Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 27
I ,HJWA ,0(3 HUOAOUTMWn UíOA4SHUi)ííÖM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Fjármálaráðherra um breytingu Sementsverksmiðju í hlutafélag: Óeðlilegt að starfs- meim fái tvenn laim Það er biðlaun auk fastra launa þó formbreyting verði á rekstri eins og sama fyrirtækis „HÉR er verið að ræða þingsköp, ekki kjaramál," sagði Gunnlaugw Stefánsson varaforseti Alþingis í gær. Biðiaun og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna bar þó óneitanlega á góma í rúmlega einnar klukkustundar umræðu um gæslu þingskapa. í upphafi þingfundar kl. 13.30 kvaddi Svavar Gestsson (Ab-Rv) sér hljóðs um gæslu þingskapa. Sva- var vildi mótmæla því sem gerst hefði á fundi iðnaðamefndar fyrr um daginn. Meirihluti nefndarinnar hefði hafnað beiðni minnihluta um að kalla til fundar fulltrúa Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, til að segja álit sitt að frum- varpinu sem ætti að afgreiða úr nefndinni. Hér væri um að ræða frumvarp til laga um stofnun hluta- félags um Sementsverksmiðju ríkis- ins. Svavar vísaði til þess að 4. grein frumvarpsins hljóðaði: „Fastráðnir starfsmenn Sementsverksmiðju rík- isins skulu hafa rétt til að starfa hjá hinu nýja hlutafélagi og skal þeim boðið sambærilegt starf hjá félagúiu og þeir gegndu áður hjá Sements- verksmiðju ríkisins. Ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, á því ekki við um þá starfsmenn." Eignaupptaka? Ræðumaður benti einnig á að í tveimur öðrum frumvörpum væru sambærilegt ákvæði, frumvarpi um Staðlaráð Islands og frumvarpi um stofnun hlutafélags um Síldarverk- smiðjur ríkisins. Það lægi fyrir álit frá Almennu málflutningsstofunni og lögfræðingar þar teldu að í þessu fælist óhæfileg skerðing á starfs- kjörum starfsmanna og væri af þeim ástæðum andstæð 67. grein stjórn- arskrárinnar sem kveður á um frið- helgi eignarréttarins. Biðlaunaréttur opinberra starfs- manna hefði verið eitt meginátaka- mál þeirra kjarasamninga sem nú væru nýlega gengir yfir og hefði verið óskað eftir frest á þessu máli til að unnt væri að fá fulltrúa BSRB til viðtals. Formaður nefndarinnar hefði borið fyrir sig ákvæði úr drög- um að yfirlýsingu ríkisstjómarinnar í tengslum við kjarasamninga þar sem kæmi fram að ríkisstjórnin teldi óeðlilegt að starfsmenn nytu bið- launa auk fullra launa yrði form- breyting á rekstri stofnana eða fyrir- tækja ríkisins. En þessi texti hefði verið felldur á brott úr yfirlýsing- unni. Eftir stæði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar: „Ríkisstjórnin stað- festir að á samningstímanum verði ekki gerðar breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, eða á reglugerðum sem sett- ar eru með stoð í þeim lögum.“ og einnig segði: „Ekki verða gerðar breytingar á lífeyrisréttindum opin- berra st'arfsmanna á samningstím- anum.“ Svavar hélt þeirri skoðun fram að með samþykkt þessara frumvarpa væri verið að koma aftan af niður- stöðu eða miðlunartillögu sáttasemj- ara sem nú væru greidd atkvæði um. Það væri ekki hægt að afgreiða þessi frumvörp úr nefnd til annar umræðu án þess af tala við fulltrúa BSRB. Ossur Skarphéðinsson (A-Rv) staðfesti að hann hefði því miður ekki verið með rétta og endanlega útgáfu af yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar í höndunum á umræddum nefndarfundi. Þegar þessi mistök hefðu orðið ljós hefði hann skrifað nefndarmönnum þar sem fram kæmi að hann myndi beita sér fyrir því að rætt yrði við fulltrúa BSRB milli annarrar og þriðju umræðu. Ræðumaður benti á að í þessum lagafrumvörpum væri ákveðið að starfsmönnum „skyldi" boðið sam- bærilegt starf. Ef ágreiningur væri um hvað væri „sambærilegt starf“ hlyti það mál að koma til úrskurðar dómstóla. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Nv) greindi frá því að líkir atburðir hefðu gerst í sjávarútvegsnefnd við umfjöllun og afgreiðslu á frumvarp- inu um Síldarverksmiðjur ríkisins. Steingrímur var eindregið þeirrar skoðunar að með afgreiðslu þessara frumvarpa eins og þau lægu fyrir væri verið að breyta ákvæðum og reglum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Og það yrði að fá þessi mál og samhengi þeirra við kjarasamningana á hreint. Páll Pét- ursson sagði að Össur Skarphéðins- son hefði ástundað gott samstarf og hefði leiðrétt „sín alvarlegu mistök" og gert yfirbót. Málið myndi verða tekið fyrir á næsta fundi. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) var fyrra ræðumanni ósammála í því hvort Össur hefði nokkra yfirbót gert. Menn vildu að þessi mál yrðu ekki tekin fyrir á þingi fyrr en um þau hefði verið fjallað eðlilega í nefnd. Það væri ljóst að ef þessi frumvörp yrðu samþykkt, skapaðist hin mesta réttaróvissa. Matthías Bjarnason (S-Vf) for- maður sjávarútvegsnefndar áleit að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar lyti að því að lífeyrisréttindi starfmanna ríkisins yrðu ekki skert. Mönnum hefði verið Ijóst þegar yfirlýsing rík- isstjórnarinnar hefði verið gefin að þessi frumvörp væru til afgreiðslu á Alþingi. Matthías sagði sína per- sónulegu skoðun að það væri óeðli- legt að menn fengu tvöföld laun fyrir það eitt að það bættist „hf.“ aftan við það fyrirtæki sem þeir ynnu hjá. Gunnlaugur Stefánsson varfor- seti Alþingi lét í ljós þá von að öll sjónarmið væru fram komin. Hann beindi þeim tilmælum til þeirra sem fýsti að ræða þingsköp að taka tillit til þess. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK- Rn) vildi að það kæmi fram að stjórnarandstaðan teldi það ófull- nægjandi að fá ekki að ræða við fulltrúa opinberra starfsmanna fyrr en milli annarrar og þriðju umræðu. Svavar Gestsson ítrekaði fyrri gagnrýni og spurði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra hvort hann hygðist beita sér fyrir viðræðum við opinbera starfsmenn um þessi ákvæði í frumvörpunum sem lytu að réttindum og skyldum opinberra starfsmanna, eða hvort þeim væri ætlað að greiða atkvæði um kjara- samningana í óvissu vegna vinnu- bragðanna í iðnaðarnefnd og sjávar- útvegsnefnd. Efnislega óbreytt Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra vildi benda á það að sambæri- leg ákvæði hefðu verið í frumvörpum sem hefðu verið samþykkt sem lög. Ráðherra nefndi prentsmiðjuna Gut- enberg í því sambandi. Ráðherra sagði að rétt að BSRB og Kennarasamband íslands, KÍ, hefðu gert fyrirvara og skilyrði varð- andi þátttöku sína í svonefndu sam- floti við kjarasamninga. Eitt þessara atriða hefði verið að biðlaunarétti yrði ekki breytt. Það hefði líka kom- ið afar skýrt fram að ríkisstjórnin myndi ekki breyta þeirri stefnu sem fælist í þessum frumvörpum. Það væri ágreiningur um þetta atriði og sá ágreiningur hefði verið þekktur lengi. Það væri kristaltær skilningur beggja aðila að um enga efnislega afstöðubreytingu væri að ræða, hvorki hjá ríkisstjórninni né BSRB varðandi þetta málefni. Drögunum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hefði verið breytt nokkuð en þær breytingar hefðu ekki haft neina efnislega þýðingu. Gunnlaugur Stefánsson sagði að hér færu ekki fram utandagskrár- umræður um kjaramál heldur um þingsköp. Hann yrði að ítreka beiðni sína um að þingmenn fjölluðu um þingsköp. Olafur Ragnar Grímsson varð að bera af sér sakir. En sakarefnin voru heyranlega fjármálaráðherr- ans; að hafa sérstakan skilning á kjarasamningum; .telja það mark- lausa gerð að fella niður texta úr yfirlýsingu; bijóta gegn skilningi samningsaðila. Það væri óhjákvæmi- legt að fá úr því skorið strax í dag á nefndarfundum hvort forysta*’’ BSRB og KÍ væru sammála túlkun fjármálaráðherra. Svavar Gestsson tók undir að yfirlýsingar fjármála- ráðherra væru mjög alvarlegar, kja- rasamingar væru meira en texti, þar yrði að vera trúnaður og traust. Stefán Guðmundsson (F-Nv) taldi að þessi hörmulega staða væri upp komin vegna þess að ríkisstjómin hefði ekki borið gæfu til að móta skýra stefnu í þessu efnum. Finnur Ingólfsson (F-Rv) ásakaði ríkis- stjórnina um að ætla að koma aftan af einstökum starfsmönnum ríkis- stofnana. Svavar Gestsson ásakaði fjármálaráðherra fyrir að hafa ekki nýtt sér þetta tækifæri til að eyða óvissu um þetta mál. < Friðrik Sophusson tjármálaráð- herra bar af sér sakir. Hann hefði haldið að hann hefði talað nógu skýrt. Umræður hefðu farið fram og niðurstöður væru m.a. í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Forystu- mönnum BSRB væri fullljóst að texti þessara fmmvarpa væri með þeim hætti að ríkisstjórnin ætlaði sér að fylgja þeim frumvörpum eftir. For- ystumenn BSRB væru ekki sammála og þeir hefðu lýst því yfir að þeir myndu grípa til viðeigandi ráðstafr ana að þeirra mati. Hann sæi ekki að áframhaldandi viðræður bættu nokkru við þessa niðurstöðu. Svavar Gestsson vildi óska Al- þingi og þingforseta til hamingju með fjármálaráðherra ríkisstjómar- innar. Það væri kostuleg samnings- niðurstaða þegar menn töluðu út og suður, einn aðilinn segði eitt og hinn annað. Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) taldi sýnt að þetta mál yrði ekki afgreitt með sómasamlegum hætti nema ríkisstjórnin breytti sinni stefnu. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra þakkaði Svavari Gestssyni hamingjuóskirnar og bauð honum sína aðstoð og skýringar á plöggum ríkisstjórnarinnar, við síð- ára tækifæri. Þessari umræðu um gæslu þing- skapa og sakargiftir lauk einni klukkustund og stundarfjórðungi eftir að Svavar Gestsson hóf hana. _ * Björn Afzelius til Islands MARGIR af mest þekktu vísnasöngvurum Norðurlandanna taka þátt í vísnaviku sem hefst í Norræna húsinu föstudaginn 1. maí. Einn þeirra er Björn Afzelius sem er að koma til landsins í fyrsta skipti. Það má segja að hann sé Bubbi Morthens Svía og hefur hann selt yfir eina milljón hljómplatna. Vísnavikan verður dreifð um landið, það verða tónleikar í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði og Egilsstöðum. Um skipulagningu vísnavikunnar sáu Vísnavinir, Norræna húsið og Norræna félagið. Tvennir tónleikar verða haldn- ir í Norræna húsinu. Fyrri tónleikarnir verða í Nor- ræna húsinu föstudaginn 1. maí kl. 16. Þar koma fram Jan-Olof Andersson, Svíþjóð, Hanne Juul, Danmörku, Hanus G. Johansen, Færeyjum, Jannika Hággström, Finnlandi, Öyvind Sund, Noregi, ásamt íslendingunum Önnu Pál- ínu, Aðalsteini Ásbergi og hljóm- sveitinni Islandicu. Þetta er í annað skiptið sem Jan-Olof kemur til landsins; hann var hér í desember sl. í boði Blásarakvintetts Reykja- víkur sem gestaleikari á 10. af- mælistónleikum hans. Hanne Juul er vel þekkt á íslandi eftir að hafa búið hér í níu ár. í síðustu viku kom hún fram í þætti Hemma Gunn. Seinni tónleikarnir verða haldnir í Norræna húsinu sunnudaginn 3. maí kl. 20.30. Þá heldur £jöm Afzelius tónleika þar sem hann syngur eigin vísur og spilar sjálfur undir á gítar. Ásamt honum leika Hannes Rástam og Bengt Bygren á kontrabassa, flygil og harmon- ikku. Björn Afzelius er eitt af stærstu nöfnunum í Skandinavíu í dag og hefur hann verið í eldlín- unni í nánast 20 ár eða allt frá því að hann var í hljómsveitinni Bandoola Band. Allar hljómplötur hans á 9. áratugnum hafa náð því að verða gullplötur og árið 1990 átti hann söluhæstu plötuna í Nor- egi í hálft ár. Nýverið vann hann svo til Grammy-verðlauna í Dan- mörku sem besti erlendi söngvar- inn í Danmörku. Björn hefur hald- Björn Afzelius ið tónleika þar sem hann hefur leikið fyrir 25.000 áheyrendur. Því má ætla að tónleikarnir sem haldn- ir verða hér í Norræna húsinu í Reykjavík verði talsvert öðruvísi, mun meiri nálægð við áheyrendur, þar sem salurinn tekur eingöngu rúmlega 100 manns. Jan-Olof Andersson og Hanne Juul. Björn kemur tvisvar fram hér á íslandi og í seinna skiptið verður það á lokatónleikum vísnavikunnar í Tónlistarskóla FÍH við Rauða- gerði, þriðjudaginn 5. maí kl. 20. Fleiri tónlistarmenn koma fram, þeir Hörður Torfason, Jan-Olof Andersson, Henna Juul, Jannika Hággström, Hanus G. Johansen, Öyvind Sund og hljómsveitin Is- landica. Fyrir utan tónleikan í Reykjavík verða þau Hanne Juul, Jan-Olof Andersson og Sigurður Lúðvíksson með tónleika á ísafirði laugardag- inn 2. maí. Á sama tíma á Akur- eyri syngja Jannika Hággström og Hanus G. Johansen ásamt Ijarnaiv kvartettnum. Á sunnudaginn 3. maí syngja Henne Juul og Jan- Olof Andersson á Akureyri á með- an Hanus, Jannika, Öyvind Sund, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg verða með tónleika á Egilsstöðum þar sem vísnavinir þaðan verða með. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.