Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 Ríkissáttasemjari: Viðhorf kannað til frekari viðræðna Verkalýðsfélög kanna skoðanir fé- lagsmanna um áframhaldið Ríkissáttasemjari ræddi í gær við aðila vinnumarkaðarins um mögulegt framhald á viðræðum um nýja kjarasamninga. Fram kom að ólíklegt sé að viðræður hefjist fyrir páska en staðan Skoðanakönnun DV: Meirihluti andvíg’ur aðild að EB TÆPLEGA helmingur aðspurðra í skoðanakönnun DV var andvígur því að ísland sækti um aðild að Evrópubandalaginu. Fylgjandi að- ildarumsókn voru 15,7% en 34,5% voru óákveðnir og 1,5% neitaði að svara. Séu einungis teknir þeir sem af- stöðu tóku í könnuninni voru 75,5% á móti aðildarumsókn en 24,5% fylgj- andi. Skoðanakönnunin fór fram um síð- ustu helgi. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur því að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu? Úrtakið var 600 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. verður mctin á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Islands í dag. Verkalýðsfélag Borgarness og verkalýðsfélagið Þór á Selfossi efna til skoðanakannana um viðhorf fé- lagsmanna til kjarasamninga og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir að kvöldi fimmtudags eða morgni föstudags. í skoðanakönnuninni eru félags- menn beðnir um að velja einn kost af fjórum. Að kjarasamningur sam- kvæmt hugmyndum þeim sem for- seti ASÍ hefur sagt atvinnurekend- ur vera tilbúna til að fallast á verði undirritaður sem fyrst, að reynt verði að ná fram lítilsháttar lagfær- ingum á þeim hugmyndum, að slík- ur kjarasamningur sé ófullnægjandi og því beri að fresta viðræðum þar til útlit sé fyrir að betri samningur fáist, og loks hvort rétt sé að boða til verkfalls. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, sagð- ist leggja áherslu á að félagsmenn segi álit sitt og taki meiri þátt í ákvarðanatöku. „Það er gott að félagsmenn finni til ábyrgðar sinn- ar. Það er oft sagt að fámenn klíka stjórni verkalýðshreyfingunni en við hér leggum mikla áherslu að félags- menn almennt taki þátt í ákvarð- anatökunni," sagði Jón Agnar enn- fremur. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Ein borholanna sem unnið hefur verið að. Austur-Skaftafellssýsla: Unnið að tilraunaborun- um vegna jarðhitaleitar Hnappavöllum. AÐ undanförnu hefur verið unnið að tilraunaborunum vegna jarð- hitaleitar í Austur-SkaftafelIssýslu. Byrjað var að bora tvær holur í Skaftafelli og eina í Svínafelli I Oræfum en sjálfrennandi heitt vatn er í Jökulfelli í Skaftafelllsfjöllum. Þessar tilraunaholur eru 40 til Þetta er talið afsanna þá kenn- 50 metra djúpar og benda fyrstu ingu að Austur-Skaftafellsýsla mælingar til mikils hita dýpra í séá„köldu svæði“. jörðu. Fylgst verður náið með - S.G. holunum áfram. Ferðamálasamtök Suðurlands: Mótmælt að Geysis- gosum verði hætt Selfossi. HÖRÐ mótmæli voru samþykkt á aðalfundi Ferðamálasamtaka Suðurlands 4. apríl gegn ákvörðun Náttúruverndarráðs um að láta Geysi hætta að gjósa. Atalið var að ekkert samráð var haft við heimamenn eða hagsmunasamtök í ferðamálum á Suðurlandi. í ályktuninni var bent á að eng- in rök lægju að baki þessari ákvörðun Náttúruverndarráðs né kannanir. A fundinum kom fram að kunnugir telja að ef Geysir verði gerður óvirkur muni kísill hlaðast í gosrásir hans og hann „deyja“ endanlega á 10-15 árum. Þá var lögð áhersla á að Geysir gegnir miklu hlutverki varðandi áhuga ferðamanna á Suðurlands- svæðinu og umferð ferðamanna um það, innlendra og erlendra. Sig. Jóns. í nýja gróðurhúsinu á Sauðárkróki. Hitaveita Sauðárkróks: Morgunblaðið/Björn Bjömsson Nýtt gróðurhús tekið í notkun Sauðárkróki. UM ÞESSAR mundir er Hitaveita Sauðárkróks að taka í notkun nýtt gróðurhús sem reist hefur verið litlu norðar við aðaldælustöð veitunnar í Sauðármýrum. Ekki hefur áður verið stunduð ylrækt á Sauðárkróki nema í heimilisgróðurskálum og er þetta því ánægju- leg nýbreytni. Á síðasta ári samþykkti veitu- stjórn að reisa gróðurhús á svæði veitunnar í Sauðármýrum og skapa þannig garðyrkjufræðingi bæjar- ins aðstöðu yfir veturinn til að sinna innivinnu og undirbúningi fyrir sumarstörfin. Sagði Páll Pálsson veitustjóri að nú væri unnt að rækta öll sum- arblóm þau sem bærinn þyrfti tii sinna nota, matjurtaplöntur fyrir skólagarðana og á haustin að sá til græðlinga fyrir þau skógrækt- arstörf sem bærinn stendur fyrir. ) Nýja gróðurhúsið er um 180 fermetrar að flatarmáli og er nokkru stærra en í upphafi var gerð ráð fyrir. Sagði Páll það æti- unina að þetta svæði yrði á næst- unni skipulagt og notað í tengslum við húsið, m.a. með því að gróður- setja í skjólbelti og koma upp gróð- urreitum. Þá sagði Páll ennfremur að á þessu svæði væri ágætt rými fyrir fleiri gróðurhús til viðbótar ef eft- ir yrði leitað og gæti þá þetta svæði orðið vísir að garðyrkjustöð í eigu bæjarins og þeirra einstaklinga sem hugsanlega kynnu að hafa áhuga á því að stunda þarna ýmis- konar ræktun. - BB. Umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro: Ríki gerð ábyrg fyrir meng- un utan eigin landamæra Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Undirbúningsráðstefnu vegna alþjóðlegu umhverfisráðstefnunn- ar í Rio de Janeiro í júní lauk í New York á laugardag með sam- komulagi í grundvallaratriðum þar sem gert er ráð fyrir að ríki heims verði gerð ábyrg fyrir mengun sem þau valda utan landa- mæra sinna. Samkomulagið er í 27 liðum og kveður meðal annars á um að ríki heims hafi full yfirráð yfir náttúru- auðlindum sínum en hafí ekki rétt til að menga svæði utan landa- mæra sinna. Verði það samþykkt í Rio de Janeiro eru iðnríkin gerð sérstaklega ábyrg þar sem heimin- um stafi mikil mengunarhætta af þeim, auk þess sem þau hafi fjár- hagslegt bolmagn og þá tækni- þekkingu sem nauðsynleg er til að stemma stigu við mengun í heiminum. Ríkin á norðurhveli jarðar eru hvött til að draga úr þeirri framieiðslu og neyslu, sem valdi mestu umhverfisspjöllunum, en skorað er á suðræn ríki að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að stemma stigu við of mikilli mann- fjölgun. Á undirbúningsráðstefnunni fékkst hins vegar ekki úr því skor- ið hvernig fjármagna eigi hreinsun umhverfisins. Fátækari ríki heims vilja að iðnríkin veiti þeim fjár- hagsaðstoð til að hreinsa umhverf- ið vegna mengunar sem þau segja að auðugu ríkin séu ábyrg fyrir. Bandaríkjastjórn og Evrópuband- alagið hafa viðui'kennt að iðnríkin verði að taka á þessu máli en enn hafa engar fjárhagslegar skuld- bindingar komið fram. Ekki fallist á bann við los- un lággeislavirks úrgangs EKKI varð komist að samkomulagi um að fella bann við losun lággeislavirks úrgangs í hafið inn í drög að stefnuyfirlýsingu umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janeiro á undirbúningsfundi fyr- ir ráðstefnuna í New York. Hins vegar varð samkomulag um að losa ekki efni af þessu tagi í hafið meðan unnið væri að könnun á skaðsemi þeirra í hafi. Losun há- og milligeislavirks úrgangs í hafið er bönnuð. áherslu á að hér væri fyrst og fremst um fyrirbyggjandi ákvæði að ræða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um orðalag varðandi geislavirk efni í tengslum við hernaðarum- svif. Guðmundur Eiríksson, formað- ur sendinefndar á unclirbúnings- fundinum, sagði að ekki hafði ver- ið fallist á að fella bann við losun lággeislavirks úrgángs inn í stefnuyfirlýsingu umhverfisráð- stefnunnar í Rio. Aftur á móti hefði verið samþykkt að losa ekki slík efni í hafið meðan á könnun á áhrifum af losun þeirra og geymsiu í hafi stæði yfir. Eftir að sú könnun hefði verið gerð væri reiknað með að gerð yrði tímaá- ætlun um algjört bann við losun. Ákvæði um bann við geymslu geislavirkra efna nálægt hafi er í hornklofa í stefnuyfirlýsingunni þar sem allar þjóðir, að undan- skildum Bandaríkjunum, hafa samþykkt ákvæðið. Guðmundur sagði að hér væri átt við land- grunnin og nefndi sem dæmi að kolanámur undir hafi í Bretlandi féllu undir ákvæðið. Bannið nær til allra tilfella að því undanskildu að hægt sé að sýna fram á að geymslan hafi ekki hættu í för með sér. Lagði Guðmundur Leiðrétting Þau mistök urðu þegar kynnt voru úrslit í keppninni um Morgunblaðs- skeifuna á Hvanneyri í blaðinu í gær að sagt var að Þóra Elín Ein- arsdóttir hefði orðið í 5. sæti keppn- innar, en hið rétta er að Elín Ingi- björg Krisföfersdóttir hreppti 5. sætið. Hún keppti á hestinum Stíg- ajdébJrMqyst velyjrðingac á þess- um mistoku'm. ' ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.