Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 11 Álit nefndar um aukið frjálsræði í lyfjadreifinu: Meginniðurstaðan að tekið verði upp hlutfallsgreiðslukerfi NEFND skipuð af heilbrigðisráðherra á sl. ári hefur skilað áliti um breytingar á lyfjadreifingu með það að markmiði að færa hana í frjálsræðisátt. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að grundvöllur að því að samkeppni verði á smásölu- og heildsölustigi sé sá að tek- ið verði upp hlutfallsgreiðslukerfi á lyfjum. Þannig greiði sjúklingur ákveðið hlutfall af verði lyfsins í stað fasts gjalds, sem nú tíðkast. í áliti nefndarinnar er gerð grein fyrir þremur leiðum, þ.e. að stjórn- völd ákveði hámarksverð lyíja en frelsi til að stofna apótek verði aukið. í öðru lagi að verðlagning á lyfjum verði gefin frjáls og frelsi til að stofna apótek verði aukið. í þriðja lagi að núverandi kerfi hald- ist í stórum dráttum en á því verði gerðar breytingar sem leiði til auk- innar samkeppni. Brynjólfur Sigurðsson prófessor og forrhaður nefndarinnar sagði að tilgangurinn væri að koma af stað samképpni á smásölustigi og á heildsölustigi og ná fram með því lækkuðu lyfjaverði. Hann sagði að með auknu frelsi í stofnun apóteka mætti búast við fleiri fyrirtækjum í þessari grein því hún væri ábata- söm en hins vegar væri það niður- staða nefndarinnar að sjúklingar myndu ekki leita að ódýrari lyfjum að öðru óbreyttu vegna þess hve lítinn hlut þeir greiddu í lyfjaverð- inu. Frá 1974 hafa sjúklingar greitt fast gjald en fram að þeim tíma greiddu þeir hlutfall af verði lyfj- anna. Að meðaltali hefur kostnaður sjúklinga í lyfjaverði frá 1974 verið um 30% á móti 70% kostnaði ríkis- sjóðs. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að fólk sem ekki notaði lyf að staðaldri greiddi að meðaltali 46% af lyfjakostnaði sínum, en ellilífeyrisþegar og þeir sem hafa lyfjakort greiði að meðal- tali 13% á móti 87% hlut ríkisins. Hann sagði að með því að taka upp hlutfallsgreiðslu myndi hlutdeild sjúklinga innbyrðis breytast í þá átt að sá hópur sjúklinga sem sjald- an þyrfti á lyíjum að tæki að jafn- aði stærri þátt í greiðslu lyfjanna ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna verður með opið hús föstu- daginn 1. maí að lokinni kröfu- göngu og útifundi milli klukkan 15 og 18 í aðsetri félagsins á Klappar- stíg 26, 2. hæð. Boðið verður upp á hressingu af hlaðborði. Gylfi-Páll Hersir, Dagsbrúnarfélagi, talar um kreppu jafnaðarmanna í Evrópu og málefni verkalýðshreyfingarinnar. (Fréttatilkynning) ■ Öllum herstöðvaandstæðing- um er boðið í morgunkaffi að morgni 1. maí. Að þessu sinni mun- um við hittast í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, Rvk. og opnar húsið klukkan 10.30. Morgunkaffi Samtaka herstöðvaandstæðinga á 1. maí er nú orðinn árviss viðburður og gefst þar ágætt tækifæri fyrir alla þá, sem vilja leggja lið barátt- unni fyrir herlausu hlutlausu ís- landi, að hittast og samstilla kraft- ana áður en göngur og fundarhöld dagsins byrja. Miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga hvetur herstöðvaand- stæðinga á öllum aldri til að líta við. (Fréttatilkynning) VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ Lfl ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - simi 38640 en áður. Hins vegar yrði hlutfallið milli sjúklinga og ríkissjóðs í lyfja- verði að meðaltali áfram hið sama, eða 30% á móti 70%. „ Lagt er til að tekið verði upp hlutfallsgreiðslukerfi sem felst í því að neytandinn greiði ákveðið hlut- fall af iyfjaverðinu," sagði Brynjólf- ur. Brynjólfur sagði að ein meginnið- urstaða nefndarinnar væri sú að ef auka á frelsi í lyfjadreifingunni til að ná fram sparnaði yrði einnig að breyta því greiðslufyrirkomulagi sem er við lýði. Með hlutfails- greiðslukerfi væri kominn grund- völlur að samkeppni milli apóteká og stofnuð yrðu ný apótek. Sam- keppninni væru þó þær skorður settar að sum lyf ættu engin sam- keppnislyf. Tölur frá 1989 sýna að 50-55% af lyfjaveltunni sé dreifing á lyfjum sem engin önnur lyf geta komið í staðinn fyrir. Annar ann- marki á samkeppninni væri fjar- lægðir á milli apóteka, t.a.m. úti á landsbyggðinni. Tillaga nefndarinnar er sú að þáttaka ríkisins í lyfjaverði verði sú sama í öllum apótekum óháð verði hjá einstökum apótekum. Þrátt fyrir að álagning yrði gefin frjáls þyrftu apótekin að leggja fram gjaldskrá sem yrði viðmiðun fyrir sjúkratryggingarnar. Þannig yrði aðeins þáttur neytenda í lyfja- verðinu verðlagður af apótekunum. Annar möguleiki sem nefndin bendir á er að haft sé hámarksverð á lyfjum og aukið verði frelsi til að stofna apótek. í þriðja lagi bendir nefndin á leið sem hún nefndir „innri samkeppni“. Þar er gengið út frá því að ýtt sé undir samkeppni á heildsölustigi. Það yrði gert með því að skipta öllum lyfjum upp í flokka þannig að í hvetjum flokki verði lyf sem geti komið í stað hvers annars. Verð á lyfjum innan hvers flokks yrði mismunandi samkvæmt opin- berum verðskrám um hámarks- gjald, en þátttaka sjúkratrygginga yrði miðuð við ódýrasta lyfíð í hverj- um flokki. Vilji sjúklingur eða lækn- ir notast við dýrara lyf greiði sjúkl- ingurinn verðmuninn á ódýrasta lyfinu og því lyfi sem hann eða læknirinn velur. Þessi leið var skoð- uð af annarri nefnd árið 1989 og varð niðurstaðan þá sú að hún skil- aði 279 milljóna kr. sparnaði. Með þessu yrði salan mest á ódýrustu lyfjunum í hvetjum flokki og það ýtti undir samkeppni varðandi inn- kaup á ódýrum lyfjum. Nefndin fjallaði einnig um versl- un með lausasölulyf í matvöruversl- unum og taldi hún að með tilliti til þess að ekki skuli slakað á örygg- iskröfum væri óhjákvæmilegt að lyf verði áfram sem hingað til afgreidd af starfsfólki sem hefur fengið til þess sérstaka menntun. Að sögn Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra er þetta nefnd- arálit gi’undvöllur að undirbúningi að samningu nýs frumvarps um lyfjadreifingu með aukið frelsi að markmiði. Óæskilegt keðjubréf fer manna á milli hér á landi KEÐJUBRÉFj sem verið hefur í gangi um nokkurra ára skeið, virðist nú vera komið til Islands á ný og fer hér manna á milli. I bréfinu segir að 7 ára drengur í Englandi, Craig Shergold, sem þjáist af krabbameini, óski eftir því að fá send sem flest nafn- spjöld svo að hann komist í heimsmetabók Guinness. Drengurinn kannast hins vegar ekki við keðjubréfið og er orðinn þreyttur á að fá öll þessi kort send til sín. Upphaf málsins er að Craig hafði áhuga á að fá sem flest kort, með óskum um sem skjót- astan bata. Hann náði því markmiði og fékk yfir þijár millj- ónir korta. Hins vegar hafði hann ekki minnsta áhuga á að fá nafn- spjöld og þrátt fyrir óskir hans opinberlega um að keðjubréfið yrði tekið úr umferð hætta þau ekki að koma. Craig er nú orðinn 12 ára gamall og er orðinn mjög þreyttur á þessu. Ekki er vitað hvort að í upp- hafi hafi keðiubréfið farið af stað vegna mistaka, illkvittins grikks eða vegna óskiljanlegs samsæris í tengslum við tölvugagnabanka. Nú virðist sem keðjubréfíð fari manna á milli hér á landi, sem það gerði reyndar einnig fyrir nokkrum árum, og eru þeir, sem annað hvort hafa nú þegar feng- ið slíkt bréf eða eiga eftir að fá það, beðnir um að taka tillit til óska Craigs. , yerkið „Surtur“ eftir Sigurjón Ólafsson frá árinu 1968. Síðasta sýn- ingarhelgi á sýningu Sigurjóns FARANDSÝNINGUNNI „Sigur- jón Ólafsson Danmörk — ísland 1991“, sem sýnd hefur verið í Sig- urjónssafni í vetur, lýkur sunnu- daginn 3. maí. Sýningin var sett upp í Danmörku fyrir réttu ári og fór milli þriggja danskra safna: Kastrupgaardsaml- ingen, Vejle Kunstmuseum og Silke- borg Kunstmuseum. Auk fjölda ljós- mynda af verkum Siguijóns voru á sýningunum í Danmörku 34 högg- myndir frá' 50 ára tímabili úr list- ferli Siguijóns. Þar af voru tíu verk í eigu danskra safna og einstaklinga en frá íslandi fóru 24 verk og hafa þau verið almenningi til sýnis í Sig- utjónssafni í vetur auk lágmyndar frá árinu 1938, sem safnið eignaðist fyrir skömmu úr einkasafni í Dan- mörku. Sýningin vakti veruiega athygli listgagnrýnenda og gesta og hennar var sérstaklega getið í ritinu Dansk Kunst 91 sem er árbók um listvið- burði í Danmörku. í tengslum við sýninguna var gefið út vandað rit. Þar eru meðal annars birt viðtöl við nokkra samtímamenn Siguijóns Ól- afssonar og greinar, sem varpa ljósi á ýmsa þætti í list hans. Listasafn Siguijóns Ólafssonar verður lokað í maímánuði en opnar aftur sunnudaginn 31. maí með sér- staka fjölskyldudagskrá sem stendur til 16. júní og er liður í Listahátíð í Reykjavík. (Fréttatilkynning) FALLEGAR LINUR Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% % endurvinnanleg sem hefur mikið að segja * þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er 3. nýjung í Civic sem opnar ventlana í í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00— 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæ F 0 Os/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.