Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 41

Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 41 Morgunblaðið/Björn Blöndal Örlygsbræðurnir fjórir sem léku ineð Njarðvíkurliðinu í síðasta leik, frá vinstri til hægri eru: Sturla, Teitur, Gunnar og Stefán. KÖRFUKNATTLEIKUR Fjórir bræður í liði Njarðvíkinga Keflavík. Ungmennafélag Njarðvíkur hefur nú um nokkurra ára skeið haft á að skipa einu fremsta körfuknattleiksliði landsins. Njarðvíkingar eru núverandi Is- landsmeistarar og stefna að því að verja þann titil auk þess sem þeir eru komnir í úrslit í bikar- keppni KKI þar sem þeir mæta Haukum í Laugardalshöllinni í kvöld. í síðasta leik liðsins gegn Snæfelli frá Borgarnesi léku 4 bræður með liðinu og er það í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað í úrvalsdeildarleik. Þetta voru Örlygsbræður í Njarðvík, Sturla, Teitur, Gunnar og Stefán. Allir eiga þeir bræður það sam- eiginlegt að hafa byijað ungir að leika körfuknattleik og er Gunnar t.d. yngsti fyrirliðinn sem hampað hefur íslandsbikar, en hann var aðeins 16 ára þegar hann tók við bikarnum eftir að Njarðvíkurliðið var íslandsmeistari í minnibolta 1988 og hann lék sinn fyrsta meist- araflokksleik 16 ára en þeir hinir bræðurnir vom 17 ára þegar þeir léku sinn fyrsta leik með meistara- flokki. Sturla er elstur, 30 ára, og hefur hann auk Njarðvíkurliðsins leikið með Sandgerði, ÍR, Val, Tindastóli og Þór. Teitur er 25 ára og á að baki liðlega 300 meistaraflokks- leiki, alla með UMFN. Gunnar er 20 ára og Stefán er 19 ára. Sturla og Teitur hafa báðir leikið með A-landsliðinu auk þess sem þeir eiga nokkra unglingalandsleiki að baki, svo og Gunnar. -BB SKÁK Hörkuspenna í sveita- keppni grunnskóla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Teflt af kappi í sveitakeppninni. að voru 18 fjögurra manna sveitir sem tóku þátt í sveita- keppni grunnskóla í Ár- nessýslu sem haldin var á vegum Skákklúbbs Selfoss 7. mars. Hörkubarátta var í mörgum skákanna þar sem stíft var teflt til vinn- ings. Keppt var í tveimur flokkum, eldri og yngri. í eldri flokki voru 7 sveitir og 11 í þeim yngri. Mót þetta var fyrst haldið 1991 og er greinilega mikill áhugi fyrir skákinni í skól- um sýslunnar. Þeir áhuga- sömustu í skákinni leggja á sig reglulegar ferðir til Reykjavíkur og sækja æf- ingar hjá skákskólanum þar. 1 yngri flokki sigraði Sólvallaskóli með 32 vinn- inga, næstur var Þing- borgarskóli með 27 'h v., síðan komu Reykholtsskóli 26'/2 v., Villingaholtsskóli 24'/2 v., Laugai-vatnsskóli 23'/2 v., Grunn- skóli Hveragerðis 23 v., Grunnskóli Eyrarbakka 21 v., Ljósafossskóli 18V2 v., Grunnskóli Þorlákshafnar 9 v., Grunnskóli Stokkseyrar 8 v. og Flúðaskóli 6 v. I eldri flokki sigraði Laugar- vatnsskólinn með 20 vinninga, Sól- vallaskóli á Selfossi varð annar með 17 vinninga, Eyrarbakkaskólinn þriðji með 14 vinninga, síðan komu Grunnskóli Þorlákshafnar með 13 '/> v., Flúðaskóli 9'/2 v., Reykholtsskóli með 8 v., og Grunnskóli Stokkseyr- ar með 2 vinninga. Þijár fyrstu sveitirnar í hvorum flokki fengu verðlaunapeninga og sigursveitirnar veglega verðlauna- bikara. Magnús Gíslason, útibús- stjóri Landsbankans, og Birgir Guð- mundsson mjólkurbússtjóri afhentu verðlaunin en Landsbankinn og MBF voru styrktaraðilar mótsins að þessu sinni. Sig. Jóns. XJöföar til JLJL fólks í öllum starfsgreinum! Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðístofa Halldórs Kristjánssonar Grensá^vejjí 16 • stofnuð 1. mars 1986 rf' é> & NO NAME Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru kennd á eins kvölds námskeiðum. Persónuleg ráðgjöf. NÝJUNG Erla Magnúsdóttir hjá Hári og förðun mun koma og veita hverri og einni persónulega ráðgjöf um eigið hár oghárgreiðslu. Innritun og nánari upplýsingar f síma 26525 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Tvöfaidur íslandsmeistari ídag- og Fantasy förðun ’92. 1900 varaliturinn fundinn upp. 1991 varaliturinn enduruppgötvaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.