Morgunblaðið - 30.04.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 30.04.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 17 velur. Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 ■ SÍMI 69 15 00 Traust þjónusta í 30 ár. Komdu og láttu fara vel um þig meðan þú V7S4 munXlán ATKV ÆÐ AGREIÐSLA UM MIÐLUNARTILLÖGU RÍKISSÁTTASEMJARA Iðja, félag verksmiðjufólks, efnir til allsherjaratkvæða- greiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á skrif- stofu félagsins, Skólavörðustíg 16, sem hér segir: Þriðjudaginn 5. maí kl. 9.00-18.00. Miðvikudaginn 6. maí kl. 9.00-22.00. Þá verður mögulegt að greiða atkvæði um miðlunar- tillöguna að loknum félagsfundinum 4. maí. Allir þeir sem eru starfandi á samningssviði félagsins hafa rétt á að greiða atkvæði um sáttatillöguna. Þeir sem ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni skulu fram- vísa persónuskilríkjum. Þeir sem nýlega hafa hafið störf á félagssvæðinu eru beðnir um að hafa með sér síðasta launaseðil til stað- festingar á aðild sinni, þar sem félagið kann að skorta upplýsingar um þá. Iðjufélagar. Takið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslunni. Afmæliskveðja: Ester Kláusdóttir Dagskrá: 1. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara kynnt. 2. Önnur mál. Iðjufélagar fjölmennum Iðjufélagar fjölmennum Kveðja frá SVFÍ I skoðanakönnun, sem nýlega var unnin af Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands fyrir Slysavamafélagið, kom í ljós að félagið nýtur líklega meira trausts meðal íslensku þjóðar- innar en nokkur önnur stofnun eða félagasamtök. Þetta er ekki rifjað upp hér til þess að miklast af því, heldur kemur mér þetta í hug þegar ég sendi einni úr forystusveit félags- ins, Ester Kláusdóttur, kveðjur fé- lagsins, þakkir og árnaðaróskir í til- efni merkisafmælis. Slysavarnafélag íslands er lands- félag sem eflist með hveiju árinu og lætur til sín taka slysavarnir og björgunarmál á öllum sviðum samfé- lagsins. Þetta er staðreynd sem blas- ir við hverjum heilskyggnum manni, en hitt er e.t.v. ekki öllum ljóst, hveiju félagið á fyrst og fremst að þakka velgengni sína. Eg hefi átt því láni að fagna að starfa innan félagsins um nokkurt skeið og kynn- ast slysavarnafólki í öllum héruðum landsins, og í mínum huga liggur málið ljóst fyrir. Innan raða félagsins eru þúsundir karla og kvenna sem bera velferð samfélagsins fyrir bijósti, eru tilbúnar jafnt að nóttu sem degi til þess að rétta náunganum hjálparhönd, án þess að sækjast eft- ir vegtyllum eða viðurkenningum. Það er þetta fólk sem hefur varðað veginn og aflað félaginu trausts sam- borgaranna. Þótt hlutur karlanna í daglegu slysavarnastarfi sé oft á tíð- um meira áberandi eðli málsins sam- kvæmt, t.d. við margs konar björgun- arstörf, þá er hlutur kvennanna í raun engu minni; án kvennadeild- anna hefði Slysavarnafélagið ekki átt sama brautargengi að fagna. Það var Jón E. Bergsveinsson, fyrsti erindreki Slysavamafélagsins og einn af frumkvöðlunum um stofn- un þess, sem sneri sér til kvenna um liðsinni við hið nýstofnaða félag. „Það var ekki fyrir neitt ósjálfrátt hugboð, að Jón sneri sér til kvenþjóð- arinnar um liðsinni í slysavarnamál- um. Hann vissi að einmitt hún hafði næmastan skilninginn og mesta fórn- fýsina þegar um mannúðarhugsjónir er að ræða. Og aldrei verður svo slys á sjó eða landi að það valdi ekki el- skandi konu eða móður sorg og sökn- uði. Konurnar brugðust Jóni ekki heldur í þessu máli. Þær söfnuðu óspart til starfseminnar af þeirri hugkvæmni og ósérplægni, sem kon- um einum er lagin, og án hins mikla framlags þeirra er hætt við að Jóni E. Bergsveinssyni hefði einhverntíma þótt langt að bíða aðkallandi fram- kværnda." Þannig ritar Loftur Guðmundsson rithöfundur um Jón E. Bergsveinsson og kvennadeildirnar í sjötta bindi bókaflokksins Þrautgóðir á rauna- stund, og betur verður ekki með orð- um lýst því happi, að Jón sneri sér til kvenna um allt land og bað þær liðsinnis. Þetta var mikið gæfuspor því án kvennadeildanna hefði slysa- varnastarfið aldrei orðið það sem það er í dag. Fyrsta kvennadeildin innan Slysa- varnafélagsins var stofnuð í Reykja- vík 28. apríl 1930, tveimur árum eftir stofnun félagsins, og 17. des- ember það sama ár var svo kvenna- deildin í Hafnarfirði, Hraunprýði, stofnuð, önnur í röðinni. Það var vel við hæfi að velja jólamánuðinn til slíkrar stofnunar. Hraunprýði hefir verið í forystusveit allt frá byijun og stutt dyggilega við starfið í Hafn- arfirði, starf heildarsamtakanna og starf einstakra deilda úti á landi sem sökum fámennis hafa ekki verið í stakk búnar til stórátaka án utanað- komandi aðstoðar. Hraunprýðiskonur • hafa frá því fyrsta lagt mikið starf af mörkum í stjórn félagsins, á landsþingum og aðalfundum. Þáttur þeirra í að marka stefnu og störf heiidarsamtakanna er meiri en svo að rakinn verði í stuttri afmælisgrein. Ester Klárusdóttir er sprottin úr þessum fijóa félagsmálajarðvegi, hún er hin dæmigerða, hafnfirska slysavarnakona. Hún gekk til liðs við Hraunprýði árið 1950. Varð fljótlega formaður hinnar mikilvægu merkja- sölunefndar, síðar meðstjórnandi, varaformaður og að lokum formað- ur, en því starfi gegndi hún í sjö ár. Ester var kosin í varastjórn Slysa- varnafélagsins á áttunda áratugnum og 1982 var hún kosin í aðalstjóm og tók þá strax við embætti varafor- seta og gegndi því til ársins 1990 er hún baðst undan endurkosningu. Ég átti því láni að fagna að starfa með Ester í stjórn félagsins á þessum árum. Það var mér mikill og lær- dómsríkur félagsmálaskóli. Embætt- is síns vegna þurfti Ester að koma fram fyrir félagsins hönd við margs konar tækifæri. Mér er það minnis- stætt hversu oft ég horfði hrifinn og stoltur á þessa glæsilegu konu flytja mál sitt með þeim hætti að ekki gleymdist. Ég var ekki einn um þess- ar tilfinningar, mér var Ijóst að þær bærðust í bijóstum þeirra sem áttu þess kost að kynnast störfum Ester- ar, stefnufestu hennar og sterkum persónuleika. Það er ekki síst fyrir störf kvenna innan Slysavarnafélagsins að það nýtur þess trausts sem fram kemur í áðumefndri • skoðanakönnun. Kvenna eins og Esterar Kláusdóttur , og þúsunda annarra til sjávar og sveita. Mér er það ljóst að Ester er það meira að skapi að ég dragi fram hinn mikilvæga þátt kvenna í slysa- vamastarfinu en að ég reki af mik- illi nákvæmni öll þau störf sem hún hefur sjálf innt af hendi. Hún var að vinna fyrir félagið, fyrir slysa- vamahugsjónina, en ekki eigin frægð eða frama. Mér er það hins vegar ljúft og skylt að senda afmælisbarninu kveðj- ur og þakkir Slysavarnafélags ís- lands, árna því allra heilla, og óska félaginu þess að íslenskar konur slái ætíð skjaldborg um störf þess og stefnu. Orlygur Hálfdanarson. Kaffiveitingar. Stjórn Iðju. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta. Iðja, félag verksmiðjufólks, boðar alla félags- menn sína til félagsfundar í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, mánudaginn 4. maí nk. kl. 17.00. FÉLAGS- FUNDUR Við höfum opnað nýja aðstöðu sem auðveldar þér val á réttum hátölurum og hljómtækjum í bílinn. - Þar getur þú hlustað á ýmsar gerðir hátalara, við bestu aðstæður í sérsmíðuðu, hljóðeinangruðu herbergi. ..Topp-græiur“ í hílinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.