Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
Átti alls ekki von á
að verða fyrir valinu
-segir Rut Sverrisdóttir íþróttamaður Akureyrar
Úr leikritinu Gaukshreiðrinu sem Leikfélag Húsavíkur sýnir í Hafn-
arfirði um helgina.
Leikfélag Húsavíkur
sýnir Gaukshreiðr-
ið í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Rut Sverrisdóttir, nýkjörin íþróttamaður Akureyrar, við verðlau-
nagripina sem hún hefur Iilotið á undanförnum misserum.
„ÉG ER MJÖG ánægð, enda
átti ég alls ekki von á því að
verða valin,“ sagði Rut Sverris-
dóttir, en hún var kjörin
íþróttamaður Akureyrar á
þingi Iþróttabandalags Akur-
eyrar um helgina. Rut er 17
ára sundkona, en hún keppir
fyrir sundfélagið Óðin á Akur-
eyri. Hún stóð sig afar vel á
síðasta ári og er nú að undirbúa
sig fyrir þátttöku í Ólympíu-
leikunum sem haldnir verða í
Barcelona á Spáni í september.
Rut byijaði að æfa sund fyrir
fimm árum, fyrst með íþróttafé-
lagi fatlaðra, en fyrir þremur
árum hóf hún æfingar með Óðni
og hefur hún æft af miklu kappi
síðustu þijú ár. Að jafnaði æfir
hún sex sinnum í viku, tvo tíma
í senn, auk þess að stunda nám
við uppeldisbraut Verkmennta-
skólans á Akureyri.
„Eg byjaði á að æfa boccia og
sund með íþróttafélagi fatlaðra,
en fann fljótlega að sundið átti
betur við mig. Mér þykir mjög
gaman að sundinu og fyrir þrem-
ur árum flutti ég mig yfir til Óð-
ins, enda er þjálfunin þar mjög
góð og mér var líka afar vel tekið
þar,“ sagði Rut.
Rut vann til fjölda verðlauna á
síðasta ári, þar ber hæst heims-
met sem hún setti í 200 metra
baksundi í sínum flokki á Sund-
meistaramóti íslands í júní í fyrra,
en þá má einnig nefna gullverð-
laun og Ijögur silfur á Norður-
landameistaramóti í Noregi og í
ágúst síðastliðnum keppti hún í
ólympíusundlauginni í Barcelona
og náði þar einu gulli auk þess
að vinna til tveggja silfurverð-
launa.
Undirbúningur fyrir Ólympíu-
leika fatlaðra sem haldnir verða
í Barcelona í september stendur
nú sem hæst og sagðist Rut æfa
af miklu kappi, enda stefndi hún
á verðlaunapall. „Þetta verður
örugglega mikil og erfið keppni,
en ég ætla að reyna að standa
mig vel,“ sagði hún.
„Ég er mjög ánægð með að
hafa orðið fyrir valinu þegar
íþróttamaður Akureyrar var kjör-
inn, ég var auðvitað að vona að
ég yrði með þeim fimm efstu, en
átti alls ekki von á þessu,“ sagði
Rut.
Freyr Gauti Sigmundsson júdó-
maður úr KA varð í 2. sæti í kjör-
inu, Haukur Eiríksson skíðamaður
úr Þór í því 3., Jón Stefánsson
fijálsíþróttamaður í UFA í 4.
sæti og Alfreð Gíslason hand-
knattleiksmaður úr KA í 5. sæti.
LEIKFÉLAG Húsavíkur sýnir
Gaukshreiðrið í Bæjarbíói í
Hafnarfirði dagana 9. til 11.
apríl næstkomandi.
I-ieikritið samdi Dale Wasser-
man upp úr hinni heimsfrægu
skáldsögu Ken Keseys „One Flew
Over The Cuckoo’s Nest“, en sam-
nefnd kvikmynd hlaut á sínum
tíma fimm Óskarsverðlaun. Leik-
félag Húsavíkur fékk frumsýning-
arrétt á leikritinu á íslandi og fékk
Sonju B. Jónsdóttur til að þýða
það. Leikstjóri verksins er María
Sigurðardóttir.
Gaukshreiðrið var frumsýnt á
Húsavík í lok janúar og þegar
sýningum lauk fyrir norðan um
síðustu helgi voru sýningargestir
orðnir fleiri en sem nemur íbúa-
tölu bæjarins, eða 2.500 manns.
Leikfélag Húsavíkur er eitt öfl-
ugasta áhugafélag landsins og
hefur það m.a. sett á fjalirnar leik-
verk sem atvinnuleikhúsin í
Reykjavík hafa síðar tekið til sýn-
inga.
Leikfélag Húsavíkur hefur
nokkrum sinnum farið suður yfir
heiðar með leiksýningar. Síðast
var það á ferð fyrir fimm árum
er það sýndi fyrst leikfélaga leik-
rit þeirra systra Iðunnar og Krist-
ínar Steinsdætra „Síldin kemur og
síldin fer“. Það leikrit var sýnt
fjórum sinnum fyrir troðfullu húsi
í Hafnarfirði.
Þijátíu og fimm félagar úr Leik-
félagi Húsavíkur taka þátt í ferð-
inni suður, þar af nítján leikarar.
(Fréttatilkynning)
Bókin Dag-
legt ljós
í 3. útgáfu
BÓKIN Daglegt ljós hefur
verið gefin út í 3. skipti á
Akureyri. Þessi bók var
fyrst gefin út árið 1908 af
Ólafíu Jóhannesdóttur og
aftur árið 1952 af Arthur
Gook en hefur verið ófáan-
leg í mörg ár.
I frétt frá útgefanda segir,
að bókin sé tilvalin afmælisg-
jöf eða fermingargjöf. Hún
verður til sölu í Reykjavík í
anddyri Hallgrímskirkju og
Kirkjuhúsinu við Kirkjutorg 4
og á Akureyri í Bókabúð Jón-
asar, Hafnarstræti, og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmundssyni við
Glerárgötu og hjá útgefanda,
Guðvini Gunnlaugssyni.
Skemman verði
áfram íþrótta-
o g tónlistarhús
ÁHUGAMENN um varðveislu
Skemmunnar sem íþrótta- og tón-
listarhúss afhentu Sigurði J. Sig-
urðssyni, forseta bæjarstjórnar
Akureyrar, undirskriftalista sem
legið hafa frammi síðustu vikur.
I listanum er mótmælt áformum
um að leggja niður núverandi starf-
semi íþróttaskemmunnar. „Við vilj-
um að hlutverk íþróttaskemmunnar
verði það sama og hefur verið síðast-
liðin aldarfjórðung í félagslífi bæj-
arbúa,“ segir m.a. í haus undir-
'skriftalistans.
Á myndinni eru frá vinstri Guðmundur Svavarsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Sigurður J. Sigurðsson, Jón
Hjaltason og Gestur Einar Jónasson.
jíáMííi
:•«••
:•«•:
:•«•:
.•«•:
:•«•:
:•«•:
•«•
•«•:
:•«•:
:•«•:
:•«•:
:•«•:
:•«•:
:•«•:
:•«•:
.•«•:
•«•
:•«•:
.•«•■
:•«•;
o
Páskatílboð
páskatilboð okkar
Hótel KEA
Sími 96-22200
S Brvniasvnir
| í Ráðhúsinu
II á Siglufirði
•«•:
BRYNJA Arnadóttir opnar föstu-
•jjí daginn 10. apríl kl. 14 sýningu á
pennateikningum í sýningarsal í
;3tj Ráðhúsi Siglufjarðar.
;JEj Brynja er fædd og uppalin á
;Jtj Siglufirði og er þetta fyrsta sýning
;jtj hennar þar. Þetta er fjórða einka-
;Jt;i sýning Brynju og hefur hún einnig
jjj-i tekið þátt í einni samsýningu.
jjjj Brynja sýndi síðast í Hafnarborg,
= j menningar- og listastofnun Hafnar-
;jtj fjarðar, í október 1991.
;Jtj Sýningin stendur til miðviku-
= í dagsins 15. apríl og er opin frá kl.
!!!:’ 14-19.
Brynja Árnadóttir við eitt verka sinna.