Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 9 /1CCORD Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í sfma 68 99 00 Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Veiðiíélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörgu, unglingar (12-16 ára) og elli- lífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi feng- ið afhent veíðileyfi án greiðslu. Veiðfélag Elliðavatns. / Avöxtun verðbréfasjóða • 1. maí 1 mán. 3 mán. 6 mán. Kjarabréf 7,8% 7,8% 8,0% | Tekjubréf 8,3% 7,9% 7,9% Markbréf 8,0% 8,5% 8,6% ■ Skyndibréf 6,4% 6,3% 6,6% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 r X Nýkomnir Stærðir: 37-41. Ýmsirlitir. Verð: 5.995-6.495. ATH: Vorum að fá mikið úrval af hinum vönduðu FRANSÍ kvenskóm. Full búðafvorvörum. 5% staðgr.afsláttur. Póstsendum samdægurs. JL VEL órinn VELTUSUNDI • SIMI: 21212 MMfflMDlÐ Framhald þjóðarsáttai liðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilum á vir irkaði felur í sér framhald þjóðarsáttar og gott betur. Miðlunartil sem borin verður undir atkvæði í leynilegri skriflegri atkva :iðslu í verkalýðsfélögum á komandi dögum inniheldur launaha Áframhaldandi stöðug- leiki — verðhólga í lág- marki „Miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilum á vinnumarkaði felur í sér framhald þjóðarsáttar og gott bet- ur. Miðlunartillagan sem borin verður undir atkvæði í leynilegri skriflegri at- kvæðagreiðslu í verkalýðsfélögum á komandi dögum inniheldur launahækkun um 1,7% frá 1. maí og gildir samningur- inn til 1. marz á næsta ári." Þannig hefst forystugrein Alþýðublaðsins í gær, sem Staksteinar staldra við í dag. Raunhæf og hyggileg sáttatillaga Alþýðublaðið segir í forystugrein: „Ijaunabætur til þeirra sem hafa undir 80 þús- undum á mánuði í heild- artekjur koma tvisvar á samningstímanum, or- lofsuppbót hækkar úr 7.500 i 8.000 krónur og desemberuppbót hækkar úr 10 þúsundum í 12 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að verðbólga á næstu 12 mánuðum verði um 1,8 prósent og að kaupmáttur félaga i ASI verði 9,7 af hundraði hærri að meðaltali á samningstímanum en haun var í janúar i ár. Kjami miðlunartillögu ríkissáttasenýara er einkai' raunhæfur og skynsamlegur. Það er jafnframt ástæða til að fagna þeirri skynsemi sem aðilar vinnumarkað- arins hafa sýnt í kjara- samningunum og leitt hefur til niðurstöðu sáttasenyara. Þessi samningslota var flókin og brothætt, einkum vegna þess að á sama tíma var samið um kjör starfsmanna ríkis og bæja. Aðilum vimiumark- aðarins svo og samninga- forystu ríkisstarfsmanna eru (jósar hinar miklu kjanibætur sem þjóðar- sáttarsamningar 1990 leiddu af sér. Hjöðnun verðbólgu, fast gengi og lækkandi vextír eru mun mikilvægari árangur fyr- ir launþega en síaukin krafa um hærri krónu- tölu sem spennir upp verðbólgu og vextí". Treysta þarf atvinnu og at- vinnuupp- byggingu Síðan segir Alþýðu- blaðið: „Það er einnig ánægju- legt að aðilar vinnumark- aðarins sýna nú ekki að- eins vaxandi skynsemi og raunsæi í samningum heldur hafa einnig hin flokkspólitísku tengsl við aðildarfélög vinnumark- aðarins gliðnað tíl muna. Minni flokkspólitísk stýr- ing á kjarasamningum eykur sjálfstæði forystu- manna samningahóp- anna og gerir þeim kleift að taka hagstæðustu ákvarðanir umbjóðend- um sínum í hag í stað þess að fylgja fyrirmæl- um pólitískra flokka, sem oft á tíðum bera aðra Iiagsmuni fyrir brjóst i en velferð launþeganna. Það er tíl að mynda einkar athyglisverð og sjálfstæð yfirlýsing sem Asmundur Stefánsson, forsetí ASÍ, gaf að lokn- um samningum er hann sagði að hann mætí hvað mest yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar um að stofna nefnd til að treysta atvinnu og at- vinnuuppbyggingu til lengri og skemmri tíma. Tækist sú vinna vel væri það ef tíl vill mikilvæg- astí þáttur samkomulags- ins.“ Forsendur fyrir nýsköp- un atvinnulífs o g efnahags- bata Forystugrein Aiþýðu- blaðsins lýkur á þessu orðum: „Ríkisvaldið hefur Iof- að frumkvæði að lækkun vaxta og að beita sér fyr- ir því að gengi verði hald- ið stöðugu á samnings- tímanum. Raunvextír eru enn of háir á íslandi. í kjölfai' miðlunartillögu sáttasemjara eykst emi þrýstingur á banka og lánastofnanir um lækkun raunvaxta. Bankavaldið á Islandi getur ekki setíð aðgerðarlaust og afskipt meðan vinnuveitendur, launþegar og ríki taka höndum saman um fram- hald þjóðarsáttar. Liður í aðhaldi á vaxtastígið er aukið sjálfstæði Seðla- banka íslands. Yfirlýsing ríkisstjómarinnar um vaxtalækkun á ríkisvíxl- um og spariskírteinum verður þó væntanlega upphafið að raunvaxta- lækkun í landinu sam- fara áframhaldandi stöð- ugleika í efnahagsmálum og lágri verðbólgu. Þann- ig fylgir miðlunartillög- unni yfirlýsing frá bönk- um og sparisjóðum um að raunvextir þeirra muni breytast tíl sam- ræmis við lækkun á vöxt- um spariskírteina í 6,5%. Miðlunartíllaga ríkis- sáttasenýara verður bor- in undir atkvæði í verka- lýðsfélögum á næstu dög- um en talning atkvæða fer fram 7. maí. Það er mikilvægt að verkalýðs- félögin taki á jafn já- kvæðan hátt undir tillögu ríkissáttasemjara og for- ystumeim launþega og ríkisstarfsmanna. Far- sæld Iaunþega byggist, á traustu atvinnulífi, aukn- um hagvextí og stöðug- leika í atvinnu- og efna- hagslifi. Þjóðarsáttin frá 1990 hefur saimað sig. Viðræðumar í nýafstað- inni kjarasanmingalotu vom í farvegi þjóðarsátt- ar og miðlunartillagan beint framhald af þjóðar- sáttínni.. Það er fagnað- arefni að nú hafa skapast forsendur fyrir átaki í atvinnulifi og nauðsyn- legri uppstokkun til framfara og hagsældar sem rýfur þá stöðnun í atvinnulífi og hagvexti sem ríkt hefur á Isiandi um árabil.“ Þannig hljóðar for- ystugrein Alþýðublaðs- ins. Trúlega horfir þorri þjóðarinnar bjartari aug- um tíl framtíðar ef tekst að tryggja frið á vinnu- markaði næstu misseri, meiri umsvif í atvmnulif- inu, áframhaldandi stöð- ugleika í efnahagslífi og að koma í veg fyrir nýtt verðbólguskeið. Þýskir sturtuklefar og baökarshurðir á trábæru verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.