Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 39 Aðför að lýðræðinu Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: UTANRÍKISRÁÐHERRA íslands hyggst undirrita EES-samninginn þann 2. maí nk., í Portúgal. Sú undirritun er ekki bindandi fyrir Island, íslenska þjóðin á eftir að segja sitt, og ekki víst að hún samþykki forræði útlendinga í lífs- hagsmunamálum hennar á nýjan leik. Alþingi á eftir að grannskoða samninginn með öllu sem fylgir, þ. á m. um 11.000 blaðsíður er- lendra laga og reglugerða Evrópu- bandalagsins, sem taka eiga gildi hér, og vera æðri íslenskum lög- um, sem er andstætt stjórnar- skránni. Þetta verður ekki gert með því að framlengja vorþing um Pennavinir Franskur frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safn- ara: Philippe Neau, 30 Rue du Pré St. Gervais, Appartement 5, 93500 Pantin, FRANCE. Frá Ghana skrifar 28 ára karl- maður með áhuga á útivist, íþrótt- um, kvikmyndum o.fl.: Michael C. Mefful, P. O. Box 1012 Oguaa, Central Region, Ghana, West Africa. Tólf ára sænsk stúlka með áhuga á hestum, útivist o.fl. vill skrifast á við 11-14 ára krakka: Marie Andersson, Hemmansv. 7, 871 53 Hárnösand, Sweden. nokkrar vikur og á stuttu sumar- þingi. Til þess að þingmenn geti að fullu áttað sig á flóknum innvið- um samningsins, ásamt miklum fjölda fylgirita og breytinga, þá er áætlaður tími út í hött. Það virðist eiga að „keyra“ samninginn í gegn um þingið með „offorsi“ á nokkrum vikum, bera síðan allt lagasafnið undir atkvæði í einu lagi, láta svo einfaldan meirihiuta samþykkja samninginn. Sýnist þá augljós tilgangurinn með stuttu sumarþingi. Þetta gjörræði á að fara fram meðan þjóðin er mötuð á villandi og ónógum upp- lýsingum um að verið sé að af- henda útlendingum forræði í lífs- hagsmunamálum hennar. Þjóðinni er ranglega sagt, að samningur um EES sé venjulegur viðskipta- samningur, og forðast að kynna henni hinnar neikvæðu hliðar hans, með fórnum og afsölum á fjölmörgum sviðum. Þvi síður er viðurkennt, að EES sé áfangi á fyrirhugaðri hraðferð inn í EB, og að þar með yrðu endalok fullvalda lýðveldis á Islandi staðfest. Formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis, Eyjólfur Konráð Jóns- son, hefir opinberað þjóðleg og raunsæ viðhorf sín til EES-samn- ingsins, telur hann brjóta í bág við stjórnarskrá lýðveldisins, sem einnig er álit fjölmargra lögfróðra íslendinga. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og ættu að vera öllum lýðræðislega hugsandi mönnum áhyggjuefni. Formaðurinn á skilið lof og þakkir landsmanna fyrir einarða framgöngu í máli, sem varðar framtíð þjóðarinnar og umráðarétt hennar yfir gögnum og gæðum lands okkar, hvorki meira né minna. Undrar nokkurn, þótt heilsteyptum íslendingi renni blóðið til skyldunnar, þegar á sjálfu Alþingi íslendinga eru uppi tilburðir til þess að svipta þjóðina forræði eigin mála og friðhelgi fískveiðilögsögunnar, lífshags- muna-forðabúrinu, fyrir ásælni og ágangi erlendra aðila, að ógleymdri hættu á því, að útlend- ingar nái hér varanlegri fótfestu og tangarhaldi á fjölmörgum svið- um í efnahags- og atvinnulífi þjóð- arinnar? Sú hætta blasir við ís- lenskri þjóð, að hún í andvaraleysi sogist inn í fjölþjóðaríkið á megin- landi Evrópu, og verði innan fárra ára innlimuð hjálenda þess. Þjóðin sjálf verður að koma í veg fyrir að þetta, íslands mesta ólán, verði að veruleika. Þjóðin verður að koma í veg fyrir innlimunaráform „euro-kratanna“, áður en um sein- an verður. Það verður best gert með þjóðaratkvæðagreiðslu um EES, sem er óvéfengjanlega and- dyrið að EB. Það tók íslenska þjóð 700 ár að losna úr viðjum erlendr- ar áþjánar. Við skulum koma í veg fyrir að ungir og óbomir íslending- ar neyðist til þess að heyja sjálf- stæðisbaráttu á komandi öld, vegna skammsýni þeirra, sem nú fara með völd á íslandi. JÓHANNES R. SNORRASON Helgalandi 6, Mosfellsbæ LEIÐRÉTTING Auglýsingar fyr- ir almættið í BLAÐINU í gær er í Umsögn Eiríks Þorlákssonar um sýninguna „Auglýsingar fyrir almættið", sem haldin er í Gallerí G-15 við Skóla- vörðustíg sagt að sýningunni Ijúki á fimmtudag. Þetta er ekki rétt. Sýningunni lýkur á sunnudag. 8,3% ÁrsávöxUin uiníram vcTÖbólgu s.I. (i mán. SJOÐSBREF 10 Sjóðurinn er ávaxtaður í hluta- bréfum evrópskra fyrirtækja. Góð áhættudreifmg fyrir þá sem vilja fjárfesta í hlutabréfum. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Hlýjar móttökur hjá starfsfólki Hard Rock Cafe HARD ROCK CAFE - S. 689888 L________________________Á Námslceid fyrir sumarið TIL ÚTLANDA? Hraðnámskeið í tungumálum í maí fyrir byrjendur og hina sem vilja bæta við eða dusta rykið af fyrri kunnáttu. Danska, enska, franska, ítalska, spænska, sænska og þýska. ÆTLARÐU AÐ TAKA MYNDIR? Helgarnámskeið í Ijósmyndatöku 8.-11. maí. Tæknileg undirstöðuatriði, myndbygging og myndataka við misjöfn skilyrði. Leiðbeinandi: Halldór Valdimarsson. FÖT FYRIR SUMARIÐ? Síðasta saumanámskeiðið á þessu misseri. Fyrir byrjendur og lengra komna. Hefst 4. maí. Leiðbeinandi: Ásta Kristín Siggadóttir. VILTU TÍNA GRÖS? Á námskeiðinu „Villtar jurtir og grasasöfnun“ kynnistu nytjajurtum í náttúrunni og hvernig má nota þær. Byrjar um miðjan maí og lýkur með grasaferð í júní. Leiðbeinandi: Einar Logi Einarsson. KANNTU AÐ TEIKNA OG MÁLA? Myndlistarnámskeið með teikningu og vatnslitun. Harpa Björnsdóttir kennir og fer út með hópinn að sækja fyrirmyndir þegar veður leyfir. Hefst 9. maí. GRÓÐURÁHUGI? Hafsteinn Hafliðason leiðbeinir um „Vorverkin í garðinum" 11. maí og „Kryddjurtarækt" 13.-14. maí. ÞEKKIRÐU FUGLANA? Stutt námskeið í fuglaskoðun og fuglagreiningu hefst 5. maí. Leiðbeinandi: Jóhann Óli Hilmarsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin, staðsetningu, tíma og verð á skrifstofu Tómstundaskólans, Grensásvegi 16A, sími 67 72 22. TÓMSTUNDA SKOUNN Grensásvegi16 a Sími 67 72 22 HVlTA HÚSID / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.