Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
„Elekt-verk“ Myndlist að afneita þeim og endurnýja sig r, . : um leið. Og hárrétt er það, að ragi sgeirsson engin list er til án þess að vera hugmyndafræðileg að einhveiju Skilin á milli hönnunar og leyti, en það nýja er að hið hug- myndlistar eru iðulega óljós í myndafræðilega er einangi'að, núlistum dagsins og það kemur en öðrum þáttum í gerð mynd- berlega í ljós á sýningu verksins er hafnað. Um leið er Guðmundar R. Lúðvíkssonar í iðulega farið út fyrir öll þekkt Galleríi einn einn við Skólavörðu- mörk myndlistarinnar og jafnvel stíg. í smiðju annarra listgreina. Satt er það t.d. að það er Þetta hefur hann sjálfur bent mikil hugsun og hugmyndafræði á, og hann afneitar um leið að í myndum Leonardos og yfirleitt hugtakið konzept-list eigi við allra meistara endurreisnarinn- myndverk sín, sem hann nefnir ar, en hinu má ekki gleyma, að hins vegar „elekt-list“, en orðið maðut'inn málaði flestum betur er tengt rafmagnsteikningum. og það gaf myndum hans öllu Nú er „konzept“ — og þá enn öðru fremur gildi. síður hugmyndafræðilega hug- Þetta er hvorki þrætubók né takið — ekki neitt, sem menn deiluefni heldur einungis al- eiga að hræðast og síst eru hug- mennar staðreyndir, og þá er tökin alræmd, þótt margur reyni vænlegast að snúa sér að sjálfri Guðmundur R. Lúðvíksson sýningunni, sem stendur til 'immtudagsins 9. apríl. Án nokkurs vafa er hér um rð ræða markverðustu átök jerandans við efniviðinn. Hann vinnur í pressaðan pappír, sem svart og hvítt hefur verið iðkaður kemur út eins og viður, að því í margvíslegu formi í núlistum er listamaðurinn vill tneina, en aldarinnar og á fullan rétt á sér mér fannst þó slétt áferðin frek- enn þann dag í dag. Hinir tveir ar minna á matt harðplast, því andstæðu pólar eru í sjálfu sér að það gljáði mun meira í mynd- svo heillandi,' einkum ef maður irnar en ef þær hefðu verið unn- tákngerir þá ekki alfarið og vísa ar í tré. Þannig kom hin að því ég til þeirra sanninda að í austr- er virðist stærðfræðilegu form inu tákna þessar andstæður allt ekki nægilega vel til skila og annað en í vestrinu. þarf maður að lýna vel í mynd- Auðséð er að Guðmundur flötinn til að koma auga á þau. leggur mikla alvöru og sannfær- Það er meira en sennilegt, að ingu í vinnubrögð sín og það er lýsingin í salnum eigi hér einmitt ávinningur þessa hluta nokkurn hlut að máli, en sýning- sýningarinnar. ar fara mjög misvel á staðnum. í innri salnum, sem er heimur Mýkri lýsing hefði trúlega gert út af fyrir sig, hefur Guðmundur það að verkum að myndtáknin tekið sjónbauginn og sjóndeildar- hefðu komist betur til skila. hringinn til meðferðar og hér Annars er þessi leikur á nálgast hann konzeptið ískyggi- svörtum og hvítum grunni mun lega, því að viðfangsefnið kemur vinsælli í dag en þegar ég iðkaði mjög kunnuglega fyrir sjónir. hann í öðru formi fyrir meira en En hér eru vinnubrögðin jafn aldarfjórðungi og fékk það orð yfirveguð og vönduð og má aug- á mig fyrir vikið, að hafa ekki ljóst vera að G.R. Lúðvíksson tilfinningu fyrir litum og væru ætlar sér nokkurn hlut í ís- það mikil býsn að ég skyldi leyfa lenzkri samtímalist og hefur mér að kenna litafræði! ótrauður markað sér stefnu á Málið er að leikurinn með pólinn.
Teikningar í listhorni Sævars Karls Óla- þátt í ýmsum samsýningum á sonar, sýnir fram til 15. apríl málverkum og grafík í Dan- ung myndlistarkona, Sigurborg mörku og haldið tvær einkasýn- Stefánsdóttir að nafni, nokkrar ingar, hina fyrri í Alborgs teikningar. Hún stundaði nám Kunstpavillion 1988, en hina síð- við skólann fyrir brúkslist á ár- ari í Ásmundarsal 1989. unum 1982-1987 og jafnframt Um þessar lituðu teikningar hjá listamálaranum Hans Chr. sínar segir Sigurborg: Höir í Kaupmannahöfn. „Eru þær úr heimi þjóðsagna, drauma, sálma ... Eða stef við Námsferillinn bendir þannig íslenzkan hversdagsleika? sterklega til, að Sigurborg hafi Kannski andsvar við verðbréfa- lagt áherslu á listiðnað, en einn- markaðnum? Fiskisögur sem ig stundað fijálsa myndlist þegar fljúga og uppspuni um krafta- tóm gafst til. Hún hefur tekið jötna, nátttröll og álfakonur.. . sigurborg Stefánsdóttir mynd- istarkona. Úr stofunni heima? Eða bara og enn einu sinni sé ég tilefni leikur með form og lit?“ til þess að vísa til orða Delacro- Ætti ég að svara þessum ix: „Maður á að æsa sig upp eins spurningum hallast ég að því, og slanga er æst upp af hendi að þær séu þetta allt, sitt lítið töframannsins.“ Hér var hann af hveiju, en þó helst leikur með að skírskota til þess, að iðkun form og lit. myndlistar er ástand sem býður En sá leikur virkar enn sem upp á átök við efniviðinn, og lít- komið er einhvern veginn of óljós ið þýði að nálgast hana af varúð og ómarkviss, og burtséð frá og varfærni. tækni, sem enn virðist ómótuð, er hinn hugmyndafræðilegi bak- Annars vegar segir André grunnur einnig á reiki, og því Breton: „Það þarf að takmarka er það ósköp eðlilegt, að hún listina við einföldustu form henn- spyiji sjálfa sig og skoðendur ar, sem er kærleikur. Það þýðir verka sinna ofangreindra spurn- að allt sem er óekta er fjarlægt inga. Jafn lítil sýning getur þó uns ekkert er eftir nema sjálfur ekki svarað spurningunni um lífskrafturinn, tilvist mannsins.“ hæfileika listakonunnar og til Inntakið hjá Breton er svipað og þess er þessi þverskurður einnig hjá Delacroix, skírskotun til ást- of einhæfur. arinnar á viðfangsefninu og ólg- Þetta er allt svo slétt og fellt, andi lífskrafturinn.
Ljóð í öðru samhengi
Bókmenntir
Jón Özur Snorrason
Heimir Már Pétursson. Ljóður.
Ljóðabók í dagblaðabroti, 4 blað-
síður. Reykjavík 1991.
Baldur A. Kristinsson. Kort.
Ljóð/digte, 21 blaðsíða. Árós-
um/Árhus 1992.
Fullyrða má að ljóðlistinni í iand-
inu stafi lítil hætta af útgáfuskorti
og óhætt er að segja að fjöldi útgef-
inna ljóðabóka á liðnu bókaári veki
þó nokkra athygli, því hingað til
hefur það varla svarað kostnaði
fyrir bókaforlög á íslandi að standa
í kraftmikilli ljóðabókaútgáfu. Auð-
vitað þykir þetta góð þróun og ef
til vill stendur hún í beinu sam-
bandi við bætta stöðu foriaganna
en um það skal ekki fjölyrt. Reynd-
ar gildir þar lögmál í bókaútgáfu
hér á landi að samfara kreppu hjá
forlögum fækkar útgefnum ljóða-
bókum en um leið tekur þeim að
fjölga sem koma út utan forlag-
anna og eru gefnar út af höfundun-
um. Þannig hafa forlögin í reynd
lítið að segja um hversu fijó og
lifandi útgáfan er hveiju sinni. Þau
koma hreinlega þar hvergi nærri.
I mesta lagi kippa þau efnilegum
og afkastamiklum höfundum inn á
teppið til sín þegar vel árar og þá
er ungskáldið skyndilega orðið góð-
skáld í stimpluðum umbúðum. En
þetta er sjálfsagt eðli markaðarins.
Þær ljóðabækur sem hér verða
teknar til umfjöllunar eiga það
sameiginlegt að koma út utan for-
laga og vera gefnar út á kostnað
höfunda þeirra. Einnig má sjá í
þeim tilraun til frumleika þótt ólík-
ar séu að öðru leyti. Ljóð þeirra
eru í öðru samhengi, ef svo .mætti
að orði komast.
Ljóður er fjórða ljóðabók Heim-
is Más Péturssonar og að formi til
er hún byggð upp eins og dagblað
þar sem efni þess er sett fram í
ljóðum eða í prósa. Þetta er tilraun
til að búa ljóðinu nýtt útlit og
kannski um leið að færa það nær
hinum almenna dagblaðalesanda
en líklega nær það takmörkuðum
árangri. Kaldhæðnin einkennir
þessa útgáfu umfram annað og •
endalok hennar eru undirbúin strax
í fyrsta tölublaði. I leiðara Ljóðs
segir:
Ljóður þorir að lofa lesendum
sínum því að hann hætti að k’oma
út. Menn geta því verið vissir um,
að þegar þeir henda eintaki af blað-
inu, eru þeir um leið að taka þátt
í eyðingu þess. Sumir geta huggað
safnarann í sér á meðan þeir tóra,
en Ljóður þorir ekki að lofa þeim
því að hann fari með þeim í gröfina.
í Ljóði er alls ekki um neina
formbyltingu að ræða því ekki er
tekist á við ljóðformið sjálft heldur
umbrotið. Ekki er lengur um bók
að ræða heldur blað og þá veltir
lesandinn þvf væntanlega fyrir sér
hvort það geti á einhvern hátt haft
áhrif á innihaldið. Ramminn er
óskáldlegur og öllum kunnur en
innihaldið reynir að sama skapi að
vera skáldlegt. Þetta kallar á harð-
an árekstur. Umbrotið rýrir inni-
haldið því hið einnota form hentar
ekki skáldskap nema einnota skáld-
skap en sú tegund skáldskapar
hefur ekki þótt vera til fyrirmynd-
ar. Það er auðvitað sniðugt að setja
Ijóð í nýtt og óvænt samhengi en
í þessu tilefni virkar það ekki.
Ástæðurnar eru eftirfarandi: Um-
gjörðin er of ráðandi á kostnað
innihaldsins og það minnir á tölvu-
unnið héraðsfréttablað enda er það
ákaflega óskáldlegt og illa upp sett.
Það skortir alla dýpt í umbrotið og
dregur úr mætti textans. Umbrotið
reynir ekki á nokkurn hátt að setja
sig í samband við ljóðin heldur er
ljóðunum raðað upp eins og um
fréttir sé að ræða en innihald þeirra
er ekki frétt. Samband texta og
ljósmynda er því tilviljanakennt og
í engu samhengi hvort við annað.
Yrkisefni Heimis eru frekar
sundurlaus og hugsun hans er oft
ekki nægilega skýr, enda myndar
Ljóður ekki sterka heild. Blaðið
inniheldur sautján ljóð, einn prósa,
leiðara og baksíðan er notuð undir
texta sem Rúnar Þór Pétursson
hefur sungið inn á plötur. Dauðinn
er Heimi áleitið viðfangsefni og um
leið er eins og það takist á í honum
tvenns konar kenndir: kaldhæðnis-
leg afstaða til lífsins og hins vegar
vonbrigði þar sem vá stendur fyrir
dyrum því heimurinn er sýktur en
það er einnig afstaða manneskj-
unnar. í eftirfarandi ljóði er alnæm-
ið gert að yrkisefni og kaldhæðnin
er augljós:
Þeir segja að lífíð sé hættulegt
hafa próf til að sanna það
mjög einfalt mál
ein nálarstunga
síðan endalaus bið
fyrir þig elskan mín
því síst af öllu vildi ég að þú féllir
á prófínu
hefur þú það annars ekki ágætt?
Á forsíðu Ljóðs eru tvær ágætar
Ijósmyndir. Önnur er af höfundin-
um með gleraugu í vinstri hendinni
en hin er af Marlyn Monroe með
sígarettu í hægri hendi. Bæði horfa
þau í augu myndavélarinnar og hin
augnablikskennda hreyfíng þeirra
fær þarna sitt endanlega form.
Textinn í kring styður ekki þessar
myndir á neinn hátt og þær styðja
ekki textann. Þannig vinnur ekkert
sSman í þessu formi. Umbrotið,
Heimir Már Pétursson
textinn og ljósmyndirnar lúta hvert
um sig sínu eigin lögmáli en ná
ekki að mynda neitt samband sín
á milli. Þannig skapar þetta form
enga skemmtilega eða óvænta heild
heldur frekar sundurlausa og tilvilj-
anakennda tilraun til að gefa ljóð-
um nýtt form og slíkt er dæmt til
að mistakast.
Ljóðabók Baldurs A. Kristins-
sonar er af allt öðru tagi. Reyndar
setur hann Ijóð sín fram í öðru
samhengi en venja er til, því hér
felst frumleikinn í því að birta Ijóð-
in á tveimur tungumálum, á ís-
lensku og dönsku. Þannig vísar
bókin til tvítyngdra útgáfa á ljóðum
heimsfrægra skálda þar sem frum-
textinn er yfirleitt settur á vinstri
síðu en þýðingin á þá hægri. En
líklega skiptir þetta atriði litlu máli.
Baldur hefur einkum birt ljóð
eftir sig í tímaritum en að auki
hefur hann gefið út eina ljóðabók
ásamt Úlfhildi Dagsdóttur þar sem
ljóðin eru ort á íslensku en birtast
einnig í rússneskri þýðingu. í þess-
ari nýju bók er þess ekki getið
hvort tungumálið hafi forgang því
sjálfsagt yrkir skáldið jöfnum
höndum á íslensku og dönsku. Þess
ber þó að geta að íslensku ljóðin
eru á vinstri síðu bókarinnar en
þau dönsku á þeirri hægri. í um-
Baldur A. Kristinsson
broti lætur bókin ákaflega lítið yfir
sér og er smekkleg að allri gerð.
Ljóð Baldurs einkennist öðru
fremur af heimspekilegum vanga-
veltum og hugsun hans er skýr.
Viðfangsefni hans er vitund hans
sjálfs og samband hennar við heim-
inn umhverfis sig: líkamann sem
kannski er bara skuggi; tungumál-
ið og tíminn sem er kólfur í klukku;
stúlkuna sem hann vaknar hjá og
gestina sem hægja á hreyfingu
sinni; glugga sem gerðir eru úr
steinsteypu og aðra stúlku í gráum
frakka; fugl sem er flugvél og ljós
sem rennur hægt milii fingra. Allt
á sér stað og sína stund. Tilgangur-
inn er að uppgötva það á sinn sér-
staka hátt og fyrir vikið fær heim-
urinn aðra merkingu. Upphafsljóð
bókarinnar vitnar um þetta:
ég vex
nálægt líkama mínum
ef ég teygi út höndina
get ég næstum
snert mig
Baldur A. Kristinsson hefur gef-
ið út góða ljóðabók. Sjónarhorn
hans er skemmtilegt og umfram
allt skáldlegt. í honum sameinast
frjó hugsun og það, að geta sagt
frá á skýran og einfaldan hátt.
Þannig er örugglega gott að hefj-
ast handa.