Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
Norðurlönd á dálkum dagblaðanna - Finnland:
HELI STYÐURILVESLIÐIÐ
eftirLiisu Heinanen
ÞEGAR íshokkílið Ilves frá Tammerfors
leikur heimaleiki sina er öruggt að
Heli Pennanen er þar meðal áhorfenda.
Heli fer og fylgist með öllum heimaleikj-
unum hjá eftirlætisliðinu sínu. Þrátt fyrir
tímafrekt nám er Heli formaður nemenda-
félags menntaskólans í Tammerfors, leikur
á valdhorn í lúðrasveit og fer út að skokka
með hundinn sinn. Hún hefur einnig tíma
fyrir strákinn sem hún er með.
„Sólin gefur mér orku. Skíni sólin er ég
ánægð. Þegar dimmt er yfir er ég döpur,“
andvarpar Heli þegar henni verður hugsað
til dimmu árstíðarinnar.
Öll Pennanen-fjölskyldan hefur áhuga á
íþróttum. Helge, faðir Heli, er þjálfari, og
móðirin, Marita, starfar með knattspyrnu-
liði 16-18 ára^stúlkna í Ilves.
Um helgar á sumrin er fjölskyldan önn-
um kafin við íþróttir. Hanna systir Heli er
15 ára og með í liðinu, og bróðirinn Ja-
akko, ellefu ára, fer með í keppnisferðim-
ar. í fyrrasumar var Heli eftir heima með
hundinum Karo.
Sjálf hefur Heli æft knattsyrnu í eitt ár,
íshokkí í fimm ár og bandí í tvö ár. Hún
hefur verið í æfingabúðum fyrir íshokkíleik-
menn og farið á dómaranámskeið. Nú
gengur þó skólinn fyrir öllu öðru og hún
hefur ekki tíma fyrir aðrar íþróttir en að
hreyfa hundinn með Roope vini sínum.
Roope leikur einnig íshokkí; hann æfír fímm
sinnum í viku og leikur þrisvar í viku.
Blásari í ættinni
Heli leikur á valdhorn til að vega upp á
móti öllu íþróttaannríkinu. Föðurafi hennar
hefur leikið í 40 ár í lúðrasveit verkalýðsfé-
laganna í Tammerfors. Heli lýsir því hvern-
ig hún sem smá stelpa dáðist að glamp-
andi hnöppunum á einkennisbúningi afans.
Þegar verkalýðsfélögin stofnuðu unglinga-
hljómsveit vildi Heli vera með.
„Fyrir tveimur árum, í níunda bekk
grunnskólans, lék ég með þremur hljóm-
sveitum og fór í tvo kennslutíma í viku.
Mér þótti óskaplega gaman að spila, ég
lifði fyrir það.“ Það fór þó að verða of erf-
itt; prófunum fjölgaði í skólanum, og hún
varð að draga úr hljóðfæraleiknum. „Nú
er ég í hljómsveit og það þarf ekki að æfa
mikið lög sem ég kann,“ segir Heli.
Skólavinnan skemmtilegri
Nýjasta verkefnið hjá Heli er formennsk-
an í nemendafélaginu. Heli telur að nem-
endafélagið geti stuðlað að því að gera
skólagönguna skemmtilegri. Nýi formaður-
inn telur strax upp nokkrar hugmyndir sem
hún vill koma í framkvæmd. Jafnframt
hrósar hún rektor skólans og kennurum:
þeirtaka fordómalaust jafnvel fáránlegustu
hugmyndum sem frá nemendafélaginu
koma.
„Við erum að undirbúa vináttuleiki í ís-
hokkíi og blaki við kennarana. Við söfnum
einnig efni undir heitinu „helztu ókostir
kennara og nemenda“. Þar fær hvor aðilinn
tækifæri til að tjá sig um hvað fer í taug-
arnar á honum hjá hinum aðilanum. Þann-
ig getum við ef til vill losnað við smá hindr-
anir sem torvelda skólastarfíð,“ segir Heli.
„Einnig eru skemmtiatriði á dagskránni;
við ætlum að efna til ungfrúar- og herra-
keppna, dansleikja með rokktónlist frá
sjötta áratugnum og blómasölu á Valentín-
usardeginum. Ein hugmyndin gerir ráð
fyrir kynningardögum þar sem til dæmis
mætti taka fyrir eitthvert land i Afríku.
Ljósm: Jukka Vuokola
Heli Pennanen
„Nýjasta verkefnið hjá Heli
er formennskan í
nemendafélaginu. Heli telur
að nemendafélagið geti
stuðlað að því að gera
skólagönguna
skemmtilegri.“
Samstarfi við efstubekkinga er haldið
áfram; félagamir í níunda bekk eru búnir
undir nám í menntaskóla með því að við
segjum þeim frá reynslu okkar af fyrsta
námsárinu í skólanum."
„Þá væri ekki verra að koma sér upp
kaffivél,“ bætir Heli við.
Fjölbreytt nám
Mitt í öllu annríkinu er þó skólinn þýðing-
armestur; takmark Heli er að fá ágætisein-
kunn, það er hæstu einkunn, í öllum tungu-
málum sem hún er að læra, en þau eru
sænska, enska og rússneska. Rússneskan_
er aðalmálið hjá henni.
„Mamma stakk upp á því að ég lærði
rússnesku. Hún taldi að kunnátta í óvenju-
legu tungumáli kæmi alltaf að góðum not-
um. Mér gekk vel í finnskunáminu og það
hjálpar við nám í erfiðu tungumáli.“
Heli hyggst gera tungumál að atvinnu
sinni í framtíðinni. Hún vill gjarnan verða
túlkur eða þýðandi.
„Hins vegar hef ég áhuga á sögu, og
einnig á guðfræði. Ég byijaði að læra heim-
speki í menntaskólanum til að læra að
hugsa. Mér finnst að menn ættu nú að
hafa meiri áhuga á að velta málunum fyr-
ir sér og vita meira,“ telur Heli. Sem mennt-
askólanemi þarf hún einnig að vita margt
þar sem þekking hennar verður könnuð
næsta ár í stúdentsprófunum.
„Á morgnana áður en ég legg af stað
verð ég að hafa tíma til að lesa blaðið, að
minnsta kosti helztu innlendu og erlendu
fréttirnar. Til dæmis meðan umbyltingarn-
ar urðu í Sovétríkjunum varð ég að vita
hvað var að gerast því allir töluðu um það
í skólanum. I skólanum fengum við einnig
að horfa á aukafréttir í sjónvarpinu," segir
Heli.
Hún les ekki sjónvarpsdagskfána í blöð-
unum þar sem hún hefur takmarkaðan tíma
til að horfa á sjónvarp. Íþróttasíðurnar les
hún þegar tími gefst til. I bakgrunni heyr-
ist í einni af þremur útvarpsstöðvum í
Tammerfors. Heli líkar vel við tónlistina
sem þar er leikin.
Samtalið birtist upphaflega í Aamulehti
Tampere, 21. september 1991.
Verða Halon slökkvikerfi óþörf?
eftir Ásbjörn
Björgvinsson
Á síðustu dögum hefur mikið
verið rætt um eyðingu ósónlagsins
yfir íslands af völdum Halon
slökkvikerfa. Fjöldi Halon kerfa er
í notkun hérlendis, t.d. í fískiskip-
urn, tölvusölum og öðrum viðkvæm-
um áhættustöðum. Afhleyping af
Halon kerfum á sér yfirleitt stað
með tvöföldu útkalli brunaviðvörun-
arkerfís viðkomandi rýmis eða
handvirkri afhleypingu. Helsta
hættan er sú að brunaviðvörunar-
kerfí gefí „óþarfa“ viðvörun og
hleypi jafnframt af Halon kerfínu.
Þessi hætta er alltaf fýrir hendi þar
sem venjuleg brunaviðvörunarkerfi
eru notuð til afhleypingar á Halon
kerfum.
Markmiðið með uppsetningu
brunaviðvörunarkerfa er að vart
verði við eld strax á byijunarstigi
þannig að hægt verði að bjarga
fólki og eignum í tæka tíð og gera
ráðstafanir til þess að slökkva eld
áður en hann verður óviðráðanlegur
skaðvaldur. Með öðrum orðum þýð-
ir þetta að brunaviðvörunarkerfi á
að láta vita um eld strax en ekki
fara loksins í gang þegar húsið
stendur í ljósum logum!
Nú eru komin á markað hérlend-
is ný brunaviðvörunarkerfí sem
hugsanlega gera Halon kerfi óþörf!
Á íslensku hafa þessi kerfí ýmist
„Reynslan hefur sýnst
svo ekki er um villst að
„ofurnæmu“ viðvörun-
arkerfin eru mun ör-
uggari og viðbragðs-
fljótari en venjuleg
brunavið vörunarkerfi. “
verið kölluð loftsýnatökukerfi til
brunaviðvörunar eða „ofurnæm"
brunaviðvörunarkerfi. Viðvörunar-
kerfi þessi eru frábrugðin öðrum
brunaviðvörunarkerfum að því leyti
að loft úr viðkomandi rými er dreg-
ið með lítilli viftu í gegn um plast-
pípur inn í skynjunarhús þar sem
fyrir er komið reykskynjunarbúnaði
sem er allt að 1000 sinnum næm-
ari en venjulegir skynjarar.
Hvað með „fölsk“ útköll?
Kerfin geta auðveldlega komið í
veg fyrir þess háttar vandamál, það
er ef kerfin eru rétt hönnuð og rétt
uppsett. Þegar kerfin eru gangsett
í upphafí tengjast þau við sírita sem
skráir allar venjubundna reyk- og
rykmyndun í viðkomandi rými. Eft-
ir nokkura daga skráningu er búið
að sjá hvernig stilla á næmni skynj-
arans til að forðast þau vandræði
sem viðvarandi reykur eða óhrein-
andi geta valdið.
Undanfarin ár hafa kerfi þessi
sannað tilverurétt sinn sem áreiðan-
leg og skjótvirk, þannig að tjón
hafa orðið í algjöru lágmarki. Kerf-
in hafa sannað við erfiðustu að-
stæður að þeim er fullkomlega
treystandi til þess að vara við hugs-
anlegum bruna löngu áður en til
raunverulegs brunatjóns kemur og
án þess að stöðva þurfí tölvur eða
annan tækjabúnað á meðan.
Þar sem áhætta er tengd miklum
verðmætum t.d. menningarverð-
mætum, tölvusölum, símstöðvum o
fl. tel ég æskilegt og raunhæft að
þessi möguleiki sé skoðaður ítarlega
vegna þess að venjuleg brunavið-
vörunarkerfí taka mun seinna við
sé, jafnvel svo seint að verulegt tjón
er þegar orðið í viðkomandi bygg-
ingu áður en kerfíð veldur útkalli.
Á undanförnum árum hafa verið
sett upp Halon sökkvikerfi á þá
staði sem áhætta er talin veruleg
komi til eldsvoða. Nú er svo komið
að Halon 1301 er varla fáanlegt
hérlendis og erlendis er verið að
banna notkun Halons. Ekki er
mögulegt að fylla Halon kerfí með
kolsýru vegna mismunandi eigin-
leika þessara slökkvimiðla. Erlendis
eru nú upp hugmyndir um að í stað
fastra slökkvikerfa komi „ofur-
næm“ brunaviðvörunarkerfi, ég tel
líklegt að þessi lausn verði notuð
erlendis og því þá ekki hérlendis?
Ásbjörn Björgvinsson
í fréttum Stöðvar 2 laugardaginn
14. mars, var því slegið upp að til
standi að sett verði upp Halon
slökkvikerfi í þjóðarbókhlöðuna. Ég
tel mun æskilegra að koma í veg
fyrir tjón heldur en draga úr tjóni
sem þegar er orðið. Halon kerfí í
geymslur Þjóðarbókhlöðu er því
tímaskekkja og óþarfa fjárfesting
er horft er til nýjustu tækni á sviði
brunaviðvörunarkerfa.
Við hvetjum opinbera aðila og for-
svarsmenn stærri fyrirtækja til þess
að kynna sér þessa nýjung því reynsl-
an hefur sýnt svo ekki er um villst
að „ofumæmu" viðvömnarkerfin eru
mun ömggari og viðbragðsfljótari en
venjuleg brunaviðvörunarkerfí.
Við hjá Verkfræðist’ofu Snorra
Ingimarssonar höfum sérhæft okk-
ur í hönnun, úttektum og prófunum
á hverskyns öryggis og brunavið-
vörunarkerfum og að undanförnu
lagt sérstaka áherslu á hönnun „of-
urnæmra“ brunaviðvörunarkerfa í
samvinnu við erlenda aðila og fyrir-
tæki hérlendis.
Höfundur starfar á
Verkfræðistofu Snorra
Ingimnrssonar og við hönnun og
prófanir á viðvörunarkerfum.
Viðskiptalíf - Breytingar framundan
Hvers virðl er viðskiptamenntun íramhaldsskóla tyrir einstaklinga og atvinnulílið?
Rádstefna
fimmtudaginn 9. apríl 1992, kl. 13.15-17.30 i Borgartúni 6, 4. hæð, Reykjavík.
Setning:
Þorvarður EKasson, formaður íslandsdeildar NKH.
Ávarp:
Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra.
FyrirUsarar:
Pétur Bjöm Pétursson, fjármálastjóri FB
Verslunarmenntun fjölbrautaskólanna - Samstarf
við atvinnulifið.
Oddnún Kristjánsdóttir, framkvæmdastj. Uðsauka
Kröfur atvinnulifsins til menntunar starfsmanna.
Helgi Baldursson. kennari VI
Nám til verslunarmenntaprófs i Vi.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups
„Lykillinn".
Pórður Hilmarsson, forstjóri Globus
Viðskiptamenntun - samskiptamenntun.
Þorlákur H. Helgason, deildarsérfræðingur í
menntamálaráðuneytinu
Getum við lært af öðrum? - Verslunarfræðsla erlendis
sem fyrirmynd.
Eftir hvern fyrirlesturgefst kosturá stuttum fyrirspurnum.
KaffihU: Sýning á efni frá skólum verður i kaffihléi.
Pollborðsumraöur- Fyrirspurnir og innlegg úr sal.
Stjómandi: Pétur M. Maack. varaformaður VR.
Pátttakendur:
Magnús Finnsson, framkvæmdastj. Kaupmanna-
samtakanna.
Jóhannes Jónsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Jón Torfi Jónsson, dósent við Háskóla íslands.
Sólrún B. Jensdóttir, skrifstofustjóri i
menntamálaráðuneytinu.
Una Eyþórsdóttir, deildarstjóri Flugleiðum.
Þór Guðmundsson, viðskiptafræðingur.
Ritari: Valgerður Ólafsdóttir VÍ.
Ráöstefnustjóri: Halldóra J. Rafnar,
menntamálafulltrúi Vinnuveitendasambands islands.
Menntamálaráðuneytið,
íslandsdeild NKH.