Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
9
Meö vinarkveðju og þakklœti til allra sem sendu
mér blóm og árnaðarskeyti á afmcelisdegi
mínum.
Geir G. Gunnlaugsson,
Lundi.
Nú er rétti tíminn til að
hefja reglulegan sparnað með
áskrift að spariskírteinum
ríkissjóðs.
Notaðu símann núna;
hringdu í
Gengisfesta
I grein Yngva Harðar-
sonar segir:
„I fyrsta lagi má nefna
að yfirgnæfandi hluti ut-
anríkisviðskipta þjóðar-
innar er við Evrópulönd.
Arið 1990 fóru meira en
75% vöruútflutnings okk-
ar til landa EB og EFTA
og hefur hlutur þessara
landa farið sívaxandi á
undanfömum tveimm'
áratugum. Sé einungis
litið á útflutning iðnvam-
ings fóm um 80% hans á
evrópskan markað. Ætla
má að sveiflur í gengi og
gengisóvissa gagnvart
þessum löndum hafi
dregið nokkuð úr hag-
ræði af Evrópuviðskipt-
um hingað til. Hér má
og nefna að gengi Evr-
ópumynta var lágt gagn-
vart gjaldmiðlum í
myntkörfu krónunnar á
níunda áratugnum. Þrátt
fyiir þetta óx útflutning-
ur til Evrópu hratt á
þessum tíma. Gagnvart
viðskiptum við Evrópu
er ótvírætt hagræði fólg-
ið í þvi að draga úr þess-
um gengissveiflum. Það
er unnt með tengingu
krónunnar við ECU.
A þennan hátt má ná
stöðugra gengi gagnvart
mörgum myntum Evr-
ópulanda á kostnað
óstöðugs gengis gagn-
vart einungis tveimur
myntum í íslenzku
myntkörfunni, Banda-
ríkjadollar og japönsku
jeni. Hvað viðskipti í
þessum myntum varðar
má di'aga úr gengis-
áhættu með framvirkum
gjaldeyrisviðskiptum.
Þetta má undirstrika enn
frekar með þeirri stað-
reynd að vægi gjaldmiðla
seni tengjast ECU í
myntkörfu ki'ónumiar er
svipað og vægi þessara
gjaldmiðla var í mynt-
körfum hinna Norður-
landanna þegar ákveðið
var að tengja Norður-
landamyntir ECU.“
ECU og Norðurlanda-
myntin
í Nýjum hagmálum, tímariti viðskipta- og
hagfræðinema, er grein eftir Yngva Harð-
arson um hugsanlega tengingu krónunn-
ar og tengingu annarrar Norðurlanda-
myntar við ECU. í Staksteinum í dag er
vitnað til þessarar greinar.
Finnska sér-
staðan
„Minni gengisáhætta
gagnvart Evrópulöndum
þýðir einnig nánari
tengsl fjármagnsmark-
aðar hérlendis við fjár-
magnsmarkað í Evrópu.
Þaimig niá ná fram auk-
inni samkeppni á Ijár-
magnsmarkaði. Vaxta-
munur miðað við Evr-
ópulönd mun líka minnka
beinlínis vegna minni
gengisáhættu. Hér má
benda á að þegar hinar
ákváðu að tengja gjald-
miðla sína ECU dró mjög
úr vaxtamun. Ljóst er að
ef vel tekst til gæti vaxta-
munur orðið innan við 1
prósentustig.
Án efa vekur vaxta-
þróun hjá Finnum
nokkra athygli, þ.e. sú
hækkun sem varð á vöxt-
um frá júlí 1991. A þess-
um tíma voru kjarasamn-
ingar að hefjast í Finn-
landi ... Atvinnuleysi vai'
á hi-aðri uppleið og mik-
ill samdráttur fyrú'sjáan-
legur í framleiðslu. Þetta
olli þvi að væntingar um
gengislækkun finnska
marksins kviknuðu. Hér
er því vísbending um að
finnsk stjórnvöld hafa
ekki skuldbundið sig
nægilega tryggilega til
að halda gengi finnska
marksins stöðugu. Hér
má t.d. benda á að ein-
ungis Norðmenn hafa
gert samkomulag við að-
ila innan EB varðandi
stuðning við norsku
krónuna. Hvað tengingu
gjaldmiðla Noregs, Sví-
þjóðar og Fimdands við
ECU varðai' má einnig
benda á að fráviksmörk-
in eru víðust í Finn-
landi...
Spákaupmennska
knúði Finna til gengis-
lækkunar 14.-15. nóvem-
ber sl. Skömmu fyrir
gengislækkun sem varð
12,3% höfðu vextír hækk-
að í 18,9% úr 10,7% rétt
eftir tengingu við ECU.
Eftir gengislækkun
finnska inarksins lækk-
uðu vextir strax niður í
rúm 14% ... Rétt er að
benda á að eftir gengis-
lækkunina var finnska
markið tengt ECU á ný.
Af reynslu Finna má
draga þann lærdóm að
full ástæða er tíl sterkrai'
skuldbindingar af hálfu
hérlendra stjómvalda
varðandi fastgengis-
stefnuna og tengingu
krónunnar við ECU.
Jafnframt er ástæða til
að varast víð fráviks-
mörk þar sem þau þýða
meiri möguleika á vaxta-
mun á milli landa. Þannig
er ljóst að bæði of þröng
og of við fráviksmörk
geta grafið undan trú-
verðugleika fastgengis-
stefnunnar."
Meiri reisn
krónunnar
„Enn eimi kostur teng-
ingar við ECU er minni
viðskiptakostnaður þar
sem þörfin fyrir gengis-
tryggingar (hedging)
minnkai'. Reyndar hafa
slíkar gengistryggingar
ekki verið fáanlegar
gagnvart islensku krón-
unni og óhagræðið í Evr-
ópuviðskiptum því verið
meira en nauðsynlegt
hefði verið miðað við
gildandi fyrirkomulag
gengisákvörðunar.
Benda má á að stjómvöld
geta notað framvirk við-
skiptí m.a. i formi gengis-
tryggingar til að ítreka
skuldbindingu sína um
að lialda gengi föstu.
Þannig gætí Seðlabank-
inn boðið til kaups gjald-
eyri á fyrirfram ákveðnu
verði,tíl afhendingar síð-
ar. Rétturimi til kaupa á
gjaldeyri á fyi-irfi'am
ákveðnu verði en til af-
hendingar síðar getur
gegnt svipuðu hlutverki.
Búast má við að krón-
an verði gjaldgengari á
alþjóðamarkaði við ECU-
tengingu þar sem slík
tenging felm' í sér vissa
skuldbindingu gagnvart
erlendum ríkjum. Jafn-
framt þyrftí að taka upp
aðhaldssamai-i peninga-
stefnu í ætt við peninga-
stefnu Þjóðverja. Þetta
þýðir lægri verðbólgu en
einnig aukinn trúverðug-
leika stjómvalda á al-
þjóðavettvangi og líklega
aukið lánstraust."
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
RÍKISVERÐBRÉFA
Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797
p ^æL
S Meira en þú geturimyndad þér!
RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI
Þormóður rammi hf. úr ríkisrekstri í
arðbært almenningshlutafélag
A morgun, fimmtudaginn 9. apríl, verður Róbert Guð-
finnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. á
Siglufirði, í VIB-stofunni og ræðir við gesti um hvernig
tekist hefur að snúa við rekstri fyrirtækisins eftir einka-
væðingu þess fyrir rúmu ári. Hvernig er best að nota
kvóta sem stjórntæki í sjávarútvegsfyrirtækjum? Hafa
stjórnendur oft ekki tíma til að stjórna vegna skulda?
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn.
Sfiíil
S T oV A N ]
Ármúla 13a, 1. hæö.