Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992
KOSNINGABARATTAN I BRETLANDI
Almenniiigur telur mestar
líkur á minnihlutastj órn
Lundúnum. Frá Asgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ENDURSPEGLI skoðanakannanir hug almennings í Bretlandi mun
enginn einn flokkur fá hreinan meirihluta i þingkosningunum á
fimmtudag. Líkur á því að minnihlutastjórn taki við völdum þykja
hafa vaxið undanfama daga en kannanir gefa til kynna að almenn-
ingur hér á landi telji þetta líklegustu niðurstöðu kosninganna og
einungis lítill minnihluti telji það fagnaðarefni.
Cynthia Payne, sem rak hómhús í Streatham í suðurhluta Lundúna,
á tali við kjósanda. Hún freistar þess að komast á þing í nafni Pa-
yne and Pleasure-flokksins.
I könnun sem Gallup-fyrirtækið
gerði fyrir dagblaðið The Daily
Telegraph kváðust, rúmlega 70%
þeirra sem þátt tóku gera ráð fyrir
því að enginn einn flokkur fengi
þingmeirihluta. (Þetta ástand mála
nefna Bretar „hung parliament“.)
Um 18% þátttakenda kváðust teija
það mjög svo ásættanlega niður-
stöðu, 50% sögðust harma það yrði
raunin þessi, en afgangurinn sagði
að engu skipti hver úrslit kosning-
anna yrðu.
Fimm sinnum hefur það gerst í
stjórnmálasögu Bretlands á þessari
öld að þingkosningar hafa ekki skil-
að tilteknum flokki meirihluta á
þingi. Það gerðist tvívegis árið
1910, aftur í desembermánuði 13
árum síðar, í maímánuði 1924 og
í febrúar 1974. í öllum þessum til-
fellum tók minnihlutastjórn við
völdum.
í kosningunum á fimmtudag er
tekist á um 651 þingsæti. Sá flokk-
ur sem fær 326 menn kjöma nær
því meirihluta á þingi. í síðustu
kosningum árið 1987 fékk Ihalds-
flokkurinn undir stjórn Margaret
Thatcher 42,3% atkvæða og 375
menn kjörna. Verkamannaflokkur-
inn hlaut 30,8% og 229 menn.
Bandalag Fijálslyndra og jafnaðar-
manna fékk 22,6% atkvæða en að-
eins 22 þingmenn. Nú benda kann-
anir til þess að íhaldsmenn fái um
37% atkvæðanna. Verkamanna-
flokkurinn um 39% og Fijálslyndir
demókratar um 20%. Verði niður-
staðan þessi bendir fiest til þess að
minnihlutastjórn taki við völdum
og reynist kannanir réttar verður
Neil Kinnock forsætisráðherra.
Hann hefur hins vegar hafnað þeim
möguleika að Fijálslyndir demó-
kratar fái sæti í slíkri stjórn. Verði
Verkamannaflokkurinn stærstur
flokka og nái þeir ekki samkomu-
lagi við Fijálslynda demókrata þyk-
ir sýnt að boða verði á ný til kosn-
inga innan tíðar. íhaldsflokkurinn
hefur hafnað slíku samstarfi og
hefur John Major forsætisráðherra
lýst yfir því að slík stjórn yrði veik
og ófær um að tala máli Breta með
sannfærandi hætti á alþjóða vett-
vangi. íhaldsmenn telja hins vegar
að skoðanakannanir gefi ekki rétta
mynd af stjórnmálaástandinu í
landinu og segja aukinheldur að
hinir óákveðnu muni tæplega snú-
ast skyndilega gegn flokknum þeg-
ar í kjörklefann er komið. Stór hluti
hinna óákveðnu muni ekki hafa
fyrir því að neyta atkvæðisréttar
síns og sú staðreynd muni koma
sér illa fyrir Verkamannaflokkinn.
Fái enginn flokkur meirihluta er
ekki sjálfgefið að John Major segi
af sér. Það mun ráðast af því hvort
flokkur hans verður áfram stærsti
flokkur Bretlands eða ekki. Major
verður forsætisráðherra þar til hann
kýs að segja af sér eða þar til sam-
þykkt er vantraust á ríkisstjórn
hans. Þannig gegndi Edward
Heath, forsætisráðherra íhalds-
flokksins, áfram embætti í febrúar-
mánuði 1974 er flokkur hans missti
meirihluta á þingi og Heath freist-
aði þess að ná samkomulagi við
fijálslynda til að tryggja að hann
yrði áfram búsettur í Downing-
stræti 10. Þegar það mistókst sagþi
Heath af sér. I desember 1923
gegndi Stanley Baldwin áfram emb-
ætti forsætisráðherra í fimm vikur
eða þar til fijálslyndir og Verka-
mannaflokkurinn sameinuðust
gegn honum.
Takist ekki að mynda meirihluta-
stjórn á þingi kann svo að fara að
Bretadrottning skerist í leikinn og
fari þess á leit við tvo eða þijá leið-
toga stjórnmálaflokkanna að þeir
myndi samsteypustjórn. Líklegra
er þó að starfandi forsætisráðherra
hvetji drottningu til að leysa upp
þingið þannig að unnt verði að boða
til kosninga á ný. Missi íhaldsmenn
meirihluta á þingi þarf drottning
ekki nauðsynlega að fara að ráðum
forsætisráðherra hvetji hann til að
leysa upp þingheim. Telji Breta-
drottning að annar leiðtogi geti
hugsanlega myndað stjórn er njóti
stuðnings meirihluta þingheims
mun hún veita þeim hinum sama
umboð til stjórnarmyndunar.
Drottning mun hins vegar ekki
kalla leiðtoga stærsta flokksins á
sinn fund eftir kosningar heldur
mun hún bíða afsagnar Johns Maj-
ors fari svo að flokkur hans bíði
ósigur í kosningunum á fimmtudag.
Ný skoðanakönnun:
Verkamannaflokkinn skortir
21 sæti til að ná meirihluta
Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins:
Paddy Ashdown, leiðtogi Fijállyndra demókrata, hefur sagt, að komist flokkurinn í oddaaðstöðu eftir
kosningarnar á morgun, muni hann hvergi hvika frá þeirri kröfu að kosningafyrirkomulaginu verði
breytt í Bretlandi og tekin verði upp hlutfallskosning.
NEIL Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, ítrekaði í gær
að íhaldsmenn hygðust einka-
væða heilbrigðisþjónustuna í
Bretlandi næðu þeir að tryggja
sér meirihluta í þingkosningum
sem fram fara á morgun,
fimmtudag. John Major, forsæt-
isráðherra, lagði hins vegar
áherslu á að sigur Verkamanna-
flokksins í kosningunum myndi
gera að engu þann efnahagsbata
sem fyrirsjáanlegur væri og vék
einnig að þeim hættum sem
kynnu að vera á næsta leiti yrði
slakað á innflytjendalöggjöf í
Bretlandi. I gær var birt víðtæk-
asta skoðanakönnun sem gerð
hefur verið til þessa og mun
Verkamannaflokkurinn sam-
kvæmt henni fá 305 menn kjörna
og verða stærsti fiokkur landsins
eftir kosningarnar þótt flokkinn
muni skorta 21 sæti til að ná
hreinum meirihluta á þingi.
Neil Kinnock sagði á blaðamann-
afundi í gærmorgun að tilraunir
íhaldsmanna til að leyna áformum
sínum um að einkavæða heilbrigðis-
þjónustuna hefðu misst marks.
Ihaldsmenn hafa vænt Verkamann-
aflokkinn um óhróður og lygar í
þessu efni; þótt stefnt sé að því að
gera heilbrigðisþjónustuna skilvirk-
ari og auka valkosti almennings
fari því fjarri að hún verði einkav-
ædd verði íhaldsmenn áfram við
völd. „Við höfum fullgilda ástæðu
til að lýsa því sem í vændum er í
heilbrigðismálunum sem einkavæð-
ingu,“ sagði Neil Kinnock. Hann
gat þess einnig að herferð til að
draga úr atvinnuleysi hér í landi
yrði sett á oddinn næði Verkamann-
aflokkurinn völdum. Um 2,6 millj-
ónir manna eru án atvinnu í Bret-
landi, samkvæmt opinberum tölum,
en því er haldið fram að talan sé
hærri, jafnvel allt að fjórar milljónir.
Johan Major forsætisráðherra
sagði hins vegar á blaðamanna-
fundi sínum í höfuðstöðvum íhalds-
manna í Lundúnum að einungis
öruggur meirihluti íhaldsfiokksins
á þingi gæti tryggt þann efnahags-
bata sem að væri stefnt. Næði eng-
inn flokkur meirihluta myndi verða
töf á því að fjárfestingar í Bret-
landi færu vaxandi á ný. Skatta-
og vaxtalækkanir myndu hins vegar
greiða fyrir efnahagsbata sem
gagnast myndi bresku. þjóðinni aliri
og á endanum verða til þess að
draga úr atvinnuleysi. Major ítrek-
aði að hann væri ekki í nokkrum
vafa um að íhaldsflokkurinn myndi
vinna sigur í þingkosningunum á
morgun og neitaði raunar að tjá sig
um þann möguleika að raunin yrði
önnur.
Ihaldsmenn hafa á undanförnum
dögum gert að umtalsefni áhyggjur
á fjármálamörkuðum af því að
Verkamannaflokkurinn vinni sigur
í kosningunum. Segja flokksbræður
forsætisráðherrans að það muni
grafa undan sterlingspundinu og
leiða til vaxtahækkana en vextir
hér í landi eru nú almennt 6 til 7
prósentustigum yfir verðbólgu sem
mælist rúm fjögur prósent.
Sérstaka athygli vakti að Major
tók undir með Kenneth Baker inn-
anríkisráðherra að varhugavert
væri að slaka á reglum um landvist-
arleyfí flóttafólks og innflytjenda í
Bretlandi. Baker sagði á mánudag
að úrslit kosninganna í Þýskalandi
um helgina væri til marks um þær
óæskilegu afleiðingar sem slíkt
kynni að hafa í för með sér auk
þess sem þetta sýndi ljóslega hvað
í vændum væri í Bretlandi ef tekin
yrði upp h'.utfallskosning í stað ein-
menningskjördæma. Lét hann að
því iiggja að stefna Verkamanna-
flokksins á þessu sviði gæti orðið
til þess að ýta undir starfsemi öfga-
flokka en Neil Kinnock lýsti yfir
því í gær að slík ummæli sæmdu
ekki innanríkisráðherranum.
Nái enginn flokkur meirihluta
þykir sýnt að Frjálslyndir demó-
kratar, sem fengu 22 menn kjörna
í síðustu kosningum, komist í odda-
aðstöðu. Leiðtogi flokksins, Paddy
Ashdown, hefur undanfarna daga
verið spurður í þaula um hver við-
brögð hans yrðu við þeirri stöðu
mála og hveijar kröfur flokks hans
yrðu áður en tryggður væri stuðn-
ingur við hugsanlega minnihluta-
stjórn. Ashdown hefur sagt, að
flokkurinn muni hvergi hvika frá
þeirri kröfu að kosningafyrirkomu-
laginu verði breytt í Bretlandi og
tekin verði upp hlutfaliskosning.
Ashdown breytti nokkuð áherslum
sínum í þessu efni á mánudag er
hann kvað hugsanlegt að flokkur
hans myndi styðja minnihlutastjórn
án þess að.krafa þess næði fram
að ganga ef fyrirsjáanleg væri efna-
hagskreppa. Neil Kinnock hefur
hins vegar lýst yfir því að ekki
komi til greina að fulltrúar fijáls-
lyndra taki sæti í ríkisstjórn nái
Verkamannaflokkurinn ekki hrein-
um meirihluta.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í gær og er hin viðamesta
sem gerð hefur verið í kosningabar-
áttunni nýtur Verkamannaflokkur-
inn stuðnings 38% kjósenda. 36,2
kváðust ætla að greiða íhalds-
flokknum atkvæði sitt en 20,4%
sögðust styðja Fijálslynda demó-
krata. 10.400 manns úr 330 kjör-
dæmum tóku þátt í könnun þess-
ari. A heildina litið gefur þessi
könnun til kynna að sjö prósentu-
stiga fylgissveifla hafí átt sér stað
frá íhaldsflokknum yfir til flokks
Neils Kinnocks. Á nokkrum stöðum
er sveiflan rúm 10 prósent.
Yrði niðurstaða kosninganna
þessi fengi Verkamannaflokkurinn
305 menn kjörna og myndi flokkinn
því skorta 21 þingsæti til að ná
meirihluta. Ihaldsmenn fengju 298
eða 299 þingmenn þannig að Fijáls-
lyndír kæmust í oddaaðstöðu.