Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
83. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Algert hrun í alb-
önsku efnahag'slífi
Vínarborg. Reuter.
ALGJÖRT efnahagshrun blasir við í Albaníu en þar ríkir nú ofurverð-
bólga og gífurlegt atvinnuleysi, að sögn aðila sem rannsakað hafa efna-
hagsástandið í landinu.
í 50%. í fyrra dróst landbúnaðar-
framleiðsla í Albaníu saman um 80%
og fyrirsjáanlegt er, að varanlegur
skortur á matvælum, lyfjum og elds-
neyti til húshitunar muni kynda und-
ir vonleysi og örvæntingu.
Verðbólga mældist 400% í Albaníu
í fyrra og er talið að sú tala verði
smáræði í samanburði við það sem
í vændum sé á þessu ári að öllu
óbreyttu.
„Astandið á eftir að versna til
muna eftir því sem fleiri fyrirtæki
ioka,“ sagði í niðurstöðum sérfræð-
inganna en erlendar skuldir Albana
eru um 500 miiljónir doliara og allar
í vanskilum. Vegna þess eru erlendir
ijármagnsmarkaðir lokaðir Albaníu-
stjórn en nýju vaidhafarnir vonast
til, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
Alþjóðabankinn rétti landsmönnum
hjálparhönd.
Sjá „Bandaríkin ... “ á bls. 23.
Að sögn sérfræðinganna kann það
að ráða úrslitum fyrir lýðræðisþróun-
ina í Albaníu að landsmönnum verði
veitt dágóð efnahagsaðstoð en niður-
stöður úttektarinnar á efnahags-
ástahdinu, sem birtar voru í gær, eru
á þá ieið að búast megi við því að
iðnaðarframleiðsla skreppi saman
um 60% á þessu ári en samdrátturinn
milli ára nam 40% í fyrra.
Talið er, að atvinnuleysi muni
aukast og fara upp fyrir 70% um
næstu áramót en í fyrra komst það
Irar spurðir
um fóstur-
eyðingar
Dyflinni. Reuter.
ÍRSKA stjórnin kemst ekki hjá
því að efna til annarrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu í írlandi um
rétt kvenna til fóstureyðingar.
Varð þetta Ijóst á mánudag
þegar fulltrúar annarra aðild-
arríkja Evrópubandalagsins
neituðu að breyta Maastricht-
samkomulaginu með tilliti til
óska Ira.
Þjóðaratkvæðagreiðslan mun
snúast um rétt írskra kvenna til
að gangast undir fóstureyðingu
erlendis og einnig um rétt þeirra
til að afla sér upplýsinga og ráð-
gjafar um þessi mál í Irlandi þar
sem fóstureyðing eru bönnuð.
Niðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslu í írlandi' um fóstureyð-
ingar árið 1983 varð sú, að bann
við þeim var sett inn í stjórnar-
skrána en í síðasta mánuði urðu
miklar deilur í landinu vegna
unglingsstúlku, sem var ófrísk
eftir nauðgun, en dómstóll í
Dyflinni bannaði henni að fara
til Bretlands þar sem átti að eyða
fóstrinu.
Barist í Bosníu
Reuter
Ungir, vopnaðir menn á verði við þinghúsið í Sarajevo í Bosníu-Herzegovínu. Þar hafa staðið yfir bardag-
ar síðustu tvo daga og í gær gerðu herþotur júgóslavneska sambandshersins árásir á tvo bæi í landinu.
* Sjá „Bandaríkin ..." á bls. 23.
Deilur Ukraínumanna og Rússa:
Jeltsín skipar fyrir um yfir-
töku á S vartahafsflotanum
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, undirritaði í gær tilskip-
un um yfirtöku Rússa á Svarta-
hafsflotanum. í tilskipuninni
segir hins vegar einnig að hefja
beri viðræður um hvernig af-
henda megi Ukraínumönnum
hluta flotans. Rússnesk yfirvöld
höfðu fyrr um daginn mótmælt
harðlega þeirri ákvörðun Úkra-
ínumanna að allur sá herafli
sem væri á þeirra landsvæði,
þar með talinn Svartahafsflot-
inn, félli undir úkraínska lög-
sögu. Undirritaði Leoníd Kravt-
sjúk, forseti Úkraínu, tilskipun
þess efnis á mánudag. Vladímír
Volkogonov, helsti ráðgjafi Bor-
is Jeltsíns á sviði hermála, sagði
í gær að þetta væri „fljótfærnis-
leg og ólögleg" ákvörðun hjá
Úkraínumönnum.
Eru þessi ummæli Volkogonovs,
sem hefur yfirumsjón með endur-
Upplausnarástand í ítölskum
stjórnmálum í kjölfar kosninga
Vaxandi krafa um umbætur á kosningalöggjöf og nýjar kosningar
Róm. Reuter.
ÖNGÞVEITI ríkir í ítölskum stjórnmálum að ioknum kosningunum
á sunnudag og kröfur um tafarlausar umbætur á kosningalöggjöf-
inni og nýjar kosningar verða æ háværari. Ríkisstjórnin hélt að
vísu meirihluta sínum en með svo litlum mun að hún er í raun
óstarfhæf og í stjórnarandstöðunni, sem spannar allt sviðið frá
kommúnistum til nýfasista, er enginn samstarfsgrundvöllur.
Ríkisstjórnarflokkarnir fjórir,
kristilegir demókratar, jafnaðar-
menn, frjálslyndir og sósíaldemó-
kratar, hafa nú 15 sæta meirihluta
í neðri deild ítalska þingsins en þar
eru þingmenn alls 630. Svo lítill
meirihluti er óviðunandi fyrir
stjórnina og sérstaklega stærsta
flokkinn, Kristilega demókrata-
flokkinn, sem yrði þá kominn upp
á náð og miskunn litlu samstarfs-
flokkanna. „Þetta klúður væri ekki
hefði þingið samþykkt umbætur á
kosningalöggjöfinni," sagði Giulio
Andreotti forsætisráðherra þegar
hann var inntur álits á úrslitum
kosninganna en á Ítalíu eru hrein-
ar hlutfallskosningar.
Stjórnmálaskýrendur telja óhjá-
kvæmilegt að fljótlega verði efnt
til nýrra kosninga en margir vara
við kosningum fyrr en kosninga:
löggjöfinni hefur verið breytt. í
Mílanóblaðinu II Giornale sagði til
dæmis að þótt kosið yrði 10 sinnum
yrði útkoman ávallt sami Babels-
turninn. Þannig hefði það gengið
fyrir sig í Weimarlýðveldinu og
endað með Hitler.
Óttast er að langan tíma muni
taka að koma saman nýrri stjórn
og á meðan verða efnahagsmálin
látin reka á reiðanum. Eru þau í
miklum ólestri á Ítalíu og tiltölu-
lega mikiL verðbólga, gífurlegar
erlendar skuldir og mikill fjárlaga-
halli koma í veg fyrir að unnt sé
að lækka vextina. Hjá því verður
þó ekki komist ef ítalir ætla að
tengjast evrópska myntbandalag-
inu síðar á þessum áratug.
Talið er líklegast, að ríkisstjórn-
arflokkarnir fjórir reyna að mynda
nýja stjórn og annaðhvort með
stuðningi Lýðveldisflokksins eða
Lýðræðisflokksins, arftaka gamla
kommúnistaflokksins.
skipulagningu rússneska hersins og
flotans, talin vera til marks um að
deila Rússa og Úkraínumanna um
þessi mál sé að magnast. „Við verð-
um að halda viðræður, viðræður og
aftur viðræður innan Samveldis-
ins . . . Það er ekki hægt að'fall-
ast á neinar einhliða aðgerðir,
hvorki af hálfu Rússa né Úkraínu-
manna,“ sagði hann við blaðamenn
á rússneska fulltrúaþinginu í gær.
Rússar gera kröfu til þess að
Svartahafsflotinn, sem er með
heimahöfn í Sevastopol í Úkraínu,
verði áfram undir sameiginlegri
herstjórn _ Samveldis sjálfstæðra
ríkja en Úkraínumenn krefjast að
fá allt að þriðjung hans til að geta
myndað sinn eigin flota. Alls telur
flotinn um 300 skip. Deila lýðveld-
anna hefur farið síharðnandi að
undanförnu og er hún, ásamt
ágreiningi um efnahagsmál, talin
geta valdið því að samveldið
splundrist, en það var stofnað fyrir
einungis fjórum mánuðum síðan.
Jevgení Shaposnikov, æðsti yfir-
maður herafla Samveldis sjálf-
stæðra ríkja, las upp tilskipun Jelts-
íns um Svartahafsflotann í fulltrúa-
þinginu í gær. Samkvæmt henni
fellur flotinn undir rússneska lög-
sögu en verður áfram undir stjórn
sameiginlegs herráðs Samveldisins.
Kostnaður vegna flotans verður
greiddur af Rússum en einnig segir
í tilskipuninni að viðræður milli
Rússa og Úkraínumanna skuli hefj-
ast þegar í stað, sem hafi það að
markmiði, að finna_ einhvern flöt á
því, að afhenda Úkraínumönnum
liluta flotans. Leoníd Kravtsjúk,
forseti Úkraínu, brást við tilskipun
Jeltsíns í gær með því að saka
Rússa um að koma fram við Úkra-
ínumenn eins og óvini. Er það einn-
ig haft eftir heimildum á úkraínska
þinginu, að tvær sendinefndir séu
komnar til Krímar til að reyna að
tryggja yfirráð Úkraínu yfir flotan-
um.
Flug’vélar
með Ara-
fat saknað
Kairó. Reuter.
FLUGVÉLAR með Yasser Ara-
fat, leiðtoga PLO, Frelsissam-
taka Palestínumanna, innan-
borðs var saknað yfir líbýsku
eyðimörkinni í gærkvöld. Skýrði
líbýska fréttastofan JANA frá
þessu en talsmaður PLO í Kairó
staðfesti, að Arafat hefði verið í
Súdan og ætlað til búða palestín-
skra skæruliða í Sarra í Líbýu.
Að sögn JANA rofnaði samband
við flugvélina þegar hún var komin
inn í líbýska lofthelgi og hvarf hún
þá af ratsjárskermum. Sagði frétta-
stofan, að það hefði verið klukkan
20.45 að staðartíma en 18.45 að
Greenwich-meðaltíma.’ Var veður
mjög slæmt á þessum slóðum í gær
og sagði fréttastofan, að líbýska
loftferðaeftirlitið hefði farið fram á
aðstoð flugmálayfirvalda ýmissa
ríkja við að staðsetja flugvélina.
Talsmenn PLO í Túnis þar sem
höfuðstöðvar samtakanna hafa ver-
ið síðan þau voru rekin frá Líbanon
kváðust ekki hafa neinar upplýs-
ingar um afdrif flugvélarinnar en
staðfestu, að Arafat hefði verið á
leið til Líbýu.