Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 49 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNI JAPISDEILDARINNAR Morgunblaðið/Einar Falur Bandaríkjamennirnir Jonathan Bow hjá Keflavík og Ronday Robinson hjá NjarAvík eiga eft- ir að koma mikið viA sögu á næstunni ef að líkum lætur. Morgunblaðið/Björn Blöndal Burstaklipping! Valsmenn mæta burstaklipptir til leiks annað kvöld gegn Njarðvíkingum. Frá vinstri: Ragnar Jónsson, Tómas Holton, Franc Booker, Guðni Hafsteinsson, Jón Bender og Ari Gunnarssoh. Á mynd Einars Fals til hliðar er David Grissom, sem hefur fallið vel inní KR-liðið. - segirGunnar Þorvarðarson, þjálfari Grindvíkinga Deildin ítölum Stigahæstir: Nafn/félag stig leik. meðalt. Franc Booker, Val.........818 26 31,4 Jonathan Bow, ÍBK.........689 26 24,1 Birgir Mikaelsson, Skallagr.612 26 23,5 Guðmundur Bragason, UMFG 601 26 23,1 Ronday Robinson, UMFN.......590 26 28,6 Bárður Eyþórsson, Snæfelli.589 25 23,5 Tim Harvey, Snæfelli......565 26 21,7 Valurlngimundarson, UMFT..559 24 23,2 Maxím Krópatsjev, Skallagr....558 26 21,4 Magnús Matthíasson, Val.....545 26 21,8 Vítahittni: Nafn/félag skot/stig %nýt. leikir BirgirMikaelsson, Ska...192/162 84,98 26 Valur Ingimundarson,..111/93 83,78 24 Konráð Oskarsson, Þór...85/69 81,16 22 Pétur Guðmundsson,...87/70 80,46 20^* Magnús Matthíasson...192/150 78,18 25 Jón A. Ingvarsson, Hauk. ..80/62 77,50 24 Ivan Jonas, UMFT.....145/112 77,24 26 Joe Hurst, UMFG......117/90 74,92 16 Teitur Örlygsson, UMFN.124/98 75,00 25 FrancBooker, Val.....202/151 74,75 26 Þriggja stiga skot: Nafn/félag skot/hitt %nýt. meðalt. JonBaer.KR..............86/46 53,49 2,1 Jonathan Bow, ÍBK....88/44 50,00 1,6 Haraldur Leifsson, UMFT.73/35 47,95 1,5 Svali Björgvinsson, Val.70/33 47,14 1,3 Jón A. Ingvarss., Hauk... 143/65 45,15 5,1 Franc Booker, Val....299/135 45,15 5,1 Ástþór Ingason, UMFN ....68/30 44,12 1,2 BirgirMikaels., Skallagr...85/36 42,35 1,3 TeiturÖrlygsson, UMFN147/61 41,50 2,4 Skúli Skúlason, Skallagr...60/24 40,00 2,0 Skot utan vítateigs: Nafn/félag skot/hitt % nýt. 1. meðalt. Joe Hurst, UMFG......86/84 99,58 16 2,1*. Kristinn Ein. UMFN ...80/44 65,00 26 1,6 Guðni Guðnason, KR 118/58 49,15 26 2,2 Hermann Hauks., KR .80/38 47,50 26 1,4 StmonÓlafsson,Val.115/55 46,09 25 2,1 Jón Arnar Ingvarsson.90/41 45,56 24 1,7 Valurlngimundar...137/61 44,53 24 2,5 IvanJonas,UMFT....156/69 44,28 26 2,6 IvarÁsgrfms.,Hauk. 107/45 42,06 26 1,7 KonráðÓskars., Þór ...98/40 40,32 22 1,8 Skot innan vítateigs: Nafn/félag skot/hitt %nýt. 1. meðalt. Jonathan Bow, ÍBK 250/189 75,60 26 7,2 Joe Hurst, UMFG ...185/137 74,05 16 8,5 Jóhannes Kristbj.....97/70 72,16 26 8,4 PéturGuðm........184/130 70,65 20 6,5 Joe Harge, Þór...2187153 70,18 22 6,9 Daniel Krebbs, UMFG 86/60 69,77 9 6,6 Teitur Örlygs....134/93 69,40 25 6,7«1 Guðni Guðnas., KR. 157/108 65,79 26 4,1 Ronday Robinson, ..335/229 63,26 26 8,9 Jón Kr. Gíslas., ÍBK ..137/92 67,15 26 3,5 Fráköst: Nafn/fél. sókn vörn alls meðalt. Tim Harvey, Snæf.....129 322 451 17,3 R. Robinson, UMFN....156 257 413 15,8 John Rhodes, Haukum ..156 257 413 15,8 Joe Harge, Þór........91 226 317 14,4 M. Krópatsjev, Skallagr.121 183 304 11,6 , Guðm. Bragas., UMFG..108 176 284 10,9 PéturGuðmunds.,UMFT68 205 273 18,6 Ivan Jonas, UMFT.....105 157 262 10,0 Jon Baer,KR.............60 190, 255 12,, 1} JonathanBow, ÍBK.....*1 169 240 ",2 ÚRSLITAKEPPNI Japisdeildarinnar íkörfuknattleik hefst íKefla- vík í kvöld með leik ÍBK og KR, en á morgun mætast UMFN og Valur í Njarðvík. Leikið verður heima og að heiman á víxl og lið- in, sem sigra í tveimur leikjum, leika síðan til úrslita, en það lið, sem sigrar þá í þremur leikjum verður íslandsmeistari. „Þetta lítur út fyrir að verða skemmtileg og spennandi keppni frá upp- hafi til enda,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Grindvíkinga, aðspurður um hápunkt körfuboltavertíðarinnar. étt verður leikið í úrslitakeppn- inni. í undanúrslitum fá liðin sólarhring á milli leikja og sama verður uppi á ten- Eftir ingnum í úrslitum Steinþór um íslandsmeistara- Guöbjartsson titilinn, en keppni tveggja bestu lið- anna hefst 3. apríl. Gunnar er öllum hnútum kunn- ugur í körfuknattleiknum og hefur m.a. þjálfað bæði lið Njarðvíkinga og Keflvíkinga. „Flestir telja að Njarðvík og Keflavík komi til með að leika um íslandsmeistaratitilinn og ég er á þeirri skoðun, en það skemmtilega við körfuboltann, eins og aðrar íþróttir, er að allt getur gerst. í því sambandi má benda á að heimavöllurinn skiptir orðið geysilega miklu máli og mun meira en fyrir tveimur eða þremur árum. En dagsform leikmanna sem liðs- heilda kemur til með að ráða úrslit- um.“ Spáin rétt um fjögur efstu Áður en keppni hófst í Japisdeild- inni spáðu leikmenn og forsvars- menn liðanna um endanlega röð. Samkvæmt spánni áttu UMFN og ÍBK að leika til úrslita eftir að hafa sigrað KR og Val. Spáin gekk eftir hvað fjögur efstu liðin varðar, en yfírburðir þeirra reyndust mun minni en áætlað var. Keppnin í báðum riðlum var mjög spennandi og fyrst í síðustu umferð lá fyrir hvaða lið lékju í úrslitakeppn- inni og hvaða lið slyppi við að leika um sæti í deildinni. Keflavík og Njarðvík tryggðu sér snemma sæti á meðal fjögurra bestu. í a-riðli var mikil barátta á milli KR og Tinda- stóls, sem var spáð 8. sæti, um ann- að sætið, en slæm byijun Sauðkræk- inga kom þeim í koll. í b-riðli veittu UMFG og Haukar Val harða keppni undir lokin, en Hafnfirðingar fóru seint í gang og Grindvíkingar voru ekki uppá sitt besta í miðhluta mótsins. Þetta kom Reykvíkingunum til góða og þeir sluppu með skrekkinn. Þór var spáð 7. sæti, en Akur- eyringar urðu að sætta sig við fall. Snæfell leikur um sæti í deildinni en var spáð falli og nýliðar Skalla- gríms tryggðu sér áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu í síðustu umferð eftir að hafa verið spáð 9. sæti. Keflvíkingar erfiöir ÍBK og KR mættust í undanúrslit- um í fyrra og þá sigraði Keflavík í oddaleik, en árið áður hafði KR bet- ur, þegar liðin léku um íslandsmeist- aratitilinn. Liðin leika í Keflavík kl. 20 í kvöld, á Seltjarnarnesi kl. 16 á laugardag og í Keflavík á mánudag, ef þörf krefur og Gunnar spáði þrem- ur leikjum. „Ég held að Keflavík hljóti að sigra og spái 2-1. KR-ingar geta reyndar sýnt vígtennurnar, þegar fæstir eiga von á því, og á góðum degi geta þeir lagt Keflvíkinga, en til þess verða þeir að stöðva skyttur mótherjanna. Keflvíkingar léku öðruvísi í haust, en eftir áramót hefur leikur þeirra þróast út í að treysta á skyttumar. Þeim hefur gengið vel, en öllu skipt- ir að skotmennimir fínni sig. Þegar dæmið hefur ekki gengið upp — eins og gerðist gegn okkur fyrir skömmu — þá lenda Keflvíkingar í vandræð- um. Með góðri vöm er hægt að stöðva þá, en það verður erfitt hjá KR-ingum.“ Njarðvík sigrar örugglega Njarðvík fær Val í heimsókn kl. 20 á morgun, liðin leika síðan að Hlíðarenda á sama tíma á sunnudag og í Njarðvík á þriðjudag, ef þörf krefur, en Gunnar telur engar líkur á oddaleik. „Valsmenn hafa ekki verið það sannfærandi undanfamar vikur og því held ég að Njarðvík sigri 2-0,“ Gunnar sagði að lið Njarðvíkinga væri í raun einstakt. „það er geysi- Iega sterkt og til að sigra verða all- ir leikmenn Vals að eiga toppleik, en jafnvel það nægir ekki. Njarðvík- ingar spila einstaklega vel sem heild og leikmennirnir em eins óeigin- gjamir og hægt er. Það skiptir eng- an máli hvort hann skori fjögur eða 24 stig í leik — aðalatriðið er að lið- ið sigri.“ Njarðvíkingar tryggðu sér bikar- meistaratitilinn í síðustu viku og sagði Gunnar að ef eitthvað væri yki sigurinn sjálfstraust íslands- meistaranna. „Leikurinn situr ekki í þeim heldur þvert á móti. Vals- menn hafa hins vegar beðið lengur eftir úrslitakeppninni og það er slæmt — menn verða óþolinmóðir. Það er allt annað að æfa með úrslita- keppnina í huga heldur en að und- irbúa bikarúrslitaleik í millitíðinni. Það er annað sálarástand ríkjandi og því hafa Njarðvíkingar allan meðbyr." Dagsfomn leik- manna og Biða ræður úrsiftum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.