Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 2
I
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
Unnið við að saga upp gólfið á Ölfusárbrú.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Verulegar tafir við Ölfusárbrú
Selfossi.
VINNA VIÐ að fjarlægja gólfið á Ölfusárbrú gekk heldur hægar
í byrjun en gert var ráð fyrir og af þeim sökum var ekki unnt
að/Opna umferð yfir brúna fyrr en klukkan ellefu í gærmorgun.
Unnið er síðdegis og á nóttunni við að saga upp gólfið, fjarlægja
það og koma fyrir nýjum gólfeiningum í staðinn.
Brúin er lokuð allri umferð frá menn Vegagerðarinnar sögðu að
klukkan 19.00 að kvöldi til 7.00 um byijunarörðugleika væri að_
morguninn eftir. Umferð léttra ræða og vonast til að verkið gangi
bíla er leyfð yfir daginn. Starfs- betur þegar á líður.
Vegfarendur sem gerðu ráð
fyrir að komast yfir brúna í gær-
morgun urðu fyrir verulegum töf-
um. Þeir sem áttu erindi á Selfoss
fóru gangandi yfir en þeir sem
þurftu annað fóru um Óseyrarbrú.
Fólk er að vonUm óvant að stikla
yfir brúna. „Maður fær fiðring í
hnén af að sjá niður í gegnum
gólfið," sagði einn vegfarandinn.
Gert er ráð fyrir að Iokið verði
við að koma fyrir nýju gólfeining-
unum 21. apríl en frá þeim tíma
verður brúin lokuð allri umferð
til 25. maí á meðan gengið verður
endanlega frá brúargólfinu.
- Sig. Jóns.
V erðlagsstofnun:
Mjólkursamsalan tilkynni imi
kjör 5 stærstu viðskiptavina
VERÐLAGSRÁÐ hefur skyldað Mjólkursamsöluna í Reykjavík til
að tilkynna Verðlagsstofnun um almenn viðskiptakjör við sölu á
mjólk, mjólkurvörum og sýrðum vörum og allar breytingar þar á.
Einnig hvaða viðskiptakjör fimm stærstu viðskiptavinir Samsölunnar
njóti við kaup á sömu vörum og allar breytingar á þeim kjörum.
Mjólkursamsalan sendi Verðlagsstofnun þessar upplýsingar um hæl.
SH:
Starfsmaður
ráðinn á Spáni
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hefur ráðið starfsmann á Spáni
til að kanna möguleika á aukinni
sölu sjávarafurða þar í landi. SH
selur nú aðallega skelfisk á Spán-
armarkaði. Gert er ráð fyrir að
síðar verði opnuð skrifstofa á
Spáni ef markaður reynist nægur.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
sagði að síðustu misseri hefði fyrir-
tækið beint sjónum sínum að Suður-
Evrópu, m.a. í kjölfar mikillar sölu-
aukningar á Frakklandsmarkaði eft-
ir að þar var opnuð söluskrifstofa.
„Það eru að verða miklar breytingar
á mörkuðum í Suður-Evrópu og við
ætlum að fylgja betur eftir þeim
tækifærum sem þar bjóðast með
þessum hætti,“ sagði Friðrik.
Hann bætti við að undanfarið
hefði vérið talsverð aukning á sölu
á Ítalíumarkaði, sem SH sinnirgegn-
um skrifstofu sína í Hamborg. Þó
væri ekki fyrirhugað að opna sér-
staka skriftofu þar eða í Portúgal á
næstunni.
Starfsmaður SH á Spáni heitir
Hjörleifur Ásgeirsson. Hann hefur
verið búsettur á Spáni undanfarin
tvö ár og unnið að markaðsverkefn-
um á sviði sjávarútvegs, m.a. fyrir
SH.
Þrotabú Stálfélagsins:
Uppboði frest-
að til 18. maí
UPPBOÐI á eignum þrotabús
Islenska stálfélagsins hf. var
frestað til 18. maí í uppboðs-
rétti Hafnarfjarðar í fyrradag
að kröfu búsljóra og með sam-
þykki veðkröfuhafa. Tilraunir
til að selja eigur búsins hafa
enn engap árangur borið þrátt
fyrir að nokkur erlend fyrir-
tæki hafi sýnt áhuga á að
kaupa verksmiðju Stálfélagsins.
Þegar ' uppboðsfresturinn
rennur út í maí er það veðhafa
að taka ákvörðun um hvort sölu-
tilraunum verði haldið áfram eða
hvort uppboð verði látið fara
fram.
Þýska stálfyrirtækið Ham-
burger Stahlwerke hefur sýnt
mestan áhuga á eignum þrota-
búsins og sent fulltrúa sína til
íslands til að skoða verksmiðju-
búnaðinn en ekkert tilboð hefur
þó enn borist skv. upplýsingum
bústjóra.
Ríkisendurskoðun
Formaður Alþýðubandalagsins,
Ólafur Ragnar Grímsson, óskaði
skriflega í síðasta mánuði eftir því
að Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu
til Alþingis þar sem kæmu m.a.
fram skýringar á því hvers vegna
Halldór V. Sigurðsson ríkisendur-
skoðandi hefði 5. mars 1991 undir-
ritað ársreikninga Framkvæmda-
sjóðs fyrir árið 1990 án nokkurra
athugasemda, en fimm mánuðum
síðar hefði Ríkisendurskoðun sent
nýrri ríkisstjóm formlega greinar-
gerð þar talið sé að 1.700 milljónir
króna vanti í afskriftasjóð Fram-
kvæmdasjóðs og sjóðurinn væri
gjaldþrota. Benti Olafur Ragnar
m.a. á að fortíðarvandanefnd for-
sætisráðherra hefði talið að full-
nægjandi skýringar hefðu ekki
Á fundi verðlagsráðs fyrr í vik-
unni skýrðu starfsmenn Verðlags-
stofnunar frá athugun sinni á við-
skiptakjörum Mjólkursamsölunnar
komið fram á þessu misræmi.
í greinargerð sem Ríkisendur-
skoðun hefur sent Alþingi segir, að
endurskoðun reikninga Fram-
kvæmdasjóðs hafi verið fram-
kvæmd af löggiltum endurskoðend-
um. í áritun þeirra á reikninga
sjóðsins 1990 komi fram að endur-
skoðunin hafi verið framkvæmd í
samræmi við viðurkenndar venjur
og reikningarnir gefi glögga mynd
af rekstri ársins. Með skírskotun
til þessarar áritunar háfi ríkisendur-
skoðandi samþykkt reikningana.
Þessar áritanir eru án athuga-
semda varðandi framfög í afskrift-
arsjóð og eru í greinargerðinni rakt-
ar ástæður þess. Kemur fram að
nokkrum mánuðum eftir að endur-
skoðunarvinnunni lauk hafi komið
vegna umræðu um að einstakir við-
skiptavinir ættu kost á sérstökum
kjörum gegn því að hætta að selja
vörur keppinautarins. Verðlags-
fram nýjar upplýsingar um mun
verri afkomu fískeldis en áður var
talið, m.a. í skýrslu sem unnin var
fyrir landbúnaðarráðherra í maí
1991. í kjölfarið hafí stjórnvöld
markað nýja stefnu vegna vanda
greinarinnar og dregið úr fjárfram-
lögum og svipaðra viðhorfa hafi þá
verið tekið að gæta hjá viðskipta-
bönkum. Þá hafí núverandi ríkis-
stjórn ekki dregið dul á þá afstöðu
'sína að Álafoss hf. gæti ekki búist
við opinberri fyrirgreiðslu á borð
við þá sem nánast hafi mátt ganga
að sem vísu á síðasta áratug.
Ríkisendurskoðun segir síðan að
ekki sé að jafnaði staðið eins að
verki við hefðbundna endurskoðun
á ársreikningum sjóða og lánastofn-
ana og sérstakri úttekt á nánar
afmörkuðum þætti í rekstrinum,
eins og þeirri sem gerð var fyrir
forsætisráðherra í ágúst 1991. Loks
er bent á að í ársskýrslu stjórnar
stofnun barst engin kæra vegna
þessa. Mjólkursamsalan neitaði að
þetta hefði verið boðið. Starfsmenn
stofnunarinnar ræddu við nokkra
kaupmenn. Fram kom að einhveijir
sögðust hafa fengið slík boð en vitdu
ekki staðfesta það opinberlega.
Guðmundur Sigurðsson yfírvið-
skiptafræðingur Verðlagsstofnunar
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ekki væri heldur Ijóst hvernig
sjóðsins fyrir árið 1990, sem sé
óaðskiljanlegur hluti af reiknings-
skilum, hafí verið dregin upp mjög
dökk mynd af stöðu ullariðnaðar
og fískeldis og áhrifum þess á stöðu
sjóðsins og þótt ekki hafí verið um
færslur á afskriftareikning að ræða
sé á mjög skilmerkilegan hátt bent
á og strikað undir hina miklu
áhættu sjóðsins vegna umræddra
atvinnugreina.
Segist Ríkisendurskoðun telja
þetta skýra fyllkomlega hvers
vegna tillög í afskriftarsjóð voru
ekki hærri. Verði þrátt fyrir þetta
talið að nægilegrar varúðar hafí
ekki verið gætt við gerð ársreikn-
ings sjóðsins fyrir árið 1990 sé alls
ekki fallist á að slíkt réttlæti að
alið sé á tortryggni í garð Ríkisend-
urskoðunar með þeim hætti og í svo
ríkum mæli sem gert hafi verið í
máli þessu.
umræðu um slíkt hefði borið að á j
milli starfsmanna MS og viðkom-
andi verslana. Þarna stæði staðhæf-
ing gegn Staðhæfingu.
Hann sagði að eigi að síður hefði
verið sent bréf til Mjólkursamsöl-
unnar af þessu gefna tilefni. Þar
er vakin athygli á því að í krafti
einkaréttar á sölu á mjólk og mjólk-
urafurðum væri MS í ráðandi stöðu
við sölu á sýrðum mjólkurafurðum
og hefði sterka stöðu við sölu fleiri
tegunda. Þess vegna yrði að gera
strangar kröfur til fyrirtækisins um
að það misnotaði ekki þessa stöðu
sína, það mætti ekki beita ósann-
gjörnum viðskiptaháttum í sam-
keppninni og ekki mismuna við-
skiptavinum sínum í kjörum nema
ríkar rekstrarástæður væru þar að
baki.
í bréfínu er tilkynnt um þá
ákvörðun verðlagsráðs að leggja
fyrir Mjólkursamsöluna að hún til-
kynni Verðlagsstofnun um öll al-
menn viðskiptakjör við sölu á mjólk,
mjólkurafurðum og sýrðum afurð-
um og breytingar sem gerðar eru
þar á. Sömuleiðis er fyrirtækinu
gert skylt að tilkynna sérstaklega
um þau kjör sem fímm stærstu við-
skiptavinir fyrirtækisins njóta og
breytingar á þeim.
Guðmundur Sigurðsson sagði
þessa aðgerð lið í breytingum sem
væru að verða á starfsemi Verð-
lagsstofnunar. Hún væri að beina
vinnu sinni meira að rannsókn á
markaðsráðandi fyrirtækjum en
áður og myndi væntanlega bera
víðar niðúr á næstunni.
I yfirlýsingu sem Morgunblaðinu
barst í gær frá Mjólkursamsölunni
kemur fram að fyrirtækið h'efur oft
á liðnum árum veitt Verðlagsstofn-
un þær upplýsingar sem hún biður
um í bréfí sínu og að hún hafi í
gær sent stofnuninni umbeðnar
upplýsingar um viðskiptakjör gagn-
vart öllum endurseljendum sínum.
um ársreikning Framkvæmdasjóðs íslands 1990:
Áritun ríkisendurskoðanda á
síðasta ári stendur óhöggnð
Ríkisendurskoðun segir að áritun ríkisendurskoðanda á ársreikn-
inga Framkvæmdasjóðs íslands á síðasta ári standi óhögguð þrátt
fyrir að stofnunin hafi nokkru síðar komist að þeirri niðurstöðu að
1,8 milljarða vantaði í afskriftarsjóð og eigið fé sjóðsins væri upp urið.
,