Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 í viðjum öryggis Um erlent áhættufé í stað erlends lánsfjár eftir Jóhann Hauksson „ísland má ekki einangrast í efna- hagslegu tilliti. Að byggja upp at- vinnulíf grundað á tæknivæðingu fremur en auðlindanýtingu krefst mikils fjármagns sem ekki er til hér á landi og innlendur spamaður mun ekki skapa í náinni framtíð. Eina raunhæfa leiðin til að nálgast þetta fjármagn er með beinum fjárfesting- um eriendra aðila í íslensku atvinnu- lífi. Auk þess að fá á þennan hátt áhættufjármagn inn í landið sýnir reynsla annarra þjóða, að oft fylgir tækniþekking með erlendum fjár- festingum sem dreifíst yfír til ann- arra fyrirtækja en þar sem fjárfest- ingin átti sér upphaflega stað.“ Svo mælti Björn Rúnar Guð- mundsson, hagfræðingur, á ráð- stefnu Alþýðubandalagsins um auð- Iindir og atvinnuþróun, sem haldin var í Reykjavík á dögunum. Björn hefur rétt fyrir sér. íslenskur fjármagnsmarkaður er agnarlítill. Svo Utill, að uppbygging lítils framleiðslufyrirtækis er honum eins og stóriðja þegar að fjármögnun kemur. Þegar áhætta í fjárfestingum er uppi á teningnum hefur fjár- magnsmarkaðurinn ævinlega krafist trygginga, sem neyða framtakssama einstaklinga og fyrirtæki þeirra til þess að leika af sér. Þröngva þeim út í horn. (Reyndur framkvæmda- stjóri sagði eitt sinn á fundi, að sjóð- ir og aðrar lánastofnanir skildu yfír- leitt þannig við fyrirtæki, sem þyrftu fé til uppbyggingar, að þau gætu hvorki lifað né dáið.) Engin hefð er fyrir því að útvega þeim fé með „áhættusömum" tryggingum, að fínna kröftum þeirra viðfang í ný- sköpun og framleiðslu án þess að sliga þá fyrst með skammtímalánum og steinsteypuveðum. Ríkið hættir fjármagni í nýsköpun - Hvað um aðra? Flestar lánastofnanir og stöndug- ustu fyrirtækin hér á landi, taka litla raunverulega áhættu við þróun og nýsköpun, t.d. í iðnaði. Þótt undar- legt megi virðast er ríkið og hálfopin- berar stofnanir einu aðilamir, sem reynt hafa að feta einstigi nýsköpun- arinnar á seinni árum og tekið um- talsverða fjárhagslega áhættu. Má í þeesu sambandi nefna fiskeldi og virkjunarframkvæmdir. Sumt heppn- ast, annað misheppnast. Galdurinn er fólginn í því að beita þekkingu, hugviti og þolinmæði til þess að draga sem mest úr áhættunni, draga úr lík- um á þvf að fé tapist. Það er því miður ekki alltaf gert og ekki víst að ríkið sé best til þess fallið að bera slíka ábyrgð. Meginatriðið er, að eng- ir faglegir aðilar fást við það hér á landi, að fylgja eftir þróunar- og nýsköpunarverkefnum með skipuleg- um hætti í þágu þeirra sem hætta fé sínu í slík verkefni. Næg nýsköpunarverkefni Ástæða þess að hægt gengur við nýsköpun í mörgum greinum felst í uppbyggingu peninga- og fjármála- kerfísins hér á landi fremur en dáð- leysi einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Af hverju leggja lánastofnan- ir ekki kapp á að brúa bilið milli rannsókna og þróunarstarfs annars vegar og fyrirtækja hins vegar? Það er alrangt, sem stundum er haldið fram af þeim sem starfa á fjár- magnsmarkaðnum, að áhættufé sé nægjanlegt en skortur sé á góðum verkefnum til þess að virkja fjár- magnið. Þvert á móti er fjöldi ný- sköpunarverkefna fyrir hendi en skortur á raunverulegu áhættufjár- magni. Það verður t.d. ekki séð, að íslenskar lánastofnanir og íslenskir hluthafar hafí tekið merkilega áhættu við endurreisnarstarf á veg- um íslenska saltfélagsins hf. á Reykjanesi. Sjóefnavinnslan þar hef- ur verið endurbyggð og fjárfestingar þar nema fleiri hundruð milljónum króna. Þá áhættu tóku Danir, sem eiga 80% hlutafjár í verksmiðjunni. (Meðal hluthafa í Saga Food Ingredi- ents - íslenska saltfélaginu eru Den Danske Bank og nokkrir danskir líf- eyrissjóðir.) Það voru Danir sem eftirLeif Sveinsson i Nýju Fokkerarnir Loksins komu nýju flugvélarnar frá Fokkerverksmiðjunum í Hol- landi. Sjö ár eru síðan ég reit í Morgunblaðið um þessar vélar í Kanaríeyjabréfí, en þar höfðum við viðkomu í Amsterdam, á leið okkar til Kanaríeyja. Mærskflugfélagið hafði þá pantað nokkrar vélar, þótt enn væru þær á teikniborðinu. Þetta er bylting í innanlandsfluginu. í 19.000 feta hæð má sjá ansi vítt yfír hálendið, við fáum frábært veð- ur þann 13. ápríl, en þegar komið er inn í Eyjafjörð taka skýin við, flogið er yfír Villingadal og sem leið liggur til Akureyrar, þar sem lent er af öryggi. II Skjálfandafljót var tært Föstudagurinn langi rennur upp bjartur og fagur. Nú eru sundlaug- arnar lokaðar, svo farið er í ökuferð í staðinn. Við erum spennt að sjá Goðafoss í klakaböndum, svo stefn- an er tekin á Fosshól. Og undrun okkar er mikil, kraftaverkin gerast samið höfðu fyrirfram um sölu og útflutning á framleiðslu verksmiðj- unnar til næstu átta ára. Steinsteypan er bönkum og sjóðum fjötur um fót Peningamarkaður steinsteypunn- ar virðist seint ætla að átta sig á því, að bestu tryggingarnar eru fólgnar í að hvetja fyrirtækin til arðsemi, útsjónarsemi, vöruþróunar, liðsinna þeim við markaðsöflun, út- flutning o.fl. Þetta skildu menn t.d. ekki þegar stofnendur Alpans hf. á Eyrarbakka fóru fyrir um 8 árum fram á lánsfé til þess að kaupa starf- andi álpönnuverksmiðju í Dan- mörku. Þeir reyndu að útskýra fyrir lánastofnunum og sjóðum hér á landi, að hlutabréfín í dönsku verk- smiðjunni væru besta tryggingin fyr- „Og undrun okkar er mikil, kraftaverkin ger- ast enn, fljótið er silf- urtært og Goðafoss steypist fram í allri sinni tign, þó enn votti fyrir klaka í miðfossin- um. Fyrst fljótið getur hreinsað sig, þá er hægt að útrýma allri mengun úr heiminum.“ enn, fljótið er silfurtært og Goðafoss steypist fram í allri sinni tign, þó enn votti fyrir klaka í miðfossinum. Fyrst fljótið getur hreinsað sig, þá er hægt að útrýma allri mengun úr heiminum. Aidrei er komið að Foss- hól án þess að minnst sé þess mikla lífskúnsters, Sigga Lúters Vigfúss- onar, sem þar gerði garðinn frægan. Jóhann Hauksson „Peningamarkaður steinsteypunnar virðist seint ætla að átta sig á því, að bestu trygging- arnar eru fólgnar í að hvetja fyrirtækin til arðsemi, útsjónarsemi, vöruþróunar, liðsinna þeim við markaðsöflun, útflutning o.fl.“ ir endurgreiðslu Iánanna, enda væru mestu verðmætin fólgin í áratuga gömlum viðskiptasamböndum henn- ar. Með kaupunum í Danmörku væri unnt að skapa verksmiðjunni á Eyrar- bakka rekstrargrundvöll. En enginn vildi taka áhættu og lána fé því hefð- bundnar tryggingar buðust ekki. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Iðnlánasjóðs, hitti naglann á höfuðið á ársfundi sjóðsins á dög- unum þegar hann sagði: „í dag sitja allar íslenskar lánastofnanir uppi með fasteignir svo hundruðum millj- óna króna skiptir, eignir sem í Ijós hefur komið, að eru ekki sú trygging sem talið var að þær væru, eignir sem í dag eru arðlausar." Við Siggi hittumst á Landsmóti hest- amanna á Þingvöllum 1958. Eg reið um Skógarhólasvæðið á hesti mín- um, er Siggi stöðvar okkur og seg- ir: „Er þetta ekki Villingur Stjána bróður?" „Jú,“ svara ég, „ef þú ert Siggi Lúter". (Kristján Vigfússon hafði selt mér Villing.) III Páskamessurnar Sá sem ekki hefur sótt messu á páskadagsmorgun kl. 8.00 hann þekkir ekki Akureyri. Sérstök stemmning ríkir þá í Akureyrar- kirkju, hún oftast troðfull, en nú er hún þéttsetin, en ekki fullsetin. Þór- hallur Höskuldsson predikar, mikill söngur og góður, meira að segja einsöngur á ensku. Ég geng út á Oddeyri í blíðunni, nú er komið sól- skin og sólin hellir sér yfir nýsnævið í Hlíðarfjalli, pollurinn spegilsléttur, þetta er dýrðleg fegurð. Á annan í páskum er sótt messa í Minjasafnskirkjuna gömlu í inn- bænum. Þar messar Þórhallur enn, Ekki fisk, ekki orku, ekki land, ekki þjónustu, ekki... Fyrir nokkru var staddur hér á landi Hans Skov Christensen, fram- kvæmdastjóri Félags danskra iðn- rekenda. I erindi sem hann flutti á ársþingi Félags islenskra iðnrekenda komu fram umhugsunarverð atriði varðandi erlendar f|árfestingar í Danmörku. Það kom líka á óvart hve stórfelldar fjárfestingar Dana eru á erlendri grundu. Á tíu árum hafa þessar fjárfestingar fimmfald- ast, þ.e. frá því aflétt var hömlum á fjármagnsflæði innan Evrópu- bandalagsins árið 1988. (Varla þarf að taka fram, að Danir eru aðiiar að EB.) Nú er svo komið, að erlend- ar fjárfestingar í Danmörku voru um 100 milljarðar íslenskra króna á síðastliðnum tveimur árum og fjár- festingar Dana erlendis um það bil jafn miklar. Ef erlendar fjárfestingar hér á landi væru viðlíka miklar og í Dan- mörku, hefðu erlendir aðilar fjárfest hér.á landi fyrir nærri 5 milljarða króna á síðastliðnum tveimur árum. Staðreyndin er hins vegar sú, að árið 1990 voru erlendar fjárfestingar hér á landi 176 milljónir króna og um 1.800 milljónir króna á síð- astliðnu ári. Þeirri upphæð var að mestu varið til uppbyggingar í ál- veri ÍSAL í Straumsvík! - Við segj- umst ævinlega vilja erlent áhættufé, en meinum eitthvað annað. Við bjóð- um „hættulegum" útlendingum (t.d. Dönum), að skoða kostina, en segj- um við þá: Ekki fisk, ekki orku, ekki land, ekki þjónustu, ekki... Er ekki kjörið að enda þennan greinarstúf eins og hann hófst: „Island má ekki einangrast í efna- hagslegu tilliti. Að byggja upp at- vinnulíf grundað á tæknivæðingu fremur en auðlindanýtingu krefst mikils fjármagns, fjármagns sem ekki er til hér á landi og innlendur sparnaður mun ekki skapa í náinni framtíð. Eina raunhæfa leiðin til að nálgast þetta fjármagn er með bein- um fjárfestingum erlendra aðila í íslensku atvinnulífí." Höfundur er félagsfræðingur og starfsmaður KOM hf. við erum 33 með söngfólki. í þessa kirkju höfum við eigi hlýtt á messu fyrr og njótum þessarar helgistund- ar. IV Nonnahúsið Á heimleið úr Minjasafnskirkjunni Iiggur leiðin fram hjá Nonnahúsinu. Þá rifjast upp fyrir mér útvarpsþátt- ur frá því í vetur. Það var viðtal við konu eina, sem hafði þann starfa að vera leiðsögukona með þýskum ferðamönnum. Hún fer með þá í Nonnahús. Að lokinni skoðun telur hún í bílnum, en þá vantar eina konu, elsta farþegann, 83 ára gamla konu. Leit er hafín og þá finnur leið- sögukonan gömlu konuna inn í Nonnahúsinu, þar sem hún stóð í eldhúsinu og strauk hið snjáða eld- húsborð. Fyrirgefðu, ég gat ekki slit- ið mig frá þessu og ég skal segja þér hvers vegna: „í heimsstyijöldinni síðari var ég ein með börn okkar hjóna í húsi okkar í Hamborg. Mað- urinn minn var á vígstöðvunum. Látlausar loftárásir voru vikum sam- an, mánuðum saman og árum sam- an. Við dvöldum í loftvarnarbyrginu í kjallaranum flest kvöld og nætur. Þá las ég fyrir mig og börnin mín úr Nonnabókunum og bjargaði með því geðheilsu okkar allra. Þú fyrir- gefur mér, að ég tafði samferða- menn mína, en ég gat ekki slitið mig frá þessu. Ég er í pílagrímsför til Islands, Akureyri er minn áfanga- staður, Nonnahúsið er mín Mekka.“ Nýi Fokkerinn bíður ferðbúinn á Akureyrarflugvelli. Lokið er enn einni páskadvölinni hér nyrðra. Við erum þegar farin að hlakka til pásk- anna 1993. Akureyri, 21. apríl 1992. Höfundur er lögfræðingur og býr ýmist íRcykjavík cða á Akureyri. ADALFUNDUR RAUDA KROSS ÍSLAHDS1992 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Stykkishólmi 30.-31. maí nk. Fundurinn verður settur á Hótel Stykkishólmi kl. 10.00 laugardaginn 30. maí. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKI. Stjórn Rauða kross íslands. Rauói Kross íslands Beinar erlendar fjárfestingar Miiijarðar meðaltal tveggja ára fsl. kr. 1982-1983 1984-1985 1986-1987 1988-1989 1990-1991 ■ Fjárfestingar Dana □ Erlendar fjárfestingar í erlendis Danmörku Akureyrarbréf á páskum Hafnarstræti á björtum degi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.