Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 80. APRÍL 1992 37 Breytt miðaverð - kr. 300 - fyrir 60 ára og eldri á allar sýningar og fyrir alla á 5 og 7 sýningar. Kr. 300 alla ______þriðjudaga.___ MITT EIGIÐ IDAHO Sýnd í A-salkl.5, 7,9og 11,-Bönnuðinnan 16ára. VIGHOFÐI Stórmyndin með Robert De Niro og Nick Nolte. Sýnd í B-sal kl. 9 og 11.10. REDDARINN Eldfjörugur spcnnu/grínari. Sýnd í B-sal kl. 5 og 7. ATH. MIÐAVERÐ KL. 50G7KR. 300. HETJUR HÁLOFTANNA Þrælf jörug spennu og gamanmynd. Sýnd íC-sal kl. 5,7, 9 og 11. EFTIR LEIKSTJÓRA „DRUGSTORE COWBOY“ my own nnm idaho MYND EFTIR GUS VAN SANT Van Sant laðar fram sama kraftaverkið frá River Phoenix og Kenau Reeves og hann gerði með Matt Dillon í Drugstore Cowboy. „Ekkert undirbýr þig undir þessa óafsakanlegu, ósviknu kvikmynd. Mynd sem snert- ir þig." ★ ★★★ N.Y. TIMES. RíVER phoensx KEANU REEVES fiÉí*SlÍÉÍt® „FREEJACK“ LETTLYNDA RÓSA Sýnd kl. 5,7,9 og 11. KOLSTAKKUR Sýnd kl.5,7,9og11 Bönnuð i. 16ára. HOMOFABER ★ ★★★ Helgarbl Sýnd kl. 9 og 11. UPPALIFOGDAUÐA Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuði. 16 ára. KASTALIIUI0ÐUR MINNAR Sýnd kl. 5 og 7. Alex Furlong er kappakstursmaður. Hann er um J>að bil að deyja er honura er kippt 18 ár inn í framtíðina. Hrikalega spennandi frá upphafi til enda - frábærir leikarar. Sýnd kl. 5,7,9.10 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. REGNBOGINN SÍMI: 19000 STRÆTÓ HEIM Á EFTIR (UM REYKJAVÍK) Norræna húsið; Ljósmyndasýning FIMMTUDAGINN 30. apríl kl. 15 verður opnuð sýning í sýningarsölum Norræna hússins á ljósmyndum sem nem- endur við Ijósmyndaakademíuna (Akademin för fotografi) í Listiðnaðarskólanum í Stokkhólmi hafa tekið og unnið. 13 nemendur og kennari þeirra, Hans Hedberg, koma af þessu tilefni til íslands og verða hér í vikutíma. Á sýningunni gefur að líta afrakstur nemenda sem út- skrifast á þessu vori og er myndefnið fjölbreytt og óvenjulegt. Námið við ljósmyndaaka- demíuna er framhaldsmennt- un. Nemendur eru vaidir eftir verkum sínum og listrænum hæfíleikum og hafa þeir ofast tekið þátt í sýningum eða komið fram opinberlega. Fimm nemendur eru valdir árlega úr hópi 150 umsækj- enda. I náminu er unnið að verkefni sem er bundið ákveðnu þema. Námið skiptist í fjögur svið: Sérfræðingar á sviði ljósmyndunar halda fyr- irlestra, haldin eru fræðileg námskeið og umræður um ákveðin efni, lögð er áhersla á sjónræna túlkun og nem- endur fá einkakennslu og halda einkasýningar og taka þátt í samsýningum. Þá eru haldnir fyrirlestrar um heim- speki nútímans, sálfræði, list- fræði, listasögu og sögu ljós- myndunar. Einnig eru haldin önnur námskeið á fleiri svið- um ljósmyndatækninnar. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 10. maí. Ungir nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar: Fjölbreytt tónleikadagskrá Tónlistarskóli Hafnarfjarðar á 42 ára starfsársafmæli á þessu ári og að því tilefni er margt um að vera og margir tónleikar verða lialdnir á næstunni. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Hafnarborg kl. 20.00 og þar munu koma fram eldri nemendur skól- ans, þeir tónleikar verða fimmtudaginn 30. apríl. Námskeið í Bústaðakirkju: Samskipti foreldra og bama NÁMSKEIÐ um samskipti foreldra og barna verður haldið í Bústaðakirkju fimmtudagskvöldið 30. apríl nk. Fyrirles- ari námskeiðsins er hinn kunni fjölskylduráðgjafi Eivind Fröen frá Noregi og er þetta eins konar framhaldsnám- skeið af þeim námskeiðum sem Fjölskyldufræðslan hefur haldið með honum uin hjónabandið og fjöiskylduna víðs vegar um land á undanförnum árum og fjöldi fólks hefur sótt. Námskeiðið skiptist í tvo fyrirlestra með stuttu kaffi- hléi og fyrirspurnum um efnið í lokin. Mál fyrirlesarans verð- ur túlkað jafnóðum á íslensku. Eivind Fröen er góður fyrir- lesari og kennari og nær vel til áheyrenda sinna á léttan og skemmtilegan hátt. Hann er þekktur víða um heim fyrir kennslu og hefur kynnt sér þetta efni sérstaklega og unn- ið með það í lífi sínu og fjöl- skyldu sinnar. Námskeiðið í Bústaðakirkju hefst kl. 20.00. Kostnaður er kr. 500, kaffi innifalið. Skráning fer fram hjá Fjölskyldufræðslunni í síma 27460 og í Bústaða- kirkju í síma 37801. Eivind Fröen mun einnig verða mpð hefðbundið fjöl- skyldunámskeið í Seltjamar- neskirkju laugardaginn 9. apríl og hefst það kl. 10.00 árdegis. Hægt er að fá allar upplýsingar um það námskeið í Seltjarnameskirkju og hjá Fjölskyldufræðslunni. Föstudaginn 1. maí verður svo lúðrasveit skólans með tónleika í Hafnarborg, einn- ig klukkan 20.00. Forskóla- nemendur verða síðan með tónleika í Hafnarborg kl. 20.00, á mánudeginum 4.maí. Dagana 6. og 7. maí ætl- ar kórinn að frumflytja, ásamt hljóðfæraleikurum, söngleikinn Árstíðimar eftir Ólaf B. Ólafsson. Tónlistar- skólinn vinnur að verkefn- inu með grunnskólunum í Hafnarfirði. Þá munu stúlkur úr fím- leikafélaginu Björk taka þátt í þessari sýningu. Báð- ar sýningamar em haldnar í Hafnarborg klukkan 20.00. Föstudaginn 8. maí verður yngri deild Tónlistar- skólans með tónlkeika einn- ig í Hafnarborg klukkan 20.00. Mánudaginn lí. máí ætl- ar strengjadeildin að vera með tónleika í Hafnarborg klukkan 20.00. Að síðustu verður svo kór skólans með tónleika í Víðistakirkju klukkan 20.00. Skólaslit Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar verða í Hafnarborg fímmtudaginn 21. maí, klukkan 18.00. Heilsuhringnrinn: Aðalfundur „ORKUHJÚPIIR manns- ins og áhrif umhverfisins á hann“ er yfirskrift aðal- fundar Heilsuhringsins sem haldinn verður í Nor- ræna húsinu í kvöld. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Brynjólfur Snorrason sjúkranuddari frá Akureyri flyQa fyrrgreint erindi. í lok fundarins mun hann ásamt Einari Þorsteini Ásgeirssyni svara fyrirspurnum. Fund- urinn hefst stundvíslega klukkan 20. , Júpíters leika í Púlsinum FYRSTU tónleikar hljóm- sveitarinnar Júpiters á þessu sumri verða haldnir á Púslinum í kvöld, fimmtudag 30. apríl, en hljómsveitin hefur ekki komið fram hérlendis síð- an á gamlársdag, en hefur hins vegar verið á vel- heppnuðu tónleikaferða- lagi um London, þar sem hún lék m.a. á þekktum klúbbum og í beinni út- sendingu BBC. Upptökum á fyrsta hljóm- diski sveitarinnar er lokið og er hann væntanlegur á markað í júnímánuði. í hljómsveitinni eru 13 hljóm- listamenn, sem saman skapa „ómótstæðilegan danshrynjanda", eins og segir í frétt frá Tónlistar- miðstöðinni. Tónleikamir hefjast í kvöld klukkan 22-23 og standa til klukkan 03, en húsið opnar klukkan 20. Á föstudag leikur síðan KK-bandið á tónleikum í Púlsinum, en það skipa Kristján Kristjánsson gítar og söngur, Elíen Kristjáns- dóttir söngkona, Eyþór Gunnarsson píanó, Þorleifur Guðjónsson bassi og Kor- mákur Geirharðsson trommur. KK-bandið leikur aftur á laugardagskvöld. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.