Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hjartslátturinn - taktur lífsins Alþjóða heilbrigðisdagurinn, sem var í gær, var helgað- ur baráttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum, en í iðnvædd- um ríkjum eru þessir sjúkdómar skæðasta dánarorsökin. Um helmingur allra dauðsfalla staf- ar af þeim í iðnvæddum ríkjum og Alþjóða heilbrigðisstofnunin óttast að hjarta- og æðasjúk- dómar muni fara ört vaxandi í vanþróuðum löndum, en þar eru þeir nú þriðja algengasta dánar- orsökin. Hjarta- og æðasjúkdómar hafa oft verið nefndir velmegun- arsjúkdómar og á það rætur að rekja til þess að lifnaðarhættir fólks í löndum auðs og tækni eru óhollir. Ofneyzla hvers kon- ar býður hættunni heim og þá fyrst og fremst mikil neyzla á mettaðri fitu. Hreyfingarleysi og reykingar eru einnig afger- andi áhættuþættir. Þetta sýnir að einstaklingarnir geta sjálfir varizt hjarta- og æðasjúkdóm- um þegar ekki má rekja þá til erfða eða fæðingargalla. Það geta þeir gert með því að draga úr óhollustunni, borða holla, fitusnauða fæðu, hætta reyk- ingum og kyrrsetum — hreyfa sig_ meira. íslendingar geta fagnað því að hafa átt hugsjónamenn með- al heilbrigðisstétta og leikra, sem hafa látið baráttuna við hjarta- og æðasjúkdóma til sín taka. Starf þeirra hefur skilað miklum árangri og með stuðn- ingi almennings mun það skila sívaxandi árangri í framtíðinni. Blað var brotið í þessari baráttu með stofnun Hjartaverndar árið 1964 og sterídur þjóðin í mikilli þakkarskuld við frumkvöðlana. Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967 og þar hafa tugir þúsunda íslendinga komið til skoðunar, og þar eru unnin mikilsverð vísindastörf. Þá ber að nefna stofnun Lands- samtaka hjartasjúklinga árið 1987, en þau styrkja þá og styðja, sem eiga í baráttu við þessa sjúkdóma. Þau leggja Hjartavernd lið, svo og sjúkra- stofnunum og endurhæfingar- stöðvum. Landssambandið hef- ur gefíð lækningatæki fyrir 30 milljónir króna á átta árum í þessu skyni. Stórt skref var stigið í bar- áttu íslendinga við hjarta- og æðasjúkdóma þegar hjartaað- gerðir hófust á Landspítalanum. Þar eru nú gerðar fimm aðgerð- ir á viku hverri, en biðlisti er því miður enn langur. Allmargir þurfa enn að fara í hjartaað- gerðir utanlands, meðal annars öll börn sem þurfa slíkra að- gerða við. Það segir sig sjálft, hversu miklu það skiptir sjúk- lingana að geta fengið þessa þjónustu hér heima í umsjá ást- vina, lækna og hjúkrunarfólks, sem getur rætt við þá á móður- málinu. Starfsemi hjartadeildar Landspítalans hefur gengið frá- bærlega vel frá upphafí og ver- ið til fyrirmyndar. Læknar og hjúkrunarfólk hjartadeildarinn- ar hafa náð miklum árangri og er dánartíðni við hjartaaðgerð- irnar með því lægsta sem þekk- ist í heiminum. Kostnaður hefur verið minni en gerist víðast er- lendis og er því þjóðhagslega hagkvæmt að efla starfsemi deildarinnar, að ekki sé minnst á það öryggi sem hún veitir sjúklingum og betri líðan. Þakkað veri hæfum læknum og fólki í öðrum heilbrigðisstétt- um, og samtökum eins og Hjartavernd, að dregið hefur úr dauða vegna hjarta- og æða- sjúkdóma á Islandi. Samkvæmt upplýsingum landlæknisemb- ættisins er þessi lækkun 12% milli áranna 1970 og 1975 og 1986 og 1988. Verulega hefur dregið úr áhættuþáttum frá 1968 og hefur áhætta vegna reykinga, blóðþrýstings og blóð- fitu minnkað uin 34% meðal karla og 37% meðal kvenna. í grein sem Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, ritaði í Morgun- blaðið sl. sunnudag kemur fram að dánartíðni íslenzkra karla úr kransæðastíflu lækkaði um 34% árin 1981-1986. Þetta sýnir ljóslega hversu mikilvægt og árangursríkt forvarnastarfið er. Þótt mikill árangur hafi náðst í baráttunni við hjarta- og æða- sjúkdóma á íslandi á undanförn- um árum er samt mikið starf fyrir höndum. Höfuðáherzlu þarf að leggja á forvarnarstarf- ið og forða fólki frá þeim miklu þjáningum og líkamstjóni sem þessir sjúkdómar hafa í för með sér. Flestir einstaklingar geta sjálfir ráðið mestu um að þeir fái ekki hjarta- og æðasjúk- dóma. Það geta þeir gert með hollum lifnaðarháttum — hóf- legri líkamsrækt og með því að forðast neyzlu fítu- og saltríkrar fæðu, en ekki sízt með því að hætta reykingum. Einkunnarorð Alþjóða heil- brigðisdagsins var „Hjartslátt- urinn — taktur lífsins“. Undir þau orð eiga íslendingar að taka í daglegum háttum sínum — alla daga ársins. Súpa seyðið af ofveiðinni við Nýfundnaland: „Það er öllum verk- smiðjunum lokað“ John Efford fylkisþingmaður vill fara að dæmi Islands í þorskastríðinu John Efford flytur ræðu á fundi, þar sem rányrkju EB-skipa á Mikla- banka var mótmælt. Þessi teikning birtist í blaðinu The Express á Nýfundnalandi fyrsta apríl síðastliðinn, en hún sýnir greinilega hvern hug þarlendir menn bera til sigurvegarans úr þorskastríðinu. „ATVINNULEYSI er gífurlegt á Nýfundnalandi, um og yfir 25%. Hverri verksmiðjunni á fætur ann- arri er lokað. í Catalína var þús- und manns sagt upp. I Marystown, í St. John’s í Trepassey og víðar hefur verksmiðjum verið lokað. Það er alls staðar lokað og enginn er lengur að vinna í fiski. Það er búið að banna veiðar á djúpsævi, það er engin veiði á heimaslóðinni og Nýfundlendingar ganga bara um með hendur í vösum og mæla göturnar á ölmusu frá Ottawa. Enginn kærir sig um þetta. Við viijum fá að vinna, við viljum fisk- inn okkar. A Islandi er fiskurinn allt, hverfi hann, er ekkert eftir. Staðan hér er sú sama, nema fisk- urinn er horfinn og við eigum ekkert eftir,“ segir John Efford, fylkisþingmaður á Nýfundnalandi og formaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins á Nýfundnalandi. „Það eru um 150 stór erlend skip, flest frá EB-þjóðum, á útjöðrum Miklabanka, utan 200 mílna mark- anna og þarna eru þau hvern einasta dag ársins. Á síðasta ári tóku þau um 365.000 tonn. Þessi rányrkja er að ganga af fiskistofnunum dauðum. Okkar eigin fiskimenn finna engan fisk lengur. Kvótarnir hafa verið skornir niður, frystihúsnum lokað og sjómennirnir eru á atvinnuleysisbót- um, meðan útlendingarnir hirða allan fiskinn okkar. Þess vegna erum við Nýfundlendingar reiðir. Alríkis- stjórnin aðhefst ekkert, nema að ræða málin og að ræða málin við þessar þjóðir þýðir ekkert. Þessum þjóðum er alveg sama um stöðu fiski- stofnanna, þær hugsa bara um að hagnast. Þær varðar ekkert um framtíðina og þegar þær finna fisk- inn ekki lengur, fara skipin þeirra eitthvert annað og ryksuga miðin þar. Alríkisstjórnin gerir ekkert í málinu vegna þess að Nýfundnaland er áðeins lítill útkjálki. Kanada og alríkisstjórnin flytja út aðrar afurðir en fisk, afurðir í umtalsverðu magni eins og hveiti af sléttunum við Ont- aríó, timbur frá Brezku-Kólumbíu. Þessar afurðir flytja þeir til Evrópu- bandalagslanda og hætti þeir að leyfa þeim að veiða fisk á Halanum og Nefinu, verður ekkert úr þessum við- skiptum. Það eru þessir hagsmunir, sem ráða því að ekkert er gert i málefnum okkar Nýfundlendinga. Við missum því allt og enginn stend- ur í baráttunni fyrir okkur. Við höfum rétt á að vernda landgrunnið Við teljum okkur hafa upplýsingar um það, að viss ákvæði í Hafréttar- sáttmálanum heimili okkur lögsögu yfir þessum hafsvæðum. EB-skipin eru við ólöglegar veiðar. Þau yfir- fiska alla kvóta og úthluta sér kvót- um á þorski til dæmis, en algjört bann er við þorskveiðum á þessum svæðum. Strandríki hafa rétt til að vernda landgrunn sitt, þegar um er að ræða fiskistofna í hættu. Jafn- framt valda togararnir þarna út mikl- um spjöllum á skelfiski á botninum og öðru lífi þar. Því ættum við að færa landhelgina út í 350.000 og að leita til Alþjóðadómstólsins í Haag af tveimur ástæðum. Fyrst og fremst vegna náttúrusjónarmiða og til að vernda fiskistofnana. Sérhver dóm- stóll í veröldinni myndi verða okkur sammála um þessi atriði. Þess vegna vil ég að stjórnvöld taki þetta mál upp á vettvangi Alþjóðadómstólsins, Hafréttarsáttamálans og Sameinuðu þjóðanna og kreljist lögsögu á þessu svæði til að vernda fiskinn. Þegar stofnanir eru orðnir ónýtir, verður enginn fiskur til, hvorki fyrir okkur né EB. Eg er ekki nokkrum vafa um að dæmt verður okkur í hag. Því skil ég ekki hvers vegna þessi leið er ekki farin. Góð heimsókn frá Islandi Við fengum þá Arthur Bogason, formann Landssambands smábáta- eigenda, og Helga Hallvarðsson, skipherra, til að segja okkur hvernig ísland fór að á sínum tíma, þegar það vann þorskastríðið við Breta. Við vildum læra af þeim, fá að vita hvað þar er að gerast. Þetta var mjög góð heimsókn. Nýfundlending- ar eru mjög ánægðir með þær upplýs- ingar sem við fengum frá þeim og þann stuðning, sem þeir hafa veitt okkur. Við erum rnikils vísari. Nú biðjum við Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann, að heimsækja okkur. Hann er sérfræðingur í Hafréttar- sáttmálanum. Við fáum ekki nægar upplýsingar frá okkar eigin stjórn- völdum, svo þetta er sú leið sem við teljum bezta. Við ætlum okkur að taka ráðin í eigin hendur, geri stjórnvöld ekkert í málinu. Við ætlum að fara sömu leið og ísland, klippa á togvírana hjá þessum skipum. Við þurfum að fá Islendinga til að koma hingað og kenna okkur á klippurnar," segir John Efford. Þetta er algeng sjón á Nýfundnalandi. Fiskvinnsluhúsin eru lífvana, vélarnar snúast ekki lengur og verkafólkið gengur atvinnulaust. Um 50 milljarðar fara árlega í atvinnuleysisbætur. Það myndu líklega fáir fiska með svona verkfærum hér á landi, en í Petty Harbour nota menn en svona handfæri. Fá 125 milljarða á ári frá ríkinu ÞAÐ vantar mikið upp á að Nýfundnaland geti framfært sig sjálft. Um það bil helmingur þess, sem kostar að reka fylkið kemur frá alríkis- stjórninni í Ottawa. Um 3,7 milljarðar kanadískra dollara, 185 milljarð- ar íslenzkra króna, fara í rekstur fylkisins að meðtöldum ýmsum styrkj- um. Skattatekjur á Nýfundalandi nema hins vegar aðeins 60 milljarðar króna. Það koma því 125 milljarðarr króna frá ríkinu til Nýfundlend- inga. Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða frá Nýfundnalandi á síð- asta ári var nálægt 25 milljörðum króna. Um 50 milljörðum var varið í at- af atvinnuleysinu er í öðrum atvinnu- vinnuleysibætur á Nýfundnalandi í greinum. Það komu í fyrra 10 millj- fyrra og af því komu um 10% til sjó- arðar í atvinnueysisbætur innan sjáv- manna og 10% til fiskverkafólks. 80% arútvegsins, 800 vegna annarra stétta. Því er efnahagur Nýfundna- lands í raun algjörlega háður 125 milljörðunum frá Ottawa og í raun er staðan í sjávarútveginum ekki verst. Nýfundnaland getur einfald- lega ekki framfleytt sér sjálft. Þó fískistofnarnir náist upp, þýðir það aðeins fjárhagslega bót upp á 22,5 milljarða króna. Þrátt fyrir það yrði enn þörf á 100 milljörðum frá ríkinu og atvinnuleysi yrði áfram gífurlegt. Sú þróun, sem verið hefur, að flytja fólk frá afskekktum, litlum sjávar- plássum og finna því stað í stærri borgum eins og St. John’s, hefur því í raun verið á verri veginn. Það hef- ur ekki tekizt að finna því ný við- fangsefni. Það eru um 190.000 manns á vinnumarkaðnum, á Ný- fundnalandi, sjómenn eru 15.00 til 20.000 og fiskverkafólk rúmlega 20.000. Því eru aðeins um 40.000 starfandi við sjávarútveginn, minna en einn ljórði. Þessi maður nýtur þeirra forrétt- inda að hafa vinnu. — Minni myndin er tekin lijá Bay Bulls Sea Products en þar var verið að flaka og pakka ferskan þorsk fyrir Boston. Flökunum var pakk- að í litla plastbakka með loki. „Það er mikíl vá fyrir dyram“ - Bud O’Brien fiskverkandi og Patrick Coady, skipstjóri í Bay Bulls, teknir tali ÞAÐ gekk ekki þrautalaust að finna fiskverkun, sem var í gangi í marzmánuði á Nýfundnalandi. Eftir töluverða fyrirhöfn kom þó eitt fyrirtæki í leitirnar, Bay Bulls Sea Products. Þar hófst vinna snemma árs og nú var verið að salta þorsk og flaka fyrir fersk- fiskmarkaðinn í Boston. Bud O’Brien framkvæmdastjóri lét nokkuð vel af sér. „I fyrra byrjuð- um við að vinna í febrúar og unn- um út árið. Þrátt fyrir slæma stöðu norðurslóðarþorsksins berum við okkur vel, því kvótaniðurskurður- inn bitnar að mestu á djúpslóð- inni. Við reiðum okkur á heima- slóðina, er þar er auðvitað vá fyr- ir dyrum líka. Það er skelfilegt hvernig farið hefur verið með fiskistofnana,” segir O’Brien. „Við vinnum hér um 7.000 tonn á ári, nær eingöngu þorsk, og það hef- ur bara gengið nokkuð vel til þessa,“ segir Bud O’Brien. Við eru mjög ná- lægt miðunum og erum með eigin hafnargarð, svo við stöndum nokkuð betur en margir aðrir. Við tökum á móti afla af 15 til 20 línubátum af heimslóðinni, innan við 17 metra að lengd, en tökum einnig afla af stærri skipum. Yfír sumarið er nægur afli til vinnslu, en það gengur erfíðlega að fá físk yfír veturinn. Minni bátarn- ir sækja reyndar lengra og lengra, en fyrir stærri skipin þurfum við að útvega kvóta frá öðrum fyrirtækjum. I fyrra byijuðum við að vinna í febr- úar og tókst að halda nærri óslitinni vinnu út árið. Við bæði söltum og frystum og tökum stundum að okkur að salta fyrir önnur fyrirtæki, þegar verð á saltfiski er gott. Við byrjuðum á því í fyrra og hefður það reynzt vel. Það er gífurleg umframafkasta- geta í frystingunni og stafar það að miklu leyti af loðnuvinnslu. Hún hófst að marki upp úr 1980 og á 10 ára tímabili hefur frystigetan verið aukin svo mikið að hún er líklega nálægt 5.000 tonnum á dag. Hvað okkur heimaslóðarmenn varðar er ástandið ekki jafnslæmt og hjá þeim sem reiða sig á djúpslóðina. Eg held að veiðar þar verði aldrei miklar á ný. Nú er staðan sú, að af norðurslóðarþorskin- um má veiða 120.000 tonn. Af því er kvóti heimaslóðarinnar 115.000 tonn og því aðeins 5.000 eftir fyrir hina. Það heldur ekki uppi miklum flota eða mörgum frystihúsum, en menn láta sig hafa ýmislegt, þegar illa gengur,“ segir O’Brien. Aflinn minnkar ár frá ári Patrick J. Coady, skipstjóri í Bay Bulls, er nýbúinn að láta smíða fyrir sig nýjan bát, rúmlega 17 metra lang- an. Hann er ekki bjartsýnn á gang mála en fer fljótlega af stað og fisk- ar á línu og í net á heimaslóðinni. Bud O’Brien, framkvæmdastjóri Bay Bulls Sea Products. Patrick J. Coaty, skipstjóri, byrj- ar með nýjan bát í vor. Hann er ekki bjartsýnn á framhaldið. Hann sækir reyndar orðið lengra og lengra út í leit að fiskinum. „Ástand- ið gæti í raun verið verra. Hvert ár nú fáum við minna en árið áður, og haldi svo fram sem horfir, gætum við endað í ördeyðu. 1990 fengum við 290 tonn, í fyrra fenguð við aðeins tæplega 140 tonn. Staðan er því afar slæm og það bætir ekki úr skák að útlendingarnir stunda rányrkju á Halanum og Nefínu og liggja þar í hrygningarfiskinum. Selurinn þarf líka sitt, en honum fjölgar ört þar sem veiðar eru litlar. Það er hins vegar bara hluti af vanda okkar. Við höfum verið sjálfum okkur verstir. Ég vona að þetta verði ekki verra en orðið er. Fari svo að aflinn dragist enn saman verður enginn fjárhagslegur grund- völlur fyrir útgerðinni. Við þurfum ákveðið lágmark til að ganga á,“ segir Coady. Texti og myndir: Hjörtur Gísla- son Athugun á ósoni í háloftum: Ottast að gosefni efli ósoneyðingarmátt klórefna í heiðhvolfi Bráðabirgðaniðurstöður viðamikillar athugunar á ósoni í háloftunum hafa leitt í Ijós að við mikið magn af klórsamböndum úr iðnaði hefur bæst mjög mikið af gosefnum frá eldgosi í Pinatubo-fjalli á Filippseyj- um. Eldgosið hófst á miðju fyrra ári og bárust gosefnin smám saman norður á bóginn eins og búist var við. Nú er óttast að þau kunni að efla ósoneyðingarmátt klórefna af manna völdum er fyrir eru í heið- hvolfi. Evrópuþjóðir stóðu að athuguninni í vetur og nær hún til háloft- anna yfir Norður-Atlantshafi og nálægum löndum. Upplýsingarnar koma fram í fréttatilkynningu dr. Þórs Jakobssonar, veðurfræðings og frétta- fulltrúa verkefnisins. Það gengur undir heitinu Evrópska ósonrannsókn- in í heiðhvolfi norðurslóða (AESOE). Veðurstofa Islands tók þátt í rann- sóknunum. Fram kemur í tilkynningunni að klórefni með eyðingarmætti hafi eink- um verið áberandi í janúar og febrúar en minna í mars. Ennfremur þykir ills viti að köfnunarefnasambönd sem draga úr ósoneyðingu hafi mælst í minna mæli én venjulega. Talað er um að erfítt geti reynst að greina í sundur náttúrulegar sveifl- ur og breytingar af manna völdum og bent á að ósoneyðing sé þeim mun örari sem kaldara verði í háloftum heiðarhvolfs. „I vetur hlýnaði með venjulegum hætti er voraði í efri loft- lögum, en ekki má treysta því að svo verði alltaf næstu ár. Þótt. ekki hafi fundist merki um verulega þynningu ósons að þessu sinni, er sem fyrr full ástæða að draga af krafti úr notkun ósoneyðandi efna. Safnist þau enn fyrir í háloftum, gætu óhagstæð skil- yrði innan 10 ára haft afdrifaríkar afleiðingar," segir meðal annars í til- kynningunni. Veðurstofan hefur tekið þátt í ósonrannsókninni. Einnig hefurBarði Þorkelsson jarðeðlisfræð- ingur séð um mælingar á heildar- magni ósons yfir Reykjavík. Magnið er talið í svonefndum Dobsoneining- um. Meðaltal í febrúar reyndist vera 354 einingar en febrúarmeðaltal ár- anna 1958-1991 er 366 einingar. Meðaltalið í mars mældist 381 eining en meðaltal áranna 1958-1991 er 402 einingar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Beatrice Ask skólamálaráðherra Svíþjóðar ræðir við nemendur í Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Skólamálaráðherra . Svíþjóðar í heimsókn Selfossi. Skólamálaráðherra Svíþjóðar, Beatrice Ask, lagði á dögunum leið sína um Selfoss og skoðaði Fjölbrautaskóla Suðurlands í þeim tilgangi að kynnast íslenska áfangakerfinu í framhaldsskólum. Með sænska ráðherranum í för voru embættismenn og tveir þingmenn. Beatrice Ask ræddi við forsvarsmenn skólans, skoðaði skólahúsið og ræddi við nemendur sem hún hitti á göngum. Beatrice lýsti því yfir á ráðstefnu í Helsinki í byijun nóvember á síð- astliðnu ári að sænska ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að skapa besta skólann í Evrópu. Stjómin vilji auka gæði menntunarinnar og skapa kerfi sem þroski greind og hæfileika einstakra nemenda. Skólarnir þurfi að verka örvandi og hvetja nemendur til dáða. Sig. Jóns. Visa-ísland: Aðili að símakortaþjón- ustu í Bandaríkjunum VISA-ÍSLAND hefur gerst aðili að Visa-símakortaþjónustu í Bandarikj- unum í tengslum við bandaríska símafyrirtækið Sprint International. Hægt er að hringja til yfir 200 ianda frá Bandaríkjunum með þessari þjónustu og reikningur fyrir símtalið fer sjálfkrafa á Visa-reikning. Aætlað er að þessi þjónusta verði einnig veitt frá nokkrum Evrópulönd- um innan skamms. Auk þess er Visa-Island að koma með nýtt viðskipta- kort eða fyrirtækjakort á markað um miðjan maímánuð. Að sögn Einars S. Einarssonar, framkvæmdastjóra Visa-íslands, verð- ur símakortaþjónustan fyrst í stað aðeins ætluð viðskiptakorthöfum en mun einnig fljótlega bjóðast öllum gullkorthöfum sem þess óska og síðar meir öllum Visa-korthöfum. Þeir korthafar sem vilja nýta sér símakortaþjónustuna fá sérstakt að- gangsnúmer sem þeir nota til að fá aðgang að þjónustunni. „Aðgangs- númerið er skrifað á símakort sem korthafmn fær. Símakortið sjálft er þó ekki notað heldur er hringt í ákveð- ið númer þar sem símtalið er pantað og þannig fer kostnaður við símtalið beint inn á Visareikninginn. Þessi þjónusta veitir mjög góð kjör og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja t.d. hringja langlínusímtöl fá hótelum og þess háttar og sleppa þannig við * álagningu hótela á símtöl,” segir Ein- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.