Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Utan alfaraleiða Nýr geisladiskur með Sinfóníuhljómsveit Islands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands tók stórt skref framávið þegar hún gerði samning við breska fyrirtækið Chandos, sem er eitt hið virtasta á sínu sviði, um útgáfu á níu geisládiskum. Tilgangur samningsins var að auka metnað innan sveitarinnar og fá faglegt mat erlendra gagnrýnenda á leik hennar. Fyrsti diskurinn kom út seint á síðasta ári og annar diskurinn fyrir stuttu. Á nýja disknum eru verk eftir finnska tónskáldið Leevi Mad- etoja, þriðja sinfónía hans op. 55, svíta úr óperunni Austurbotnsbú- unum op. 52, Okon Fuoko-svíta nr. 1 op. 58 og Huvináytelmáalk- usoitto, sem útleggst Gamanfor- leikur op. 53. Leevi Madetoja, sem fæddist 1887 og lést 1947, er í fræðabók- um talinn með merkustu tónskáld- um Finna, en verk hans hafa þó ekki verið leikin sem skyldi. Aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar, Petri Sakari, er finnskur og átti snaran þátt í að velja verk Madetojas til flutnings. Það lá því beint við að krelja hann skýringa á því hví Madetoja hefði orðið fyrir valinu en ekki eitthvert þekktara tónskáld. „Það var ákveðið snemma að reyna að fara utan alfaraleiða. Ég er sjálfur finnskur og fór því að velta fyrir mér skandinavískum tónskáldum, helst tónskáldum sem hefðu ómaklega fallið í gleymsku og það má segja Mad- etoja hafi verið fyrsta tónskáldið sem kom upp í hugann. Ég lagði þetta fyrir Chandos og stjórn Sin- fóníunnar og allir féllust á það. Fyrirhugað er að gefa út safn helstu hljómsveitarverka hans, þijár sinfóníur og ýmisleg minni verk.“ Petri segir fráleitt að Madetoja hafi gleymst vegna þess að hann hafi ekki staðist kröfur tímans, „Madetoja lifði kannski ekki á réttum tíma, eða réttara sagt var það hans ólán hvað Sibelius lifði lengi,“ segir Petri og kímir. „Mad- etoja var helsti lærisveinn Sibel- iusar og Sibeiius taldi hann arf- taka sinn. Þar sem Finnland er lítið og ekki voru nema tuttugu ár á milli þeirra tveggja, var þó ekki pláss fyrir annað tónskáld en Sibelius, sem hafði og náð al- þjóðlegri viðurkenningu. Á meðan Madetoja lifði voru hljómsveitar- verk hans mikið leikin, en féllu síðan að mestu í gleymsku. Hluti skýringarinnar er einnig að Mad- etoja samdi allnokkuð fyrir söng og þar á meðal tvær óperur, þar fremri Austurbotnsbúana, og al- menningur í Finnlandi man einna helst eftir honum sem óperusmið, því sú ópera hefur verið mjög vin- sæl vegna tónlistarinnar og svo vegna þess að yrkisefnið er mönn- um áleitið. Hann hefur því aldrei gleymst alveg, en það hefur held- ur aldrei komið sú vakning sem hann á skilda." Höfðar hann til fólks í dag? „Já, tvímælalaust. Hann hefur upp á ýmislegt að bjóða umfram önnur tónskáld. Ef við berum hann til að mynda saman við Si- belius, þá var Madetoja að vísu ekki gæddur sömu snilligáfu, en að minu viti var hann honum fremri í að skrifa fyrir hljómsveit. Útsetningar hans eru ekki eins þungar og þykkar; þær eru gegn- særri og ganga betur upp. Mad- etoja er líka sérstakur í rytma- nótkun. Hann teflir oft saman tveimur mismunandi rytmum, eins og heyra má í lokaþætti þriðju sinfóníunnar, þar sem vals og mars ganga saman nær allan tímann. Það má líka finna þennan finnska eða skandinavíska anda í tónlist Madetojas; verk hans eru því tengd heimalandinu. Hann fór síðan til Parísar að læra og tók þar inn áhrif frá Ravel og De- bussy. Það má helst heyra í þriðju sinfóníunni og Okon Fuoko-svít- unni, sem bæði eru á disknum, og ég tel hans helstu tónverk. Á næsta disk verða svo fyrsta og önnur sinfónía hans. Fyrsta sin- fónían hefur sömu galla og allar fyrstu sinfóníur, en samt eru í henni greinileg persónueinkenni. Önnur sinfónían er lengst og sú sem mest er leikin í dag. Hún höfðar sérstaklega til finnskrar þjóðarsálar; það er yfír henni þunglyndislegur blær, en hún var skrifuð í miðri borgarastyijöldinni sem bróðir Madetojas var myrtur í.“ _ Áður en að útgáfu annars disks með tónlist Madetojas kemur er væntanlegur diskur með tónlist Edvards Griegs, Um haust, for- leikur op. 11, Gömul norsk ró- mansa með tilbrigðum op. 51, ljóðræn smálög op. 43 og Norskir dansar op. 35, og segir Petri það í fullu samræmi við stefnuna í Chandos-upptökunum, því á disknum verða verk sem sjaldan heyrast, m.a.s. í Noregi. Ætlunin er að gefa út verk eftir íslensk tónskáld og Petri segir að síðar verði hugað að þekktari verkum. „Það er ekki nokkur leið fyrir Sinfóníuhljómsveitina að hefja útgáfu sína á verkum eftir Brahms eða Beethoven, enda gríðarleg samkeppni á því sviði. Með efnisskrá eins og þeirri sem Morgunblaðið/Árni Sæberg Petri Sakari við erum að byggja upp erum við að fylla í gat á markaðnum og kynna hljómsveitina um leið. Síðar kemur að þekktari verkum, og til að mynda geri ég mér vonir um að við tökum upp eitt af eldri verkum Bela Bartóks.“ Útgáfusamningurinn við Chandos var umdeildur í upphafi, en Petri segir hann nauðsynlegan hljómsveitinni og hún eigi eftir að styrkjast við að fást við verk sem komi fyrir eyru virtustu tón- listargagnrýnenda heims. „Ég vona að þessi Chandos-samningur eigi eftir að bæta hljómsveitina og það gerist yfirleitt að hljóm- sveitir taka framförum þegar þær fara að gefa út. Það gefur hljóm- sveitarmeðlimum færi á að hlusta á það sem þeir eru að gera og gerir þær kröfur að það séu allir með sitt á hreinu; það er ekki hægt að skjóta sér hjá neinu.“ I kvöld leikur Sinfóníuhljóm- sveitin fyrstu sinfóníu Madetojas á tónleikum í Háskólabíói og Petri segir það mikinn kost að verkið sé æft fyrir tónleika en ekki bara fyrir upptökur. „Þegar æft er fyr- ir tónleika næst heildaryfirsýn, en þegar verið er að vinna fyrir hljóðver er allt hugsað í smá- skömmtum." Petri segir Sinfóníuhljómsveit- ina vel á vegi stadda samanborið við skandinavískar hljómsveitir, sem sé nærtækasta viðmið. „Mér fínnst hljómsveitin hafa sinn sér- staka hljóm. Strengjahljómurinn er til að mynda óvenju sterkur og það mátti glöggt heyra í Skandinavíuferð hljómsveitarinn- ar. M.a. var leikið í Finlandia-tón- leikahöllinni og kollegar mínir höfðu orð á því eftir tónleikana hve strengjasveitin væri miklu hljómmeiri hjá Sinfóníunni en mun stærri hljómsveitum. Tré- blásturssveitin hefur líka séstakan samstæðan hljóm, enda eru flestir blásararnir menntaðir í Bretlandi og svo má nefna að málmblásturs- hljómur er líka sérstakur. Það er eftirsóknarvert að hafa eigin hljóm og skiptir miklu máli.“ Eins og áður kom fram stendur til að hljóðrita verk íslenskra höf- unda til útgáfu á vegum Chan- dos. Petri segir að höfuðáherslan sé lögð á aðgengileg verk til að byija með og reynt að velja sem íslenskust verk. „Þá vaknar spurningin hvað það er sem er íslenskt í tónlist. Það eru í raun fáir íslenskir höfundar sem eru mjög íslenskir í tónsköpun og til að mynda er að mörgu leyti rétt- ara að telja íslenska nútímatónlist alþjóðlega, enda eru menn að beita alþjóðlegum aðferðum við tónsmíðar. Það eru helst menn eins og Páll ísólfsson og Jón Leifs sem rétt er að kalla séríslensk tónskáld, en Jón Leifs nýtir sér ýmislegt úr íslenskri þjóðlagahefð í tónsmíðar sínar. Páll ísólfsson er aftur á móti mjög rómantískt tónskáld og í tónlist hans má finna sterk þýsk áhrif. Það er því erfitt að finna séríslenska tónlist. Það er þó ekki aðalatriðið, því hug- myndin er frekar að reyna að sýna hvernig tónlist hafi verið samin á íslandi undanfarin ár.“ Árni Matthíasson Þróun hagstærða 1987: Skotveiðimenn fjölmenntu á fundinn með umhverfísráðherra og veiðistjóra i Norræna húsinu. Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum: Skotveiðimenn vilja breytingar á frumvarpi umhverfisráðherra SKOTVEIÐIMENN fjölmenntu á mánudagskvöldið á fund í Norræna húsinu, sem Skotveiðifélag Islands efndi til með Eiði Guðnasyni um- hverfisráðherra og Páli Hersteinssyni veiðistjóra sem sátu fyrir svör- um um frumvarp um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum. Að sögn Bjarna Kristjánssonar formanns Skotveiðifélagsins var fundurinn málefnalegur og ýmsu í frumvarpinu hrósað en annað var gagnrýnt. Bjami Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að aðaláhyggj- ur skotveiðimanna væru áhyggjur landlausra manna sem töpuðu mikl- um rétti til veiða á síðustu öld þegar landeigendur fóru að banna veiði í netlögum og á afréttum sem einhver gat sagt að hann ætti. „Eins og þjóð- félagið er orðið núna þá sjáum við með réttu að rýmka' þarf um rétt okkur útilífsíþróttamanna af þessum toga,“ sagði hann. Umsögn stjórnar Skotveiðifélags- ins um frumvarpið, sem send hefur verið umhverfisnefnd Alþingis, var meðal þess sem til umræðu var á fundinum, en auk þess komu fram ýmsar tillögur frá fundarmönnum. í umsögninni er lýst stuðningi við þá tilraun sem í frumvarpinu feliSt til að taka heilstætt á friðun, vemd og veiðum fugla og spendýra. Hluti þessa máls sé veiðikort það sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir að veiðimenn skuli afla sér gegn gjaldi, en þar sé um bráðum áratugar gamla tillögu félagsins að ræða. Bent er á að það sé álit stjómar Skotveiði- félagsins og útbreidd skoðun skot- veiðimanna almennt að frumvarpið stefni að óeðlilegu valdaafsali lög- gjafarvalds til framkvæmdavalds, en sé þessi stefna hins vegar staðreynd eru gerðar nokkrar breytingartillög- ur á frumvarpinu. Ein þeirra gerir ráð fyrir að umhverfisráðherra geti ákveðið að gera lönd i eigu ríkisins eða ríkisstofnana að almennum veiði- lendum, og einnig sé honum heimilt að semja við eigendur og rétthafa veiðiréttar um að lönd þeirra skuli gerð að almennum veiðilendum, og sé þá heimilt að greiða fyrir þau réttindi úr ríkissjóði. í greinargerð segir að breytingartillaga þessi sé gerð vegna löngu tímabærra tak- markana á eignarrétti, og þess hátt- ar breytingar hljóti að koma þega þjóðfélagið gjörbreytist hvað varðar til dæmis búsetu, atvinnuhætti og frítíma. Hagstætt ár og slaki í hagstjórn Á súluriti sem sýndi þróun ýmissa hagstærða frá 1987, samkvæmt nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Þjóðarbúskapnum, og birt var hér í blaðinu siðastliðinn sunnu- dag, sker árið 1987 sig mjög úr. Kaupmáttur jókst til dæmis um 22,6% og þjóðartekjur um 12,3%. Forstjóri Þjóðhagsstofn- unar segir að þetta skýrist af óvenjulega hagstæðu ári og slaka í hagstjórn. Á árinu 1987 jukust þjóðartekj- ur um 12,3% en hafa minnkað síðan að undanskilinni 2,8% aukn- ingu á síðasta ári. Landsfram- leiðsla jókst um 9,2% en stóð síð- an í stað fram á síðasta ár. Kaup- máttur ráðstöfunartekna jókst um 22,6% en hefur dregist saman síð- an nema á síðasta árí er hann jókst aftur um 2,5%. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að skýr- ingin á þessu sé sú að saman hafi farið óvenju hagstæð skilyrði og veilur í hagstjórn. Afli hafi til dæmis aukist um 7% frá árinu á undan og hafi samtals aukist um 17% á tveimur árum, frá 1985. En því sé heldur ekki að neita að þetta hafí verið kosningaár og að komið hafi fram veikleikar í hag- stjórninni, bæði í aðdraganda kosninganna og eftir þær. Of seint hafí verið tekið á þenslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.