Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
37
Þorvaldur Armanns-
son — Minning
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast elskulegs afa míns, Þorvalds
Ármannssonar, sem lést nýlega 88
ára að aldri. Hin sorglegu tíðindi
um fráfall afa bárust mér hingað
til Finnlands, þar sem ég dvel um
þessar mundir. Andlát afa kom á
óvart, þrátt fyrir háan aldur, enda
er þáð nú einu sinni svo að þegar
þeir sem maður elskar og þykir
vænt um falla frá, þá kemur það
á óvart.
Afi var verkamaður sem vann
stærstan hluta starfsævi sinnar í
Stálsmiðjunni í Reykjavík, en áður
hafði hann stundað sjómennsku í
fjölmörg ár. Afi var maður sem
allir gátu treyst fullkomlega. Hann
var traustur starfsmaður, sem vann
hörðum höndum lengst af. Háttvísi
og prúðmennska í allri framkomu
var afa eðlileg.
Síðastliðið eitt og hálft ár bjó
afi á dvalarheimili aldraðra á
Stokkseyri, eða frá því að elskuleg
amma mín og eiginkona hans lést
Fædd 7. janúar 1917
Dáin 29. nóvember 1991
Geymdu ekki til morguns það
sem þú getur gert í dag. Þetta fór
um huga minn, er ég frétti lát
Gyðu vinkonu minnar. Ég hafði
ætlað mér að heimsækja hana á
sjúkrahúsið en varð of sein. Fund-
um okkar bar fyrst saman er við
gerðumst báðar „blaðakonur“ eins
og við komumst að orði, það var
að bera út Moggann á morgnana,
hún fastráðin en ég í afleysingum.
Ég dáðist að dugnaði og ósérhlífni
þessarar konu, sem virtist þá vera
orðin lúin og ekki eiga hægt um
gang. Alltaf var hún komin á fætur
eldsnemma á morgnana og lét sig
ekki vanta hvernig sem viðraði, þó
um hávetur væri. Hún vildi svo
sannarlega standa sig og stóð með-
an stætt var. Gyðu var ýmislegt
til lista lagt, t.d. við fatasaum. Sá
ég nokkrar flíkur sem hún hafði
saumað og var fallegt handbragð
á þeim, enda saumaði hún mikið
fyrir aðra, naut þá sjálfsagt þeirrar
kennslu sem hún hafði hlotið og
sinnar eigin smekkvísi. Við Gyða
áttum ýmislegt sameiginlegt, þótt
aldursmunurinn væri talsverður,
höfðum báðar yndi af börnum og
báðar vorum við að passa börn, en
hún hafði alveg sérstakt lag á börn-
um. Þessi dagmömmubörn tóku
sum mikilli tryggð við Gyðu og
buðu henni seinna í fermingarveisl-
una sína. Það lýsir því best hvers
virði hún hefur verið þeim. Eitt var
það í fari Gyðu, sem vert er að
minnast, það er hversu þakklát hún
var. Ef ég gerði henni greiða þá
sagði hún: „Guð launar þér þetta,
því ekki get ég það,“ og hló við.
Ég leit nokkrum sinnum inn hjá
Gyðu. Aldrei mátti ég koma þar
nema þiggja góðgerðir, því hún var
gestrisin fram úr hófi. Gyða hafði
þó ekki alltaf mikið á milli hand-
anna og þrátt fyrir erfiðar aðstæð-
ur gerði hún gott úr því og tók því
með brosi á vör. Þannig var Gyða,
jákvæð, ljúf og gjafmild. Stundum
fórum við í bæinn, slógum um okk-
ur og fórum á kaffihús, einnig fór-
um við í göngutúra saman, en þá
var heilsan farin að bila.og átti hún
þá oft erfitt með gang. Ég mun
ekki rekja ættir Gyðu, er ekki nógu
kunnug til þess, en hún var fædd
á Skjaldvararfossi á Barðaströnd,
ein af átta systkinum. Eftirlifandi
systkini hennar eru: Unnur, Haf-
steinn, Þórarinn og Gunnar.
Gyða giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Benedikt Kristjáns-
80 ára að aldri.
Ég minnist nú sérstaklega heim-
sóknar minnar til afa þegar ég var
heima á íslandi sl. sumar. Og er
ég þakklátur fyrir það tækifæri að
hafa hitt hann þá. En ég var ekki
einn á ferðinni heldur voru við
nokkur saman sem öll höfðum mik-
inn áhuga á að hitta gamla mann-
inn. Tvö barnabarnabörnin voru
með í förinni, þau Steinunn og
Kolbeinn, bræður mínir Þorvaldur
og Guðmundur, og sambýliskona
mín Piijo. Við veittum því strax
athygli að afi hafði eignast marga
góða vini á dvalarheimilinu á
Stokkseyri. Enda var það svo að
afi var alla tíð vinsæll maður, því
hann var félagslyndur og kærleiks-
ríkur gagnvart öllum sem umgeng-
ust hann. Hinn stóri afkomenda-
fjöldi afa naut kærleika hans í rík-
um mæli. En afi og amma bjuggu
saman í löngu hjónabandi lengst
af að Nóatúni 24 í Reykjavík, en
þangað sótti maður gömlu hjónin
syni frá Bolungarvík. Eignuðust
þau 3 börn: Kristján, rafmagns-
verkfræðing, Friðgerði, stúdent,
gifta Jóni Isakssyni og eiga þau
þrjú börn. Einnig er komið
langömmubarn. Yngstur er Ársæll,
líffræðingur, allt myndar- og dugn-
aðarfólk. Gyða bar mikla umhyggju
fyrir öjlu sínu fólki, en sérstaklega
fyrir Ársæli sem var við nám er-
lendis. Hann bar gæfu til að koma
heim og sjá móður sína áður en
hún kvaddi þetta líf.
Þeir feðgar hafa nú misst mikið
og sendi ég þeim og ollum aðstand-
endum samúðarkveðjur og bið Guð
að blessa þá.
Geymd er minning góðrar konu,
sem einskis krafðist af öðrum, en
þess meira af sjálfri sér. Guð blessi
hana.
Elín S. Kr.
heim með reglulegu millibil, og allt-
af voru móttökurnar' höfðinglegar
og kærleiksríkar. Þangað var gam-
an og eftirsóknarvert að koma. Afi
var mjög gamansamur maður sem
sló oft á létta strengi. Gamansem-
ina kunni maður virkilega að metaý
enda kom hún öllum í gott skap. I
heimsókn okkar hjá afa á dvalar-
heimilinu á Stokkseyri tókum við
einmitt eftir því að gamansemin
lifði enn góðu lífi, þrátt fyrir háan
aldur. Minnisleysi sem var farið að
gera vart við sig hjá gamla mannin-
um, kom ekki í veg fyrir hresst og
jákvætt viðmót.
Líklega hefði afi getað lifað leng-
ur ef hann hefði ekki dottið og
meitt sig illa. Aðeins viku síðar
lést afi á sjúkrahúsinu á Selfossi.
Sorglegur aðdragandi að fráfalli
afa, en ég trúi því að vel sé tekið
á móti mjög góðum og ástríkum
manni í nýjum heimkynnum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Um leið og ég votta öllum í fjöl-
skyldunni dýpstu samúð og sér-
staklega móður minni, Dagrúnu,
og systrum hennar Viktoríu og
Guðnýju, kveð ég afa með miklum
söknuði og þakka allar dýrmætu
samverustundirnar.
Guð blessi minningu hans.
Björgvin Björgvinsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Afí er nú til moldar borinn og
nú er hann ekki lengur á meðal
okkar. Hann sem alltaf var svo
hress og hafði gaman af að grín-
ast. Þær stundir sem ég og börnin
mín áttum með honum í Nóatúni
eru eftirminnilegar og gleymast
aldrei. Alltaf var húmor hans í lagi:
fram á síðasta dag þó heilsa hans
hafi ekki sýnst leyfa það, á síðast-
liðnu ári í það minnsta. Ollum ætt-
ingjum og vinum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og þá sérstaklega
móður minni sem syrgir föður sinn
látinn.
Þórir Björgvinsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG DÓRÓTHEA ÓLAFSD. THORARENSEN
húsmóðir og þýðandi,
varð bráðkvödd á heimili sínu 24. mars. Útför hefur farið fram í
kyrrþey. Þeim, sem vilja heiðra minningu hennar, er vinsamleg-
ast bent á líknarstofnanir.
Elín Karitas Thorarensen, Hildur Thorarensen,
Ólafur Thorarensen, Þóra Ölversdóttir,
Ingibjörg Thorarensen.
t
Mágkona mín og frænka okkar,
ANNA FRIEDA KUMMER
frá Leipzig,
sem lést í Borgarspítalanum 28. mars sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 8. apríl, kl. 15.00.
Oddgeir Hjartarson
og systkinabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGE-LISS JACOBSEN,
Sóleyjargötu 13,
Reykjavík,
sem andaðist 31. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 9. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
HaukurJacobsen
Gyða Guðmunds-
dóttir - Kveðjuorð
t
Elskulegur eiginrnaður minn, faðir okkar
og sonur,
ÁRNI ERLING SIGMUNDSSON
frá Suðureyri, Súgandafirði,
Stillholti 11,
Akranesi,
sem lést af slysförum 1. aprfl sl., verð-
ur jarðsunginn frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 9. apríi kl. 11.00.
Sigurlaug Inga Árnadóttir,
Sigmundur Heiðar Árnason, Katla Bjarnadóttir,
Elin Árnadóttir, Magnús Örn Friðjónsson,
Anna Signý Árnadóttir, Ingimar Garðarsson,
Hjördís Arnadóttir,
Sigríður Árnadóttir,
Sigmundur Guðmundsson, Ragnheiður Elíasdóttir
og barnabörn.
t ,
Elskblég móðir okkar, tengdamóðir og amma, ,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR ÁRMANN,
er andaðist 30. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 8. apríl kl. 15.00.
Arndís Ármann, Björn Gunnarsson,
Ágúst Ármann, Anna María Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
AÐALBJÖRNS ELÍASAR GUÐMUNDSSONAR
frá Gelti
í Súgandafirði.
Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir,
Óiöf Aðalbjörnsdóttir,
Kristjana S. Aðalbjörnsdóttir,
Jóhannes S. Aðalbjörnsson,
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Ósk Axelsdóttir,
Þórir Axelsson,
Sigurbjörg Pétursdóttir,
Guðmundur Svavarsson,
Sigurgeir Arngrímsson,
og afabörn.
Þorkelt L. Steinsson,
Guðmundur Skarphéðinsson,
Guðrún Ásgeirsdóttir
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURJÓNS GUÐMUNDSSONAR,
Stóra-Saurbæ,
Ölfusi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands.
Jón Guðmundsson,
Halldóra Þórðardóttir,
Friðrik Kristjánsson,
Ólína Sigurðardóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, sonar og bróður,
HALLDÓRS ÓLAFSSONAR.
Ólafur Stefán Halldórsson,
Anna María Halldórsdóttir,
Erna Marfa Halldórsdóttir,
Ólafur Halldórsson,
Ella Dóra Ólafsdóttir,
Kristín Björg Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
eiginkonu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og
ömmu,
HÖNNU G. HALLDÓRSDÓTTUR,
Kumbaravogi,
Stokkseyri.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki deildar 1A á Landakots-
spítala fyrir sérstaka hlýju og umönnun.
Kristján Friðbergsson,
Guðni G. Kristjánsson,
Halldór J. Kristjánsson,
Erna Agnarsdóttir,
Gfsli Ólafsson,
Gunnar Kristjánsson,
Jóhanna Agnarsdóttir,
Karl Agnarsson,
Karl Lárusson,
Linda Ó. Keshishzadeh,
Maria Haraldsdóttir,
Pétur Kristjánsson,
Róbert Haraldsson,
Sigurborg Ólafsdóttir,
Sigurður H. Sigurðsson,
Þorsteinn Eyland
og barnabörn.
Kirsten Kristjánsson,
Karólína F. Söebech,
Tryggvi Jónsson,
Sunna Sturludóttir,
Guðbjörg Ingimundardóttir,
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Hamzik Keshishzadeh,
Sigrún Valdimarsdóttir,