Morgunblaðið - 05.04.1992, Side 25

Morgunblaðið - 05.04.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ UKIAJll/i'JíJýlOÍí MINNINGAR sunnudagúr 5. apríl 1992 25 Guðmundur Krist- jánsson, Arnarbæli Guðmundur var fæddur 5. mars 1903 að Suðurkoti við Öndverðar- nes. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Kristján Sigurðsson. Bæði voru þau hjón hagsýn og dug- leg. Báða þessa eiginleika fékk Guðmundur í arf. Þá vandist hann á iðjusemi í uppeldi sínu á heimili þeirra, sem fylgdi honum þar til vinnuþrek hans bilaði á síðustu æviárum hans. Ársgamall fluttist Guðmundur með foreldrum sínum að Eyvík og fimm árum síðar fluttu þau svo að Arnarbæli. Tvíbýli var í Arnarbæli og fóru þau á vesturpart jarðarinn- ar. Allar eru jarðir þessar í Gríms- nesi. í Arnarbæli átti Guðmundur síðan heimili alla sína ævi, fyrst á heimili foreldra sinna og síðan sem sjálfstæður bóndi í nærfellt sextíu ár, enda alltaf kenndur við bæinn. Ungur fór Guðmundur í vinnu til annarra. Skömmu eftir fermingu var hann vetrarpart hjá fjárríkum bónda í næstu sveit. Þar kynntist hann óvenju miklu heyleysi. Bónd- inn átti marga sauði, sem ekkert höfðu til að lifa á nema snapir, sem stóðu upp úr klakanum. Um miðjan vetur var heybirgðum fjóssins þann- ig komið að bóndinn gafst upp á að skammta þær, en þá tók húsmóð- irin við. Henni auðnaðist að halda lífi í gripunum á þann hátt, að ganga ekki um fjósið nema einu sinni á dag og enga mjólk bar hún úr því. Ef eitthvað kom úr kúnum gaf hún þeim það aftur. Ekki þarf að taka það fram að á þessum tíma voru möguleikar á aðkeyptu fóðri engir. Þessi vetrardvöl varð Guðmundi minnisstæð og mun hafa ráðið miklu um það, að hann lét aldrei vanta hey né önnur vistföng í eigið bú. Lengi sótti Guðmundur sjóvinnu- störf á vetrum eða yfir tuttugu vertíðir á ýmsum stöðum á Suður- nesjum. Hann eignaðist hlut í bát ásamt þrem öðrum. Útgerð bátsins gekk vel enda fór kunnur aflamað- ur með formennsku hans. Mun út- gerðin hafa skilað hagnaði, enda eigendur samvaldir að dugnaði og hyggindum. Guðmundur vann þó alltaf heima "utan vertíðar, fyrst á búi foreldra sinna og síðar eigin búi. Guðmundur tók við búsforráðum í Arnarbæli 1932 og hafði þau í hartnær sextíu ár, eða meðan heils- an og kraftar leyfðu. Síðustu bú- skaparár sín átti hann þó erfitt um vik vegna sjóndepru af völdum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. gláku. Hirti þó nokkrar kýr, fyrst og fremst sér til afþreyingar því vinnulaus gat hann ekki verið með- an hann hafði eitthvert vinnuþrek. Vel gekk búrekstur Guðmundar. Gripir allir afurðasamir enda vel fóðraðir og alltaf nóg til að gefa. Voru þeir feðgar báðir miklir hey- fangamenn. Mikill fjöldi barna og unglinga dvaldi um lengri eða skemmri tíma í Arnarbæli meðan Guðmundur hafði búsforráð. Mátti segja að öll yrðu vinir hans og héldu við hann kunningsskap svo lengi sem hann lifði. Þó var Guðmundur ekki mjúk- máll maður og nutu þau af því orðavali hans eins og aðrir, en rétt- sýni hans og hreinskiptni eyddu öllum áhrifum stóryrða. Skýr og glögg voru fyrirmæli hans er hann sagði fyrir verkum enda var verk- þekking hans fjölþætt. Sjálfur lærði hann öll verk til hlítar sem hann taldi sig þurfa að kunna. Það sýnir hversu verkhagur Guðmundur var, að rúmliggjandi í erfiðu fótbroti, var hann sífellt með handavinnu og vann þá pijónles og annað sem heimilið þarfnaðist. Góður var Guðmundur heim að sækja. Hann hafði skýran málróm og skipulega framsögn sem hafði þau áhrif að þeir sem á hlýddu gleymdu seint frásögn hans. Fyrir því hef ég margra orð. Guðmundur hafði á yngri árum óvenju góða sjón, sem kom honum til nytja því á tímabili stundaði hann skotveiðar og gekk það vel eins og annað það sem hann tók sér fyrir hendur. En á efri árum missti hann sjón, svo að á síðustu árum varð hann al- blindur. Varð það honum mikil raun að geta ekki lengur haft afþreyingu Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Tl blómaverkstæði JEiINNA^’ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 af lestri eða spilamennsku, en hann var snjall spilamaður. Guðmundur tók nokkurn þátt í félagsmálum. M.a. _sat hann lengi í stjórn Veiðifélags Árnesinga. Þess hefur verið minnst annars staðar og verður því ekki gert hér. Ég vil þó aðeins minnast þess að um ára- bil sá hann um klakveiði og hrogna- töku fyrir félagið. Ég hef orð að- stoðarmanna hans fyrir því að áber- andi hafði verið hversu fagmann- lega og á hagfelldan hátt hann framkvæmdi þetta fyrir félagið og vann sjálfum sér það létt á allan máta. Guðmundur lést háaldraður þ. 15. júní 1991. Síðasti dvalarstaður hans var á Sjúkrahúsinu á Selfossi, orðinn algerlega ósjálfbjarga. Var það honum þung raun því að hann hafði jafnan sett metnað sinn í það að þurfa sem miftnst til annarra að sækja. Það eru ekki bein sorgar- tíðindi þótt aldraður maður þreyttur og þjáður, eins og Guðmundur var, andist. Þó bar hann lengst af þann persónuleika, sem lýsa má í fáum orðum svo „bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð“ J.Þ. Vin- um hans og vandafólki mun finnast vandfyllt það skarð sem varð við fráfall hans, enda var Guðmundur vinfastur og ræktarlegur við það fólk sem hann gerði sér að vinum. Fyrstu búskaparár sín bjó Guð- mundur með systrum sínum. En haustið 1941 gekk hann að eiga Sigríði Árnadóttur frá Oddgeirshól- um og lifir hún mann sinn. Studdi hún hann eftir getu síðustu árin þótt sjálf væri hún böguð vegna kölkunar. Börn áttu þau fjögur og tvö barnabörn. Sigríði og börnum hennar óska ég gæfu og gengis um ókomin ár. Ólafur Árnason. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. ý-22. Sími 689070. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og raðgjöf um gerð og val legsteina. | S.HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVB3I 4S SlMt 70677 LEG M< Hamarsl rSTEIN AR ■ 81960 DSAIK H.l löfða 4 — sími 6 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU GUÐFINNSDÓTTUR, Ásvallagötu 61. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans, Hátúni 10B. Haukur Hafliðason, Guðrún Friðbjörnsdóttir, Ómar Hafliðason, Ingibjörg Jakobsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AGNESAR JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR, Staðarhrauni 2, Grindavík. Haukur Guðjónsson, Guðrún Helga Pálsdóttir, Árni Bergmann Hauksson, Guðjón Hauksson, Þórný Harðardóttir, Pétur Rúnar Hauksson, Dóróthea Jónsdóttir, Bryndís Hauksdóttir, Skúli E. Harðarson og barnabörn. og létiLir bráðlaus sími frá .rt* 11J J 21 £3 D J J J Lí HEKLA LAUGAVEGI174 S 695500/695550 Pana Pocket kx - 9000 ■ Tónval ■ 900 MHz, 40 rásir ■ 10 skammvalsminni (20 tölustafir) ■ Langdrægni 400 m. utanhúss ■ Langdrægni 200 m. innanhúss ■ Handtæki vegur 390 gr. ■ Móðurstöð vegur 500 gr. ■ Samþykktur af Fj arskiptaefti rlitinu Verð kr. 32. 903 stgr. Isveisla fiðlshuldunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.