Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Færri viija flytjast til Israels í APRÍL hafa innflytjendur til ísra- els verið færri en nokkru sinni síðan fólksstraumurinn frá sovétlýðveld- unum fyrrverandi hófst fyrir alvöru árið 1989. Eru þeir nú innan við 4.000 en voru á 17. þúsund á sama tíma í fyrra. Frá áramótum eru þeir orðnir 15.000 og verða með sama áframhaldi 60.000 í árslok. Þeirvoru 185.000 1990 og 145.000 á síðasta ári. í samveldisríkjunum hefur hálf milljón gyðinga fengið leyfí til að flytjast til ísraels en svo virðist sem margir séu að missa trúna á fyrirheitna landinu. Þar er mikið og vaxandi atvinnuleysi, efnahagsmálin í ólestri og engin lausn sjáanleg á deilunum við araba. Auknar vinsæld- ir Mitterrands FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, hefur heldur vaxið í augum landa sinna en fyrir skömmu taldi aðeins 31% landsmanna, að hann stæði sig vel í starfi. Sam- kvæmt nýri skoðanakönnun eru nú 38% ánægð með forsetann sinn og Pierre Beregovoy, nýskipaður for- sætisráðherra, fann náð fyrir aug- um 42%. Var könnunin gerð þegar Beregovoy hafði verið hálfan mán- uð í embætti en hann tók við af Edith Cresson. Var hún einstaklega óvinsæl og henni kenndar að nokkru ófarir Sósíalistaflokksins í héraðs- ráðakosningunum. Skæruliðar sýna enga miskunn Afganskir skæruliðar náðu í gær innanríkisráðuneytinu í Kabúl á sitt vald og fundu foringja í leynilögreglu kommún- istastjórnarinnar fyrrverandi sem var þar í felum. Maðurinn var handtekinn, eins og sjá má á efri myndinni til vinstri, Reuter og hendur hans bundnar aftur fyrir bak. Hann var síðan barinn með byssuskefti (efri til hægri), leiddur út og tek- inn af lífí (neðri til vinstri). Skæruliðamir hófu síðan skothríð á líkið (neðri til hægri). Bush og Clinton sigruðu með yfírburð- um í forkosningunum í Pennsylvaníu Texasbúinn Ross Perot gæti velgt þeim undir uggum sem óháður frambjóðandi Philadelphia. Reuter. BILL Clinton vann afgerandi sig- ur í forkosningum demókrata I Pennsylvaniu í gær og virðist fátt geta komið í veg fyrir, að hann takist á við George Bush í forsetakosningunum í haust. Bush vann líka góðan sigur í forkosningum repúblikana í rík- inu og hefur nú tryggt sér út- nefningu flokksins. Þótt þeir Clinton og Bush þurfi ekki að óttast flokksbræður sína gæti milljarðamæringurinn Ross Per- ot reynst þeim skeinuhættur en hann vinnur að því að bjóða sig fram sem óháður. í Pennsylvaniu fékk Bill Clinton 56% atkvæða, Jerry Brown 26% og Paul Tsongas 13%. Þrátt fyrir það segist Brown ætla að beijast áfram og allt fram að flokksþinginu í júlí en síðustu forkosningar demókrata verða 2. júní í Kalifomíu. í forkosningum repúblikana fékk Bush forseti þijú atkvæði fyrir hvert eitt, sem fór til Pats Buchan- ans, og er nú kominn með 1.129 kjörmenn en 1.105 þarf tii að hljóta útnefningu flokksins. Milljarðamæringurinn Ross Per- ot frá Texas nýtur sívaxandi vin- sælda meðal bandaríska kjósenda en hann hefur í hyggju að gefa kost á sér sem óháðum frambjóð- anda í forsetakosningunum í haust. í skoðanakönnunum, sem birst hafa síðustu daga, kemur fram, að standi valið í haust á milli þriggja manna muni Bush sigra en aðeins með örlitlum mun. Er það niðurstaðan úr könnum Washington Post/ABC News og ný könnun Los Angeles Times segir, að Bush fengi 33% atkvæða, Perot 32% en Clinton ekki nema 26%. Reuter George Bush, forseti Bandaríkj- anna, gæðir sér á kampavíni í tilefni af úrslitum forkosninga repúblikana í Pennsylvaniu. Þýskaland: Hættir Helmut Kohl á toppnum og sest í sæti Jacques Delors? f NÝJASTA hefti breska vikuritsins The Economist er skýrt frá því að orðrómur sé á kreiki í Þýskalandi um að Helmut Kohl kanslari sé að íhuga í alvöru að gera það sem Margaret Thatcher lét ógert og Francois Mitterrand tregðast við að gera: að hætta á toppnum. Kohl er 62 ára að aldri og hefur verið kanslari Þýskalands í tæpan áratug, lengur en nokkur af fyrir- rennurum hans, að Konrad Adenauer undanskildum. Hann gnæfír yfír aðra forystumenn Kristilegra demókrata og þarf ekki • að hafa áhyggjur af neinum keppinaut. Samt trúði hann samstarfsmanni sínum fyrir því í síð- asta mánuði að hann kynni að láta af embættinu, jafnvel fyrir þingkosn- ingamar sem eiga að fara fram árið 1994. Slík ákvörðun yrði auðveldari ef hans biði embætti sem hæfír fyrr- verandi þjóðhöfðingja og þegar slíkt ber á góma beina menn yfirleitt sjón- um sínum til Brussel nú orðið. Talið er því sem næst fullvíst að leiðtogar aðildarríkja Evrópubanda- lagsins (EB) endurskipi Jacques Del- ors sem forseta framkvæmdasijóm- arinnar á fundi þeirra í Lissabon í júní. Gert er ráð fyrir að Delors gegni embættinu til 1994 og menn eru þegar famir að velta því fýrir sér hver taki þá við af honum. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands og helsti höfundur Maastricht-samkomulagsins, virðist vilja embættið og Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, lætur menn ganga eftir sér. Nú eru menn hins vegar allt í einu byijaðir að tala um Kohl sem líklegan eftirmann Delors. Þetta er bæði rætt á meðal forystumanna Kristilegra demókrata í Bonn og samstarfsmanna Delors í Bmssel. Gæti tryggt „evrópskt framkvæmdavald" Kohl hittir Delors að máli einu sinni í mánuði. Þeir hafa á síðustu fundum sínum rætt áform um inn- göngu fleiri ríkja í bandalagið. Del- ors telur að til að stjóma stærra Evrópubandalagi þurfí „evrópskt framkvæmdavald", með meiri völd en núverandi framkvæmdastjóm. Nokkrir af aðstoðarmönnum hans segja að stjómvöld í EB-ríkjunum geti aldrei fallist á slíkt fram- kvæmdavald nema stjórnmálaskör- ur.gur, sem þau geta treyst, veiti því forystu; og enginn sé líklegri en Helmut Kohl til að vekja þetta traust. Nokkrir af stuðningsmönnum Kohls í Brassel telja að kanslarinn sé rétti maðurinn til að koma í veg fyrir að Lubbers fái embættið. Þeir segjast hafa áhyggjur af því að þrátt fyrir hæfni Lubbers sem tæknikrata skorti hann framtíðarsýn hvað varð- ar Evrópumálin. Og þeir eru ekki ánægðir með það litla sem þeir vita um framtíðarsýn hans. „Lubbers yrði trójuhestur fyrir þá sem beijast fyrir tengslum við Bandaríkin, þar sem hann er of nátengdur Bretum og Bandaríkjamönnum í umræðunni um öryggismál," segir einn þeirra sem reka áróður fyrir því að Kohl taki við embættinu. Þeir telja það engu skipta þótt Kohl tali ekki önnur mál en móðurmálið og segja að koma hans til Brassel yrði þýskunni mjög til framdráttar innan bandalagsins. Hefði sterkan bakhjarl Kohl hefur lengi beitt sér fyrir auknum völdum Evrópuþingsins og gæti því vænst stuðnings þess. Egon Klepsch, forseti þingsins og félagi í forsætisnefnd Kristilegra demó- krata, er gamall vinur þýska kanslar- ans. Klepsch er einn þeirra sem reyna Helmut Kohl að fá Kohl til að sækjast eftir forseta- embættinu. Sæki Kohl um embættið er líklegt að hann fái það. John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, lítur til að mynda á hann sem „evrópskan frænda" sinn. Verði Mitterrand enn forseti Frakklands eftir tvö ár, þegar ákvörðun verður tekin, má búast við að hann styðji Kohl þar sem hann er lítt hrifinn af tengslum Lubbers við Bandaríkin. Þá standa Frakkar í þakkarskuld við Kohl, sem beitti sér mjög til að tryggja Delors emb- ættið fyrir átta áram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.