Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 Vetrarþjónusta Snjómokstur um páska 1992 , Lciðir Apríl Vík í Mýrdal - Breiftdalsvik 13., 16., 16., 18., 20., 21., 22., 24. Þingvallavegur um Mosfellsheiði 16.,18.,20.,24. Borgarnes - Kleppjárnsr. - Reykholt - Baula 14.,16.,18.,20.,21.,24. Borgarnes - Búðardalur Borgarnes - Stykkishólmur um Kerlingarskarð Borgarnes - Ólafsvik um Fróðarheiði Borgarnes - Stykkishólmur um Skógarströnd Búðardalur - Reykhólar 13.,15.,16.,18.,20.,21.,22.,24. Patreksfjörður - Brjánslækur Tálknafjörður - Bíldudalur 13.,15.,16.,18., 20.,21 .,22.,24. Flateyri - Þingeyri 13., 16., 16., 18., 20., 21., 22., 24. ísafjörður - Súgandafjörður - Flateyri 13., 15., 18., 20., 22., 24. Súðavík — Hólmavík 13., 15., 18., 20., 22., 24. Hólmavik - Drangsnes 13., 15., 18., 20., 22., 24. Hólmavik - Brú í Hrútafirði 13.,15., 16.,18.,20.,21.,22.,24. Borgarnes — Akureyri 13.,15.,16.,18.,20.,21.,22.,24. Hofsós — Siglufjörður 13., 15., 16., 18., 20., 21., 22., 24. Akureyri - Húsavik Akureyri-Grenivík 13.,15.,16.,18.,20.,21.,22.,24. Húsavfk - Mývatn 13., 15., 18., 20., 22., 24. Húsavik - Þórshöfn - Vopnafjörður 13.,15.,16.,18.,20.,21.,22.,24. Fjarðarheiði og Oddskarð 13., 15., 16., 18., 20., 21 .,22., 24. Hér eru upptaldar aðalleiöir. Vegir sem mokaðir eru 5 sinnum / viku eða oftar, samkvœmt snjómokstursreglum, eru ekki taldir með á.þessu blaði. Snjómokstur sem samkvaemt snjómokstursreglum á að vera á föstudögum færist til laugardags t stað föstudagsins ianga. Grandi kaupir frysti- togara frá Færeyjum Fer á úthafskarfaveiðar til að byrja með GRANDI hf. hefur fest kaup á færeyska frystiskipinu Polarborg I. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra Granda er skipið 54,65 metrar á lengd og 12,8 metrar að breidd og gert er ráð fyrir því að 30 manna áhöfn verði um borð í skipinu. Eftir afhendingu og þær breytingar sem gera þarf á vinnsludekkinu, er ætlunin að skipið fari á úthafskarfaveiðar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að sögn Brynjólfs. VEÐUR / DAG kl. 12.00 5,° Z? , , Heimild: Veöurstofa l$land$ (Byggt ó veöurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 8. APRIL YFIRLIT: Yftr Grænlandshafi er grunn lægð, sem hreyfist fremur lítið. Um 1.000 km suður af Hvarfi er 980 mb laegð, sem hreyfist norð-austur. SPÁ: Sunnanátt. - Stinningskaldi eða allhvass vestan og suð-vestan- lands með rigningu eöa slyddu en hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Aust- ur- og Norðurlandi. Hiti 2-4 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss norðvestan- og norðan átt, einkum norðvestan- og vestanlands. Él á Norður- og Vesturlandi en bjartviðri á Suðaustur- og Austurlandi. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * *. / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V V V Skúrir Slydduél Él $ Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Góð færð en hálka er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes og sama er að segja um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiöi. Vegir á Suðurlandi eru yfirleitt greiðfærir og fært með Suðurströndinni austur á Austfirði. Vegir Á Austurlandi eru yfirleitt vel færir en fjallvegir nokkuð hálir. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð, um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali í Reykhólasveit. Brattabrekka er fær. Fært er fró Brjánslæk um Kleifar- heiöi til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er á milli Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Bolungarvíkur, Súðavíkur og þaðan suður um ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði. Norðurleiðin er yfir- leitt fær, svo sem til Siglufjaröar, Akureyrar og þaðan til Ólafsfjarðar en Lágaheiði er ófær. Hálka er á Holtavörðuheiði og á vestanverðu Norðurlandi. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur, svo sem í Mývatns- sveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 0 snjókoma Bergen 9 skýjað Helsinki 5 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Narssarssuaq +10 léttskýjað Nuuk +13 snjókoma Ósló 7 léttskýjað Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 4 súld Algarve 16 þokumóða Amsterdam 13 skúr Barcelona 11 mistur Berlín 12 léttskýjað Chicago 8 alskýjað Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 11 léttskýjað Glasgow 9 mistur Hamborg 12 hálfskýjað London 10 skýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 12 léttskýjað Madríd vantar Malaga 21 léttskýjað Mallorca 15 alskýjað Montreal 4 skýjað New York 9 skýjað Orlando 17 alskýjað Paris 12 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 14 skýjað Vín 10 léttskýjað Washlngton 9 alskýjað Winnipeg +2 hálfskýjað Við getum ekki notað það vinnslu- dekk sem var í skipinu," sagði Brynj- óflur. Hann sagði að skipið væri systurskip Höfrungs III. á Akra- nesi, sem áður hét Pólarborg II. og þeir hjá Granda væru því í nánu sambandi við þá hjá Haraldi Böð- varssyni um þær breytingar sem fyrirhugaðar væru á skipinu. „Við ráðgerum að fara með skipið í úthafskarfa til að byija með og vera á slíkum veiðum framan af sumri,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur sagði að vegna þessa, kæmi þetta nýja frystiskip ekki til með að hafa áhrif á vinnsluna í landi, að minnsta kosti ekki til að byija með. Hann sagði að kaupendur og seijendur hefðu gert með sér samkomulag um að upplýsa ekki hvert kaupverð skipsins væri. „Við munum úrelda eitthvað á móti þessu skipi, en erum ekki búnir að ákveða hvað það verð- ur, enda liggur okkur í sjálfu sér ekkert á að ákveða það,“ sagði Brynjólfur Bjarnason. Samningurinn milli Granda og Sjóvinnubankans í Færeyjum, sem á skipið, var undirritaður í síðustu viku. Brynjólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að Sjóvinnubankinn áætlaði að afhenda Granda skipið um næstu mánaðamót, en skipið er nú í slipp í Þórshöfn. „Við gerum síðan ráð fyrir því að maímánuður og kannski hluti af júní fari í að breyta vinnsludekkinu. Lögregla innsiglar dyr Niðursuðuverksmiðjunnar hf. á ísafirði sl. föstudag. Niðursúðuverksmiðjan hf.: Engir samningar um opinber gjöld ENGAR samningaviðræður fara fram milli innheimtumanns opinberra gjalda á ísafirði og Niðursuðuverksmiðjunnar hf. vegna vangoldinnar staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds fyrirtækisins. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sótt um heimild til nauðasamninga við kröfu- hafa en greiðslustöðvun fyrirtækisins rann út í byrjun mars. Skuldir þess nema um 600 milljónum kr. Bæjarfógeti á ísafirði lét innsigla dyr Niðursuðuverksmiðjunnar sl. föstudag til að knýja fram efndir á opinberum gjöldum. Samkvæmt lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda getur inn- heimtuaðili látið stöðva atvinnu- rekstur launagreiðanda sem ekki gerir fullnægjandi skil á skilafé til ríkissjóðs innan 15 daga frá ein- daga. Rannsóknariögregla ríkisins fer með frumrannsókn vegna á brota á lögum um staðgreiðslu skatta. Ólafur Helgi Kjartansson skatt- stjóri á ísafirði sagði að ekki væri litið á þetta mál sem sakamál enn sem komið væri. Hins vegar væru sérstaklega hörð viðurlög við því að standa ekki skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi. Hér væri um skilafé að ræða og launagreiðandi bæri ábyrgð á þeim opinberu gjöldum sem hann héldi eftir eða bæri að halda eftir. Ólafur Helgi kvað engin rök fyrir því að samið yrði um greiðslu þessara gjalda við Niðursuðuverk- smiðjuna, fyrir því væru engin for- dæmi. Fáist samþykki fjórðungs kröfu- hafa, eða kröfuhafa að fjórðungi heildarkrafna, er skylt að veita fyr- irtækinu heimild til nauðasamninga. Fundur umhverfisráðherra Islands og Portúgals: EB og EFTA sam- ræmi tillögur sínar CARLOS Borrego, umhverfisráðherra Portúgals, kom til íslands sl. mánudag og átti fund með Eiði Guðnasyni umhverfisráðherra þar sem rætt var um hvernig Iönd Evrópubandalagsins og EFTA gætu sam- ræmt hugmyndir sínar fyrir umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro í sumar, en Evrópubandalagið hefur mikinn hug á að öll ríki innan EB og EFTA komi með sameiginlegar og mótaðar tillögur til úrlausnar þeim málum sem enn eru óleyst á umhverfisráðstefnuna í Brasilíu í sumar, að sögn Magnúsar Jóhannessonar, aðstoðarmanns umhverfis- ráðherra. Ráðherrarnir urðu sammála um að reyna að koma á samskiptum EB og EFTA um samræmingu til- lagna fyrir umhverfisráðstefnuna en ísland fer nú með formennsku innan EFTA og Portúgal er í forystu fyrir EB-löndin. Magnús sagði að gert væri ráð fyrir að málið yrði tekið upp á tví- hliða grundvelli á milli íslands og Portúgals og að fram fari sameigin- legur fundur embættismanna þess- 1 i I I ► í ara landa við upphaf umhverfisráð- stefnunnar til að leggja lokahönd á undirbúninginn. Þá bauð Carlos Bor- rego íslenska umhverfisráð- herranum til Portúgals í síðari hluta maí til að fara frekar yfir þessi mál. Auk umræðu um málefni um- hverfísráðstefnunar var rætt um aukna samvinnu ríkja innan Evr- ópsks efnahagssvæðis á fundi ráð- herranna. Carlos Borrego hélt af landi brott í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.