Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 48
 NÝHERJI AUÍaf skrefi á undan MORGVNBLAÐID, AÐALSTKÆTl 6. 101 REYKJA VÍK SlMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 VERÖ í LAUSASÖLU 110 KR. Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina: JKvartanir vegna styttri útgáfu á ítölsku myndinni AÐSTANDENDUR sænsku kvik- myndarinnar Uxans hafa sent bandarísku kvikmyndaakadem- íunni kvörtun þess efnis að ítáiska kvikmyndin Miðjarðarhafið, sem hlaut Oskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina, hafi j’erið sýnd i kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í styttri útgáfu en hún var sýnd annars staðar. Tuttugu um- sóknir um 2 læknastöður ALLS sóttu 20 læknar um stöður tveggja heilsugæslu- lækna við nýju heilsugæslu- stöðina í Grafarvogi sem fyr- irhugað er að opna í mai. Þá hafa borist ellefu umsóknir um eina læknastöðu við heilsugæslustöðina í Mjódd sem auglýst var fyrir skömmu. Ingimar Sigurðsson, forsljóri Heilsugæslustöðva í Reykjavík, segir þetta óvenju- margar umsóknir og að þær gefi til kynna að farið sé að sverfa að atvinnu lækna. Önnur staðan við heilsugæslu- stöðina í Grafarvogi er veitt frá 1. maí og sóttu sex læknar um hana en alls sóttu 14 læknar um hina stöðuna, sem veitt er frá 1. september. Þá hafa ellefu læknar sótt um stöðu eins heilsu- gæslulæknis við heilsugæslu- stöðina í Mjódd frá og með 1. október. „Ég held að þetta gefi til kynna að aðeins sé farið að sverfa að atvinnu þó ekki sé hægt að segja að það sé atvinnu- leysi meðal sérfræðinga í heimil- islækningum. En það er áreiðan- legt að ástandið er ekki það sama og áður var — það er auð- veldara að manna stöður nú en áður,“ sagði Ingimar. Að sögn Tómasar Þorvaldssonar, lögfræðings Friðriks Þórs Friðriks- sonar, hyggjast aðstandendur Barna náttúrunnar einnig gera fyrirspurnir og athugasemdir sama efnis og þyk- ir honum ekki ólíklegt að aðstand- endur kvikmyndanna frá Hong Kong og Tékkóslóvakíu geri hið sama. Dæmi eru fyrir því að Óskarsverð- launum hafi þurft að skila og þau hafi þá farið til þess sem næstur var. Rudi Fehr, einn af meðlimum aka- demíunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér væri ekki kunnugt um formlega kvörtun til akademíunnar. Hins vegar hefði hann fengið fregnir af því að að- standendur hinna fjögurra kvik- myndanna hefðu lýst óánægju sinni vegna styttingar á kvikmyndinni Miðjarðarhafinu. Hann segir að sam- kvæmt upplýsingum frá akadem- íunni hafi meðlimir hennar séð ít- ölsku kvikmyndina í sömu lengd og hún var sýnd á Italíu og að stytting hennar um níu mínútur hafi verið gerð eftir að þeir hafí séð hana. Valsmenn standa vel að vígi Valsmenn hafa betur í viðureigninni við Keflvíkinga um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir unnu í gær með 28 stiga mun og hafa sigrað í tveimur leikj- um af þremur og þurfa aðeins að sigra í einpm leik til viðbót- ar t’il að tryggja sér titilinn. Vonleysið skín úr andliti Nökkva Más Jónsson- ar þar sem bræðurnir Matthías og Magnús Matthíassynir ásamt Franc Booker gnæfa yfir hann. Sjá nánar á bls. 47. Morgunblaðið/Einar Falur Tap íslenska járnblendifélagsins 487 milljónir á síðastliðnu ári: Sumitomo gæti orðið að endurskoða eignaraðild - segir Shinzaburo Hino, varafulltrúi fyrirtækisins í stjórn Járnblendifélagsins AFKOMA íslenska járnblendifé- lagsins var slæm á síðastliðnu ári og var 487 milljón króna tap af rekstrinum, samanborið við 127 milljóna tap árið 1990. Þá hefur verið mikið tap af rekstrinum á fyrstu mánuðum þessa árs. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Shinzaburo Hino, varamaður Sumitomo Corporation í sljórn Járnblendifélagsins, að á þessari stundu hefði fyrirtækið ekki í hyggju að selja sinn hluta. „Ef núverandi ástand á markaðnum breytist hins vegar ekki eða þró- ast til hins verra þá gætum við komist i þá aðstöðu að taka þann möguleika til athugunar." Hann sagðist þó vona að ástandið batn- aði þannig að ekki þyrfti til þess að koma. Sumitomo í Japan á 15% hlutafjár í fyrirtækinu. Fulltrúi Elkem á aðalfundinum, Johan H. Krefting, sagði að sam- starf Elkem og íslenska járnblendi- félagsins hefði verið mjög gott og báðir aðilar hefðu notið góðs af. Manni bjargað er 8 tonna bátur sökk á ísafjarðardjúpi: Líklegt að skelís hafi skorið bvrðing bátsins f..™ •/ o Leki kemur að Magnúsi ÍS126 um kl.15.00 í gær. Einum manni sem var um borð bjargað úr gúmmíbjörgunar- báti af björgunarbátnum Daniel Sigmundssyni kl. 15.53. ísafirdi. LÍKLEGT er að skelís hafi skorið byrðing línubátsins Magnúsar ÍS og valdið því að hann sökk í Isafjarðardjúpi í gær, að sögn Guðmanns Guð- f mundssonar, skipstjóra bátsins sem var einn á og var bjargað úr gúmmíbjörgunarbáti um borð í björgunarbát Slysa- varnafélagsins, Daníel Sig- mundsson. Guðmann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði farið snemma um morguninn út til að leggja línuna og síðan aftur út eftir hádegi til að draga. í bæði skiptin varð hann var við þunna ísslæðu á sjónum í höfninni án þess að hann teldi að nokkur ástæða væri til að hafa áhyggjur af því. Hann var kominn langleið- ina að Iínunni, sem hann hafði lagt um tvær mílur suðvestur af Bjarnarnúpi þegar hann varð var við að sjór var kominn í lestina og báturinn orðinn þungur. Hann sagðist strax hafa sent út neyðarkall sem bæði ísfjarð- arradíó og varðskipið Týr, sem var við bryggju á ísfirði, svöruðu. Þegar varðskipið og björgunar- báturinn Daníel Sigmundsson komu að honum 32 mínútum eft- ir að útkallið barst, var Guðmann nýbúinn að flytja sig yfir í gúmmí- björgunarbátinn en þá maraði báturinn í hálfú kafí. Agætis veð- ur var þama og vöknaði Guðmann ekki að eigin sögn. Varðskipið Týr reyndi að krækja í bátinn, sem sökk áður en það tókst. Hann keypti bátinn sem var 8 tonna súðbyrðingur frá Flateyri fyrir rúmum hálfum mánuði og var búinn að fara þrjá línuróðra. Siguijón Hallgrímsson, skipa- skoðunarmaður á ísafirði, kvaðst einnig telja skýringu Guðmanns mjög líklega. Kvaðst hann þekkja nokkur dæmi um að skelís hefði grandað bátum. - Úlfar Hann sagði að ekki hefði komið til tals að Elkem seldi hlut sinn í fyrir- tækinu. Auk þess hefði hann trú á að íslenska járnblendifélagið kæmi til með að styrkja stöðu sina á markaðnum með staðlaðri fram- leiðslu og hertu gæðaeftirliti. Elkem á 30% hlut í fyrirtækinu og íslenska ríkið 55%. Á aðalfundinum sagði stjórnar- formaður félagsins, Barði Friðriks- son, afkomuna skelfilega. Hið mikla tap fyrirtækisins er að mestu Ieyti rakið til verðhruns samhliða vax- andi framboði á kísiljárni. Efnahag- ur íslenska jámblendifélagsins mun þó enn vera allgóður, þó að eigin- fjárhlutfallið hafi lækkað úr 65,8% árið 1990 í 59,7% í lok árs 1991. Lækkaði eigið fé milli ára úr tæpum 3,2 milljörðum í tæpa 2,9 milljarða. Framleiðsla á árinu 1991 var mun minni en áður en hún var rúm 50 þúsund tonn af 75% kísiljárni, sem er innan við 70% af framleiðslugetu. Verð á kísiljámi mun að raun- gildi líklega aldrei hafa verið lægra en á sl. ári. Hino sagði útlit vera fyrir batnandi hag kísiljárnframleið- epda en þó væri mjög erfítt að spá fram í tímann. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörinn. í henni sitja dr. Stefán Ól- afsson, formaður, Jón Sveinsson, Sturla Böðvarsson og Tryggvi Sig- urbjarnason, sem fulltrúar íslenska ríkisins, Isak Lauvas og Marius Grönningsæter sem fulltrúar Elkem og Ko Kurimoto, fuiltrúi Sumitomo Corporation.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.