Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMEISTARABARATTAN Sigurður Svelnsson sækir að marki FH-inga. Kristján Arason, Hans Guðmundsson eru til varnar, en Gústaf Bjama- son er á línunni fyrir aftan Kristján. Sigurður og félagar hans hjá Selfossi sækja FH-inga heim í kvöld. Jafnt og tvísýnt -segirAtli Hilmarsson, sem spáir Selfyssingum sigri 42 jt Mm ! FOI_K ■ KRISTJÁN Arason, leikmaður og þjálfari FH-liðsins, var íslands- meistari með FH 1984 og 1985, en þá hélt hann til V-Þýskalands og síðan til Spánar. Kristján leik- ur nú á ný með FH og hefur stjórn- að liðinu til sigurs í tveimur mótum. ■ SIGURÐUR Sveinsson hjá < Selfossi, var bikarmeistari með Þrótti 1981. Eftir það fór hann til V-Þýskalands, en kom á ný til landsins 1988 og varð íslands- Tneistari með Val 1989. Sigurður fór eftir það til V-Þýskalands og Spánar. Spurningin er hvort Sig- urður verður meistari með Selfossi á fyrsta keppnistímabili, eins og með Val? H EINAR Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, lék frábærlega með Valsmönnum á úrslitakeppninni sl. keppnistímabil og var maðurinn á bak við að þeir urðu meistarar. ! Tekst honum að leika sama leik á lokasprettinum með Selfossi? ■ GÍSLI Felix Bjamason, mark- vörður Selfyssinga, létti sig fyrir úrslitakeppnina. Gárungar á Sel- fossi segja að þeir Gísli Felix og Einar Þorvarðarson hafi þurft að iétta sig og benda á að sprungur á brúnni yfir Olfusá hafí ekki komið fram fyrr en þeir fóru félagar fóru að aka um brúnna tvisvar á dag - þegar þeir komu og fóru frá æfíng- um. ■ ÞAÐ eru liðin 30 ár síðan ann- að félag en Víkingur, Valur og FH hafí verið meistari. Fram varð i meistari 1972. Síðan þá hafa Vals- menn og Víkingar orðið meistarar i f^iö sinnum og FH-ingar fímm sinn- I um. ■ ÞRÍR leikmenn hjá Selfyss- ingum hafa orðið meistarar. Einar Þorvarðarson og Sigurður Sveinsson með Val og Stefán Halldórsson með Víkingi. Stefán er elsti leikmaður 1. deildarkeppn- innar — 37 ára. ■ HSI og Nýherji gerðu með sér samning þess efnis að fyrirtækið styrkti úrslitakeppni karla og kvenna. Nýherji gaf eignargripina og verðlaunapeningana og styrkti sambandið auk þess sérstaklega. Það fékk þrjár IBM 386 ps tövuvél- ar og einn prentara og sagði Gunn- -gr Kr. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri HSÍ, að verðmæti pakkans væri á milli 500 og 600 þúsund. ■ GUÐMUNDUR Guðmunds- son hornamaðurinn snjalli hjá Vík- ingum og landsliðinu tók við þjálf- un Víkinga um mitt keppnistímabi- lið 1989/90 og var því með liðið í tvö og hálft tímabil en ekki eitt og hálft eins og sagt var í blaðinu á þriðjudaginn. LOKABARÁTTAIM um íslands- meistaratitilinn i handknattleik hefst í Hafnarfirði í kvöld, þar sem FH-ingar taka á móti spútnikliði Selfyssinga. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um að viðureign FH-inga og Selfyssinga verður fjörug og spennandi. Spurningin er hvort það verði reynsla FH- inga eða léttleiki Selfyssinga sem reynist happadrýgri þegar á hólminn verður komið. FH-ingar hafa staðið sig mjög vel í vetur - unnu bæði deild- ar- og bikarkeppnina. Selfyssingar gpmggm með Sigurð Sveins- Sigmundur Ó. son fremstan í flokki Steinarsson hafa tvíeflst með skrifar hverri raun og eru til alls líklegir í bar- áttunni gegn FH-ingum. Atli Hilmarsson, þjálfari Fram, telur að FH og Selfoss þurfí að leika fímm leiki til að fá úr því skorið hvort liðið verður meistari. „Ég reikna fastlega með að leikirnir verði mjög jafnir og tvísýnir, en ég hef trú á því að það verði Selfyss- ingar sem fagna meistaratitlinum. Ég byggi spá mína á því að Krist- ján Arason hefur ekki gengið heill til skógar og munar það miklu fyr- ir FH-liðið. Selfyssingar mæta í leikina afslappaðir og hafa allt með sér. Liðin eru svipuð að styrkleika, en það sem getur háð þeim veru- lega er að liðin koma til með að keyra á sömu sjö leikmönnunum í leikjunum. Því má ekkert útaf bregða til að róðurinn verði þung- ur. Ef lykilmaður í liðunum meiðast mun það riðla leik þeirra. Selfyss- ingar hafa ákveðinn plús með sér að þeir eru með mjög sterkan vara- markvörð, Einar Þorvarðarson, sem er tilbúinn að hlaupa í skarðið ef Gísli Felix Bjamason nær sér ekki á strik. Aftur á móti á það að vega upp á móti að vamarleikur FH-liðs- ins er mjög öflugur - mun sterkari en hjá Selfyssingum," sagði Atli Hilmarsson. „Það er ætlast til meira af FH-lið- inu. Þó svo að leikmenn liðsins séu mjög reyndir geta kröfur um sigur, og ekkert nema sigur, myndað vissa pressu á þá. Hans Guðmundsson hefur leikið frábærlega vel með FH-liðinu og þá hefur Guðjón Árna- son komið sterkur til leiks í úrslita- keppnina. Selfyssinga em mjög léttleikandi og leika þeir ekki mikið kerfísbund- inn handknattleik. Sigurður Sveins- son nýtur sín best þegar leikinn er frjáls handknattleikur. Við hlið hans leika margir ungir leikmenn sem hafa öðlast reynslu og hafa leikið vel að undanfömu. Einar Gunnar Sigurðsson hefur tvíeflst með hveij- um leik og er óragur við að gera hina ýmsu hluti sjálfur - ef maður er settur til höfuðs Sigurðar Sveins- sonar. Það er komin mikil stemmn- ing í leik Selfossliðsins og hafa leik- menn liðsins greinilega gaman að þvi sem þeir eru að fást við. Það á eftir að koma þeim til góða,“ sagði Atli Hilmarsson. Mikið álag hefur verið á leik- mönnum FH og Selfoss að undan- förnu og má segja að álagið hafí verið meiri á FH-ingum. Þegar Sel- fyssingar voru búnir að leggja Vík- inga að velli í tveimur leikjum, léku FH-ingar þijá erfíða leiki gegn Eyjamönnum. Selfyssingar hafa hvílt síðan sl. föstudag, en FH-ing- ar léku í Eyjum sl. laugardag og erfíðan leik í Hafnarfirði á mánu- dag. Það getur komið Selfyssingum til góða í baráttunni gegn FH. Ekki kannski í fyrsta leiknum, heldur þegar leikirnir verða orðnir fleiri. Leikurinn í Hafnarfírði hefst kl. 20 í kvöld. Leikið annan hvem dag FH og Selfoss leika um íslands- meistaratitilinn í handknatt- leik 1992, þar til annað liðið hefur sigrað í þremur leikjum. Þar sem FH hafnaði ofar en Selfoss í deildar- keppninni eiga Hafnfirðingar fyrst heimaleik og síðan koll af kolli. Fyrsti leikurinn verður að Kapla- krika á fimmtudagskvöld, annar leikurinn á Selfossi á laugardag og þriðja viðureignin í Hafnarfírði á mánudag. Fjórði leikurinn er settur á miðvikudaginn 6. maí og komi til fímmta leiks verður hann að Kapla- krika föstudaginn 8. maí. HM 1993: Þorbergur ogJóntil Svíþjóðar - dregið í riðla á sunnudaginn orbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari og Jón H. Magnússon, formaður HSí, eru á förum til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þeir verða viðstaddir þegar dregið verður í riðla í heimsmeistarakeppninni 1993 á sunnudaginn. Að drætti loknum ætla þeir að ræða við forráðamenn hinna ýmsu landsliða, sem leika ekki í riðli með íslandi í HM, og semja um landsleiki. Fyrirhugað er að leika 40 landsleiki fyrir HM og auk þess mun landsliðið æfa í um áttatíu daga fyrir keppnina. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd: „Af gefnu tilefni vill undirritaður, formaður handknattleiksdeildar FH, koma því á framfæri að ástæða þess að samið var við íslenska útvarpsfé- lagið, Stöð 2, um sýningarrétt á úr- slitaleikjum íslandsmótsins í hand- knattleik er sú að fyrirhugað er að setja auglýsingu á gólf í leikjum. Ing- ólfur Hannesson, forstöðumaður íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, hefur marg lýst því yfir að RÚV muni ekki sýna frá leikjum þar sem auglýsingar eru á gólfum og því var ekki rætt við RÚV um þessar útsendingar. í nýlegu samtali undirritaðs við Ing- ólf áréttaði Ingólfur að fyrrgreind yfír- lýsing stæði óhögguð þrátt fyrir þá staðreynd að RÚV hafi sjálft gengið í berhögg við þessa yfirlýsingu með beinum sjónvarpsútsendingum frá B- heimsmeistarakeppninni í handknatt- leik..“ Orn H. Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH ÚRSLIT NBA-deildin Boston Celtics - Indiana Pacers.102:98 (Boston sigraði 3-0 og er komið áfram) ■Boston varð fyrst liða til að komast áfram, en liðið léku á mánudaginn. New Jersey Nets - Cleveland..109:104 (Cavaliers er 2-1 yfir) Knicks - Pistons...90:87 (eftir framl.) (Knicks hefur 2-1 yfír) ■Patrick Ewing miðherji Knicks gerði 32 stig, flest í síðasta leikhluta og framleng- ingu þrátt fyrir að hafa tvo menn á sér. Utah Jazz - Los Angeles Clippers 88:98 (Utah Jazz er 2-1 yfír) Seattle - Golden State.......129:128 (Seattle hefur 2-1 yfir) NHL-deíldin Úrslitakeppnin 1. umferð: Norrisdeild: Detroit - Minnesota..............1:0 Eftir framlengingu. Staðan er jöfn, 3:3. Chicago - St. Louis..............2:1 Chicago vann 4-2 samanlagt og fer áfram. Smythedeild: Vancouver - Winnipeg Jets........8:3 Staðan er 3-3 og því þarf sjöunda leikinn. Edmonton - Los Angeles Kings.....3:0 Edmonton vann 4-2 samanlagt og því eru Wayne Gretzky og sarniicrjar úr leik. ARNESON- w SKJÖLDURINN ® Golfvertíðin hjá Golfklúbbi Reykjavíkur hefst 1. maí með innanfélagskeppni um Arnesonskjöldinn kl. 10.00. Leikinn verður 18 holu höggleikur með fullri forgjöf. í tilefni dagsins munu félagar í GR koma saman til að fagna sumri í golfskálanum kl. 20.00, snæða góðan kvöldverð á hóflegu verði í endurbættum golfskála hjá nýjum matreiðslumeistara, Karli Omari Jónssyni. Þá verða verðlaun afhent. Rétt er að benda félögum GR á að búast má við fjölmenni í kvöldverðinn og því öruggara að panta borð í tíma í símOm 686765 (veitingasala) eða 814735 (skrifstofa). Fjölmennum á mótið og í kvöldverðinn. Stjórn GR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.