Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 13 Riddari tára- taumanna eftir Margréti Guttormsdóttur Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Söngleikurinn „Man of La Mancha“, eða „Ævintýrariddar- inn Don Kíkóti“. Höfundar: Dale Wasserman og Joe Darlon. Tónlist: Mitch Leigh. Þýðing: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Einar Þorbergsson. Hljómsveitastjórn og æfing söngva: Róbert Birchall. Hönnun Leikmyndar: Einar Þor- bergsson. Leikfélag Fljótdalshéraðs frum- sýndi hinn 27. marz söngleikinn, Ævintýrariddarann Don Kíkóta. Leikritið byggir á sögu M. Cervant- es, Don Kíkóti frá Mancha; sem er talin fyrsta skáldsagan í nútíma- skilningi. Sagan gerist á Spáni í lok 16. aldar og segir frá aðalsmannin- um Alonso Quijana sem hélt út í heim sem riddarinn Don Kíkóti, ásamt þjóni sínum Sancho, til að berjast fyrir réttlætinu. í glettnum tón er sagt frá átökum á milli hug- sjónar ogVeruleika og ádeila sú sem birtist í sögunni á ekki síður við í dag. Höfundar leikritsins hafa fundið sögunni ramma í dýflissu á Spáni þar sem Cervantes er fyrst dreginn fyrir rétt samfanga til að taka sér hlutverk eftir þörfum sög- unnar. Söngleikurinn vakti verð- skuldaða athygli á Broadway þar sem það var sýnt 2.328 sinnum. Hann fékk á sínum tíma verðlaun leiklistargagnrýnenda í New York sem besti söngleikurinn 1966. Dýflissa Einars Þorbergssonar sómir sér vel á sviðinu í Valaskjálf og tötrum klæddir fangar eigra um þegar vindustigi sígur niður og Cervantes (Guðmundur Steingríms- son) og þjónn hans Sancho (Alfreð Alfreðsson) eru leiddir niður af höf- uðsmanni rannsóknarréttarins (Einari Rafni Haraldssyni). Fang- arnir ráðast að aðkomumönnum og rýja þá inn að skinni, en fangelsis- stjórinn (Guðmundur Guðlaugsson) ákveður að setja á svið réttarhöld til að dæma'þá seka. Dr. Carrasco (Guðlaugur Gunnarsson) sjálfskip- aður sækjandi í málinu reynir ítrek- að að koma í veg fyrir að Cervant- es fái að veija sig. Málsvörn Cerv- antes, sem er skáld og leikari felst í að segja sögu ævintýrariddarans Don Kíkóta. Cervantes og þjónn hans taka að sér aðalhlutverk sög- unnar, ásamt Aldonzu (Ragnhildur Rós Indriðadóttir) þjónustu. Megin- áhersla uppfærslunnar er á þessu tríói og kemst sá þáttur leikritsins vel til skila. Mest mæðir á Guð- mundi Steingrímssyni og stendur hann sig prýðilega, hann er ævin- týrariddarinn holdi klæddur. Hann er hryggur, en á sér lífsspeki og hugsjónaeldur brennur úr augun- um. Líkaminn kiknar undan óförum í baráttu við hið illa. Snúið sverðið vitnar spaugilega um baráttuna við vindmyllur. Búningur hans, sem Cervantes, þótti mér heldur kauða- legur. Alfreð Alfreðsson fer oft á flug í hlutverki Sanchos en vantar úthald til að fullkomna verkið. Ragnhildur Rós er trúverðug undir- málskona sem reynir með bein- skeyttri framkomu sinni að þrauka í ribbaldasamfélagi. Þeim skilum, sem verða á persónu hennar, er vel fylgt eftir. Önnur hlutverk eru öll mun smærri og mörgum gerð góð skil. Heildarmynd sýningarinnar gengur ekki fyllilega upp. Fangarn- ir eru settir í hlutverk sumir hveij- ir en hinir eru látnir hverfa á braut, það er væhtanlega við leikstjórn að sakast. En þar sem ramrni verksins er sá að spinna söguna fyrir fang- ana, hefði ég viljað sjá þá fylgjast með leiknum. Hópsenur eru nokkuð daufar og skiptingar ekki nógu þjál- ar. Tónlistin er mjög skemmtileg, en nýtur sín þó ekki til fulls. Það gæti verið skemmtileg lausn að setja hljómsveitina á sviðið sem hluta af fangaumgjörð verksins. Eng'u að síður eru sterkir kaflar í sýningunni, og boðskapurinn kemst til skila. Don Kíkóti er með þá kenningu að menn eigi að sjá heiminn eins og hann ætti að vera, þ.e. góðan, en ekki eins og hann er, þ.e. illan. Þjónustan Aldonza, sem Don Kíóti sér sem hefðarkon- una Dúlsíneu, hrífst andartak af speki hans og ætlar að láta gott af sér leiða, en mætir þá mestu ógæfu ævi sinnar. Leikfélag Fljótdalshéraðs hóf starfsemi sína 1966 og hefur starf- að nær óslitið síðan við góðan orðs- tír. Félagsmenn hafa kjark til að takast á við erfið verkefni, og geta verið stoltir af leiksýningu sinni um ævintýrariddarann Don Kíkóta. Lófatak leikhúsgesta verður þeim vonandi gott veganesti til að halda ótrauðir áfram. Höfundur er leiklistarfræðingur og kennuri við grunnskólnnn og meimtaskólann á Egilstöðum. -----♦ ♦ ♦---- Sveigjan- legur eftir- launaaldur Á AÐALFUNDI Rauða kross- deildar Kópavogs sem haldinn verður annað kvöld, mun Ólafur Ólafsson landlæknir flytja er- indi um sveigjanlegan eftii’la- unaaldur. Fundurinn verður haldinn í þjónustukjarna Sunnuhlíðar. Hann hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Vinnuverndarár Avarp forseta Islands í sjónvarpi 31. mars 1991 Góðir landsmenn. í löndum Evrópubandalagsins er hafið vinnuverndarár, sem haldið er frá marsmánuði 1992 til marsmánaðar 1993. íslend- ingar og aðrar EFTA-þjóðir hafa > hyggju að láta ekki sitt eftir liggja og halda vinnuverndarár um sömu mundir en hver með sínum hætti. Markmið vinnuverndarársins á íslandi er, að alls staðar í stór- um og smáum fyrirtækjum sé hugað að því, að aðbúnaður sé góður, að hvaðeina sé gert til að koma megi í veg fyrir vinnu- slys og atvinnusjúkdóma og að stuðlað verði að vellíðan hins vinnandi manns. Nú má spyija hvort rétti tíminn sé til að huga að vinnu- vernd, þegar atvinnuleysi hefur gert vart við sig og sviptir þá, sem fyrir því verða, öryggi og gleði? En einmitt við slíkar að- stæður er mikilvægt að leggja áherslu á góðan aðbúnað á vinn- ustöðum fyrir hvort tveggja í senn, líkama og sál. Það eru aldr- ei þeir tímar að slaka megi á kröfum um öryggi á vinnustöð- um. Það eru aldrei þeir tímar að Vigdís Finnbogadóttir það borgi sig að-selja heilsuna. Á vinnuverndarárinu verður sérstök áhersla lögð á fjögur atriði: Hreint loft á vinnustað — öryggi — hávaðavarnir — og líð- an fólks í vinnunni. Um langan aldur hefur verið vitað að mengun efna og hávaða er hættuleg heilsu manna. Mikil- vægi slysavarna er flestum ljóst, en vellíðan í vinnunni er nýlegt umhugsunarefni í vinnuvernd. Atvinnusjúkdómar og vinnuslys eru dýr fyrir þjóðfélagið og ein- att óbætanleg fyrir einstakling- inn. Starf hvers og eins er ekki aðeins leið til að afla tekna, held- ur hluti af sjálfsmynd einstakl- ingsins. Að sjá árangur af starfi sínu, að geta notið frumkvæðis síns og að eiga góða starfsfélaga er öllum mikils virði. Og ánægt starfsfólk er líklegt til að skila góðu starfi. Vinnuveitendur og launþegar eiga því sameiginlegra hags- muna að gæta, því sá sem ann starfi sínu og ber virðingu fyrir því er líklegur til að inna það vel af hendi. Sé aðbúnaður góður og starfsgleði ríkir á vinnustað — göfgar vinnan manninn. Á vorin er sáð fræjum þess sem koma skal. í dag hefst vinnuverndarár á íslandi. Ætl- unin er að sá fræjum aukins skilnings á því hve mikilvæg vinnuvernd er. Uppskeran mið- ast ekki við eitt ár — heldur alla framtíð. MetsöluUaö á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.