Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 33- Lokadur VW Transporter Verð frá kr. 1.411.200 (m.vsk.) -\ ‘-V 6 manna VW Transporter með palli Verð frá kr. 1.457.280 (m.vsk.) VIÐSKIPTI Samið um markaðssetn- ingu selskinnsfatnaðs Eggert Jóhannsson feldskeri hefur gert samning við græn- lenska fyrirtækið Great Green- land, sem m.a. framleiðir sel- skinnsfatnað, en fyrirtækið útveg- aði t.d. dönsku ólympíuförunum selskinnsfatnað fyrir leikana í Al- bertville. Samningurinn felur í sér samvinnu um markaðssetningu og sölu á fatnaði úr selskinni. Þá eru sameiginlegar sýningar á sel- skinnsfatnaði fyrirhugaðar á öll- um Norðurlöndunum í haust. Eggert segir að til að byija með komi hann til með að selja vörur frá Great Greenland og á meðan hans eigin framleiðsla er í upp- byggingu ætla þeir að afla fjár til sameiginlegrar markaðssetningar. I framtlðinni verði markmiðið að koma bæði íslensku og græn- lensku selskinnunum á alþjóðlegan markað. „Þetta eru nokkuð ólík skinn. íslensku skinnin eru tals- vert fínlegri og léttari en þau grænlensku. Við ætlum að hefja samstarfið í haust með því að kynna vöruna á Norðurlöndum og ef vel tekst höfum við áhuga á því að koma henni á markað ann- ars staðar. Við höfum Þýskalands- markað helst í huga þar sem hann er einn stærsti markaðurinn fyrir skinnvörur og ef hann tekur aftur við sér þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur," segir Eggert. Hann segir að báðir aðilar hafi náð þeim árangri, sem þeir geti sætt sig við og því telji hann að slík markaðssetning ætti að geta gengið. Hann segist ekki vera hræddur við dýraverndunarsinna og segir að slíkir fordómar fari sífellt minnkandi. „Nýja náttúru- verndarstefnan í dag gengur út á að nýta náttúruna með skynsam- legri grisjun dýra án þess að ganga á höfuðstól náttúrunnar, svipað og þegar fallvötn eru nýtt til orku- framleiðslu. Þar sem selaafurðir hafa ekki selst um nokkurt skeið hefur það víða valdið ójafnvægi í náttúrinni," segir hann. Eftir viðræðurnar fóru Eggert og Kristian Fleischer, forstjóri Great Greenland, á veitingastað- inn Hjá Úlfari þar sem þeir snæddu piparsteikt selkjöt. „Þetta er mjög góður matur og maður fínnur ekkert lýsisbragð, eins og margir halda. Islendingar þyrftu að vera svolítið duglegri við að borða meira selkjöt og staðreyndin er sú að þetta er mun hollara en annað kjöt því að það inniheldur allt aðra fitu. Þess vegna ætti þetta að vera verulega frambæri- leg útflutningsvara fyrir íslend- inga,“ segir Eggert að lokum. Morgunblaðið/KGA Kristian Fleischer, forstjóri Great Greenland (t.v.) og Eggert Jó- hannsson feldskeri snæða selkjöt á veitingastaðnum Hjá Ulfari. VOLKSWAGEN Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bjarni Þór las uppúr Sölku Völku, eftir Halldór Kiljan Lax- nes og sýndi góð tilþrif. lSkÍjct Tólf manns á námskeiði Bíldudal. Leiklistarnámskeið var haldið á vegum Leikfélagsins Baldurs fyrir nokkru. Stjórnandi var Ey- vindur Erlendsson leikari. Þátttakendur voru tólf, níu kon- ur og þrír karlar. Námskeiðinu lauk með sýningu þar sem þátttak- endur flutu ljóð og lásu valda kafla úr þekktum skáldverkum eftir ís- lenzka höfunda. Einnig var sýndur látbragðsleikur. Að sýningunni lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti. BÍLL FBÁ HEKLU BOBGAB SIB lUjffMflA HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 An vsk Bensín- eða Dieselhreyfill Aflstýri / Framhjóladrif 5 gíra handskipting/sjálfskipting Burðargeta 1-1,2 tonn Farþegafjöldi allt að 11 manns Þriggja ára ábyrgð 3 manna VW Transporter meö palli Verð frá kr. 1.407.360 (m.vsk.) R. Schmidt. PRISMA ■ 9135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.