Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Rítstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. EES Forræði málsins er á verk- sviði utanríkismálanefndar Engar athugasemdir við að sérstök nefnd fjalli um innanlandsmál, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson Að öllu óbreyttu verða samning- ar um Evrópska efnahags- svæðið undirritaðir af fulltrúum aðildarríkja EB og EFTA nk. laug- ardag. Síðustu daga hafa að vísu borizt fréttir um, að deilur milli Austurríkis og EB gætu orðið til þess að fresta undirskrift en það á eftir að koma í ljós. Með undir- skrift verður lokið óvenjulega erf- iðum samningum en jafnframt hin- um flóknustu og viðamestu milli- ríkjasamningum, sem við íslend- ingar höfum átt aðild að. Að undir- ritun lokinni tekur við vinna þjóð- þinga EFTA-ríkjanna að ganga frá samningunum og þjóðaratkvæða- greiðsla í Sviss. Hér hafa komið upp skiptar skoðanir um hvernig standa skuli að meðferð Alþingis á málinu, hvort efna skuli til þinghalds í sumar eða hefja þingstörf snemma í haust og hvemig nefndavinnu skuli háttað. Það væri vanhugsað að fresta málinu öllu til haustsins. Samningagerðin er svo víðtæk, að þingið þarf að gefa sér nægan tíma til þess að fjalla um samningana. Þótt þingið yrði kallað saman snemma í haust, eins og stjórnar- andstaðan hefur lagt til, er veruleg hætta á því, að þingmenn lendi í tímaþröng vegna þess að önnur aðkallandi mál bíða afgreiðslu. Þess vegna er nauðsynlegt, að þingmenn taki til höndum þegar í sumar og hefji umfjöllun um samn- ingana. Nokkrar umræður hafa farið fram um það, hvemig háttað skuli meðferð málsins í þingnefndum og þau sjónarmið komið fram, að eðli- legt væri að kjósa sérstaka nefnd til þess að fjalla um málið en aðrir hafa bent á, að utanríkismálanefnd hljóti eðli málsins samkvæmt að fjalla um svo þýðingarmikla milli- ríkjasamninga. Samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins í gær af umræðum á Alþingi í fyrradag, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, m.a. um máls- meðferðina: „Ráðherra sagði það misskilning að taka ætti þetta mál með einhverjum hætti úr höndum utanríkismálanefndar. Ákvæði þingskaparlaga um hlutverk utan- ríkismálanefndar væru skýr. Eng- inn vildi taka þá þætti þessa máls sem þar ættu heima úr hennar höndum. Hins vegar væru ákveðin rök fyrir því, að skynsamlegt væri að setja ákveðna þætti í hendur sérnefndar nú þegar samningsferi- inu sjálfu væri lokið og sjálfur texti samnings og fylgiskjala lægi fyrir. Tæki við ferli, sem fælist í því að leggja fyrir Alþingi íslendinga lagafrumvörp um breytingar á inn- lendri löggjöf eða nýja löggjöf. Þessi frumvörp spönnuðu allt svið íslenzkrar stjórnsýslu og heyrðu samkvæmt • þingsköpum undir verksvið allra fastanefndanna og það væri ráð fyrir því gert í þing- sköpum að við slíkar kringumstæð- ur mætti setja upp sémefnd til að annast samræmingu og verkstjóm. Enda væri ekkert launungarmál, að margir af helztu talsmönnum stjórnarandstöðunnar hefðu lýst jákvæðri afstöðu til þessa. Þetta væri spuming um verklag." í Morgunblaðinu í dag er birt í heild ræða Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, formanns utanríkismála- nefndar Alþingis, við þessar um- ræður. Þar segir: „Það er því af og frá og beinlínis brot á þingskap- arlögum að taka forræði þessa máls úr höndum utanríkismála- nefndar Alþingis ... Ef þingheimi finnst ástæða til að afhenda sér- stakri þingnefnd meðferð allra þessara innanlandsmála og snið- ganga þannig aðrar fastanefndir en utanríkismálanefnd skal ég eng- ar athugasemdir gera við það, svo lengi sem ljóst er, að forræðið er á verksviði hennar og forystuhlut- verk utanríkismálanefndar við þingmeðferð málsins er augljóst, enda hlýtur það að vera hennar að leggja fyrir þingið tillögur um afgreiðslu málsins.“ Eins og af þessum ummælum utanríkisráðherra og formanns ut- anríkismálanefndar Alþingis má sjá, eru sjónarmið þeirra varðandi málsmeðferðina á Alþingi svo áþekk að skoðanamun um frekari afgreiðslu málsins á að vera hægt að leysa. Það skiptir afar miklu máli fyrir okkur íslendinga, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hljóti jákvæða afgreiðslu á Al- þingi. Með þessum samningi eru þeir hagsmunir okkar sem mestu varða tryggðir mun betur en búast mátti við í upphafi þessarar flóknu og margslungnu samningagerðar. Frá því að samningagerðinni var lokið og fram til þessa dags hefur þeim EFTA-þjóðum fjölgað sem hafa lýst áhuga á aðild að Evrópu- bandalaginu. Slík aðild hentar okk- ur íslendingum ekki að óbreyttri fískveiðistefnu bandalagsins. Þess vegna kann samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið að skipta okkur íslendinga meira máli en nokkra aðra EFTA-þjóð. Færi svo, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið yrði felldur eða næði ekki fram að ganga af ástæðum, sem við ráðum ekki við, mætti búast við stóraukn- um umræðum um aðild íslands að Evrópubandalaginu. Slíkar um- ræður mundu skipta þjóðinni í tvær fylkingar, sem takast mundu á með hatrömmum hætti. Þess vegna er þessi samningur ekki sízt skynsamlegur kostur frá sjónar- hóli þeirra sem telja æskilegt að við förum okkur hægt í samskipt- um við Evrópubandalagið. Af þeim ástæðum m.a. verður að gera ráð fyrir, að ýmsir þingmenn þ. á m. úr stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa haft uppi efasemdir um EES-samninginn, komist að þeirri niðurstöðu, að þessi samningur sé þrátt fyrir allt vænlegur kostur fyrir okkur íslendinga. Vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa um skipun nýrrar nefndar til þess að fjalla um málefni EES á Alþingi og skoðanamunar, sem fram hefur komið um stöðu utanríkismála- nefndar telur Morgunblaðið rétt að birta í heild ræðu formanns nefndarinnar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, á Alþingi í fyrradag. Ræðan fer hér á eftir: Mál málanna er nú afstaða ís- lendinga til Evrópubandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins, að- ildin að því og samskiptin við önn- ur Evrópuríki. Mestu varðar þar að sýna nú aðgát og rasa ekki um ráð fram. Fyrst er þess að gæta að enginn stjórnmálaflokkanna hefur aðild að Evrópubandalaginu á stefnuskrá sinni eða eins og segir í bók Evrópu- stefnunefndar á bls. 253: „Enginn íslensku stjómmála- flokkanna hefur á stefnuskrá sinni aðild að Evrópubandalaginu. Sumir flokkanna orða það svo í stefnuyfir- lýsingum sínum og samþykktum að umsókn um aðild sé ekki á dag- skrá. Aðrir kveða svo að orði að aðild komi ekki til greina.“ Umræðurnar um Evrópskt efna- hagssvæði hafa nú tekið kipp, rétt einn ganginn, hvert sem framhald- ið kann að verða. Hér og nú er rétt að undirstrika að þær marg- endurteknu breytingar og sífelldu tafír, sem orðið hafa, eru ekki okk- ar sök. Alltaf hafa það verið aðrir, sem beðið hafa um frest, eða tekið ákvarðanir sem sjálfkrafa hafa eftir Björn Bjarnason Eitt ár er liðið frá því að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar var mynd- uð, Eftir fárra sólarhringa viðræður í kjölfar þingkosninganna tók ráðu- neytið við störfum hinn 30. apríl 1991. Var það í annað sinn, sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur tóku höndum saman um land- stjórnina. í fyrra skiptið áttu þeir farsælt samstarf í tólf ár undir merkjum viðreisnar. Sú stjórn markaði þáttaskil með því að hafna haftastefnu og heimila meira fijáls- ræði í atvinnu- og viðskiptalífí en áður hafði þekkst hér. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur eru gjörólíkir, ef vísað er til grundvallarins að baki stefnu þeirra. Stefna jafnaðarmanna- flokka eins og Alþýðuflokksins byggist á hugsjónalegum forsend- um, sem eiga margt sameiginlegt með kenningakerfí Karls Marx. Sjálfstæðisstefnan byggist á virð- ingu fyrir eignarréttinum og viss- unni um að framtak einstaklinga sé vænlegra til að skila árangri en forsjá ríkisins. Flokkamir eiga það sameiginlegt, að hafna ekki opin- berri íhlutun, ef hún stuðlar að fé- lagslegu öryggi borgaranna og auk- inni velferð. Til marks um það nægir að vísa til forystu sjálfstæðis- manna við stjóm Reykjavíkur, en þar er betur búið að borgurunum félagslega en annars staðar í land- inu. Það er því engin tilviljun, að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar valdi frestað málum, vegna sjálfheldu í margslungnu skrifstofubákni Evr- ópubandalagsins. Til áréttingar þessari fullyrðingu leyfi ég mér, hæstv. forseti, að leggja fram lista í 12 liðum sem sýnishom atburða í stjórnkerfi Evr- ópubandalagsins og Evrópska efna- hagssvæðinu frá miðju síðasta ári til þessa dags, svohljóðandi: Tímasetningar helstu áfanga í EES-viðræðunum frá sumri 1991 1. Á fundi utanríkismálanefndar fimmtudaginn 20. júní 1991 kynna utanríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra niðurstöður ráðherra EFTA og EB í Lúxemborg um Evrópskt efnahagssvæði. Fram kemur í máli utanríkisráðherra að eftir þann fund liggi fyrir samn- ingstilboð sem íslendingar geti vel við unað. Stefnt sé að því að gefa út sameiginlega yfírlýsingu þar sem lýst sé yfir að komin sé pólitísk iausn í ágreiningsmálum og aðeins eftir að útfæra samkomulagið nán- ar og ganga frá drögum að samningstexta sem aðalsamninga- menn geti sett stafi sína undir á fundi í Helsinki 28. júlí. 2. Á fundi utanríkismálanefndar þriðjudaginn 30. júlí 1991 skýrir utanríkisráðherra frá því að sl. nótt hafí slitnað upp úr samningavið- ræðum EFTA og EB um EES. Fram kom að ýmis EB-ríki voru ekki reiðubúin að fallast á það póli- tíska samkomulag sem talið var að hefði náðst á Lúxemborgarfund- inum í júní. Á fundi utanríkismála- starfsáætlun sinni heitið Velferð á varanlegum grunni. Þessi áætlun var gefín út síðasta haust og í til- efni af því efndu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins til kynningarfunda í öllum kjördæmum landsins. í rit- inu er að finna ýtarlega útfærslu á því, sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir á kjörtímabilinu. Veik staða ríkissjóðs í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári lá ljóst fyrir, að staða ríkissjóðs væri ákaflega veik undir forsjá Ólafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. í ný- legu tímaritsviðtali leitast Stein- grímur við að skjóta sér undan ábyrgð á hallanum á ríkissjóði með þeim orðum, að Ólafur Ragnar hafí farið heldur fijálslega með heimild- ir til fjárveitinga fyrir síðustu kosn- ingar. Þegar ný ríkisstjóm tók að meta stöðuna að kosningum lokn- um, blasti enn meiri fjárhagsvandi við hjá ríkinu en ætlað var. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar einsetti sér að hækka ekki skatta. Var því ráðist í hið erfiða verkefni að draga saman seglin í opinberum útgjöldum. Hlutu þær aðgerðir að koma illa við ýmsa, er njóta þjón- ustu, sem er kostuð af opinberu fé. Eftir að íjárlög fyrir árið 1992 höfðu verið samþykkt, var tekið til óspilltra mála á Álþingi við að af- greiða frumvarp til laga um ráð- stafanir í ríkisfjármálum. í því voru ákvæði um spamað á ýmsum svið- um. Varð frumvarpið að lögum í nefndar 12. ágúst 1991 skýrir Hannes Hafstein, aðál saminga- maður íslands, frá því að í reynd hefði meirihluti ráðherraráðs EB ekki fallist á þá skoðun formanns ráðsins að pólitísk lausn hefði verið komin í viðræðum EFTA og EB um EES eftir Lúxemborgarfundinn í júní. 3. Á fundi utanríkismálanefndar þriðjudaginn 22. október 1991 skýrir utanríkisráðherra frá því að síðastliðna nótt hafi á fundi ráð- herra EFTA og EB í Lúxemborg náðst samkomulag um Evrópskt efnahagssvæði og hafi samnings- markmið ísiendinga í meginatriðum náðst fram. Sagðist utanríkisráð- herra gera ráð fyrir að aðal- samningamenn geti sett stafi sína undir samninginn innan tveggja vikna þegar búið sé að yfirfara samningstextann og búið að fella þau atriði sem síðast hafi verið samið um inn í heildartextann. 4. Á fundi utanríkismálanefndar mánudaginn 4. nóvember 1991 skýra embættismenn utanríkis- ráðuneytisins frá því að gert sé ráð fyrir að aðaisamningamenn EFTA og EB geti sett stafí sína undir samninginn 18. nóvember nk. 5. Á fundi utanríkismálanefndar mánudaginn 18. nóvember 1991 skýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, frá því að stefnt hefði verið að því að samn- ingurinn yrði áritaður þann dag en sl. föstudag, 15. nóv., hefðu borist tilmæli frá EB-dómstólnum um að árituninni yrði frestað og að efnt „Á fyrsta starfsári sínu hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar farið inn á rétta braut. Hún hefur markvisst unnið að því að draga úr beinu íhlutunarvaldi stjórn- málamanna í atvinnulíf- inu. Losa þarf enn frek- ar um opinber tök á rekstfi fyrirtækja og selja ríkisfyrirtæki til einstaklinga.“ janúar sl. Þar með hafði ríkisstjórn- inni tekist að stíga fyrsta og von- andi erfiðasta skrefíð til að vinda ofan af óheillaþróuninni í ríkisfjár- málunum. Ýmislegt benti til þess, að stjórn- arandstæðingar tryðu því, að þeir gætu höggvið skarð í stuðningslið ríkisstjórnarinnar á Alþingi, þegar tekist var á um hinar sársaukafullu aðgerðir í ríkisfjármálum. í því efni eins og flestum öðrum reyndist stjórnarandstaðan hafa rangt fyrir sér. Seinni hluta vetrar hefur hún haft hægar um sig á Alþingi. Fortíðarvandinn Á þeim 20 árum, sem framsókn- armenn sátu í ríkisstjórn, það er yrði til fundar um málið milli fram- kvæmdastjórnarinnar og EB-dóm- stólsins þann 26. nóvember. 6. Á fundi utanríkismálanefndar fimmtudaginn 28. nóvember 1991 kom fram að EB-dómstóllinn hefði óskað eftir því að fá lengri tíma til að athuga fyrirliggjandi drög að EES-samningi og hefði fram- kvæmdastjórn EB fallist á það. Fram kom í máli ráðherra að gert væri ráð fyrir að dómstóllinn myndi skila áliti 13. desember 1991 og að aðalsamningamenn myndu geta áritað samninginn fljótlega eftir það. 7. Á fundi utanríkismálanefndar mánudaginn 2. desember 1991 kynnti Magnús Gunnarsson, for- maður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi, samþykkt samtak- anna þess efnis að þau draga til baka stuðningsyfirlýsingu sína við þau drög að EES-samningi sem kynnt voru 22. okt. sl. þar til fyrir lægju traustari heimildir.um hvað felist í samningnum. 8. Á fundi utanríkismálanefndar mánudaginn 16. desember 1991 gerir utanríkisráðherra grein fyrir þeirri niðurstöðu EB-dómstólsins að það réttarkerfi sem fyrirhugað væri að koma á fót innan Evrópska efnahagssvæðisins sé'ósamrýman- legt Rómarsáttmálanum. Sagði ráðherra að nú myndu hefjast við- ræður um endurskoðun dómstólaá- kvæðis EES-samningsins. 9. Á fundi utanríkismálanefndar mánudaginn 10. febrúar 1992 legg- ur utanríkisráðherra fram íslenska þýðingu á EES-samningnum ásamt frá 1971, er viðreisnarstjórnin fór frá, þar til í fyrra, setti opinber fyrirgreiðsla í öllum myndum sterk- an svip á störf ríkisstjórnanna. Hámarki náði þessi fyrirgreiðslu- pólitík með myndun stjórnar Stein- gríms Hermannssonar seinni hluta árs 1988, þegar stuðningur Stefáns Valgeirssonar við hana var tryggð- ur með því að dæla milljörðum króna í nýja fyrirgreiðslusjóði. Við stjórnarskiptin 1991 voru mörg fyrirtæki, sem höfðu vanist á að vandi þeirra væri leystur eftir hinni opinberu fyrirgreiðsluleið, enn einu sinni komin í þrot. Þá var einn- ig ljóst, að fyrirgreiðslusjóðirnir voru tómir eða að tæmast. Davíð Oddsson beitti sér fyrir úttekt á þessum vanda, sem síðan hefur verið kallaður fortíðarvandi. Hann bóðaði einnig þá mikilvægu stefnu- breytingu, að horfið yrði frá sér- tækum aðgerðum til að bjarga fyrirtækjum, þau yrðu að laga sig að almennum skilyrðum. Engum blöðum er um það að fletta, að sú stefnubreyting, sem fólst í því að horfast í augu við fortíðarvandann og taka á honum í stað þess að lengja í honum lífíð með því að dæla opinberu lánsfé eða skattfé almennings inn í fjár- hagslega aflvana fyrirtæki, hefur nú þegar skapað heilbrigðari for- sendur í íslensku atvinnulífi. Muna lesendur eftir stöðugum fréttum af fyrirgreiðsluleiðöngrum forráða- manna fyrirtækja og byggðarlaga til ráðherra og í ráðuneyta? Slíkar fréttir heyrast eða sjást varla leng- ur. Ríkisstjórn á réttri braut MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 23 Eyjólfur Konráð Jónsson bókunum og viðaukum. Tekið er fram að nokkur atriði eigi eftir að breytast þar sem vissum þáttum samningsins væri ekki fulllokið. Þá var rætt um hugsanlega lausn á dómstólamálinu. 10. Á fundi utanríkismálanefnd- ar föstudaginn 14. febrúar 1992 skýrir utanríkisráðherra frá því að í framhaldi af samkomulagi um dómstólaþátt EES-samningsins hefðu aðalsamningamenn EFTA og EB fyrr um daginn ritað undir plagg þess efnis að viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði væri lokið. Ráðherra sagði jafnframt að form- leg áritun aðalsamningamanna myndi fara fram síðar. Þá kom fram að EB-þingið hefði óskað eftir því við framkvæmdastjóm EB að hún legði dómstólaþátt hins endurskoð- aða EES-samnings aftur fyrir EB- dómstólinn. 11. Á fundi utanríkismálanefnd- ar.mánudaginn 24. febrúar 1992 lagði ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins fram heildarútgáfu af EES-samningnum á ensku að undanskilinni bókun 36 (þing- mannasamstarf innan EES) sem væri eina bókunin sem ekki væri fullfrágengin. Á fundinum skýrir Hannes Hafstein frá því að hann telji að það skjal sem aðalsamninga- menn EFTA og EB hefðu undirritað 14. febrúar sl. um að samningavið- ræðum væri lokið hefði í reynd sömu þýðingu og áritun samnings. 12. Á fundi utanríkismálanefnd- ar mánudaginn 13. apríl 1992 skýrði ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins frá því að gert væri ráð fyrir því að aðalsamningamenn myndu árita EES-samninginn næsta dag og að stefnt væri að því að utanríkisráðherrar undirriti samninginn 11. maí. Af þessari upptalningu ætti hvert mannsbarn að geta skilið hver vandi hefur verið lagður á herðar fá- mennri utanríkisþjónustu okkar. Að gefnu tilefni vil ég nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólki utanríkisþjónustunnar frábær störf, við erfiðar aðstæður, til að upplýsa háttvirta utanríkismálanefnd Al- þingis og landsmenn alla um þann frumskóg sem verið er að reyna að beijast í gegnum. Hugsjónin um Evrópusamstarf í menningar- og viðskiptamálum er auðvitað göfug. Við erufn Evrópu- þjóð og styðjum öll framfarir og frið í álfunni okkar. Það þýðir ekki að við eigum að hætta viðskiptum við aðrar þjóðir á norðurhveli jarð- ar. Evrópusamstarfíð hefur þróast og er að þróast sem nokkurs konar verndar- og innilokunarbandalag. Gömlu öflin í EB eru enn að verki og það hefur valdið því að Evrópska efnahagssvæðið hefur þróast á allt annan veg en við ætluðum og stefndum að með þátttöku í því. Hvað sem öllum bollaleggingum í þessa átt líður er það auðvitað alveg ljóst að lögum samkvæmt mun utanríkismálanefnd ræða þetta mál ítarlega og hafa náið samráð við ríkisstjórnina í samræmi við 24. grein þingskaparlaga. Ea» hún hljóðar svo: 24. grein Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um þá vitn- eskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á. Þannig eru réttindi og skyldur utanríkismálanefndar og ríkis- stjórnarinnar gagnkvæm. Slík ákvæði laga gilda ekki um neina aðra þingnefnd. Af þessari upptalningu ætti að vera ljóst að sl. 10 mánuði hefur mjög verið á reiki hvort tækist að ljúka viðræðum um EES-samning- inn og hefur málið einkum tafist vegna innri ágreinings EB-ríkja. Ennþá liggur í reynd ekkert fyrir hvort að allir samningsaðilar muni Itaðfesta samninginn. Það er rétt, sem sagt hefur ver- ið, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er víðtækasti al- þjóðasamningur, sem lagður hefur verið fýrir Alþingi. Kjarni þessa samnings fjallar um samskipti ís- lands við aðrar þjóðir. Þótt ýmsir efnisþættir samningsins fjalli um önnur svið, sem beinlínis varða inn- anlandsmál, snúast grundvallar- þættir samningsins um þjóðréttar- legar skuldbindingar Islendinga, að taka forræði þessa máls úr höndum utanríkismálanefndar Alþingis. Þeir, sem sett hafa fram hug- myndir um skipun sérstakrar nefndar til þess að fjalla um þenn- an samning, gera það með þeim rökum, að samningurinn snúist um mál á verksviði allra ráðuneyta og þar með allra fastanefnda Alþingis. Með sömu rökum hefði hæstvirt- ur forsætisráðherrá átt að segja við hæstvirtan utanríkisráðherra við myndun núverandi ríkisstjórn- ar, að þar sem samningsgerðin fjallaði um svo víðtækt svið væri eðlilegt að hún væri í höndum for- sætisráðherra en ekki utanríkisráð- herrá. Hæstvirtur forsætisráðherra setti enga slíka kröfu fram þá. Og hefði hún komið fram, þykir mér ólíklegt að hæstvirtur utanríkisráð- herra hefði fallist á hana. En úr því að þau rök sem nú eru borin fram fyrir því að fela málið sérstak- lega kjörinni þingnefnd, áttu ekki við um verkefnaskiptingu innan ríkisstjórnarinnar, geta þau enn síður átt við um meðferð málsins á Alþingi. Ef þingheimi fínnst ástæða til að afhenda sérstakri þingnefnd meðferð allra þessara „innanlands- mála“ og sniðganga þannig aðrar v- fastanefndir en utanríkismálanefnd skal ég engar athugasemdir gera við það. Það er mál hlutaðeigandi nefnda. Ljóst er aftur á móti að forræði málsins er á verksviði utan- ríkismálanefndar og forustuhlut- verk við þingmeðferð málsins er augljóst, enda hlýtur það að vera hennar að leggja fyrir þingið tillög- ur um afgreiðslu málsins. Ég hef bæði hér á Alþingi og annars staðar látið i ljósi efasemd- ir um, að þessi samningur standist ákvæði stjórnarskrár okkar. Um þetta skal ég ekkert fullyrða á þessu stigi en ef álitamál koma upp í þessu sambandi ber okkur alþing- v ismönnum skylda til að kanna þau ofan í kjölinn og láta málefnalegt mat ráða afstöðu okkar en ekki flokkspólitísk sjónarmið. En ég vil jafnframt taka það skýrt fram, að ég mun sem formað- ur utanríkismálanefndar, greiða fyrir því; alveg óháð því hver mín endanlega afstaða veður, að málið verði afgreitt frá nefndinni innan þeirra tímamarka, sem stuðnings- flokkar ríkisstjórnarinnar telja eðli- legt. Að öðru leyti mun ég láta það bíða síðari umfjöllunar hér á Al- þingi að tjá mig um einstaka þætti þessa samnings efnislega. Björn Bjarnason Hér hefur ríkisstjórnin farið inn á nýjar brautir. Minna aðgerðir hennar í þessu efni á það, sem við- reisnarstjórnin gerði, þegar hún afnam hafta- og skömmtunarstjórn stjórnmálamanna í verslun og við- skiptum. Viðbrögðin eru einnig svipuð og þá frá alþýðubandalags- mönnum og framsóknarmönnum, sem telja enn, að stjómmál snúist um að fyrirgreiðslumenn í opinber- um stofnunum deili og drottni. Út- færsla þeirrar stefnu var lengst komin í fátæktarríkjum kommún- ismans. Mikilvægir kjarasamningar Um árabil hefur sú skoðun átt upp á pallborðið í umræðum um íslensk stjórnmál, að þvi aðeins sé unnt að tryggja frið á vinnumark- aði, ef við völd sitji fulltrúar ákveð- inna stjórnmálaafla. Oft hefur nið- urstaða í kjaraviðræðum ekki feng- ist, fyrr en eftir ótrúlega króka um völundarhús stjórnmálanna. Að þessu sinni hafa kjaraviðræð- ur staðið yfir lengi. Þótt ríkisstjórn- in hafi tengst þeim með ýmsu móti, hefur ekki komið til neins pólitísks uppgjörs. Þegar kjaramál hafa komið til umræðu á Alþingi, hefur forsætisráðherra leitast við að lægja öldur en ekki ýfa þær. Er gangur kjaraviðræðnanna nú von- andi enn til marks um að flokkspóli- tísk sjónarmið skuli ekki ráða ferð- inni, þegar tekist er á um kaup og kjör. Með kjarasamningunum fær rík- isstjórnin betri forsendur en áður til að framkvæma stefnu sína. Hefði hún varla getað valið sér betri af- mælisgjöf á þessum tímamótum. Erfið verkefni Fyrir einu ári var orðið ljóst, að það myndi þrengja að í atvinnumál- um. Þá bundu menn þó vonir við stórframkvæmdir við nýtt álver. Þeim hefur verið frestað vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á áli. Þá hafa fiskstofnar enn minnk- að. Þess vegna er leyfilegur há- marksafli minni nú en áður. Ytri aðstæður hafa þannig enn veikt stöðuna á vinnumarkaði. Atvinnu- leysi á þessum árstíma er meira en það hefur verið á sama tíma um langt árabil. Ný þjóðhagsspá sýnir, að við erum enn í öldudalnum. Þótt þrengi að í atvinnumálum, má ríkisstjórnin ekki hvika frá ákvörðunum sínum um að beita ekki sértækum úrræðum. Ríkis- stjórnin á að grípa til almennra ráðstafana til að efla atvinnu. Mikil- vægt skref var til dæmis stigið á Alþingi í vetur, þegar numin voru úr gildi lög frá 1922, er bönnuðu erlendum veiðiskipum að landa afla hér. Ríður á miklu, að sjávarútvegs- ráðuneytið beiti ekki of hart stjórn- tækinu, sem því er afhent í nýju lögunum, til að takmarka slíkar landanir. Aukið alþjóðasamstarf Það kemur í hlut þessarar ríkis- stjórnar að hrinda í framkvæmd víðtækasta alþjóðasamningi, sem íslendingar hafa nokkru sinni gert, samningnum um evrópskt efna- hagssvæði (EES). Með samningn- um er enn aukið á fijálsræði í at- vinnulífinu og stofnað til meiri sam- keppni við erlenda aðila en nokkru sinni fyrr. Kröfur til þekkingar og hæfni munu því stóraukast. Um leið og stjórnmálamenn af- sala sér íhlutunarvaldi í atvinnumál með EES-samningnum axla þeir þá ábyrgð að sjá til þess, að lands- menn fái tækifæri og aðstöðu til að nýta sér til hins ýtrasta það, sem í samningnum felst. Meiri kröfur verða gerðar til skólakerfisins og á það reynir, hvort okkur takist að skapa hér- lífvænlegar starfsað- stæður til að halda þeim, sem geta keppt á alþjóðlegum vinnumarkaði, í landinu. Undan því mikilvæga verkefni má ekki víkjast. Samhliða því sem unnið er að framkvæmd EES-samningsins er nauðsynlegt að meta stöðu íslands við gjörbreyttar aðstæður í alþjóða- málum. Forystumenn ríkisstjómar- innar, forsætisráðherra og utanrík- isráðherra, hafa þegar lýst áhuga á að markvisst verði unnið að þessu viðkvæma og margflókna verkefni. Þar þarf að hafa þá staðreynd hug- fasta, að á þeim tæpu fímmtíu árum, sem liðin eru frá því að ís- lenska lýðveldið var stofnað, hafa alþýðubandalagsmenn og forverar þeirra aldrei haft rétt fýrir sér, þegar teknar hafa verið mikilvægar og stefnumótandi ákvarðanir um íslensk utanríkismál. Á réttri braut Á fyrsta starfsári sínu hefur rík- isstjórn Davíðs Oddssonar farið inn á rétta braut. Hún hefur markvisst unnið að því að draga úr beinu íhlutunarvaldi ■ stjórnmálamanna í atvinnulífínu. Losa þarf enn frekar um opinber tök á rekstri fyrirtækja og selja ríkisfyrirtæki til einstak- linga. Reynslan af sölu Skipaút- *■ gerðar ríkisins ætti að vera vísbend- ing um að það er síður en svo vá fyrir dymm í samgöngumálum, þótt skattgreiðendur hætti að borga milljón á dag fyrir ferðir ríkisrek- inna strandferðaskipa. Umræður á Alþingi hafa oft ver- ið harðar síðan stjórnin var mynd- uð. Stjórnarandstaðan lék illilega af sér, þegar hún bauð ekki fram til forsætisnefndar þingsins. Hún hefur hvað eftir annað reynt að klóra yfír þau mistök með upp- hlaupum á þingi. Þá var erfitt fyrir framsóknarmenn og alþýðubanda- lagsmenn að hverfa úr ráðherra- stólunum. Innan Framsóknar- L flokksins sýnist sú trú hafa fest á rætur á undanförnum tveimur ára- l tugum, að landinu verði ekki stjóm- I að án fyrirgreiðslu framsóknarráð- J herra. Alþýðubandalagsmenn bregðast ekki verr við neinu á Al- þingi, en þegar skorað er á þá að gera upp við fortíðina eins og gaml- ir kommúnistaflokkar alls staðar í Evrópu hafa orðið að gera. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur sýnt það á fyrsta ári sínu, að hún gefst ekki upp fyrir verkefn- unum. Hún hefur gert það, sem á dagskrá hennar hefur verið, og ekki látið hrekjast út í neinar ógöngur. Haldi hún áfram með sama hætti, er hún á réttri braut. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.