan streng úr foreldra- húsum. Ég kynntist Helgu í Alþýðu- flokknum. Við deildum herbergi á Laugarvatni í eina viku árið 1979 þegar við vorum forsetar á náms- stefnu norrænna kratakvenna. Þá lærðist mér hve árrisul og athafna- söm Helga var og hve vel hún skipu- lagði sín verk. Það er líka ótrúlegt hvað hún skilur mikið eftir sig og hversu víðtæka starfsævi hún á að baki miðað við að vera kölluð á brott svo fljótt. Alla tíð höfum við verið góðir félagar og miklir mátar en hlýjustu böndin hnýttust milli okkar eftir að hún var orðin veik og þá lærðist mér best hvers virði var að þekkja hana og hve sterk hún var að miðla öðrum, líka þá. í nær aldarfjórðung var hún kenn- ari við Digranesskóla og þar átti hún náið samstarf við tengdaföður minn, Jón H. Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóra sem lést á sl. sumri. Hann mat hana og vináttu hennar ákaflega mikiis enda voru þau sömu gerðar bæði sem skólamenn og sem kratar af lífshugsjón. Þau vinatengsl náðu einnig til tengdamóður minnar, Sigríðar, og barna þeirra og biður fjölskyldan öll fyrir kveðjur til ást- vina Helgu á þessari sorgarstund. Helga Kristín var valin til ijöl- þættra trúnaðarstarfa á vegum Al- þýðuflokksins og þar sem ég veit að aðrir gera þeim verkefnum henn- ar skil vil ég staldra við þátt hennar í kvennahreyfingu flokksins. Hún átti sæti í stjórn Sambands alþýðu- flokkskvenna frá stofnun sambands- ins eða í 20 ár og var óþreytandi að leggja þeim málefnum lið sem sambandið lét til sín taka. Á þessum tíma voru unnar á vegum sambands- ins stefnuskrár í málefnum fjölskyld- unnar sem síðar urðu hluti af stefnu flokksins. Mér finnst að Helga Möll- er hafi gert sér góða grein fyrir mikilvægi þess að konurnar í flokkn- um stæðu saman og styddu hver aðra og hún lét aldrei á sér standa ef eftir stuðningi hennar eða sam- vinnu var leitað. Kvennahreyfingin í Alþýðuflokknum á henni mikið að þakka. En það var í Garðabæ sem hún var leiðtoginn meðal samheija sinna. Hún endurheimti sæti Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórn Garðabæjar þegar hún skipaði efsta sæti listans í bæj- arstjórnarkosningunum 1986 og þann kosningasigur varði hún glæsi- lega að nýju vorið 1990. Engan sem með henni vann á því vori hefði grun- að, að sá sjúkdómur sem hún vonað- ist til að hafa unnið bug á, hefði lagt til atlögu á ný. Þegar kallið kom hinn 15. mars sl. var það öllum sem þekktu hana harmafregp en sárastur er missirinn hjá Karli og dætrunum þeirra tveimur. Helga Kristín giftist Karli Harrý Sigurðssyni 12. september 1964. Þau eignuðustu tvær dætur, Helenu Þuríði, fædd 27. ágúst 1967, sem stundar laganám við Háskóla ís- lands, og Hönnu Lilly, fædd 26. feb- rúar 1980. Frá 1979 bjuggu Helga og Kaili í Hlíðarbyggð 44 í Garðabæ og bjuggu sér þar yndislegt heimili. Þetta heimili var aðalsmerki Helgu og ber merki um vinnusemi hennar og ekki síst listrænt handbragð. Engin orð fá sefað söknuðinn þar nú, en minning hennar verður sterk og góð. Ég votta ástvinum hennar, sérstaklega Kalla, Helenu og Hönnu Lilly, innilega hluttekningu okkar hjónanna um leið og ég þakka þeim fyrir að gefa mér tækifæri til að eiga með þeim kveðjustund. Hetja er fallin í valinn. En við áttum öll saman rauða rós og ljúf minning um baráttukonu sem leitaði á brattann en sat ekki hlut- laus hjá mun lifa í hugum okkar allra. Rannveig Guðmundsdóttir. Og þar eru íjöllin svo hátignar há, svo hljómfagurt lækirnir niða. Og þar eru útmiðin blikandi blá með bjargráð — og öldurnar kliða. Þar hef ég lifað og leikið mér dátt með lífsglöðum vinum á kveldin. Við trúðum á sjálfra’ okkar megin og mátt. Ég man, það var leikið með eldinn. Og hvert sem fleyið mitt flækist um mar, þótt fram undan engin sé ströndin, ég varðveitti allt, sem ég eignað- ist þar, meðan eygði í draumsjóna-löndin. Og þegar leiðin mín loksins er öll og leystur úr íjötrum er andinn, þá bergmálið yfir mér, bláskyggðu fjöll, og bárur, gjálpið við sandinn. (Geislabrot). Þessi erindi úr ljóðinu Sigluíjörður eftir Signýju Hjálmarsdóttur koma mér í huga-nú, þegar mig sjálfa skortir orð til að minnast fyrir hönd árgangs 1942 frá Siglufirði jafn- öldru, skólafélaga og vinar, Helgu Kristínar Möller, sem lést hinn 15. marz sl. í skólabókina mína frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar skrifaði Helga þessa vísu. Þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd. í mínum hug og hjarta þín minning v'erður geymd. Ekki getur hún höfundar enda skiptir hann ekki máli, en-reyndin varð sú að fundir okkar urðu fáir og stopulir eftir að leiðir skildu um tvítugsaldurinn. Helga fór suður, ég fór austur, en Helga gleymdi ekki og hún mundi, það sannaði hún þá sjaldan að við hittumst. Sumarið 1987 eyddi árgangur 1942 saman einni helgi „heima“ á Siglufirði og mikið lifandi skelfing var gaman. Á komandi sumri er stefnt að því að hittast aftur en þá vantar Helgu Möller, hún syngur ekki með okkur af hjartans lyst vís- urnar um hann Gústa guðsmann. Og þó .. . auðvitað verður hún með okkur þó hún sé horfin um stund. Minningin um Helgu er björt eins og siglfirsk vornótt. Skrítið .. . var aldrei þoka eða rigning eða stórhríð þegar við vorum ungar? Við fórum í hjólatúra í glaðasól- skini á suinrin og skólagöngutúra i tindrandi hvítri birtu á veturna. Seinna gengum við í blóðrauðu sól- arlagi um bryggjurnar á vorin og það var áreiðanlega alltaf tunglskin og dansandi norðurljós þegar við skruppum yfir á Ás á vetrarkvöldum. Já, það var alltaf bjart. Við í árgangi 1942 frá Siglufirði kveðjum vin og félaga. Við sendum eiginmanni Helgu, Karli Harry Sig- urðssyni,og dætrum þeirra, foreldr- um hennar, Helenu og Jóhanni, systkinum hennar og ástvinum, inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Helgu Krist- ínar Möller. F.h. félaga úr árgangi 1942 frá Siglufirði. Dúrra. Fleirí greinar um Helgú K. Möller bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGURJÓNSSON, Nönnustíg 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Vfðistaðakirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.30. Sverrir Guðlaugsson, Hrafnhildur Steindórsdóttir, Eysteinn Guðlaugsson, Ólöf Gunnarsdóttir, Sigrún Ásta Guðlaugsdóttir, Einar Ólafsson, Margrét Guðlaugsdóttir, Unnþór Stefánsson, og barnabörn. t GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Kleppsvegi 52, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Sjúkra- hús Akraness eða dvalarheimilið Höfða. Aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR G. HALLDÓRSSON fyrrv. skrifstofustjóri, Tjarnargötu 10c, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag- inn 26. mars, kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Öryrkjabandalagiö eða aðrar líknarstofnanir. Guðrún Halldórsson, Hildur Ólafsdóttir, Pétur M. Gestsson, Guðrún Ólafsdóttir, Björn Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AGNES JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, Staðarhrauni 2, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Fyrir hönd aðstandenda, , Haukur Guðjónsson og fjölskylda. + Minningarathöfn um GÍSLA ÁRNASON, HANS GUÐNA FRIÐJÓNSSON og SIGMUND MAGNÚS ELÍASSON, sem fórust þegar togarinn Krossnes sökk á Halamiðum þann 23. febrúar sl., fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svandfs Jeremíasdóttir, Ingibjörg Hansdóttir, Eva Margrét Jónsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, tengdadóttur, systur og mág- konu, KRISTÍNAR SÓLVEIGAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við sr. Pálma Matthíassyni. Guð blessi ykkur öll. Grétar Haraldsson, Margrét Grétarsdóttir, Gunnar Halldórsson, Jóna Björk Grétarsdóttir, Andri Már Ingólfsson, Sveinbjörn Snorri Grétarsson, barnabörn, Margrét Jóhannesdóttir, Jóna Ólafsdóttir, Kristján Benjamínsson, Huida Guðmundsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Björk Halldórsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Helga S. Sveinbjörnsdóttir, Indriði M. Albertsson, Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir, Baldur Gíslason. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Stafafelli í Lóni. Innilegar þakkir sendum við í Hátún, Reykjavík, og Skjólgarð, Höfn, fyrir alla hjálp og umönnun hennar síðustu ár. Vandamenn. I Tölvudisklingar á heildsöluverði í Ijósi nokkuö hárrar smásöluálagningar á tölvudisk- lingum almennt á íslandi, þá höfum við ákveðið að selja aðeins beint til notenda á HEILDSÖLUVERÐI, í verslun okkar að Skipholti 31, Reykjavík. Notendur á lands- byggðinni geta pantað án póstkröfukostnaðar ... . ísíma 91-680450. Okkarverðer semhérsegir: MeðVSK Venjul.smásala MD2D 5 1/4” kr. 56,- stk. 86,- stk. MD2HD 5 1/4” kr. 88,- stk. 136,- stk. MF2DD 3 1/2” kr. 89,- stk. 139,- stk. MF2HD 3 1/2” kr. 149,- stk. 233,- stk. FUJI tölvudisklingar er hágæðavara, sem býðst nú á miklu betra verði, en disklingar í lægri gæðaflokkum. Nýttu þér HEILDSÖLUVERÐ okkar! Skipholti 31 Fax: 91-680455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.