Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 17 Sjálfgælur í eftir Þorstein Antonsson Vésteinn Ólason prófessor í bókmenntafræðum við Háskóla íslands kýs að gera persónu mína að blaðaefni með grein í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 19. mars síðastliðinn. Tilefnið er grein eftir mig í Lesbók blaðsins helgina áður. Vésteinn gerir að sérstöku um- talsefni samskipti mín við útgáfu bókmenntadeildar háskólans fyrir fimm árum sem reyndar voru ekki til þess fallin að þau yrðu tekin alvarlega. Dylgjur í grein Vésteins gefa þó tilefni til að fram komi annað sjónarmið á þau samskipti en hans sjálfs og þeirra samstarfs- manna hans sem hann sækir til fullyrðingar sínar. Fyrir nokkrum árum komst ég í kynni við merkisrit eitt sem þá lá óbirt í frumriti á handritadeild Landsbókasafns íslands. Hér er um að ræða langa sögu eftir lítt þekktan höfund sem uppi var á 18. öld, Eirík Laxdal. Fyrir forvitn- is sakir kynnti ég mér það sem skrifað hafði verið um söguna en það var lítið. Frumritið var torvelt aflestrar og svo var að sjá sem fáir ef.nokkur hefði lagt á sig að bijótast í gegnum það. Kannski hefur einnig fælt frá lestrinum vitnisburður um höfundinn sem allur var á einn og sama veg, að Eiríkur hafi verið sérvitringur og grillufangari. Sagan er til í einu eftirrit á safninu og bar ég saman mér til gamans frumrit og eftirrit; mér fannst hugsun höfundar frumleg og skörp. Eftirritið 'var til þess fallið að gefa glögga mynd af sögunni þótt fullrar nákvæmni gætti ekki. Þar sem ég er með þeim ósköp- um gerður að vera hvort tveggja í senn, sérvitringur og grillufang- ari, magnaðist með mér samstaða með höfundi við þessa kynningu, ég tölvusetti eftirritið. Þar með voru skilyrði fengin fyrir mig og aðra til að lesa söguna þótt ekki væri af fullkominni nákvæmni. Mér þótti sagan merk og sama gildir um þá sem eftirrit mitt lásu. Nú var orðið hægara um vik að lesa frumritið og þá með hliðsjón af eftirriti mínu og full ástæða til að leita eftir útgáfu á sögunni. Ég hafði þá þegar komið Bjólfs- kviðuþýðingu Halldóru B. Björns- son á framfæri, fangað þessar grillur frúarinnar, og vissi fyrir sérvisku mína að allir útgefendur eiga sér óskaverkefni; en eins lík- legt að það hafi gleymst fyrir löngu. Eg mæltist til samstarfs við bókmenntadeild háskólans um út- gáfu á sögu Eiríks Laxdals en deildin sinnir öðrum þræði útgáfu- málum. Kom eftirriti mínu á fram- færþ við umsjónarmenn háskóla- útgáfunnar, ásamt ljósriti af fyrir- myndinni og nokkrum blöðum úr frumritinu. Ég gerði grein fyrir erindi mínu við fulltrúa útgáfunn- ar, bæði munnlega og skriflega. Vésteinn fullyrðir í grein sinni að eftirrit mitt hafi verið óvandað. Kemur þó fram í grein Vésteins að hann kynnti sér rit mitt ekki á sínum tírpa. Vésteinn mun reyndar hafa dvalið erlendis þann vetur og því aldrei svo mikið sem litið þetta framlag mitt augum. Né heldur hefur hann lesið bókina útgefna eftir því sem marka má af skrifi hans. Helst útlit fyrir að bók- menntaprófessorinn hafi ekki lesið sögu Ólafs Þórhallasonar til þessa dags, eitt helsta menningarrit ís- lenskt frá 18. öld og meðal hinna merkari skáldsagna þjóðarinnar. Staðleysurnar hljóta að vera sóttar til samkennaranna. Um ósjálfstæði Vésteins ætla ég ekki að vera margorður en eftirfarandi eru þær staðreyndir sem prófess- orinn dregur dul á. Kennari við bókmenntadeild háskólans vakti athygli mína á bókaútgáfu deildarinnar og því að áhugi minn og umsjónarmanna útgáfunnar kypni að eiga samleið þar sem væri Ólafs saga Þórhalla- sonar. Tvö afrit bókarinnar áttu að gefa glögga mynd af því hvað á ferðinni var, en að sjálfsögðu of snemmt að leggja mat á vinnu- brögð mín yfirleitt. Tilmæli mín beindust að því að deildarmenn leggðu á ráðin um frekari frágang og sæju um útgáfuna. Viðbrögð fyrirsvarsmanna voru um tíma engin en með eftirgangsmunum að útgáfa kæmi ekki til greina: 1) vegna þess að ég hefði ekki próf frá deildinni, 2) vegna þess að í Arnastofnun neðar í húsinu væri verið að vinna að útgáfu á sögunni, og 3) í afriti mínu væri vitlaust skrifað bæjarnafn á bls. 18. Aðfinnslur þessar hafði um- Félagskonur með sýnishorn af þeim varningi sem verður í boði. Hringsbasar í Kringlunni KVENFÉLAGIÐ Hringurinn verður með páskabasar í Kringlunni föstudaginn 10. og laugardaginn 11. apríl nk. Þar verður ýmiskonar handunnið páskaskraut sem félagskonur hafa unnið. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur vilja hvetja alla vini og velunnara til að koma og stuðla þannig að eflingu Barnaspítalans og bættri umönnun sjúkra barna. (Frétiatiikynning) gróðurhúsi sjónarmaður útgáfunnar upp eftir öðrum, sjálfur hafði hann ekki kynnt sér handritið. Alúðlegt viðmót starfmanna á Arnastofnun varð til að með mér vaknaði á ný von um að hægt væri að koma kennurum bók- menntadeildarinnar í skilning um hvað fyrir lá. Árnastofnun vinnur m.a. að frágangi stafréttra texta til útgáfu, en útgáfa sú sem ég lagði til við bókmenntadeildina var með öðru sniði og meira í sam- ræmi við útgáfur deildarinnar. Hjá Árnastofnun fékk ég þær upplýs- ingar að þar væri unnið við frá- gang annarrar sögu eftir Eirík Laxdal, ekki þessarar sem ég var að forvitnast um, og viðleitni mín talin frekar en ekki þeirri útgáfu til framdráttar. Villuna á blaðsíðu 18 var auð- velt að leiðrétta og væntanlega aðrar síðar ef einhver hefði hug á því. Við prófleysi mínu varð ekk- ert gert, en auðvelt að smeygja sér fram hjá því þar eð mig skipti engu hvort annar sæi um að gera eftirrit mitt frambærilegt til út- gáfu eða hver skrifaður yrði fyrir þeirri útgáfu. Þessi hugsunarhátt- ur reyndist deildarmönnum í há- skólanum gersamlega ofviða. Fundur var haldinn í útgáfuráði deildarinnar, menn komu sér ekki Þorsteinn Antonsson „Þjónusta hinnar nýju stéttar er ekki við marxisma, ekki við kommúnisma, ekki einu sinni við sósíalisma heldur kerfi sem firrist mannlegt vit.“ saman og leystist fundurinn upp í miðjum klíðum. Þar munu tveir hafa verið með lífsmarki, þeir Matthías Viðar og Sveinn Skorri. Ólafs saga Þórhallasonar reynd- ist óskabók þeirra sem að bókaút- gáfunni Þjóðsögu standa. Enda er sagan augljóslega uppfull _af mannviti, hleypidómalitlu fólki. Ég og samstarfskona mín, María Anna Þorsteinsdóttir, endur- skoðuðum afrit mitt með hliðsjón af frumriti Eiríks Laxdals og þannig á víxl uns við töldum okk- ur hafa lesið það sem lesið yrði í frumritinu og þá munaði mjóu að allt væri lesið. Bókin var gefin út fyrir almennari markað en þær sem bókmenntadeildin kostar, og á þeim árum sem liðin eru síðan hefur sagan haft mikil og án efa varanleg áhrif, — prófessorinn ætti að vinda sér í lesturinn svó hann geti rætt við nemendur sína en ekki bara sagt þeim fyrir um hvernig þeir eigi að hugsa. Vésteinn dregur strik yfir sam- starfskonu mína við útgáfuna í grein sinni og nú er lag að fara að eins og hann, vera óspar á dylgjurnar. í staðinn bendi ég á ummæli í grein minni sem tekin eru upp í efnisyfirliti menningar- ritsins sem Vésteinn svo kallar: Þjónusta hinnar nýju stéttar er ekki við marxisma, ekki við kom- múnisma, ekki einu sinni við sós- íalisma heldur kerfi sem firrist mannlegt vit. Grein Vésteins er staðfesting þessara orða. Höfundur er rithöfundur. SUZUKIVITARA JLXi - 5 dyra - árgerð 1992 Lipur og öflugur lúxusjeppi Staðalbúnaður í Suzuki Vitara, 5 dyra ' 1.6 I, 96 ha. vél með raf- stýrðri bensíninnsprautun * Snertulaus kveikja * 5 gíra skiptir m/yfirgír eða 4 gíra sjálfskipting m/yfirgír og sportstillingu/sparnaðarstill- ingu * Aflstýri * Samlæsing hurða * Rafmagnsrúðuvindur * Rafstýrðir speglar * Höfuðpúðar á fram- og aftur- sætum * Barnalæsingaráafturhurðum * Veltistýri * Halogenökuljós m/dagljósa- búnaði * Þokuljós að aftan * Útvarpsstöng * Gormafjöðrun * Diskahemlarað framan, skálar að aftan * Grófmynstraðir hjólbarðar, 195x15 * Varahjólsfesting * Snúningshraðamælir * Klukka * Vindlingakveikjari * Hituð afturrúða * Afturrúðuþurrka og sprauta * Kortaljós * Fullkomin mengunarvörn m/efnahvarfa * Stuðarar, hurðahúnar og speglar í samlit * Vönduð innrétting * Litaðar rúður * Hlifðarlistar á hliðum * Sílsahlífar * 55 lítra bensíntankur m/hlífð- arpönnu * Hreinsibúnaður fyrir aðalljós * Upphituð framsæti * Framdrifslokur Verð 5 gíra: 1.696.000 Sjálfskiptur: 1.823.000 Til afgreiðsiu strax. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 685100 V7íara er með sjálfstæða burðargrind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.