Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 7

Morgunblaðið - 30.04.1992, Page 7
Ríkissjóður á inneign í Seðlabanka UNDANFARNA daga hefur rík- issjóður átt innstæðu á viðskipt- areikningi í Seðlabanka Islands, sem er afar óvenjulegt og yfir- leitt skammvinnt ástand, að sögn Eiríks Guðnasonar aðstoð- arbankastjóra. Tölur um inn- stæðu lágu ekki fyrir en að sögn Eiríks má skýra þetta með þrennu: I fyrsta lagi hefur skuld á reikn- ingnum miðað við lok síðasta árs, sem nam rúmum 6,3 milljörðum króna, nýlega verið greidd upp með erlendu lánsfé. I öðru lagi virðist staða ríkissjóðs nú allgóð miðað við síðustu ár, að sögn Ei- ríks, og mun betri en á sama tíma í fyrra. Loks hefur talsvert af ríkis- víxlum selst undanfarið. * Listasafn Islands; 14 þúsund gestir á sýn- ingu Finns SÝNINGU á verkum úr gjöf Finns Jónssonar og Guðnýj- ar Elísdóttur í Listasafni Is- lands lýkur að mestum hluta sunnudaginn 3. maí næst- komandi. Í frétt frá Lista- safni íslands hafa um fjórtán þúsund gestir séð sýninguna, en henni átti upphaflega að ljúka 26. apríl siðastliðinn, en hún var framlengd vegna góðrar aðsóknar. Vegna undirbúnings stórrar sýningar á listmunum frá Jórd- aníu og Palestínu verður að taka sýninguna niður í sölum 2 og 4 en gestir geta séð hluta sýningarinnar í sölum 1 og 5 næstu vikuna, auk sýningar á verkum Nínu Sæmundsson, sem stendur yfir í sal 3. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12 til 18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Meiríhluti Flugráðs mælir með Þorgeiri MEIRIHLUTI Flugráðs, þrír fulltrúar af fimm, samþykkti í gær að mæla með ráðningu Þor- geirs Pálssonar prófessors í embætti flugmálasljóra. Tveir mæltu með Hauki Haukssyni varaflugmálastjóra. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði starfi sínu lausu frá og með 1. júní næstkomandi og fer eftir það í sérstök verkefni fyrir sam- gönguráðuneytið. Starfið var aug- lýst laust til umsóknar og bárust tíu umsóknir. Þeir þrír Flugráðsmenn sem mæltu með ráðningu Þorgeirs eru Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri, Leifur Magnússon formaður Flug- ráðs og Skúli Alexandersson al- þingismaður. Alþingismennirnir Árni Johnsen og Sigbjörn Gunn- arsson mæltu með ráðningu Hauks. Umsögn Flugráðs var send Hall- dóri Blöndal samgönguráðherra í gær. MORGUNBLÁÐID FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 / Otrúlegt afmælistilboð Laxnessklúbbsins: ÞER BYBST OKEYPÍS M EFTIR NÓBELSSKÁLDIÐ! / I tilefni af níræðisafmæli Halldórs Laxness fá nýir félagar ókeypis bók úr ritsafni Nóbels- skáldsins ef þeir skrá sig í Laxnessklúbbinn innan tíu daga. Enginn íslenskur höfundur hefur öðlast slíkar vinsældir og virðingu um allan heim sem Halldór Laxness. Bækur hans eru í senn rammíslensk verk og heimsbókmenntir. Hvers vegna ættir þú að ganga í Laxnessklúbbinn? Sígild útgáfa. í Laxnessklúbbnum klúbbnum en á almennum markaði. Ókeypis mánaðarrit. Þú færð kynningarrit klúbbsins, Laxnessritið, sent í hverjum ntánuði þér að kostnaðarlausu og þar með gullið tækifæri til að kynnast skáldinu og verkurn hans. NU ER TÆKIFÆRIÐ! SKRAÐU ÞIGI LAXNESSKLÚBBINN STRAX í DAG! SÍMINN ER (91) 688 • 300 Vaka -Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.