Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 15 Oryggi í austur-evrópskum kjam- orkuverum og norrænt samstarf „Hinar víðtæku breytingar í Evrópu og fráhvarfíð frá tveimur hemaðar- og hugmyndakerfum sem stóðu hvort andspænis öðru í okkar heimshluta marka upphaf samstarfs á nýjum grunni. Alda breytinganna skellur einnig á Norðurlöndum, af okkur er þess vegna vænst að við tökum virkan þátt í uppbyggingu hinnar nýju Evrópu. Til norræns samstarfs eru af þeim sökum gerðar alveg nýjar kröfur." Þannig hefst sameiginleg yfir- lýsing norrænu forsætisráðherr- anna frá aukaþingi Norðurlanda- ráðs sem haldið var á Álandseyjum í nóvember í fyrra. Undir þessa yfírlýsingu tökum við með ánægju. Það er ekki ætlun okkar að fjalla um öll þau hrikalegu vanda- mál sem þjóðir Evrópu verða nú að horfast í augu við. Við viljum aðeins víkja að einu sem stofnað getur öryggi Norðurlandabúa í hættu ef ekki verður snöggt og markvisst gripið til raunhæfra aðgerða. Við höfum vitaskuld í huga að hve miklu leyti öryggi hefur verið tryggt í fjölda kjarn- orkuvera í Austur-Evrópu. Verkefnisstjóri ABB, Percy Barnevik, hefur látið í ljós miklar áhyggjur af þróun mála ef ekki verður tafarlaust gripið til víð- tækra aðgerða. Margar eftirlits- stofnanir sem óháðar eru hver annarri taka í sama streng. Sjálf hafa ríkin þar sem kjam- orkuver þessi em ekki efni á að gera nauðsynlegar öryggisráð- stafanir. Við höfum veitt því athygli að áhrifamestu stjórnmálamenn Norðurlanda hafa tekið málið upp við forystumenn annarra þjóða. Við álítum að það sé ekki nóg. Norðudandaþjóðirnar þurfa að snúa bökum saman í baráttunni fyrir skipulegri kynningu málsins og ráðstöfunum til úrbóta. Við vísum á ný til sameiginlegr- ar yfirlýsingar forsætisráðherr- anna: „I non-ænu samstarfi mun það framvegis verða brýnna en áður að Norðurlandaþjóðirnar vinni saman að hagsmunamálum sínum í Evrópu. Norðurlandaþjóð- irnar verða að leitast við að hafa raunveruleg áhrif á þróunina í álf- unni og umheiminum með hagsmuni og þarfir Norður- landabúa að leiðarljósi." Það er augljóst að það er mikið hagsmunamál Norðurlandabúa að hert verði svo um munar á öllum öryggiskröfum í kjarnorkuverum Austur-Evrópu. í Svíþjóð og Nor- egi eru þeir margir sem enn hafa bitra reynslu af kjarnorkulýsingu í Tsjemobyl. Að sjálfsögðu er hættan á geislavirku úrfelli mest hið næsta kjarnorkuverunum, en allir vita að geislavirkum efnum getur rignt niður hvar sem er á jörðinni. Þess vegna varða öiyggisráð- stafanir í þessum kjamorkuverum sannarlega allar þjóðir, þær eru víðtækt alþjóðlegt stórmál. Hægur vandi er að benda á hliðstæður úr fortíðinni. Þegar um hefur ver- ið að tefla öryggisráðstafanir vegna beinna hernaðarhagsmuna hafa hernaðarbandalög ekki látið sig muna um að snara út gífurleg- um fjárfúlgum og leggja til ómældan mannafla. Samband Norrænu félaganna Norræna félagið í Svíþjóð Thorbjörn Fiilldin formaður í löndum þar sem efnahagsþró- un er á háu stigi ætti mönnum að vera sú hugmynd sem lá að baki Marshall-hjálpinni í fersku minni. Það var ekki af vorkunn- semi sem Bandaríkjamenn lögðu fram stórfé til þess að reisa Evr- ópu úr rústum eftir stríð. Þeir litu svo á að því fyrr sem framleiðsla og efnahagslíf í Evrópu kæmist aftur í eðlilegt horf, því betra yrði það fyrir Bandaríkin. Eftir á hafa menn líka þóst sjá að Marshall- hjálpin hafí ráðið feiknamiklu um það hve Evrópa náði sér fljótt á strik aftur eftir seinni heimsstyij- öld. Dagana 18. og 19. maí verður haldinn ráðherrafundur OECD- ríkjanna og umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro í júní. í tengslum við báðar þessar alþjóðasamkomur ætti að stíga skrefin sem þarf til þess að bægja frá, eftir því sem unnt er, þeirri vá sem okkur staf- ar af fyrmefndum kjarnorkuver- um, því að losni þau ógnaröfl úr læðingi sem hamin er í kjarnorku- veri, getur það óralengi valdið mannkyninu þvílíkum hörmungum og svo stórfelldum umhverfis- spjöllum að við eigum bágt með að gera okkur það í hugarlund. Með skírskotun til yfirlýsingar norrænu forsætisráðherranna frá 12. nóvember 1991 væntum við þess að ríkisstjórnir Norðurlanda beiti sér sem víðast á alþjóðavett- vangi fyrir sameiginlegu átaki sem tryggi að fram verði lagt það fé sem þarf til þess að unnt verði að gera nauðsynlegar öryggisráð- stafanir í austur-evrópskum kjam- orkuverum. Norræna félagið í Finnlandi Elsi Heteináki Olander Norræna félagið á íslandi Haraldur Ólafsson Norræna félagið á Álandseyjum Hasse Svensson Norræna félagið á Grænlandi Henrik Lund Norræna félagið í Danmörku Dorte Bennedsen Norræna félagið í Noregi Bjarne Mork Eidem Norræna félagið í Færeyjum Demmus Hentze Úlfar Ágústsson Kristjana Milla Thorsteinsson, stjórnarmaður Flugleiða, gaf Fokker 50 vélinni nafnið Freydís. Við athöfnina notaði hún vatn úr Dynjanda í Arnarfirði. Á myndinni má einnig sjá Sigurð Helgason forstjóra. Þriðja Fokkerflug- vél Flugleiða komin ísafirði. MIKILL mannfjöldi tók á móti þriðju Fokkerflugvél Flugleiða þegar hún kom til ísafjarðar á laugardag eftir beint flug frá Hollandi. Flugleiðir buðu til veislu í flugstöðinni, eftir að Kristjana Milla Thor- steinsson hafði gefið henni nafnið Freydís. Vélin var um fimm tíma að fljúga í einum áfanga frá Fokker- verksmiðjunum við Schiphoel í Hollandi til ísafjarðar með um 30 farþega auk fjögurra manna áhafnar, undir stjórn Sigurðar Ella Guðnasonar flugstjóra. Allur viðurgjörningur um borð var með sama hætti og í þotum félagsins á millilandaleiðum. Flogið var í 25 þúsund feta hæð og þar sem hreyflar vélarinnar eru mjög hljóðl- átir og hljóðeinangrun góð var engu meiri hávaði í vélinni en í flestum þotum. Að sögn Bjöms Theodórssonar hjá Flugleiðum lofa vélarnar svo góðu að hafinn er undirbúningur að flugferðum frá áætlunarflugvöllum Flugleiða inn- anlands til stórborga í Evrópu á næsta hausti. Hann sagði að fara mætti með vélarnar fullar af farþegum frá ísafirði til dæmis til Glasgow, Dyflinnar og til bæja á vestur- strönd Noregs án viðkomu með svipuðum fargjöldum og nú tíðkast í ferðum frá Reykjavík til þessara staða. Ef þetta verður niðurstaðan er Ijóst að vélarnar bijóta blað í sam- göngumálum dreifbýlisins, sem til þessa hefur ekki getað notfært sér stuttar skemmtiferðir til útlanda í sama mæli og íbúar Stór-Reykja- víkursvæðisins vegna auka- kostnaðarins af ferðum til Reykja- víkur. Breytingarnar sem verða með tilkomu þeirra fjögurra véla sem nú er verið að taka í notkun eru svo miklar vegna minna viðhalds, skemmri ferðatíma og fljótlegri hleðslu að á ársgrundvelli geta þær afkastað sem nemur sex mánaða vinnu einnar vélar umfram það sem þær fimm gátu sem áður voru í notkun. Að stórum hluta munu þessi auknu afköst verða nýtt til að flytja ferðamenn til Grænlands auk annarra ferðamannastaða þar sem gert er ráð fyrir einhverjum samdrætti í innanlandsflugi al- mennt. Úlfar. Þátttaka sjómanna í kvótakaupum utgerða: Allir samningar um kvótakaupin úr gildi4. júní I TENGSLUM við miðlunartillögu ríkissáttasemjara var gerð yfirlýs- ing um þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða. Samkvæmt yfir- lýsingunni er útgerðarmönnum óheimilt að taka af heildaraflaverð- mæti til skipta vegna kvótakaupa. Það er skilningur bæði sjómanna og L.I.Ú. að frá og með 4. júní sé þátttaka sjómanna í kvótakaupum óheimil og segir Jónas Haraldsson lögfræðingur L.Í.Ú.að frá og með þessum tíma falli allir samningar þess eðlis úr gildi. Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands segir að það hafi ætíð verið skilningu þeirra að þátttaka sjómanna í kvótakaup- um væri brot á kjarasamningi sjó- manna. Því hafi komið fram krafan um fyrrgreinda yfirlýsingu í tengsl- um við miðlunartillöguna. „Það hef- ur farið mjög vaxandi að undan- förnu að útgerðarmenn eru að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum sínum með einhveijum hætti en með yfirlýsingunni teljum við tryggt að tekið hafi verið fyrir það,“ segir Óskar. „Og við erum bjartsýn- ir að svo sé, allavega er lögfræðing- ur okkar ánægður með yfirlýsing- una.“ Jónas Haraldsson lögfræðingur L.Í.Ú. segir að það hafi verið skiln- ingur útgerðarmanna að þátttaka sjómanna í kvótakaupum sé lögleg og standist kjarasamninga. Þeir hafi óskað eftir því að fá að setja málið í gerðardóm en á það hafi sjómenn ekki viljað heyra minnst. „Með yfirlýsingunni eru allir svona samingar óheimilir og þeir samn- ingar sem í gildi hafa verið falla niður eftir 4. júní,“ segir Jónas. „Eftir sem áður stendur að yfirlýs- ingin felur ekki í sér viðurkenningu á að þessir samningar hafi verið ólögmætir og útgerðarmönnum er áfram fijálst að versla með kvóta sín í milli." Hvað boð um gerðardóm varðar segir Óskar að sjómenn hafi ekki talið það vera neitt dómsmál hvort kvótakaupin væru ólögleg eða ekki. Þeir hafi verið sannfærðir um að þessi kaup væru ekki í samræmi við kjarasamninga og sú túlkun kæmi fram í yfirlýsingunni. LITUOSRITUNIN SLÆR ALLT UT! Þú kemur með Mac eða PC diskettu, litskyggnu eða mynd á pappír og færð gæðaljósrit úr nýju Canon Ijósritunarvélinni okkar - ALLT í LIT að sjálfsögðu. Ljósritin eru í stærð A4 eða A3 og hvort sem þú vilt á pappír eða glæru. /P Canon CLC 300 getur meðal annars: Stækkað um 400% og minnkað um 50% /,< Margfaldað mynd til að fylla upp í síðu Keyrt út negatívt ý' Breytt hlutföllum í mynd ýf. Skílað spegilmynd Stækkað mynd á mörg blöð Komdu og kynntu þér ALLT I LIT! HANS PETERSEN HF LAUGAVEGI 178 ■ SIMI 68 5811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.