Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 2

Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 ísafjörður: Komu norsks togara fagnað HAFNARSTJÓRN á ísafirði sló upp veislu í gærniorgnn þegar norski rækjutogarinn Remöy frá Álasundi kom til ísafjarðar með 110 tonn af rækju til löndunar. Erlendir togarar hafa ekki landað hér út- flutningsvörum síðustu tvö árin, þótt nokkrir hafi landað hér rækju til vinnslu á staðnum. Síðastliðinn föstudag gaf sjávar- útvegsráðuneytið út yfirlýsingu um að erlend fiskiskip mættu landa í íslenskum höfnum samkvæmt ný- settum lögum um þau efni. Fyrst eftir að lögin voru sett bannaði ráðuneytið löndun úr skipum sem veiddu úr sameiginlegum stofnum, en það varð til að þrengja enn möguleika erlendra skipa til lönd- unar á íslandi frá því sem áður var á meðan lög bönnuðu alla slíka löndun nema með sérstöku leyfi í hvert sinn. Remöy hefur verið á veiðum við Grænland síðan 3. janúar og hefur aðeins tvisvar komið til hafnar á þeim tíma, en 16. mars kom skipið hingað til áhafnarskipta og birgða- kaupa. Að sögn útgerðarmannsins gekk það með eindæmum vel og var skipið farið hálfum sólarhring eftir að búnaður og vélar höfðu verið þjónustuð. Þegar togarinn hafði lagst að bryggju í gærmorgun hélt hafnar- stjórnin um borð með skreyttar tertur í tilefni komu skipsins og hélt áhöfninni veislu. Þjónusta við erlend fiskiskip hef- ur oft verið mikilvægur þáttur í starfsemi hafnarinnar. - Úlfar. Togarinn Remöy í ísafjarðarhöfn í gær. Stórvirkir gámalyftarar unnu að því að koma fyrir 40 feta gámum undir 50 tonn af stórri rækju sem fer á Japansmarkað. Auk þess var landað 20 tonnum af rækju til verksmiðju á ísafirði. Hlutabréf fyrir 5 mUIjónir seld Samskip: HLUTABRÉF í Samskipum seld- ust fyrir 5 milljónir í gærdag, fyrsta daginn sem þau voru boð- in til sölu. Um var að ræða litla fjárfesta sem keyptu mest fyrir nokkur hundruð þúsund krónur en kynningarfundur með stórum fjárfestum var haldinn síðdegis í gær. Mikið var hinsvegar spurst fyrir um bréfin í gær og segir Sigurbjörn Gunnarsson deildarstjóri hjá Lands- bréfum að miðað við ástand mark- aðarins séu viðbrögðin þokkaleg. Sigurbjörn segir að Landsbréf hafi ekki átt von á neinni sölu bréf- anna að ráði fyrr en eftir að kynn- ingarfundurinn með stóru fjárfest- unum hafði verið haldinn. A mark- aðinn í gær fóru hlutabréf fyrir 100 milljónir króna í Samskipum en alls er ætlunin að selja bréf fyrir 400 milljónir króna. Sjá nánar á bls. 2B. Nýr flokkur húsbréfa: Útgáfa fyr- ir 4 milljarða HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins er að hefja útgáfu á nýjum flokki húsbréfa að upphæð fjórir millj- arðar króna en verið er að ljúka afgreiðslu vegna siðasta flokks húsbréfa, sem byijað var að gefa út 15 janúar sl. fyrir samtals fjóra milljarða kr. Er reiknað með að þessi nýjasti flokkur húsbréfaút- gáfu endist fram á haust. Þetta er í samræmi við áætlanir húsbréfadeildarinnar, að sögn Sig- urðar Geirssonar, deildarstjóra hús- bréfadeildar Húsnæðisstofnunar. „Ég á ekki von á að þetta hafi nein áhrif á ávöxtunarkröfu húsbréfa, vegna þess að ekki eru um neina aukningu að ræða, heldur er ein- göngu verið að afgreiða umsóknir eins og áætlanir fr'á áramótum gerðu ráð fyrir,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/J úlíus Viðræður íslands og EB um veiðiheimildir: Stefnt að því að ljúka sanm- ing'um á Islandi í lok maí Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTA samningafundi íslendinga með embættismönnum Evrópu- bandalagsins (EB) lauk í Brussel á þriðjudag. Á fundinum var far- ið yfir samningsatriðin eins og þau koma fyrir í samningsdrögum sem báðir aðilar hafa staðfest sem samningsgrundvöll. Ráðherra íhjólastól Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra kynnti sér af eig- in raun ferðamöguleika fatlaðra í hjólastól í gær. „Þetta var reynsla sem var mér mjög mikil- væg og sýnir mér hvað það er mikilvægt að þjóðin hafi skiln- ing á því sem Sjálfsbjörg er að berjast fyrir, það er „Þjóðfélag án þröskulda“,“ sagði Jóhanna. í dag ávarpar Jóhanna ráð- stefnu Sjálfsbjargar um ferli- mál sem haldin er í Hafnarborg í Hafnarfírði. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, og Láru V. Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra ASÍ, er óhjákvæmilegt að ríkisstjóm- in lögfesti þessar tillögur vegna yfir- lýsingar sem hún hefur gefið um að hún muni beita sér fyrir að réttur til greiðslu launa og lífeyris við gjald- þrot verði færður til samræmis við hugmyndir aðila vinnumarkaðarins. Gert er ráð fyrir að tekin verði aftur upp ábyrgð á kröfum lífeyris- Það þykja ekki fréttir í Brussel að íslendingar séu erfiðir viðfangs og standa fast á sínu í samningum og samkvæmt heimildum af fundinum var hann engin undan- tekning þar á. Ljóst þykir að þegar sé búið að afgreiða erfiðustu þætti sjóða auk þess sem réttindi launþega vegna vaxtaábyrgðar og lögmanns- kostnaðar verði endurheimt. Þá er það skilningur aðila vinnumarkaðar- ins að ef ábyrgðarsjóðurinn stendur ekki undir þeim skuldbindingum sem á hann eru lagðar muni ríkissjóður ábyrgjast það sem upp á vantar, að sögn Láru. Jóhanna sagði að í gildandi lögum væri heimild til að setja á ákveðið aukagjald ef sjóðurinn stæði ekki þessa samnings og einungis ósam- ið um útfærslu og framkvæmda- atriði. Reynslan af samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) þykir þó sýna fram á að slík atriði geti þvælst ótrúlega fyr- ir. undir þeim kröfum sem til hans bærust. Ríkisstjórnin hefði heimild til að brúa bilið með lántöku í slíkum tilfellum en sú upphæð yrði síðan greidd aftur í formi aukagjalds á næsta almanaksári. „Það er ekki í samræmi við okkar tillögur og yfirlýsing ríkisstjórnar- innar er alveg skýr,“ sagði Lára. „Það þarf löggjöf vegna ríkisábyrgð- arinnar, vegna lífeyrissjóðsiðgjald- anna og vegna vaxtaákvæða og kostnaðar. Það er öruggt að það þarf ný lög vegna að minnsta kosti fjögurra atriða." Ný lög um ábyrgðarsjóð launa tóku gildi 1. mars 8.1. en með þeim var ríkisábyrgð afnumin og voru ýmis réttindi þrengd verulega. Sjóð- urinn er nú fjármagnaður af gjaldi sem atvinnurekendur, ríki og sveitar- félög greiða í stað ríkisábyrgðar og er gert ráð fyrir að gjaldstofninn á þessu ári nemi að hámarki 374 millj. Á fundinum, sem hófst um há- degisbilið á mánudag, kynntu ís- lendingar fyrir samningamönnum EB drög að rammasamningi ann- ars vegar um framkvæmd skipta á gagnkvæmum veiðiheimildum og hins vegar samstarf og samvinnu um hafrannsóknir og sameiginleg hagsmunamál á sviði sjávarútvegs. Á þriðjudag lögðu samningamenn EB fram eigin hugmyndir um sama kr. Á síðasta ári þurfti ríkið að greiða um 500 millj. kr. vegna ríkisábyrgð- ar við gjaldþrot. Það sem af er hafa þegar verið greiddar a.m.k. 200 millj. kr. út úr sjóðnum. Þórarinn sagði að breytingamar gerðu ráð fyrir að ábyrgð sjóðsins væri aukin á suraum sviðum en þrengd á öðrum. Auk þess yrðu líf- eyrissjóðimir að fullnægja mun harð- ari skilyrðum vegna krafna þeirra en skv. gömlu lögunum. Jóhanna sagði að auk þess að viðhalda ábyrgð á kröfum lífeyrissjóða væri gert ráð fyrir að innheimtuaðgerðir lífeyris- sjóðanna verði hertar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa enn ekki tilnefnt fulltrúa sína í stjórn sjóðsins en að sögn Berglindar Ás- geirsdóttur, ráðuneytisstjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, sér sjóðsstjóm um að móta reglur um hvaða kröf- ur, aðrar en lögin til'greina, njóta ábyrgðar hjá sjóðnum, en það verði ekki gert fyrr en stjórnin verði full- skipuð. efni. Gert er ráð fyrir að halda annan samningafund á Islandi í lok maí sem yrði að öllum líkindum síðasti samningafundur aðilanna. Semja þarf m.a. um leyfilegan hámarksfjölda fiskiskipa frá EB sem stunda veiðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu hverju sinni. í því sambandi hefur verið minnst á þtjá togara af hálfu íslendinga. EB mun væntanlega kynna hug- myndir sínar á samningafundinum í maí. Þá skiptir og máli hvort skipin stundi íslandsveiðarnar ein- göngu eða hvort þær verða ígripa- veiðar í tengslum við lengri veiði- ferðir. Mikilvægt atriði í samningn- um verður fyrirkomulag eftirlits með veiðum EB-flotans en sam- komulag er um að eftirlitsmaður verði um borð í hveiju veiðiskipi. Hins vegar er ósamið um það hvar og hvemig koma eigi eftirlits- manninum um borð í skipið og hver eigi að bera kostnaðinn af eftirlitinu en flest bendir til þess að það verði EB. Keflavíkurflugvöllur: 13 ón af völd- um eldsvoða Vogum. MIKIÐ TJÓN vard varð í gær vegna elds í fjölbýlishúsi sem er í smíðum við Ásenda á Keflavíkurflugvelli. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar var kvatt út tíu mínútur fyrir klukkan ellefu í gærmorgun og slökkti eldinn. Eidurinn var í íbúð á þriðju hæð og urðu skemmdir á einangruðum útveggjum, gluggum, forsteyptum lofteining- um og vinnupalli utan á húsinu. Þegar eldurinn kom upp var ver- ið að sjóða saman forsteyptar lofteiningar yfir þriðju hæðinni. E.G. Framkvæmdastjórar ASI og VSI: Ohjákvæmilegt að selja ný lög um ábyrgð laima við gjaldþrot Réttindin rúmast innan gildandi laga, segir félagsmálaráðherra FULLTRÚAR ASÍ og VSÍ afhentu stjórnvöldum sameiginlega fullbúið frumvarp til laga um breytingar á lögum um ábyrgðarsjóð launa við gjaldþrot, i tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem réttindi til greiðslu launa og lífeyris eru aukin og gert er ráð fyrir ríkisábyrgð ef gjaldstofn sjóðsins nægir ekki fyrir kröfum sem á hann falla. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar að engar breytingar verði gerðar á fjármögnun sjóðsins frá því sem ákveðið var með lögum í tengslum við ráðstafanir í ríkisfjármálum, þótt ríkisstjórn- in hafi fallist á að færa réttindi til samræmis við hugmyndir aðila vinnu- markaðarins. Hún sagði einnig að réttindin rúmuðust innan gildandi laga og því nægði að setja reglugerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.