Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
©1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate
„Jfann sagál aá 'eg gxtl fengiámorgan-
veróínn i rúmiá d hwrjunn morgrvo."
Auglýsið til sölu eignir mínar arlaunin, en gott væri að fá
í tniðbænum ... þau tvisvar í mánuði...
BRÉF TTL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Blaðafulltrúa Flugleiða svarað
Frá Krístjáni Guðmundssyni:
í MORGUNBLAÐINU sunnudag-
inn 26. mars er viðtal við blaðafull-
trúa Flugleiða þar sem hann leitast
við að svara grein undirritaðs frá
föstudeginum 24. mars varðandi
kaup Flugleiða á innfluttum inn-
réttingum. Vegna ummæla blaða-
fulltrúans vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Það er ánægjulegt að það skuli
„almennt vera stefna Flugleiða að
halda útboð vegna framkvæmda“,
eins og blaðafulltrúinn kemst að
orði. Það er hins vegar sorglegt að
vita til þess að allavega þegar inn-
réttingar Hótel Loftleiða hafa átt í
hlut, hafa útboð ýmist ekki verið
viðhöfð eða þau verið hreint klúð-
ur. Blaðafulltrúinn segist í viðtalinu
SJUKRASAM-
LAG EÐAEKKI
SJÚKRASAMLAG?
Ólafur H. Torfason:
Afbragðskonan Ásta R. Jó-
hannesdóttir tekur mig á kné
sér í Morgunblaðinu um daginn
og útskýrir hvers vegna Sjúkra-
samlag Reykjavíkur sé hvorki
né eigi að vera í símaskránni.
„Sjúkrasamlög" tilheyra fortíð-
inni, segir hún, voru lögð niður
1990. Tilefni þessara leiðbein-
inga Ástu var hrakningasaga
mín hér í dálkunum yfir því að
þurfa í spæjarastíl að hringja í
þijú símanúmer og fara á tvo
staði til þess eins að þefa uppi
skrifstofu sem gefur út reyk-
vísk „sjúkrasamlagsskírteini",
en ég er nýfluttur í lögsagnar-
umdæmið. Sjúkrasamlög Hafn-
arijarðar, Kópavogs og Garða-
bæjar eru hins vegar öll enn
ekki vita hvað ég eigi við í grein
minni hvað þetta varðar og vil ég
nú reyna að hressa upp á minni
hans.
Dæmi 1.
Árið 1986 var viðhaft lokað út-
boð á húsgögnum þar sem 8 inn-
lendir framleiðendur gerðu tilboð.
Lægsta tilboðið var frá innlendum
framleiðanda, lægra en tilboð sem
áður hafði verið aflað frá umboðs-
aðila erlends framleiðanda, og einn-
ig lægra en kostnaðaráætlun. Sér-
fræðingar mæltu með því að lægsta
innlenda tilboðinu yrði tekið. Mán-
uði eftir að útboðið fór fram var
tilbjóðendum hins vegar tilkynnt
að tilboði frá umboðsaðila erlends
framleiðanda, sem ekki tóku þátt í
útboðinu, hefði verið tekið. Endir
þessa máls varð sá að Flugleiðir
skráð greinilega í símaskrá og
ekkert mál að rata þangað.
En hvað sem vilja Alþingis
og fræðslu Ástu líður þá stend-
ur engu að síður efst á
splunkunýju plastkorti sem ég
fékk greiðlega í Tryggvagötu
28 fyrir skemmstu: „SJÚKRA-
SAMLAG REYKJAVÍKUR".
Að neðan er greypt tímasetning
útgáfunnar í mars 1992, nafn
mitt og heimilislæknis. Mér
hefur því lánast, a.m.k. að nafn-
inu til, að ganga í Sjúkrasamlag
Reykjavíkur tveimur árum eftir
brotthvarf þess úr heimi og sím-
askrá. Mér heyrist líka allir enn
kalla þessi plastspjöld „sjúkra-
samlagsskírteini". Hvert skyldi
vera hið rétta nafn gripanna?
En vitaskuld skiptir engu hvort
það stendur Eimskipafélag ís-
lands eða Sjúkrasamlag
Reykjavíkur á plastkortunum,
bara ef þau virka í heilbrigðis-
kerfínu.
urðu að biðjast velvirðingar á
tæknilegum mistökum, við fram-
kvæmd útboðs, eftir að stjórn Versl-
unarráðs íslands hafði ályktað að
Flugleiðum hefðu orðið á slæm
mistök.
Dæmi 2.
Árið 1990 lét Hótel Loftleiðir
fara fram verðkönnun vegna inn-
réttinga í 100 herbergi. Þá átti
ekki að gefa íslenskum framleið-
endum kost á að gefa verð í verkið
en á síðustu stundu tókst einum
framleiðanda, aðallega fyrir eigið
harðfylgi, að fá að taka þátt í könn-
uninni. Niðurstaðan varð sú að vald-
ar voru erlendar innréttingar, mun
dýrari en frá íslenska framleiðand-
anum.
Dæmi 3.
Og nú síðast í mars 1992 hefur
verið samið við innflytjanda um
innréttingar í 30 herbergi, án út-
boðs og án þess að íslenskum fram-
leiðendum hafi verið gefinn mögu-
leiki á að taka þátt í verkinu. Sú
skýring blaðafulltrúans að tíma-
skortur hafi ráðið því að verkið var
ekki boðið út er ekki trúverðug í
Ijósi þess að ákveðnum umboðsaðil-
um (umboðsaðila?) gafst kostur á
að bjóða í þetta verk, en ekki ís-
lenskum framleiðendum. Hvers
vegna, Einar Sigurðsson? íslenskir
framleiðendur vilja mun fremur frá
svar við því en hvernig Flugleiðir
standa að tölvu- og eldsneytiskaup-
um.
Á undanförnum árum hafa fy'öl-
mörg fyrirtæki í húsgagna- og inn-
réttingaiðnaði unnið markvisst að
því að styrkja sig í samkeppni við
innflutning. Það hefur verið gert
með margvíslegum hætti, s.s. sam-
starfi við hönnuði, átaki í gæðamál-
um og vöruþróun auk þess sem
vöruvottunarkerfi hefur verið tekið
í notkun. Þess vegna er súrt að það
skuli fínnast svo mikið sem eitt
dæmi um að íslenskir framleiðendur
séu ekki virtir viðlits þegar um verk-
efni innanlands er að ræða. Og allra
síst ef Flugleiðir eiga í hlut.
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
framkvæmdastjóri Félags hús-
gagna- og innréttingaframleið-
enda, Hallveigarstíg 1, Iteykjavík.
VELVAKANDI
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
Kjarasamningar, eða kjara-
, samningaleysi eru á margra
vörum þessa dagana. Víkverji verð-
ur þess var í hópi vina og kunn-
ingja að vaxandi áhyggjur eru með-
al margra launþega vegna hins
slæma atvinnuástands sem virðist
ætla að verða viðvarandi, a.m.k.
hér á höfuðborgarsvæðinu. Mið-
aldra og eldra fólk sem misst hefur
atvinnu sína, vegna þess að verið
er að endurskipuleggja rekstur fyr-
irtækis þess sem það vann hjá eða
fyrirtækið er að hætta rekstri, horf-
ir nú fram á annars konar mögu-
leika til þess að fá nýja atvinnu,
en oftast áður. Flestir sem svo er
ástatt um virðast hafa fulla ástæðu
til þess að óttast um hag sinn. Vík-
veiji þekkir mýmörg dæmi þess að
fólk sem hefur misst atvinnu sína
undanfarna mánuði og misseri, fær
ekkert annað að gera, þrátt fyrir
geysilega fyrirhöfn við að leita sér
nýrrar atvinnu.
XXX
Annað sem hefur komið Vík-
veija á óvart í þessu sam-
bandi eru staðhæfingar ákveðinna
manna í þá veru að hér hafi átt sér
stað bullandi launaskrið niður á við
á undanförnum mánuðum. Góð-
kunnungi Víkveija, úr hópi atvinnu-
rekenda segir Víkveija að launa-
skrið niður á við hafi hafist að ein-
hveiju marki á miðju sl. ári og hann
segir að þessi þróun sé einnig að
mestu bundin við Stór-Reykjavíkur-
svæðið. Atvinnurekendur sem séu
að endurskipuleggja hjá sér rekst-
urinn og hagræða, fækki í mörgum
tilvikum starfsmönnum við slíka
endurskipulagningu. Þegar komi að
því að ráða þurfí nýja starfsmenn
í stað þeirra sem hætta, t.d. vegna
aldurs, eða af öðrum ástæðum sé
annað starfsfólk, ekki síður hæft
og til starfans menntað, ráðið í
störfin sem losnað hafa, en bara á
mun lægri launum en þeir starfs-
menn höfðu sem úr störfunum
hurfu. Þetta geti atvinnurekendur
leyft sér, þar sem eftirspurn eftir
störfum sé miklum mun meiri en
framboð.
xxx
Kannski er mun meira til í því
en menn hafa haldið, að laun-
þegar almennt, ekki síður en at-
vinnurekendur, vilji ekkert fremur
en ganga frá gerð nýrra kjarasamn-
inga og það hið allra fyrsta. Vík-
veija heyrist í kunningjahópi að
menn telji liggja ljóst fyrir um hvað
er hægt að semja. Kakan sem til
skiptanna sé muni ekki stækka við
það að samningar dragist á langinn
og því sé í sjálfu sér ekki eftir neinu
að bíða. Ekki svo að skilja að Vík-
veiji hafi skilið launþega á þann
veg að þeir eigi von á miklum kjara-
bótum í þeim samningum sem ein-
hvern tíma munu væntanlega tak-
ast - heldur hitt að menn líti þann-
ig á að kjarasamningar muni
tryggja hér áframhaldandi stöðug-
leika, lágt verðbólgustig, auk þess
sem þeir renna hýru auga til þeirr-
ar raunvaxtalækkunar sem bankar,
lífeyrissjóðir og stjórnvöld hafa lof-
að að fylgi í kjölfar nýrra kjara-
samninga.
XXX
Yfír í allt aðra sálma. Hvers
vegna senda þeir ekki bara
Ríótríó?