Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992_
GATT á heildsöluprís
eftirHelgu Guðrúnu
Kötturinn í sekknum
í nýútgefínni skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands fyrir
Neytendafélag höfuðborgarsvæð-
isins er fjallað um áhrif samnings-
draga að nýju GATT-samkom-
ulagi á verð landbúnaðarafurða
hér á landi.
Margt bendir til að þetta ágæta
félag hafí verið að kaupa köttinn
í sekknum. Ekki aðeins eru niður-
stöður skýrslunnar klisjukenndar.
í henni er farið villandi með talna-
gögn og þýðingarmiklar ályktanir
eru dregnar af hæpnum forsend-
um eins og t.d. að um 40-760%
mismunur sé á verði landbúnaðar-
afurða á íslandi og í Noregi.
Listin að spara megabætin
Meginniðurstaða skýrslunnar
er sú að neytendur megi vænta
8-25% lækkunar á búvörum hér
á landi verði nýtt GATT-sam-
komulag að veruleika. Athyglis-
vert er með hvaða hætti komist
er að þessari niðurstöðu í skýrslu
Hagfræðistofnunar. Þar er ein-
göngu stuðst við útreikninga á
heildsöluverði. Á þessum forsend-
um er síðan ályktað stórt um áhrif
væntanlegs GATT-samkomulags
á matvöruverð til neytenda. Síðan
hvenær hefur smásöluverð breyst
í fullkomnum takti við heildsölu-
verð? Að ég tali nú ekki um smá- -
söluverðið hér á landi þar sem lít-
ill markaður, of margir milliliðir
og hátt virðisaukaskattstig eru
dæmi um þætti sem hafa veruleg
eftir Brynhildi Briem
í desember síðastliðnum kom
út hjá Bókaforlaginu Iðunni bókin
„Södd og sæl á fyrsta ári“ eftir
Laufeyju Steingrímsdóttur, nær-
ingarfræðing. Þarna er á ferðinni
kærkomið rit um æskilegt matar-
æði fyrir hina verðandi móður,
konur með börn á bijósti og fyrir
börn bæði á fyrsta ári og á for-
skólaaldri. Aðaláherslan er þó
lögð á börn á fyrsta ári. Fram að
þessu hefur ekki verið um auðug-
an garð að gresja, ef foreldrar og
þeir sem annast ungböm hafa
viljað afla sér faglegra upplýsinga
á íslensku um hvað eigi að gefa
baminu að borða.
í byijun er fjallað un næringu
á meðgöngutíma því þar hefst í
rauninni næring ungviðisins.
Stiklað er á stóm um æskilega
þyngdaraukningu á meðgöngu.
Þá er rætt um aukna þörf fyrir
ýmis næringarefni á þessu tíma-
bili og bent á leiðir til að uppfylla
þessa þörf, einkum þó þörfina
fyrir járn og kalk. Þá tekur við
kafli um mataræði móður með
barn á bijósti. Auk þess er bent
á ýmsar leiðir út úr þeim vanda
sem upp kann að koma við upp-
haf bijóstagjafar.
Þá er komið að barninu sjálfu.
í næstu köflum er tekin fyrir
næring ungbarna. Fyrst er fjaliað
um eiginleika móðurmjólkurinnar
og kosti bijóstagjafar. Síðan er
rakið æskilegt mataræði fyrir
börn stig af stigi eftir vaxandi
áhrif á endanlegt vömverð.
Hagfræðistofnun styðst líklega
við heildsöluverð í stað smásölu-
verðs vegna þess að skýrslan
byggir að stóram hluta á sams
konar athugun, sem gerð var á
vegum háskólans í Bergen í Nor-
egi. í raun er íslenska skýrslan
að nokkur leyti aðeins staðfæring
á verki sem aðrir hafa unnið. Þetta
ber vitaskuld lofsverðu aðhaldi
vitni að spara sér margra mega-
bæta verk með þessum hætti. En
sem félagi í Neytendasamtökun-
um til margra ára fínnst mér þetta
grátlegt dæmi um þá áráttu að
eyða krónunni og spara eyrinn.
Það sem skiptir máli er smásölu-
verðið, hvað við borgum úti í búð.
Þegar viðbætist vafasamur sam-
anburður á heildsöluverði hér og
í Noregi, fæ ég hreint ekki séð
tilganginn með þessu öllu saman.
En fyrst stærsta neytendafélag
landsins virðist gera sér þessi
vinnubrögð að góðu þá er það
kannski bara helber vitleysa að
vera elta ólar við áhrif GATT-til-
lagnanna á verð landbúnaðaraf-
urða?
1987
Þá er ótalinn stór annmarki á
norsku fyrirmyndinni. Norðmenn-
irnir taka mið af heildsöluverði
árið 1987. Líklega vegna þess að
í GATT-tillögunum er gert ráð
fyrir að árin 1986-1988 séu notuð
til viðmiðunar útreikningum á
ríkisstuðningi við landbúnað og
svonefndum tollaígildum. Það er
ekkert athugavert við val Norð-
manna á þessu ári til grundvallar
sinni skýrslu. En sé tekið mið af
aðstæðum hér á landi sannast enn
aldri. Þegar móðurmjólk sleppir
eða hún er ekki til staðar er notuð
þurrmjólk og síðan föst fæða. í
upphafí er fæðan fábreytt, en síð-
an fjölgar fæðutegundunum og
við átta til tólf mánaða aldur er
mest notaður venjulegur heimilis-
matur.
Þá eru einnig tekin fyrir ýmis
vandamál sem upp kunna að koma
og tengjast næringunni. Má þar
t.d. nefna niðurgang. Meltingark-
villar af ýmsum toga eru nokkuð
algengir fyrsta aldursárið og geta
stafað af ýmsum orsökum. Fjallað
er um nokkra þeirra og bent á
leiðir út úr vandanum. Annar kvilli
sem oft gerir vart við sig meðal
barna er ofnæmi. Ofnæmi er ætt-
gengt, því er talin ástæða til sér-
stakra varúðarráðstafana í sam-
bandi við fæði ungbarns ef annað
foreldri eða eitt systkyni hefur
einhvers konar ofnæmi eða of-
næmiseinkenni. í bókinni er sér-
stakur kafli sem Ijallar Um of-
næmi.
í lokin er svo lítill kafli um
mataræði barna á forskólaaldri
því holl fæða skiptir ekki aðeins
máli fyrstu mánuði ævinnar held-
ur eins og segir í bókinni: „Fæðu-
venjur barna á forskólaaldri skipta
máli ekki aðeins til að spoma við
tannskemmdum, meltingarkvill-
um, offítu eða vanþrifum heldur
líka vegna þess að góðar lífsvenj-
ur á uppvaxtarámm leggja grunn-
inn að heilbrigðum lífsháttum alla
ævi.“
í lok hvers kafla eru einfaldar
mataruppskriftir og tillögur um
að varhugavert er að færa gagn-
rýnislaust erlendar athuganir á
íslenska staðhætti.
Ekki er hægt að velja ómark-
tækara ár fyrir samanburð á ís-
lensku og erlendu verðlagi á
níunda áratugnum en einmitt árið
1987. Þá var skattkerfi okkar gjö-
rólíkt virðisaukaskattskerfi ná-
grannalandanna. Oþarft er að
undirstrika mikilvægi skattkerfis-
ins þegar samanburður á heild-
söluverði er gerður enda lækkaði
heildsöluverð íslenskra land-
búnaðarafurða um 15-20% / jan-
úar 1988 þegar matarskatturinn
frægi var lagður á. Árið 1987 var
jafnframt þetta svokallað niður-
greiðslustig hærra í Noregi en
hér. Það er ekki að furða þótt
heildsöluverð á íslandi komi illa
út í samanburði við Noreg. Þá er
árið 1987 illt viðureignar með til-
liti til gengisþróunar. Gengi ís-
lensku krónunnar var haldið föstu
á sama tíma og verðbólga mæld-
ist um og yfír 20%, sem brenglar
enn frekar allan verðsamanburð
við önnur lönd. Þetta eru aðeins
nokkur dæmi um hvernig það ár
sem valið er hefur afgerandi áhrif
á niðurstöður skýrslunnar.
Því má bæta við að íslenska
ríkisstjórnin hefur einmitt gert
athugasemd við yfirstjórn GATT-
viðræðnanna um að árin 1968-88
henti íslenskum aðstæðum afar
illa m.a. af ofangreindum ástæð-
um.
Rúmlega 760% munur
Að mínu mati sker þó einna
mest í augun sú niðurstaða Hag-
fræðistofnunar að 760% munur
er á heildsöluverði kartaflna á
Laufey Steingrímsdóttir
fæðuval.
Bókin er skrifuð á lipran og
skemmtilegan hátt þannig að hún
er mjög aðgengileg og auðveld
aflestrar. Það er auðséð að höf-
undurinn þekkir vel til þeirra
vandamála sem foreldrar eiga við
að stríða þegar um er að ræða
fæði bama þeirra. Bent er á ýms-
ar leiðir út úr vandanum. Ymis
húsráð og „kerlingabækur“ eru
einnig tekin fyrir og útskýrð og
varað við sumum þeirra eins og
t.d. að gefa börnum hunang.
Lengi býr að fyrstu gerð. Það
skiptir því miklu máli að börn fái
æskilega næringu strax frá byij-
un. Eins má ætla að ef böm venj-
ast góðum matarvenjum frá upp-
hafí verði þau líklegri til að halda
þeim góðu siðum fram eftir aldri.
Það er því mikill fengur að þess-
ari bók og hún á erindi til for-
eldra og allra þeirra sem annast
börn.
Ilöfundur cr næringnrfræiiingur.
Helga Guðrún Jónsdóttir
„GATT-viðræðurnar
eru með allra mikilvæg-
ustu alþjóðaviðræðum
sem við eigum aðild að.
Að mínu mati eigum við
öll betra skilið í umræð-
um um þær en uppslátt
á 760% verðmun á kart-
öflum, villandi talna-
meðferð og klisju-
kenndar fullyrðingar.“
íslandi og í Noregi. Stofnunin sér
ástæðu til að skýra út hugsanleg-
ÚT ER komið hjá Málvísinda-
stofnun Háskóla Íslands ritið
„The Rhythms of Dróttkvætt
and other Old Icelandic Metres“
(182 bls.) eftir Kristján Árnason
prófessor í íslensku. Hér er um
að ræða rannsókn á hrynjandi
dróttkvæðs háttar og annarra
forníslenskra bragarhátta.
Bragarhættirnir eru athugaðir
í ljósi nýlegra kenninga í hljóð-
kerfísfræði og bragfræði. Fornir
bragarhættir hafa ekki mikið verið
rannsakaðir af hérlendum fræði-
mönnum á undanförnum áratug-
um. Segja má að kenningar Edu-
ards Sievers, sem hann birti m.a.
í bók sinni Altgermanische metrik
árið 1893, hafi ráðið mestu um
skoðanir manna um þetta efni allt
fram til þessa dags. Höfundur tel-
ur að margt í kenningum Sievers
orki tvímælis og setur fram nýja
hugmynd að greiningu á hrynjandi
dróttkvæðs háttar, sem að hluta
til byggir á hugmyndum Williams
Craigies frá því um síðustu alda-
mót.
Auk þess að fjalla um drótt-
kvæðan hátt ræðir höfundur um
tengsl dróttkvæðs háttar við aðra
norræna bragarhætti og hugsan-
leg erlend áhrif m.a. frá Imm.
Kemst höfundur að þeirri niður-
stöðu að þótt ekki sé ólíklegt að
einhver írsk áhrif megi greina í
formi dróttkvæðs háttar, vevði að
gera ráð fyrir því að hátturinn sé
að langmestu leyti heimasmíðað-
ur. Hins vegar er ljóst að talsverð-
ur eðlismunur er á dróttkvæðum
hætti og t.a.m. fornyrðislagi. Mik-
ilsverður munur er fólginn í því að
í dróttkvæðum hætti skiptir at-
kvæðalengd eða atkvæðaþungi
meira máli en í fornyrðislagi.
ar ástæður fyrir minni verðmun á
heildsöluverði epla og matarkorns
en finnst bersýnilega ekkert bogið
við 760% mun.
Mér lék hins vegar forvitni á
að vita hvað gæti hugsanlega
valdið svo miklum mun. Við nán-
ari athugun kom ýmislegt í ljós
sem gaman væri að fá nánari
skýringar á. T.d. er í skýrslu
Hagfræðistofnunar sagt að hér
hafi „skráð heildsöluverð“ á kart-
öflum verið árið 1987 um 42
kr/kg. Ekkert „skráð“ verð er til
á kartöflum fyrir þetta ár. Þá er
norska heildsöluverðið 1 króna
norsk eða tæpar 6 kr/kg. Á sama
tíma greiddu norskir heildsalar
1,54 krónur fyrir kílóið eða þriðj-
ungi meira. Mér er spum hvernig
norskir heildsalar hafi brúað þetta
bil. (Ekki eru þeir ríkisstyrktir og
hljóta því að vera galdramenn í
faginu.) Enn fremur þætti mér
vænt um að vita hvort verið er
að bera saman verð á sambæri-
legri vöru. Er í báðum tilvikum
um að ræða óþvegnar og ópakkað-
ar kartöflur?
Þá er ástæðan fyrir verðmunin-
um á matarkorninu talin vera sú
að Norðmenn eigi greiðari leið að
niðurgreiddu korni frá Evrópu en
við. Nánari upplýsingar óskast.
GATT-viðræðurnar of
mikilvægar
GATT-viðræðurnar eru með
allra mikilvægustu alþjóðaviðræð-
um sem við eigum aðild að. Að
mínu mati eigum við öll betra
skilið í umræðum um þær en upp-
slátt á 760% verðmun á kartöflum,
villandi talnameðferð og klisju-
kenndar fullyrðingar.
Höfundur er forstöðumaður
Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Kristján Árnason
Hugsanlegt er að rekja megi þetta
til þess hvernig kveðskapurinn var
fluttur og að ólík flutningsform
hafi átt við kveðskapargerðimar.
Ritið er fáanlegt í öllum helstu
bókaverslunum auk þess sem
hægt er að panta það hjá Mál-
vísindastofnun.
--------» ♦ ♦---------
■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða-
sinna heldur opinberan fund laug-
ardaginn 11. apríl kl. 13.00 um
mál undir fyrirsögninni: Stríðsund-
irbúningur Bandaríkjanna. Fundur-
inn verður haldinn í aðsetri félags-
ins að Klapparstíg 26, 2. hæð.
Óttó Másson heldur framsögu en
síðan verða frjálsar umræður.
(Úr fróltatilkynninjru)
„Södd og sæl
á fyrsta ári“
Rit um hrynjandi
dróttkvæðs háttar
f
i
»
I
i
i
i
i
i