Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
29
Frumvarp um almenna fullorðinsfræðslu:
Ein rammalöggjöf
væri besti kosturinn
ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra hafði í
gær framsögu fyrir frumvarpi til laga um almenna
fullorðinsfræðslu. Þingmenn tóku máli menntamála-
ráðherra vel. Það væri ekki vonum seinna að löggjaf-
inn kæmi nærri þessum málum en þeir gagnrýndu
nokkuð að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra vili einnig veita þessum málum nokkra tilsjón.
Hún hefur lagt fram frumvarp um almenna starfs-
fræðslu í atvinnulífinu sem yrði undir forsjón félags-
málaráðuneytisins. Menntamálaráðherra sagði að
hann sjálfur teldi æskilegast að hafa eina ramma-
löggjöf um fullorðinsfræðslu á vegum menntamála-
ráðuneytisins en samkomulag væri um þessa tví-
skiptu niðurstöðu frá því í tíð fyrri ríkisstjórnar.
Ölafur G.
Einarsson
Menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, sagði þau orðin átján
árin síðan fyrst var mælt fyrir frum-
varpi um fullorðinsfræðslu. Síðar.
hefðu nokkrar tilraunir verið gerðar
til að setja löggjöf um þessi efni en
ekki tekist. Það frumvarp sem hann
nú mælti fyrir byggði í meginatriðum
á frumvarpi sem fyrirrennari hans,
Svavar Gestsson, hefði tvívegis lagt
fram. Það frumvarp byggði á niður-
stöðu sem fulltrúar menntamála-
ráðuneytisins og félagsmálaráðu-
neytisins komust að snemma árs
1989 um að stefnt skyldi að sér-
stakri löggjöf um starfsmenntun í
atvinnulífinu sem heyrði til verksviði
félagsmálaráðuneytisins, og annarri
um almenna fullorðinsfræðslu sem
heyrði til verksviði menntamálaráðu-
neytisins.
Menntamálaráðherra sagði að
þegar frumvarp Svavars hefði verið
rætt hefði hann sagt sína skoðun að
hann teldi æskilegast að hafa eina
rammalöggjöf um fullorðinsfræðslu
á vegum menntamálaráðuneytis en
tryggja tengsl við önnur fagráðu-
neyti og ekki hvað minnst aðila vinn-
umarkaðarins. Núverandi mennta-
málaráðherra sagði þessa skoðun
sína óbreytta. En hann benti jafn-
framt á að nú væri í umfjöllun Al-
þingis frumvarp félagsmálaráðherra
um starfsmenntun í atvinnulífinu.
Varð það því hans niðurstaða á þessu
stigi málsins að brýnt væri að frum-
varp tii laga um almenna fullorðins-
fræðslu fylgdi í kjölfarið. Þessi tvö
frumvörp ásamt ákvæðum í fram-
haldsskólalögum myndu að mestu
ná yfir alla fullorðinsfræðslu.
Með fullorðinsfræðslu er átt við
þá fræðslu sem fullorðnum stendur
til boða í skólakerfinu, t.d. í öldunga-
deildum framhaldsskóla, á námskeið-
um á vegum annarra skóla og tóm-
stundanám ýmiss konar sem boðið
er af mörgum aðilum, svo sem fræðs-
lusamtökum, einkaskólum og ein-
staklingum. Ráðherra lagði áherslu
á mikilvægi þess að löggjöf á sviði
fullorðinsfræðslu mætti ekki slæva
það frumkvæði sem þegar væri fyrir
hendi á þessu sviði hjá fjölmörgum
samtökum, fyrirtækjum, skólum og
einstaklingum.
Menntamálaráðherra sagði að
meginmarkmið þessa frumvarps
væru að stuðla að jafnrétti fullorð-
inna til að afla sér menntunar án
tillits til búsetu, aldurs, kyns, starfs
eða fyrri menntunar. Annað megin-
markmið frumvarpsins væri að skapa
fræðsluaðilum betri starfsskilyrði
þannig að þeir gætu boðið fullorðnu
fólki upp á fjölbreyttari kosti, betri
námsaðstöðu og hagstæðari kjör.
Peninga þarf
Meðal þess sem frumvarpið kveður
á um er skipun fullorðinsfræðslu-
ráðs. Hlutverk ráðsins verður að vera
stjómvöldum til ráðuneytis um meg-
instefnu og áhersluþætti í fullorðins-
fræðslu svo sem um námsframboð,
forgang verkefna og hópa. Ráðinu
er einnig ætlað að vera samtengj-
andi aðili fyrir almenna fullorðins-
fræðslu og starfsmenntun í atvinn-
ulífinu. Ein helsta breyting sem gerð
hefur verið frá frumvaipi fyrrverandi
menntamálaráðherra er sú að mennt-
amálaráðherra er ætlað að kveða á
um skipan ráðsins með reglugerð en
fyrra frumvarp gerði ráð fyrir þrett-
án manna ráði og skyldu tólf þeirra
vera skipaðir af ákveðnum samtök-
um eða aðilum.
Menntamálaráðherra dró enga dul
á að til þess að ná markmiðum frum-
varpsins yrði að veita nauðsynlegu
fé til verkefnanna. 11. gr. frumvarps-
ins gerir ráð fyrir stofnun menntun-
arsjóðs fullorðinna. Úr sjóðnum er
ætlað að fé renni fyrst og fremst til
þeirra sem sjá um og skipuleggja
fullorðinsfræðslu, en einnig er ætiað
að veita fé til þróunarstarfs, skipu-
lags- og undirbúningsvinnu. Enn-
fremur til samninga og útgáfu á
námsefni og til stjórnunar- og
kennsiukostnaðar. Geit væri ráð fyr-
ir að til sjóðsins rynnu framlög úr
ríkissjóði ásamt þeim tekjum sem
sjóðurinn aflaði sér með útgáfu og
fieiru. En ráðherra var knúinn til að
benda á að nokkuð mikið fjármagn
þyrfti til að lyfta grettistaki á þessu
sviði. í fjárlögum ársins 1992 væri
framlag ríkissjóðs til almennrar full-
orðinsfræðsiu 15,9 milljónir. Það
mátti skýrt skilja að menntamálaráð-
herra teldi að betur þyrfti ef duga
skyldi til grettistaka.
Að endingu lagði menntamálaráð-
herra til að þessu frumvarpi yrði vís-
að til menntamálanefndar.
Betra tvöfalt en ekkert
Hjörleifi Guttormssyni (Ab-Al)
þótti sú saga ófögur að það væru
nú nærri tveir áratugir síðan frum-
varp til laga var lagt fram um þessi
efni. Og nú stæðu þingmenn frammi
fyrir því að koma á löggjöf. Hjörleifi
var það tilefni harms og gagnrýni
að ekki hafði auðnast að hafa öll
fræðslumál fullorðinna í einu ráðu-
neyti menntamála. Menntamálaráð-
herra hefði vikist undan átökum við
félagsmálaráðherrann sem sækti
jafnan sitt mál af miklu harðfylgi.
Þessi niðurstaða sem nú væri stefnt
að var að mati Hjörleifs „ambögu-
leg“. Vísaði hann til þeirra athuga-
semda sem gerðar hefðu verið í
umræðum og einnig nefndaráliti
minnihluta félagsmálanefndar um
frumvarpið um starfsmenntun í at-
vinnulífinu. Hann hvatti til þess að
þingmenn „reyndu að vinda ofan af
þessari vitleysu“. Hann vildi að dok-
að yrði með frumvarp félagsmálaráð-
herrans og að menntamálanefnd
færi svo ofan í saumana á þessu
frumvarpi sem nú væri rætt með
hliðsjón af gjörningi félagsmálaráð-
herrans.
Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne)
kvaðst hallast að þeirri skoðun að
ekki ætti að dreifa þessum fræðslu-
málum á marga staði. En ræðumað-
ur sagði að úr því sem komið væri
yrði að reyna það fyrirkomulag sem
nú sýndist vera orðin niðurstaða um.
En Valgerður benti jafnframt á að
frumvarpið gerði ráð fyrir að lögin
yrðu endurskoðuð eftir fjögur ár.
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) tók
undir gagnrýni fyrri ræðumanna en
lét þess líka getið að betra væri að
fá þessa Iöggjöf þótt tvískipt væri,
heldur en ekki neitt. Pétur Bjarna-
son (F-Vf) taldi frumvarpið mjög til
góðs en þingmaðurinn kvaðst hafa
tilhneigingu til að telja þessum
fræðslumálum best komið í umsjá
menntamálaráðuneytis þótt nú ættu
þau að fara fram undir tvennum lög-
um. Ræðumaður lagði áherslu á að
nauðsyn væri að hafa eftirlit og sam-
ræmingu á fræðslu og námskeiða-
haldi hinna ýmsu aðila. Ræðumaður
benti einnig á að allt kostar peninga
og að aukin áhersla á fullorðins-
fræðsluna mætti ekki verða tii þess
að drægi úr grunnmenntun. Grunn-
skólar og framhaldsskólar yrðu að
halda sínum kjörum jafnframt því
að við sæktum fram á nýjum mennt-
unarvettvangi.
Olafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra þakkaði þingmönnum
góðar undirtektir. Hann vísaði til
fyrri ummæla sinna um að hann teldi
skynsamlegra að menntamálaráðu-
neytið hefði forsjá þessara mála. En
ráðherrann benti á að samkomulag
um þessa tilhögun hefði einnig verið
gert í tíð fyrri ríkisstjórnar. Væri
ekki annað að sjá en að fulltrúar
allra þingflokka, að Kvennalista frá-
töldum, hefðu einhvern tímann sam-
þykkt þessa tilhögun.
Umræðu varð lokið en atkvæða-
greiðslu var frestað.
Botndýr eru líka
matur og verðmæti
Tillaga um rannsóknir botndýra í Breiðafirði
ÞAÐ ERU víðar verðmæti en í þorski og ýsu, segir Sturla Böðvars-
son (S-Vl). Hann mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um rann-
sóknir á botndýrum í Breiðafirði. Meðflutningsmenn Sturlu eru Ingi-
björg Pálmadóttir (F-Vl), Jóhann Ársælsson (Ab-VI) og Guðjón Guð-
mundsson (S-VI).
Þessi þingsályktunartillaga Vest-
lendinga gerir ráð fyrir að fela sjáv-
arútvegsráðherra að láta fara fram
rannsókn á botndýrum í Breiðafirði
í samvinu við vinnslustöðvar og
útgerðir skelbáta við Breiðafjörð.
Tilgangur rannsókna verði að leita
nýrra hörpudiskmiða á Bréiðafirði,
meta betur en gert hefur verið
hörpudiskmiðin og kanna aðrar
dýrategundir sem nýtanlegar kunna
að vera.
Stuttar
þingfréttir
Tveir til Rio
Forsætisnefnd Alþingis hvik-
ar ekki frá þeirri ákvörðun að
senda einungis 2 fulltrúa á
umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Rio De Janeiro í
Brasilíu næsta sumar, þrátt.
fyrir tilmæli þingflokks Alþýðu-
bandalags um að fulltrúum allra
flokka verði tryggð þátttaka.
Forsætisnefndin tekur þessa
ákvörðun vegna þess að við
núverandi efnahag á ríkisbúinu
eru þess litil efni hjá Alþingi
að mæta þeim kostnaði sem
hlytist af því að senda fulltrúa
allra flokka. Forsætisnefnd Al-
þingis mun greina þingflokki
Alþýðubandalagsins formlega
frá þessari ákvörðun með bréfí.
Framsögumaður benti á þá stað-
reynd að eftir því sem þrengdist
um veiðiheimildir skipa sem stund-
uðu bolfískveiðar, yrði æ mikilvæg-
ara að stunda rannsóknir annarra
fiskistofna og nýtanlegra botndýra.
Sturla sagði skelveiðar hafa verið
stundaðar við Breiðafjörðinn í rúma
tvo áratugi með ágætum árangri.
En nú hefði Hafrannsóknastofnun
lagt til verulegan samdrátt veiða á
hörpudiski án þess að rannsóknir
hefðu verið auknar. Og aðrar botn-
dýrategundir hefðu ekki verið rann-
sakaðar að nokkru marki. Sjómönn-
um sem stunduðu skelfiskveiðar
þætti þetta laklegt og teldu nauð-
synlegt að auka rannsóknir og
væru reiðubúnir til að taka þátt í
rannsóknarverkefni sem miðaðist
við að rannsaka veiðisvæði hörpu-
disks og annarra botndýra.
’ Sturla vitnaði til greinargerðar
Hrafnkels Eiríkssonar fískifræð-
ings en þar kemur fram að full
ástæða er til að huga að nýjum
möguleikum í fískveiðum og er
Breiðafjörður eitt af líklegri svæð-
um til árangurs, a.m.k. hvað varðar
skeldýr og önnur botndýr.
Aðrir þingmenn tóku undir mál-
flutning Sturlu. Við yrðum að leita
allra leiða til að nýta það sem ægir
gæfi. Engin ástæða væri til að fúlsa
við fisktegundum sem við þekktum
lítt og hefðu kannski ekki þótt lysti-
legar. Það hefðu t.d. þótt tíðindi í
eina tíð að hægt væri að nýta kvik-
indi kallað sæbjúga til útflutnings
og matar.
Tryggjum rétt skyldusparenda
Frumvarp Kristins H. Gunnarssonar
„ÞAÐ VERÐUR að teljast réttlætismál fyrst í lög eru leidd ákvæði sem
skylda ungmenni til skyldusparnaðar að löggjafinn gæti réttar þeirra
og tryggi eftir föngum að sparnaðurinn glatist ekki,“ segir Kristinn
H. Gunnarsson (Ab- Vf) stjórnarmaður í Húsnæðisstofnun ríkisihs.
Kristinn leggur fram lagafrumvarp sem lögmaður stofnunarinnar hef-
ur saniið.
Samkvæmt lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins er íslenskum ung-
mennum skylt að spara 15% af laun-
urn fram að 26 ára aldri. Launagreið-
andi er skyldugur til að halda eftir
af launum ungmenna og standa skil
á þessu fé inn á reikninga hjá Bygg-
ingarsjóði ríkisins. Það hefur borið
við að á þessu hafi orðið misbrestur
og hafa stundum tapast umtalsverð-
ar fjárhæðir.
Frumvarp það sem Kristinn H.
Gunnarsson leggur fram gerir ráð
fyrir því að ef launagreiðandi standi
ekki skil á skyldusparnaði sem hann
hafí tekið af launum starfsmanns
síns, geti launþeginn að liðnum
tveimur mánuðum frá útborgun
launa óskað eftir innlausn kröfunnar
hjá félagsmálaráðuneytinu eða þeim
aðila sem ráðuneytið hefur samið við
um að annast slík mál. Sinni launa-
greiðandi ekki áskorun um að greiða
skuldina skal
krafan innieyst og
skuldin greidd úr
ríkissjóði inn á
reikning skyldu-
sparanda hjá
Byggingarsjóði
ríkisins, enda liggi
fyrir framsal
skyldusparanda á
kröfunni til ríkis-
sjóðs. Þetta skal
gera innan fjögurra mánaða frá því
að krafa launþegans var sett fram.
Greiða skal höfuðstól og samfellda
dráttarvexti eins og þeir eru auglýst-
ir hvetju sinni af Seðlabanka ís-
lands. Krafan skal studd gögnum um
fjárhæð hennar og gjalddaga, s.s.
launaseðlum. Ekki skipti máli hvort
bú launagreiðandans hafi verið tekið
til gjaldþrotaskipta eða ekki. Á inn-
leysta skyldusparnaðarkröfu ríkis-
Kristinn H.
Gunnarsson
sjóðs falli 7,5% viðurlög við innlausn-
ina. Á kröfuna reiknast síðan drátt-
arvextir, eins og þeir eru ákveðnir
hveiju sinni. Kröfu skyldusparanda
vegna vangreidds skyldusparnaðar
og kröfu ríkissjóðs vegna innleystrar
skyldusparnaðarkröfu fylgir lögtaks-
réttur.
Kristinn H. Gunnarsson segir það
hafa verið mikið áhyggjuefni hjá
Húsnæðisstofnunni hve erfiðlega
hafi gengið að að fylgjast með því
að launagreiðendur skiluðu skyldu-
sparnaði og einnig stofnunin hefði
fá úrræði til að knýja fram greiðsl-
ur. T.d. námu vanskil launagreið-
enda, sem voru eldri en sex mánaða,
við Húsnæðisstofnunina í febrúar á
þessu ári, samtals um 25,4 milljónum
króna, og væru þá ótalin þau van-
skil launagreiðenda sem ekki hefðu
komið til innheimtu hjá Húsnæðis-
stofnuninni. Kristinn lét þess einnig
getið að í lögunum um ráðstafanir í
ríkisfjármálum á árinu 1992, svo-
nefndum „bandormi", væru ákvæði
sem takmörkuðu ábyrgð ríkissjóðs
verulega. Hagsmunir skylduspar-
enda hefðu verið fyrir borð bornir
og var þó ekki á bætandi.
í frumvarpinu eru sett viðuiiög: „
Laúriagreiðándi, seiri vanrækir áð
taka skyldusparnað af starfsmanni
samkvæmt lögum þessum eða van-
rækir að skila því sem hann hefur
tekið af launum starfsmanna sinna,
skal sæta sektum allt að 1.500.000'’'
kr. miðað við gi'unn lánskjaravísitölu
í mars 1992. Hámark sektar fylgir
lánskjaravísitölu. Sé um refsivert
brot að ræða skal launagreiðandi
jafnframt sæta refsiábyrgð sam-
kvæmt almennum hegningarlögum."
Kristinn H. Gunnarsson dróg ekki
dul á það að samþykkt þessa frum-
varps, ef að lögum yrði myndi kosta
ríkissjóð töluvert fé. Það væri erfitt
að tilgreina nákvæma íjárhæð. E.t.v.
mætti áætla að heildarútgjöld yrðu
um 75 miHjónir króna en á móti
kæmi að þess mætti vænta að veru-
legar fjárhæðir næðust aftur inn mecf
innheimtuaðgerðum og kærum.
Einnig vildi hann benda á að margar
kröfur sem frumvarpið næði til
myndu hvort eð er falla á ríkissjóð
vegna ríkisábyrðar.
„Það þykir ekki góð latína að auka
kostnað ríkissjóðs þessa dagana,"
sagði flutningsmaður frumvarps-
ins.„En það hlýtur að vera enn verra
mál að láta ungmenni sem ekki
þekkja sinn rétt eða kannski rétt-
’ leýsi' borgá.“