Morgunblaðið - 30.04.1992, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.04.1992, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '30. APRIL 1992 munmn TM Reg. U.S. Pat OH.—all rlghts reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Erfiður dagur. Þú verður að slá blettinn og þvo upp næstu tvo daga. HÖGNI HREKKVÍSI // SJAÚ/MZT ! NÆSTV VlkL). " BREF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Einokun í sölu grænmetis Frá Jóhannesi Gunnarssyni: ÞANN 3. apríl sl. skrifaði Jón Ás- geir Jóhannesson, verslunarstjóri í Bónus, grein í DV undir heitinu „í skjóli einokunar“. Þar bendir hann á hvernig einstakir framleiðendur á grænmeti nýta sér löngu úreltar reglur um innflutning til að há- marka verð til sín. Þetta geta þeir gert í skjóli þess að í búvörulög- unum er kveðið á um bann við inn- flutningi búvara, séu fyrir hendi í landinu innlendar vörur. Leyfi til innflutnings veitir svo nefnd á veg- um landbúnaðarráðuneytisins. Jón spyr um afstöðu Neytendasamtak- anna. Neytendasamtökin þekkja skýr Frá Ingólfi Árnasyni: NÝLEGA var haldin aðalfundur ÚA hf. á Akureyri. Að venju flutti for- maður stjórnar ræðu. í þetta sinn Sverrir Leósson útgerðarmaður. Hluti af ræðunni er birtur á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 9. apíl sl. Þar segir orðrétt að „aflaheimildir félagsins voru á árinu 1988 16 þúsund tonn, en eru á þessu fiskveiðiári 15.700 tonn, eftir að búið er að kaupa um 4 þúsund tonna þorskígildi og fá úthlutað úr hagræðingarsjóði 440 tonnum.“ „Engin eru rök fyrir því að þessi atvinnugrein eigi að greiða fyrir aðgang að auðlindinni," sagði útgerðarmaðurinn. Hvað skyldu nú ÚA hafa greitt fyrir þennan 4 þúsund tonna kvóta? Samkvæmt gangverði á kvóta er það á núvirði 100-120 krónur á kílóið og það gerir 400 til 480 millj- dæmi um hvernig einstakir fram- Ieiðendur reyna að notfæra sér það fyrirkomulag _ sem búvörulögin bjóða upp á. Eg ætla að nefna eitt nýlegt dæmi hér um. Fyrir nokkru voru til í landinu u.þ.b. 10 tonn af hvítkáli í eigu eins framleiðenda. Verð á hvítkáli hafði verið fremur hóflegt og vildi þessi framleiðandi ekki sætta sig við það. Hann hélt því að sér höndum varðandi sölu á sinni framleiðslu. Þegar hann einn átti eftir hvítkál ætlaði hann að nýta sér ákvæði búvörulaganna og sitja einn að sölunni. Hækkaði hann verðið verulega í skjóli þess að búvörulögin heimiluðu ekki inn- flutning, enda var innlend fram- leiðsla fyrir hendi. Sem betur fer ónir króna. Þessar milljónir króna hafa farið í vasa þeirra sem í raun- inni gátu ekki selt, því þeir áttu ekkert til að selja. Hagur útgerðar- félags Akureyrar hefði ekkert versnað þó að þessar 400-480 millj- ónir hefðu farið til þess sem á auð- lindina í sjóð þjóðarinnar, ríkissjóðs. Það er kannski skiljanlegt að útgerðarmenn reyni að brengla svo vitund þjóðarinnar, að hún mót- mæli ekki að eignir hennar gangi kaupum og sölu, án þess að hún sé spurð. Kominn er tími til að almenning- ur láti frá sér heyra og standi fast á eignarrétti sínum að auðlindinni innan lögsögu íslands. Það er full ástæða fyrir þjóðina að halda vöku sinni fyrst. Konni er sjávarútvegs- ráðherra og Baldur formaður LIÚ. INGÓLFUR ÁRNASON, Byggðavegi 132, Akureyri. gengu þessu vinnubrögð svo fram af nefndinni að hún ákvað að heim- ila innflutning og hefði hún betur tekið svipaða ákvörðun í öðrum svipuðum málum. Neytendasamtökin telja þetta ákvæði búvörulaga andstætt hags- munum neytenda, eins og raunar svo margt annað í þeim lagabálki. Vilji stjórnmálamenn hins vegar vernda innlendar búvörur sérstak- lega, til dæmis garðávexti, ber að gera það með tollum í stað innflutn- ingsbanns sem auðvelt er að mis- nota. Nú er tollur á innfluttum garðávöxtum 30%, auk þess sem innlend framleiðsla nýtur verulegr- ar fjarlægðarverndar, en mjög kostnaðarsamt er að flytja þessa vöru hingað. Neytendasamtökin hafa talið að þessi vernd ætti að nægja innlendri framleiðslu. Ef svo er ekki, hlýtur maður að spyija hvað sé að hjá innlendu framleið- endunum og hvort endalaust sé hægt að halda hér uppi svo óarð- bærri framleiðslu á kostnað heimil- anna. í viðtölum við manneldisfræð- inga hefur ítrekað komið fram að grænmetisneysla er of lítil hér á landi. Ljóst er að það háa verð sem oft er á þessari mikilvægu vöru eykur ekki neysluna. Þessu þarf að breyta og það gerum við með því að auka samkeppnina sem mest, meðal annars með innflutn- ingi. Áðurnefnd lögskipuð nefnd er ekki blóraböggullinn, hún starfar aðeins í samræmi við búvörulögin. Lögin bjóða hins vegar upp á grófa misnotkun af því tagi sem Jón bendir réttilega á í grein sinni. Það er því fyrst og fremst við löggjaf- ann að sakast. Búvörulögin eru meingölluð og þeim þarf að breyta, því fyrr því betra. JÓHANNES GUNNARSSON formaður Neytendasamtakanna Skúlagötu 26, Reykjavík Nokkur orð um kaup og sölu þorskkvóta Víkverji skrifar Fyrir nokkrum mánuðum kvart- aði Víkveiji yfir póstþjónustu í Reykjavík, þar sem bréf var of lengi en eðlilegt gat talizt á leið úr Garðastræti á ritstjórnarskrif- stofur Morgunblaðsins. Blaðafull- trúi Pósts & síma lét síðan í fram- haldi af því kanna ástæður taf- anna, en komst ekki til botns í því og engin viðhlítandi skýring fékkst, þótt getgátur hafi verið uppi um það að bréfið hafi hugsanlega hafn- að í röngu pósthólfi o.s.frv. Síðastliðinn mánudag bárust Morgunblaðinu siðan tvö bréf, sem bæði höfðu verið póstlögð miðviku- deginum áður. Póststimpillinn var dagsettur 22. apríl, en bréfin bár- ust á ritstjórnarskrifstofur Morgun- blaðsins um morguninn 27. apríl. Annað bréfíð var sent frá Hellu- sundi og stimplað með tölunni 2, en hitt var sent frá Austurstræti 14, og það tók bæði þessi bréf 5 daga að komast í Aðalstræti 6. Þessi þijú bréf þurftu aldrei að fara út fyrir póstumdæmið þaðan sem bréfin voru send. Það getur ekki verið eðlilegt að það taki þennan tíma að koma bréf- um á milli heimilisfanga hér innan- bæjar, enda hafa sendendur í báð- um tilfellum' treyst því að sending- artíminn væri mun skemmri, því að í fyrra tilfellinu var um fréttatil- kynningu að ræða, þar sem tilkynnt var um nemendatónleika ungs óbó- leikara. Óskað var eftir birtingu til- kynningarinnar í föstudagsblaði Morgunblaðsins. Hins vegar var um að ræða boð til Morgunblaðsins á verðlaunaafhendingu grunnskóla- nema í Nýsköpunarkeppni, í Hátíð- asal Tækniskólans á laugardag klukkan 14, þar sem ungir uppfinn- ingamenn voru verðlaunaðir fyrir frumlegar uppfinningar. Það þarf vart að fjölyrða um það að hvorki * tilkynningin um tónleikana birtist né mætti fulltrúi Morgunblaðsins við verðlaunaafhendinguna. Von- andi þó að einhveijir hafi frétt af tónleikum ungu stúlkunnar. Þessi litlu dæmi lýsa því, hversu bagalegt það getur verið, ef póstþjónustan er ekki í lagi. x x x Handbolti er skemmtileg og spennandi íþrótt, sem nýtur gífurlegra vinsælda hérlendis og þá einkum og sér í lagi vegna góðs gengis íslenzkra handknattleiks- manna erlendis. Spenningurinn á kappleikjum verður ógurlegur og áhorfendur öskra og skrækja hveij- ir í kapp við aðra og það Iið, sem á fleiri og háværari aðdáendur virð- ist eiga meiri vinningsvon en hitt. Þess vegna safna félögin klapp- flokkum, sem mæta á leikina og láta sem óðir séu. Það er kannski ekkert við þessu að segja og varla er unnt að ætlast til þess að fólkið æsist ekki upp við spennandi leik. Hitt er heldur hvim- leitt, sem mjög hefur færzt í auk- ana að undanfömu, að aðdáendur liðanna koma með alls konar tæki og tól til þess að geta haft eins mikinn hávaða og unnt er. Þannig koma menn með hrossabresti, lúðra, bumbur og jafnvel heilu hljómsveitirnar til þess að reyna að æra náungann. Svo er gengið fram af fólki, að menn eru farnir að veigra sér við að sækja leikina og margur maðurinn tekur með sér baðmullarhnoðra til þess að stinga í eyrun, svo að hann geti hafzt við í salnum á meðan leikurinn fer fram. Þessi siður er hvimleiður, má raunar teljast til ósiða, og ætti Handknattleikssambandið að sjá sóma sinn í því að banna slík hávað- atól, sem alls ekki eiga heima við slík tækifæri. Víkveiji dagsins er ekki vanur að hvetja til þess að hlutir séu bannaðir, en á meðan tilgangurinn er enginn annar en að mynda hávaða, verður að koma í veg fyrir að fólk geti hlotið varan- legar heyrnarskemmdir á slíkum kappleikjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.