Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMBRÉF SlMl 691100, Sll 691ÍSI, PÓSTHÓLF 1566 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Glóbus hf.: Lokað útboð á 72 milljóua kr. hlutafé LOKAÐ útboð stendur yfir á hlutafé í Glóbus hf., að nafnvirði 72 milljónir króna. „Ég tel ekki aðalatriðið að fyrirtækið sé fjölskyldu- fyrirtæki, heldur arðsemi þess hlutafjárs, sem í því er bundin,“ sagði Arni Gestsson framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, sem fram til þessa hefur verið fjölskyldufyrirtæki. Reiknað gengi bréfanna er 2,12 og markaðsverðmæti útboðsins 152,6 milljónir, eða 21,77% af heild- arhlutafé fyrirtækisins. Handsal hf. sér um hlutafjárútboðið fyrir hönd Glóbus. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill á undanförnum árum og því höfum við kosið að fara þessa leið til að afla aukins fjár og efla traust "manna á fyrirtækinu," sagði Árni. Heildarvelta Glóbus hf. á síðasta ári var rúmlega 1,8 milljarðar sam- anborið við 1,2 milljarða árið 1990. Er það 52,3% aukning á milli ára. Eigið fé var um 276 milljónir í árslok 1991 og eignarijárhlutfall 29%, en að loknu útboði er gert ráð fyrir að það verði 37%. Hagnaður Glóbus var 23 milljónir á síðasta ári og 46,8 milljónir árið 1990 en tap var á árunum 1988 og 1989. Áætlaður hagnaður á þessu ári er tæpar 62 milljónir. Það eru stærri lífeyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir fjárfestar, sem hafa fengið boð um að kaupa hlutafé og eru þegar komin loforð um kaup á um helmingi þess hluta- fjár sem í boði er. Sjá nánar frétt Bl. Oddi kaupir versl- •anir Eyniundssonar PRENTSMIÐJAN Oddi hefur keypt allar bókaverslanir Ey- mundssonar af bókaútgáfunni Iðunni. Um er að ræða sjö versl- anir í Reykjavík og á Seltjamar- nesi ásamt heildverslun. Fimm Ulvang heim- sækir Island Tekur út nýtt skíða- svæði í Fljótum NORSKI ólympíumeistarinn í skíðagöngu Vegard Ulvang kemur til íslands ásamt félög- um sínum úr norska landslið- inu í júní til að skoða nýtt skíðasvæði í FJjótum í Skaga- firði. Trausti Sveinsson, fyrrum skíðagöngukappi úr Fljótum, bauð Norðmönnunum hingað til lands til að skoða aðstæðurnar. Þeir koma hingað 23. júní og dvelja hér í fjóra daga. Þeir eiga að taka út svæðið jafnframt því sem þeir fá að renna fyrir lax í Fljótá og fara á hestbak. Vegard Ulvang vann þrenn gullverðlaun og ein silfurverð- laun á Ólympíuleikunum í Al- bertville í Frakklandi sl. vetur og var sigursælastur allra á leik- unum. Sjá nánar bls. 43 þessara verslana keypti Iðunn af Odda á árinu 1990, en Oddi hafði skömmu áður keypt þær af Almenna bókafélaginu. Jón Karlsson, forstjóri Iðunnar, segir að með sölunni sé verið að skapa svigrúm til að geta rekið bókaútgáfuna af enn meira afli en fyrr. Iðunn hafi keypt búðirnar fyr- ir einu og hálfu ári. Þá hafi þær verið reknar með miklu tapi og það hafí kostað mikið átak að snúa þeirri þróun við. „Kostnaðurinn við þetta hefur hins vegar reynst margfalt meiri en við ætluðum okkur. Iðunn er traust félag sem hefur alltaf skilað hagnaði," segir Jón. Hann segir að um 100 milljónir hafi verið settar í birgðir og fjármögnun breyting- anna hefði verið of mikil blóðtaka fyrir fyrirtækið. Iðunn hefði alltaf skilað hagnaði og verið rekin þann- ig að staðið væri í skilum. Því hefði verið ákveðið að selja búðirnar. Sjá ennfrpmur B3. HESTAR Morgunblaðið/RAX Bátur stöðv- ar umferð BÁTUR stöðvaði umferð um stund á Kringlumýrarbraut sunn- an Hamrahlíðar um kvöldmatar- — leytið í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni var verið að flytja bátinn suður brautina er hann valt á hliðina. Bíll með aftanívagni flutti bátinn, sem er fjögurra tonna trilla. Annað hjólið undir vagninum brotnaði af og valt þá vagninn með bátnum á hliðina og teppti umferð um brautina •um stund. Litlar skemmdir urðu á bátnum. Eimskip og Samskip bjóða í flutninga milli Grænlands og Danmerkur: 300 til 400 gámar fhittir hvora leið í viku hverri EIMSKIP og Samskip eiga nú í viijfræðum við grænlensk stjórnvöld um möguleika á samstarfi um vöruflutninga til Grænlands. Um er að ræða sjóflutninga yfir Atlantshaf milli Grænlands og Danmerkur og til baka eða 300-400 gáma hvora leið á viku. Ennfremur er gert ráð fyrir að sá sem fær verkefnið annist strandflutninga og rekstur hafna á Grænlandi. Þórður Sverrisson, framkvæmdasljóri flutningasviðs Eimskips, segir að um mjög stórt verkefni sé að ræða og ekki liggi Ijóst fyrir hver þáttur Eimskips í samstarfinu gæti orðið. Ómar Jó- hannsson, framkvæindastjóri Samskipa, segir að heimastjórnin á Græn- landi taki ákvörðun í júní um hvaða aðila rætt verður nánar við um verkefnið en auk íslensku skipafélaganna hafa nokkur dönsk skipafé- lög sýnt málinu áhuga. Grænlenska heimastjómin ákvað á síðasta ári að skipta rekstri fyrir- tækisins KNI, arftaka Grænlensku konungsverslunarinnar, í þijár ein- ingar, skipafélag, verslunarfyrir- tæki og þjónustufyrirtæki. í desem- ber sl. var óskað eftir tilboðum frá skipafélögum, sem áhuga hefðu á að taka þátt í flutningunum milli Danmerkur og Grænlands, og var tilboðum skilað inn um miðjan mars. Þórður Sverrisson sagði að nú í byijun maí hæfust viðræður við Grænlendinga um hvernig sam- starfinu yrði best háttað, en þetta væri afar flókið mál. „Þetta er mjög stórt verkefni fyrir fyrirtæki eins og Eimskip og við erum að keppa um það við stór dönsk skipafélög," sagði hann. „Þetta yrði þó ekki með þeim hætti, að Eimskip tæki að sér alla flutningana, heldur er líklegra að við kæmum sem hluthafar inn í nýtt fyrirtæki um þessar siglingar. Grænlendingar eru nú að hefja við- ræður við ýmis skipafélög til að fínna út hvað þau hafa upp á að bjóða og þeir ætla að reyna að kom- ast að niðurstöðu á þessu ári.“ Ómar H. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, segir að Samskip annist nú þegar flutninga á milli Grænlands og Danmerkur og hafi gert það síðan félagið yfir- tók rekstur Polar Line. Aðallega er um að ræða flutninga á freðfiski. „Við höfum gert okkar athuganir á þessum flutningum og fengið gögn úm þá frá Grænlendingum," segir Ómar. „Fyrir utan flutninga yfir Atlantshaf yrði einnig um að. ræða strandflutninga á Grænlandi og rekstur nokkurra hafna þar. Þetta er stórt dæmi og við bíðum svara frá heimastjórninni um hvaða aðila hún óskar að ræða við nánar um málið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.