Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 HANDBOLTI || FRJÁLSÍÞRÓTTIR / KRINGLUKAST Friðleifur Friðleifsson lék vel Gróttu í gærkvöldi. Þridja leikinn þarf - ífallbaráttu Gróttu og HK GRÓTTA jafnaði metin gegn HKíviðureign liðanna um 1. deildarsæti i Digranesinu í gærkvöldi. Grótta sem mátti þola tap í fyrri leiknum, sigraði Kópavogsliðið 19:18 í gífurleg- um baráttuleik og það kemur því ekki í Ijós fyrr en á fimmtu- dag hvort liðið heldur sæti sínu ídeildinni. Það er ekki hægt að hrósa liðun- um fyrir góðan handknattleik en áhorfendur sem fjölmenntu WKKKKMM fengu þó aura sinna Frosti virði í baráttu og Eiðsson spennu. Heimamenn skrifar höfðu frumkvæðið í jafnri viðureign allt fram undir miðjan síðari hálfleikinn. •*“*Þá tók Alexander Revine til sinna ráða í markinu, hann varði vel á mikilvægum augnablikum og Grótta náði að snúa leiknum sér í hag. Grótta hafði náð þriggja marka forskoti þegar ein mínúta og fimm- tíu sekúndur voru til leiksloka og þrátt fyrir stuttar sóknar hjá báðum liðum í lokin þá var tíminn of skammur fyrir HK. Rúnar skoraði átjánda mark HK ellefu sekúndum fyrir leikslok en Grótta hélt boltan- um til loka. Úrslitaleikur liðanna fer fram í íþróttahúsi Seltjarnarness. BADMINTON E-lið TBR sigraði E-lið TBR sigraði í 1. deildar- keppninni í badminton sem fram fór um síðustu helgi. Sigurlið- ið var skipað Ástvaldi Heiðarssyni, Mike Brown, Kristjáni Daníelssyni, Sigfúsi Ægi Árnasyni, Ásu Páls- dóttur og Aslaugu Jónsdóttur. C-lið TBR féll í 2. deild en sæti þess tekur KR, sem sigraði í 2. deild. Akurnesingar sigruðu í 3. ni*'ild og leikur þar að ári en F-lið TBR féll í 3. deild. í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: Höllin: Fram-Víkingur kl. 20 Kaplakriki: FH - Stjarnan .... ki. 20 Körfuknattleikur Úrslitakeppni I. deildar karla: Digranes: UBK-IR kl. 20 Ólympíunefndin staðfest ir ekki árangur Vésteins ÓLYMPÍUNEFND íslands staðfestir ekki árangur Vésteins Haf- steinssonar, kringlukastara, sem náði lágmarkinu fyrir Ólympíu- leikana í Barcelona í sumar á móti i Bandaríkjunum s.l. laugar- dag. Samkvæmt viðmiðunarreglum nefndarinnar telst lágmarki ekki náð nema lyfjapróf fylgi og fari fram innan 24 tíma frá keppn- inni. Viðkomandi sérsambandi, í þessu tilviki Frjálsíþróttasam- bandi íslands, ber að sjá til þess að slfkt próf fari fram á réttum tíma. Vésteinn sagði við Morgunblaðið að þó hann teldi það ekki í sínum verkahring að sjá um að hann færi í lyfjapróf hefði hann reynt það sem hann gat í því efni um helgina. Eins og fyrir öll stór mót í Bandaríkjunum hefðu kepp- endur fengið bréf, þar sem bent væri á að þeir gætu lent í lyfja- prófi. Hann sagðist hafa kannað á keppnisstað hvort um próf yrði að ræða, en svo var ekki. Þá hefði hann farið á rannsóknarstofu í San Jose á mánudaginn í sama til- gangi, en þar hefði aðeins verið um rannsóknir að ræða en ekki sýni- stöku. „Þar sem ekki var hægt að fram- kvæma prófið eins og reglur segja til um varð ekkert úr lyfjaprófi að þessu sinni,“ sa_gði Vésteinn við Morgunblaðið. „Eg vil auðvitað að rétt sé að málum staðið, ert þeir heima, frjálsíþróttasarnbandið eða ólympíunefndin, verða að _ koma þessum málum á hreint. Ég hef samt engar áhyggjur, því mörg mót eru framundan," sagði Vésteinn, sem hefur oft farið í lyfjapróf á undanförnum árum. Magnús Jakobsson, formaður FRÍ, sagði við Morgunblaðið að erfitt væri að eiga við þessi mál, sérstaklega í Bandaríkjunum. „Fjárhagslega er það ekki á valdi okkar að vera með prófendur á hin- um og þessum mótum. Við teljum þetta vera mál ólympíunefndar, en reglur hennar segja annað. Reyndar vonáði ég að Vésteinn gæti farið í próf í þessari rannsók-narstofu í San Jose, en fyrst svo var ekki verðum við að gera hvað við getum á næstu mótum. Ég geri ráð fyrir að við setjum okkur í samband við banda- ríska fijálsíþróttasambandið og biðjum það um fyrirgreiðslu, en eins verðum við að ræða vandamálið við ólympíunefndina." Gísli Halldórsson, formaður ís- lensku ólympíunefndarinnar, sagði að reglurnar væru skýrar og þær hefðu verið kynntar fyrir sérsam- böndunum. „Þetta er leitt, en svona eru regl- umar og sérsamböndunum ber að framfylgja þeim,“ sagði Gísli og bætti við að vegna endurtekinna vanrækslu sérsambandanna yrði haldinn fundur um málið á næst- unni. Erindi um neysluvenjur íþróttafólks Afhending rannsóknastyrkja ÍSÍ og Menntamálaráðunejdisins fyrir yflr- standandi ár fer fram í íþróttamiðstöð ÍSÍ á morgun, fimmtudag, kl. 15.30. Þeir sem fá styrk að þessu sinni eru: Árni Árnason, sjúkraþjálfari, Elísabet Ólafsdóttir, íþróttaháskólanum í Köln, Hannes Þorsteinsson, líffræð- ingur, Jón Gíslason, næringarfræðingur og Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfari. Að lokinni afhendingu styrkjanna mun Jón Gíslason, næringarfræðirigur kynna niðurstöður úr könnun á neysluvenjum afreksíþróttafólks, sem Heil- brigðis- og rannsóknaráð ÍSÍ hefur látið gera undir stjórn hans. Erindi hans hefst kl. 16 og öllum opið. Vésteinn Hafsteinsson kastaði kringlunni lengra ólympíulágmarkinu, en Ólympíunefnd íslands staðfestir þó ekki árangurinn þar sem Vésteinn fór ekki í lyfjapróf innan tilskilins tíma. HANDKNATTLEIKUR HSÍ tilkynnti rangt lið á Evrópumótið Liðið má aðeins vera skipað leikmönnum fæddum 1974, en ekki 1973. „Harma mistökin" segirformaður unglinganefndar UNGLINGANEFND Handknattleikssambands íslands tilkynnti rangt lið til þátttöku íforkeppni Evrópumótsins sem hefst í Litháen í næstu viku. Þetta kom i Ijós í gær erformaður ungl- inganefndar var að fara yfir gögn um keppnina, en þar kemur skýrt fram að eingöngu leikmenn sem eru fæddir 1974 eru gjaldgengir í keppnina. „Ég tek þetta alfarið á mig og harma þessi mistök mjög,“ sagði Gunnar Kvaran, formaður unglinga- nefndar HSÍ í samtali við Morgunblaðið. vaðist núna en ekki eftir að liðið Gunnar sagðist hafa unnió að unglingamálum HSÍ í fimm ár, þar af tvö ár sem formaður og teldi sig því þekkja reglurnar vel um aldurskiptingu. Landslið 18 ára og yngri sem varð Norður- landameistari í fyrra var skipað leikmönnum sem fæddir eru 1972 og 1973. Það hefði því legið bein- ast við að ’72 árgangurinn gengi upp og hðið yrði nú skipað leik- mönnum sem fæddir eru 1973 og 1974. „Ég hef greinilega ekki unnið heimavinnuna nægilega Vel. En það var eins gott að þetta uppgöt- væri komið út. En ég segi það enn og aftur að ég harma þetta mjög og tek þetta alfarið á mig. Þetta er ákaflega leiðinlegt gagn- vart strákunum," sagði Gunnar. „Þetta er slys. Við erum búnir að æfa frá því í október sérstak- lega fyrir þetta mót. Misskilning- urinn er að á Norðurlandamóti má nota leikmenn sem eru fæddir 1973, en samkvæmt nýjum regl- um IHF má aðeins nota leikmenn sem eru fæddir 1974 í Evrópu- keppni. Við getum því aðeins not- að leikmenn sem eru á fyrra ári í 2. flokki," sagði Geir Hallsteins- son, þjálfari liðsins. Geir sagðist þekkja vel til yngri ieikmannanna þar sem margir þeirra hefðu verið með í æfingun- um. „Þetta er engu að síður mjög bagalegt. Ég næ þó tíu æfingum með strákunum áður en við förum út í næstu viku.“ Geir hefur valið nýtt lið til þátt- töku í Evrópumótinu og eru að- eins fimm þeirra sem voru í liðinu sem áður hafði verið tilkynnt. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum: Einar B. Árnason, Magnús A. Magnússon og Páll Beck úr KR, Hlynur Jóhannesson, Davíð Hall- grímsson og Tryggvi Guðmunds- son úr ÍBV, Eysteinn Hauksson og Björgvín Bjarnason úr KR/Hetti, Þorkell Magnússon og Sturla Egilsson úr Haukum, Val- týr Gunnarsson úr Fram og Jón Þórðarson úr UBK. ÚRSLIT Knattspyrna England 1. deild: Man. United - Man. City........1:1 (Giggs 20.) - (Curle 62. - vsp). 46.781 Notts County — Tottenliam......0:2 (Lineker 32., 51.). 9.205 Þýskaland Bikarkeppnin: Gladbach — Bayer Leverkusen....2:2 ■Leikurinn var framlengdur, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Gladbach vann eftir vítaspyrnukeppni og mætir Hano- ver eða Werder Bremen í úrslitum. Frakkland Bikarkeppnin: St. Omer - Mónakó..................2:4 - (Gnako, Valery, Blondea, Clement) Valenciennes - Marseille...........0:2 - (Papin 5., Franck Sauzee 84.) HK-Grótta 18:19 íþróttahúsið Digranesi, Islandsmótið í hand- knattleik, annar aukaleikur um sæti í 1. deild, þriðjudagur 7. april. Gangur leiksins: 9:7, 10:8, 10:10, 12:10, 12:13, 15:18, 17:19, 18:19. Mörk HK: Rúnar Einarsson 4, Michael Tonar 4, Gunnar Gíslason 3, Sigurður Stef- ánsson 2, Þorkell Guðbrandsson 2, Jón B, Ellingsen 1, Hilmar Sigurgislason 1, Óskar E. Óskarsson 1. Utan vallar: 18 mínútur. Mörk Gróttu: Guðmundur Albertsson 6, Gunnar Gíslason 4, Friðleifur Friðleifsson 4, Stefán Arnarson 2, Kristján Brooks 2, Ómar Banine 1. Utan vallar: 20 mínútur. Þeir Guðmundur og Friðleifur fengu rauða spjaldið fyrir þtjár brottvísanir. Gunnar fékk rautt spjald fyrir brot. Dómarar: Rögnvaidur Erlingsson og Stef- án Amaldsson dæmdu vel þó deila megi um nokkra brottrekstra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.