Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992
STEINUNN BIRNA
RAGNARSDÓTTIR
PÍANÓLEIKARI
Álfadans og* söngur
_________Leiklist______________
Súsanna Svavarsdóttir
Nýi tónlistarskólinn
Álfadrottning-in
Höfundur: Henry Purcell
Leikstjóri: Oddur Björnsson
Hljómsveitarstjóri: Ragnar
Björnsson
Leikmynd: Alda Sigurðardóttir
Búningar: 1. árs nemendur í
textíldeild MHÍ
Lýsing: Egill Orn Árnason
Ekki hefur mikið farið fyrir því
að verk Purcells séu flutt hér á
landi. Þetta tónskáld sem uppi var
á seinni hluta 17. aldar, samdi þó
54 leiksviðsverk, þ.e. óperur og
söngleiki, auk ótal sönglaga og
hljómsveitarverka fyrir strengi og
sónötur fyrir ýmis hljóðfæri. En
það bendir kannski til þess að hér
sé eitthvað að breytast, þegar einn
tónlistarskóli ræðst í það að setja
upp sýningu eftir tónskáld sem er
okkur framandi — og ekki bara
það, heldur er tónlistin mjög frá-
brugðin því sem við eigum að venj-
ast hér, að minnsta kosti þegar
óperur eru annars vegar.
Álfadrottningin á uppruna sinn
í breskri leikhúshefð 17. aldar og
er upphafiega skrifuð sem einhvers
konar söngleikur, þar sem til skipt-
is eru leikin atriði og skrautsýning-
ar með einsöngvurum, kór og döns-
urum, en hjá Nýja tónlistarskólan-
um hefur sú aðferð verið valin að
tónlistarhluti verksins er sviðsettur
með dönsum og tilheyrandi skrauti
í sviðsmynd og búningum, en pers-
ónur söguþráðarins eru næstum
allar á burt, nema Títanía álfa-
drottning og álfarnir í kringum
hana.
Það er Jónsmessunótt og álfarn-
ir bregða á leik; þessa nótt mega
þeir stríða mennskum manni. Þeir
finna hann, binda fyrir augun á
honum, fara með hann út í skóg,
þar sem þeir bregða á leik. Þegar
þeir hafa leikið um stund birtist
álfadrottningin ástsjúka og spyr:
„Ef ástin er svo indæl ástríða, hví
er hún svo kvalafull." Ekki þar
fyrir, hennar hátign játar að hún
njóti þess að þjást svo hún hafi
svo sem ekki yfir neinu að kvarta.
En Jónsmessunótt hefur sér-
staka merkingu hjá álfunum, þeir
bregða ekki bara á leik til að stríða
mennskum, heldur er þetta nóttin
þegar allt gerist, það er að segja
hjá þeim sem ekki eru þegar lofað-
ir. Álfastrákar eltast við álfastelp-
ur, hver og einn hefur augastað á
einhverri; meira að segja skeggjað-
ar meyjar eiga sér sinn vonbiðil.
Ég verð að játa að tónlistin í
verkinu, þessi formfasta, enska
miðaldatónlist, með sembali og öllu
tilheyrandi, hefur aldrei höfðað til
mín — kannski vegna þess að hér
hefur aldrei verið tækifæri til að
kynnast henni. En það verður að
segjast eins og er að í flutningi
kennara og nemenda Nýja tónlist-
arskólans var hún hin áheyrileg-
asta.
Húsnæði skólans, þar sem sýn-
ingin er sett upp er fremur tak-
markað og býður ekki upp á mikil
álfaærsl og -kúnstir, en það hefur
tekist alveg þokkalega að koma
henni fyrir og það er mjög vel
unnið með leikmynd og lýsingu.
Búningarnir voru bráðskemmtileg-
ir; dálítið ýktir og heildarmyndin
undirstrikaði rækilega að hér var
verið að flytja ævintýri. Fjórir nem-
endur úr Listdansskóla Þjóðleik-
hússins dönsuðu á milli leikinna
atriða og var sá þáttur vel lukkað-
ur; útfærslan á dönsunum var
þannig að dansararnir voru fremur
eins og svífandi skógarálfar en hér
væri verið að sýna ballett og er
það vel, þar sem sviðið er ótrúlega
lítið. Dansarnir féllu því vel inn í
heildarmyndina, sem er ekki mjög
algengt þegar verið er að tefla
saman óperu og dansi hér. Söng-
nemendur Nýja tónlistarskólans
stóðu sig vel í flutningi þessarar
sérstæðu tónlistar. Það eru greini-
lega margar góðar raddir í skólan-
um og það er ánægjulegt að yfir-
völd skólans skuli ráðast í að veita
þeim sviðsþjálfun frá upphafi.
Þrátt fyrir mikil þrengsli og
þótt hér væri ekki sviðsvant fólk
á ferð, rann sýningin vel og geta
aðstandendur hennar verið stoltir
af henni.
Sönghópurinn Sólarmegin
_________Tónlist___________
Jón Ásgeirsson
Til skamms tíma hefur þeirri
reglu verið haldið fram að utan
Reykjavíkur sé lítið að hafa sem
kalla mætti áhugaverð menningar-
umsvif og að því leyti til var það á
sínum tíma rétt mat, að flestir sem
sóttu sér menntun og þjálfun, fundu
aðeins viðeigandi starfsvettvang í
Reykjavík eða hreinlega erlendis.
Nú hefur þessi flótti að nokkru
verið haminn, bæði vegna breyttra
lífsviðhorfa og að fjarlægðir hafa
verið upphafnar með bættum sam-
göngum, svo að kunnáttufólk hefur
í æ ríkara mæli fundið sér starfs-
vettvang utan Reykjavíkur og
landsbyggðinni því tekist að vinna
til sín aftur sitt hæfileikafólk. Þarna
gegna skólar mikilvægu hlutverki
og stækkar hver staður við hvert
skólastig, svo sem glögglega má
sjá merki um á nokkrum stöðum.
Sönghópurinn Sólarmegin starf-
ar á Akranesi og þar hefur kunn-
áttufólk eflt saman í söng-oktett
og æft undir stjóm Ragnheiðar
Ólafsdóttur. Þessi sönghópur hélt
sína fyrstu tónleika í mars sl. og á
þriðjudaginn var hélt hópurinn tón-
leika í Norræna húsinu. Nokkuð ber
efnisskráin þess merki að sönghóp-
urinn valdi sér vel viðráðanleg verk-
efni og að jöfnu skemmtitónlist og
alþýðlega söngva. Má þar til nefna
lög Jóns Múla, fjóra negrasálma,
dægurlög eins og Moon River og
eitt lag sungið við norskan texta
eftir Charmichael, tvo madrigala
eftir Morley, íslensk og erlend þjóð-
lög og íslenska söngva eftir Friðrik
Bjamason, Pál ísólfsson, Jón Nor-
dal, Þorvald Blöndal og nýtt og
skemmtilegt lag eftir Gunnstein Ól-
afsson, við texta eftir Stein Steinarr.
Eins og sjá má er efnisskráin
ekki einlit en það sem mest er um
vert, er að söngurinn var í heild
fallega útfærður og auðheyrilega
vel æfður. Vel hefur því verið unn-
ið og sum lögin, t.d. Moon River,
Smávinir fagrir, eftir Jón Nordal,
Nú sefur vornóttin eftir Þorvald
Blöndal og Gömul vísa um vorið
eftir Gunnstein Ólafsson, voru mjög
vel sungin ,og gefur fyrirheit um að
hér sé að hefja söngstarf álitlegur
sönghópur og að Ragnheiður Ólafs-
dóttir sé býsna slyngur söngstjóri
og söngþjálfari. Gamalt máltæki
segir að hálfnað sé verk þá hafið
er og nokkuð er til í því en í leiknil-
istum má aldrei gefa eftir en sífellt
sækja á og vonandi tekst Sönghópn-
um Sólarmegin að halda sínu striki
og festa sig í sessi með góðum söng
og skemmtilegu söngefni.
_________Tónlist____________
Rögnvaldur Sigurjónsson
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
lék á tónleikum EPTA (Evrópusam-
bands píanókennara) sl. mánudag
í íslensku ópemnni. Steinunn Birna
lauk píanókennaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík árið 1979
og einleiksprófi tveimur árum síðar
undir handleiðslu Árna Kristjáns-
sonar. Síðan lá leið hennar til Bost-
on og lauk hún þar mastersprófi
frá New Éngland Conservatory
árið 1987. Kennari hennar var
Leonard Shure. Síðan fór hún til
Spánar og starfaði þar bæði sem
einleikari og þátttakandi í kammer-
músík. Hún hlaut Grand Podium-
verðlaun „Juventus de Musicals“ í
Barcelona. Kom hún þar fram á
ýmsum tónlistarhátíðum. Hún hef-
ur einnig komið fram á tónleikum
í Bandaríkjunum og svo hér heima.
Hún starfar nú við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Efnisskráin sem
hún bauð upp á að þessu sinni var
mjög vönduð og virðuleg, ákaflega
falleg efnisskrá. Það þurfti ekki
nema nokkra takta í sónötu Scarl-
attis til að áheyrendur skynjuðu
að vænta mátti góðra tónleika.
Enda varð sú raunin. Tvær sónötur
Scarlattis (má segja þær þekkt-
ustu) voru afburðavel leiknar, með
syngjandi tón og músíkölskum blæ-
brigðum, svo að ekki varð á betra
kosið. Síðan kom hin fallega og
ekki síður merkilega (og það segi
ég vegna hinnar frumlegu upp-
byggingar fyrsta þáttarins) sónata
Schuberts í a-moll op. 143. Þar fór
Steinunn á kostum. Hún lék af
skáldlegu innsæi og hafði einnig
fullt vald á heildarlínum verksins
og hélt sónötunni vel saman sem
einni heild, en margir píanistar
flaska einmitt á þessu atriði. Eftir
hlé lék Steinunn Birna svo Kind-
erszenen op. 15 eftir Schumann.
Þessi yndislegu smástykki sem
sýna hversu vel Schumann skildi
hugarheim barnsins þó að þau séu
ekkert barnameðfæri. Hér brást
Steinunn ekki heldur. Hún túlkaði
verkið í heild af næmi og skilningi
og sýndi að hversu oft sem maður
hefur heyrt þessar perlur tónbók-
menntanna og kennt í gegnum
árin, verður verkið eins og nýtt
fyrir manni þegar vel er spilað. Og
þannig var það í meðferð Steinunn-
ar. Að lokum sýndi Steinunn á sér
nýja hlið. Hún spilaði Ballöðu Chop-
ins op. 23 mjög vel bæði frá skáld-
legu og tæknilegu sjónarmiði. Ein-
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
staklega fullnægjandi og fallegir
tónleikar.
Að endingu vil ég þakka forráða-
mönnum EPTA hér á landi fyrir
að gefa ungu og upprennandi tón-
listarfólki tækifæri til að koma
fram á tónleikum og minnist ég
þess ekki að hafa orðið fyrir von-
brigðum með þá píanista sem þar
hafa komið fram. Svo vil ég bæta
því við að stjórn Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar mætti fylgjast betur
með því sem hér er að gerast því
mér finnst að oft sé farið langt
yfir skammt að ráða einleikara hjá
Sinfóníunni.
------» ♦ «----
• •
Okumaður
jeppa tali við
lögregluna
LÖGREGLAN í Reykjavík þarf
nauðsynlega að hafa tal af öku-
manni, sem varð vitni að umferð-
aróhappi í Mosfellsbæ þann 10.
mars sl.
Óhappið varð um kl. 2.10 um
nóttina þann 10. mars. Bifreið lenti
þá út fyrir Vesturlandsveg, á móts
við bókabúðina Ásfell, austan Þver-
holts og skall á Ijósastaur. Maður
á jeppa kom að staðnum um sama
leyti. Mjög mikilvægt er að hann
hafi samband við slysarannsókna-
deild lögreglunnar í Reykjavík.
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.92-01.11.92 12.05.92-12.11.92 kr. 55.173.33 kr. 60.818.00
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1992.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Borgarráð:
Samið um afnot af íþrótta-
miðstöðinni í Grafarvogi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning milli íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reylqavíkurborgar og Ungmenna- og íþróttafélagsins Fjölnis
um afnot félagsins af íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Samningurinn
gerir ráð fyrir sameiginlegum afnotum og rekstri íþróttamiðstöðvar-
innar í Kotmýri í Grafarvogi en miðstöðin er einnig iþróttahús
Húsaskóla.
Reykjavíkurborg er eigandi fast-
eignarinnar en Ungmenna- og
íþróttafélagið Fjölnir fær endur-
gjaldslaus afnot af kjallara og 2.
hæð hússins fyrir sig og hefur fé-
lagið full afnot og umráðarétt af
þessu húsnæði. Félagið skuldbindur
sig til að nýta húsnæðið til æsku-
lýðs-, félags- og íþróttastarfsemi.
Gert er ráð fyrir að Fjölnir greiði
rekstrarkostnað þess hluta hús-
næðis sem félagið fær til afnota
og einnig kostnað við viðhald á
rúðum, læsingum, vatnskrönum,
raftenglum, rafmagnsinnstungum,
raftækjum og hreinlætistækjum
auk eigin búnaðar. Auk þess skal
félagið bæta allt tjón á húsnæði og
fylgifé þess, sem verður af völdum
félagsins eða þeirra sem það hefur
leyft afnot af húsnæðinu.
íþróttasalur hússins ásamt fylgi-
rými svo og fýrirhuguð sundlaug
verða nýtt af Húsaskóla, Foldaskóla
og öðrum skólum í Grafarvogi á
tímanum frá kl. 08 til kl. 17, mánu-
dag til föstudags, frá 1. september
til 31. maí árlega. Afnot skóla af
íþróttasalnum og sundlaug á þess-
um tíma skulu skipulögð í samráði
við starfsmenn Skólaskrifstofunnar 1
og viðkomandi skólastjóra eða full-
trúa þeirra. Um önnur afnot gilda
sömu reglur og um önnur íþrótta-
hús skóla í borginni þó þannig að
Ungmenna- og íþróttafélagið Fjöln-
ir skal hafa forgang um afnot
íþróttasalarins utan skólatíma.